Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Page 116
120
T í Ð I N D I
af hendi gagnvart söfnuðinum og heimi, sem er ósáttur við
Guð?
II.
Þegar kirkjan stendur í þeim aðstæðum, sem liin evangel-
isk-lútlherska kirkja á íslandi stendur í dag, þar sem sam-
band þjóðar og kirkju fer sífellt þverrandi, eru það eðlileg
viðbrögð, að prestar hennar og söfnuðir taki að rýna í eigin
barin í leit að orsökum þess.
Kirkjan er ekki nógu lifandi segja menn. Það þarf að
vinna að lífgun og uppbyggingu safnaðarins, þ. e. a. s.
þeirra, sem að staðaldri sækja guðþjónustur safnaðarins eða
taka virkan þátt í starfi hans.
Það er rétt, að þetta þarf að gerast, en vér megum ekki
skjóta fram hjá markinu um leið. Það er reyndar gert ráð
fyrir að einstaklingar safnaðarins beri vitni í starfi sínu í
hinu daglega lífi, en með þessu er horft fyrst og fremst inn
á við, en ekki út á við og söfnuðurinn, kinkjan, heldur
áfram að einangrast úr lífi þjóðarinnar.
Kirkjan og þeir, sem falin er leiðsögn hennar, hafa með
höndum þjónustu sáttargjörðarinnar. Það felur í sér að hún
á að vera trúboðskirkja. „Farið og gjörið allar þjóðir að
lærisveinum," segir drottinn. Og það á ekki aðeins við þjóð-
ir eftir litarhætti, tungum og löndum, heldur og sérhverja
kynslóð.
Til þess að gegna þessu 'hlutverki, þurfa þeir, sem falin
er leiðsögn kirkjunnar, að beina sjónum sínum og starfi
inn í þann heim, sem hún lifir og hrærist í, samtíð sína.
Og hvernig lítur samtiðin út? Vér stiklum á nokkrum
megindráttum.
Eitt helzta einkenni samtíðar vorrar eða hins islenzka
þjóðfélags i dag eru hinar hröðu breytingar og vöxtur í lifi
þess.
Um síðustu aldamót bjó nær öll þjóðin í sveitum og
stundaði landbúnað, en nú eru það aðeins 20—30% þjóðar-