Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Blaðsíða 123
TIBINDI
127
af því að þeir voru farnir að líta á sjálfa sig meira sem opin-
bera embættismenn ríkisins heldur en handhafa þjónustu
sáttargjörðarinnar?
Þannig hefur starf prestsins og safnaðarins í mörgum til-
fellum dregizt saman á ihin opinberu embættisverk, þ. e.
a. s. skírn, fermingu, hjónavígslur og jarðarfarir, svo og
sjúkravitjanir og einstiik einkaviðtöl og heimsóknir.
En þannig er presturinn nær gjörsamlega einangraður frá
því þjóðfélagi, sem hann lifir i og hrærist í dag.
Þetta er, af því að starf bæði presta og safnaða er of mik-
ið miðað við liðna lífshætti þjóðarinnar. Og þannig er það
í hugum margra talin óþörf leifð liðins tíma.
III.
Hver er nú krafa þrestsembœttisins til prestsins í þessum
aðstœðum?
Af því, sem þegar hefur verið sagt, hlýtur krafan fyrst og
fremst að vera sú, að hann inni trúlega af hendi þjónustu
predikunarembcettisins, grundvallarembættis kirkjunnar,
sem hún byggist á og nærist af, þ. e. þjónustu sáttargjörðar-
innar, þar sem hann í predikun og sakramentum boðar:
Látið sættast við Guð.
í vorum aðstæðum er útlitið ebki glæsilegt og mannlega
talað vonlaust fyrir kirkju og kristni. En oss prestum, sem
falin er þessi þjónusta sérstaklega, er ekki ætlað að starfa í
eigin krafti, heldur í umboði drottins vors og frelsara Jesú
Krists. Fagnaðarerindi hans fylgja fyrirheitin um, að Guð
lætur ekki orð sitt snúa aftur fyrr en það hefur unnið það,
sem honum líkar. Því fylgir einnig fyrirheitið, að fagnaðar-
erindið er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, sem
trúir, eins og bent var á hér að framan. í predikunarembætti
sínu lieldur |esús Kristur áfram að starfa. Hið eina, sem
oss er ætlað, er að hlýða, veita þjónustuna.
En þessi hlýðni felur ýmislegt mikilvægt í sér. Hún felur
það í sér, að vér leitumst, við að afla oss eins mikillar og