Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Page 93
T í Ð I N D I
97
æsku Jóns, væri það ekki óhugsandi að hann kynni að hafa
verið fæddur annars staðar, og hefði þetta síðan gleymzt, af
því að hann hefði flutzt þaðan kornungur. Sá staður, sem
þá kæmi helzt til greina, er Mikligarður í Eyjafirði. Vitað
er, að þar var Ari Sigurðsson um skeið ráðsmaður Hólastóls
og jafnframt umboðsmaður Hólastólsjarða milli Varðgjár
og Mýrakvíslar.
Fœðingarár Jóns biskups.
Til þess þó, að Jón biskup gæti hafa verið fæddur þar,
yrði hann að hafa fæðzt nokkrum árum áður en talið er í
æviágripi sonarsonar hans, eða fyrir 1879.
Þessu hafa sumir haldið fram. Færa þeir til þess þær
ástæður, að of þröngt virðist vera um námstíma lians, ef
hann hefði orðið að vinna fyrir búi móður sinnar eftir föð-
ur sinn andaðan, en þó tekið prestsvígslu 24 ára gamall.
Frami lians þykir þeim orðið hafa óeðlilega skjótur, ef hann
hefði strax á öðru ári prestsskapar si'ns fengið Hrafnagil og
síðan bráðlega orðið prófastur. Börn hans hljóti að hafa
verið eldri en svo, að þau elztu hafi verið fædd kringum
1508, og svo framvegis. Kom Klemenz Jónsson með þá til-
gátu, að misritun muni hafa slæðzt inn í æviágripið, og
þótti sennilegast, að þar hefði upphaflega staðið 1474, og
Jón biskup þá verið tíu árum eldri en almennt er talið. Sé
þá við hæfi að ætla, að hann hafi verið orðinn prestur um
1500, og börn hans hin elztu þá fædd skömmu síðar.
Við þetta er fyrst og fremst það að athuga, að ártalið er
hið sama í útgáfu Odds og æviágripi Magnúsar, enda þótt
afskriftin hafi þar farið í gegnum aðrar hendur, og virðist
þetta sanna nokkurn veginn ótvírætt, að þarna hafi aldrei
neitt annað ártal staðið. Auk þess virðist vígslualdur hans
koma nokkurn veginn saman við það, sem kunnugt er af
bréfum.
Jóns Arasonar getur fyrst sem prests í tylftardómi klerka,
útnefndum af Gottskálki biskupi, að Glæsibæ við Eyjafjörð
7