Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 61
T í Ð I N D I
65
hann átti á öllum stundum og í miklu veikindastríði. Hann
var iiinn andlega sterki maður, sem aldrei lét bugast.
Sérstaklega minnist ég bænanna, sem hann flutti. í þeim
var hin sanna auðmýkt frammi fyrir almætti Guðs, — þær
báru vott um hina skilyrðislausu hlýðni við vilja Skapar-
ans. — Þegar séra Friðrik hneigði höfuð sitt í bæn, fann ég
hvaðan styrkur hans kom.
Huggunarríkar voru bænir hans á sorgarstundum. Og frá
þeim streymdi friður og kraftur til þess að lækna harmsefni
hinna þjáðu.
Seinustu árin, þegar nær dró hinum stóru þáttaskilum,
var séra Friðrik í mikilli þörf fyrir hjúkrun. Sú hjálp var
honum veitt á dásamlega fagran hátt af elskandi eiginkonu
og fósturdóttur, sem gerðu allt, er í þeirra valdi stóð til
þess að létta honum sjúkdóminn.
Á bökkum Glerár, að Útskálum, þar sem áin niðar og
streymir fram eins og tíminn, er telur daga vora, — kom
ævikvöldið, — og friður Guðs hvíldi yfir öllu.
Svo kom kallið, eftir stutta legu á sjúkrahúsinu, 21. marz,
— en þá var séra Friðrik nýlega orðinn 68 ára gamall.
Eitt sinn hafði hann látið þess getið, að við útför hans
yrði sunginn sálmurinn, sem hér fer á eftir: „Dauðinn dó
en lífið lifir“. Sá sálmur endar á innilegu bænarákalli til
Guðs:
„Lát mig þreyja
þér og deyja,
þrá mín heit og bæn er sú.“
Með slíkum hug tók séra Friðrik dauða sínum, — og hér
enduróma orð Davíðs sálma: „í þína hönd fel ég anda
minn. — Þú munt frelsa mig Drottinn, þú trúfasti Guð.“
Stundin er komin til að kveðja F.g kveð þig af hjartans
þökk fyrir allt, sem þú gerðir fyrir mig. — Þú ert kvaddur
með ástríkri þökk af eiginkonu þinni, fósturbörnum, bróð-
5