Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 121
T I Ð I N D I
125
upp við að taka þátt í sameiginlegri guðþjónustu safnaðar-
ins á lieimili eða í kirkju. Þau urðu því ein með trú sína
eða jafnvel glötuðu henni. í mörgum tilfellum finnst börn-
um nú, er þau hafa verið fermd, þau hafa að baki sér hluti,
sem tilheyra barnaskapnum.
Margs konar félagsstarfsemi og dcegrastytting hins nýja
þjóðfélags gerði sífellt meiri kröfur til tíma manna og
keppti þannig beinlinis og óbeinlinis við starfsemi safnað-
arins. Suim félagssamtök hafa jafnvel starfsemi sína á lög-
helguðum guðþjónustutíma.
Vinnutimi fólks er stundum þannig, að það er útilokað
frá því að geta tekið þátt í sameiginlegri guðþjónusut safn-
aðarins, hvort heldur er á heimili eða í kirkju.
Barnafræðslan hefur í æ ríkari mæli verið tekin úr hönd-
um iheimilanna og þá um leið trúaruppeldið að stórum
hluta. Um leið og það varð minrikuðu möguleikar safnað-
arins til trúaruppeldis barna. Það er ekki von að sú kyn-
slóð, sem fellt hefur niður heimilisguðræknina og er hætt
að ganga í kirkju að stórum hluta fari að taka upp guð-
ræknisstundir í almenningsskólum. — Þrátt fyrir skyldu-
tíma í kristnum fræðum er trúaruppeldi unglinga mjög tak-
markað. Það finnum vér bezt, þegar vér tökum börnin til
spurninga fyrir fermingu. Þetta á sér þó undantekningar
eins og svo margt, sem hér hefur verið alhæft.
Samfara þessari þróun í þjóðar- og kirkjulífi fóru um
þjóðina, söfnuðina í landinn, margvíslegir andlegir straum-
ar, sem beint eða óbeint eiga upphaf sitt i veraldarhyggju,
sekularisma, rainessance timans, þ. e. a. s. stefnur, sem af-
neita drottinvaldi Guðs yfir vissum sviðum lífsins, jafnvel
öllu lífinu og afneita þannig kristinni trú. Þessir straumar
birtast m. a. i heimspekistefnum og hugmyndakerfum
stjórnmálaflokkanna. Þessi hugmyndakerfi gera kröfu til
trúrænnar lífsafstöðu fylgjendanna. Þetta hefur víða leitt
til sundrungar í söfnuðinum. Stjórnmálaflokkar hafa tekið
hið ritaða mál og alls konar skemmtikrafta í sína þjónustu