Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 97
T í Ð I N D I
101
legurn eftirkomendum, um áður greind ráðsmannsstörf og
peningameðferðir í fyrr sögðum umboðum.“
Það virðist auðsætt, að hér er ekki um neina árlega kvitt-
un að ræða, enda óvíst að slíkt hafi tíðkast, og munu ekki
finnast mörg dæmi um það í fornskjölum. Með bréfi þessu
er biskup að leysa Ara frá umboðinu. Og var honum þá
nauðsynlegt að hafa slíka kvittun í höndum, því að ella
gátu komið alls konar kröfur og klaganir um slík mál,
stundum mörgum áratugum síðar, ef menn höfðu ekki ský-
laus vottorð í höndum um, að þeir hefðu hreinlega við
þau skilizt.
Þess vegna kvittar líka Ólafur biskup ekki aðeins fyrir
sjálfan sig, heldur alla sína eftirkomendur á Hólastól, og
gefur Ara að lokum vottorð um, að hann hafi staðið í starf-
inu sem „einn dyggur og trúr þénari". Bæði Ara og Jóni
syni hans hefur verið ljóst, hvaða þýðingu það gat haft að
geyma þetta skjal, og er þetta ástæðan til þess, að bréfið
hefur varðveitzt með skjölum Hólastóls.
Að Ara Sigurðssyni var falið umboð yfir 30—40 jörðum
og ráðsmannsstarf í Miklagarði sýnir, að hann hefur verið
maður í góðu áliti og sæmilega efnum búinn, ella hefði
jafnféglöggur rnaður og Ólafur biskup Rögnvaldsson eigi
treyst honum til að bera ábyrgð á fjárreiðum þessum. Voru
þess dæmi á þeinr öldurn, að menn, sem taldir voru allvel
fjáreigandi, stóðu ekki í skilum við Hólastól, og urðu af
því stefnur og málarekstur. Þannig var t. d. um Höskuld
Runólfsson, sem fékk umboðið í Miklagarði ekki löngu
seinna. Varð Gottskálk biskup að stefna honum um vanskil,
og um það gekk einmitt dómurinn í Glæsibæ 6. nóv. 1507,
þar sem Jóns Arasonar er fyrst getið sem prests. Var Hösk-
uldur þó af stóreignamönnum kominn. Sýnir þetta, að fjár-
heimtan hefur eigi ávallt verið ábatasöm, og því má vera,
að fé hafi gengið af Ara, áður en hann leystist frá umboð-
inu. Hitt er vitað, að forfeður Ara áttu miklar jarðeignir,
og naumast getur Sigurður príor hafa verið blásnauður, svo