Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 122
126
T í Ð I N D I
og koma fram, sem skæðir keppinautar og oft á tíðum and-
stæðingar safnaðarins þótt oftast óbeint sé.
Annars er veraldarhyggjan ekki eingöngu bundin heim-
speki eða hugmyndakerfum. Hún birtist oss skýrast i árang-
urshyggju nútima þjóðfélagsins, sem ekki lýtur neinum sið-
rœnum lögmálum. Þar er spurt um þægindi, met og gróða,
en ekki rétt og rangt. [Sbr Jóhann Hannesson]
í hinn íslenzka þjóðfélagi nútímans hefur allt trúarlegt
og siðrænt mat kristninnar verið dregið í efa. Áður fyrr
hjálpaði áhrifavald kirkjunnar og prestanna svo og erfða-
venjur þjóðfélagsins mönnum til að lúta þessu siðræna mati.
En í dag er þetta sterka áhrifavald ekki lengur til.
Hið sterka áhrifavald nútimans er visindin. Visindin
kalla sérhvern mann til gagnrýnandi sjálfsprófunar, en rneð
því er til of mikils œtlazt af alþýðu manna, sem jafnan skort-
sérhæfða menntun til raunhæfrar gagnrýni og prófunar.
Niðurstaðan verður rótleysi. [Von Wilhelm Hahn]
Bandarískur þjóðfélagsfræðingur hefur bent á, hvernig
þetta iðnaðarþjóðfélag nútímans með hinni sterku félags-
hyggju sinni hefur skapað mann, sem hefur undraverða
hœfileika til að aðlaga sig ólikum aðstceðum bœði i ytri hátt-
um og siðrœnu tilliti. [David Riesman]
Stöndum vér ekki þegar á Islandi gagnvart slíkri mann-
gerð?
I öllu þessu, sem hér hefur verið rakið, sjáum vér livernig
þróunin stefnir í þá átt að starfssvið prestsins minnkar,
tengsl prestanna við söfnuðinn rofna œ meir.
Hér við bætist það að lokum, að sérfrœðingar hins nýja
þjóðfélags hafa tekið af prestunum helztu störf þeirra í
þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Vér höfum nú alls konar
ráðunauta í landbúnaði, sérstaka kennarastétt, stóra barna-
og sérskóla, sérstök mannúðar- og líknarfélög svo og bæjar-
félög hafa tekið að sér forystu í hjúikrun og fátækrafram-
færslu. Síðast var manntalið tekið af prestunum. Og þá
hættu margir prestar að húsvitja. En af hverju? — Var það,