Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 108
112
T í Ð I N D I
í þriðja lagi felst í því stutt greinargerð um þær kröfur,
sem prestsembættið gerir til prestsins í hinu íslenzka þjóð-
félagi nútímans á grundvelli þess, sem á undan er talið.
Það, sem hér fer á eftir, er fátækleg tilraun til þess að
svara nokkrum þeim spurningum, sem efnið leggur fyrir
oss.
I.
Þegar gera skal grein fyrir skilningi hinnar evangelisk-
lúthersku-kirkju á prestsembættinu, verður fyrst fyrir að
athuga, hvað játningar hennar kenna í þessum efnum.
I Ágsborgarjátningunni fjallar V. gr. sérstaklega um
predikunarembættið og er það næsta grein á eftir grein-
inni um réttlætinguna, en þar segir eftir þýzka textanum:
„Enn fremur er kennt, að vér getum ekki öðlazt fyrir-
gefningu syndanna og réttlæti fyrir Guði fyrir vora verð-
leika, verk eða fullnægjugjörð, heldur hljótum vér fyrir-
gefningu syndanna og verðum réttlát fyrir Guði af náð
vegna Krists fyrir trúna, er vér trúum, að Kristur hafi liðið
fyrir oss og að oss verði syndirnar fyrirgefnar hans vegna og
gefið réttlæti og eilíft líf, því að þessa trú mun Guð líta á
sem réttlæti fyrir sér og tilreikna eins og heilagur Páll seg-
ir í 3. og 4. kap. Rómverjabréfsins.“ (Róm. 3. 21 nn.; 4. 5)
[B. S. bls. 56. 1-15].
Því næst segir um predikunarembættið einnig eftir þýzka
textanum:
„Til þess að öðlast slíka trú, hefur Guð sett predikunar-
embættið til þess að boða fagnaðarerindið og veita sakra-
mentin, en fyrir það veitir hann oss hinn heilaga anda eins
og um tæki, sem verkar trúna, hvar og hvenær sem hann
vill, með þeim, sem heyra fagnaðarerindið. En það kennir,
að vér fyrir verðleika Krists (durch Christus Verdienst),
ekki fyrir vora verðleika, eigum náðugan Guð, er vér trú-
um þannig.
Endurskírendur og aðrir eru fordæmdir, sem kenna, að
vér án hins líkamlega (leiblich) orðs fagnaðarerindisins