Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 139
T í Ð I N D I
143
hann kann því illa, að Alþingi taki ekki við fyrsta tæki-
færi til meðferðar og afgreiðslu þau mál, sem Kirkju-
þing íslands leggur fyrir það.“
5. „Fundurinn beinir þeim tilmælum til útvarpsráðs, að
útvarpið taki upp sem sérstakan dagskrárlið kennslu í
sálmasöng, þar sem vakin sé athygli á fögrum sálmalög-
um, þau sungin og kynnt eftir föngum.“
Fyrri fundardaginn sátu prestarnir og nokkrir gestir boð
vígslubiskupshjóna að Hótel KEA.
Á sunnudaginn messuðu prestarnir á Akureyri og í nær-
liggjandi byggð, víðast hvar tveir og tveir saman, og voru
messurnar mjög vel sóttar.
Veður var afbragðs gott, logn og sólskin báða fundar-
dagana.
Gestur fundarins var Valdemar V. Snævarr, sálmaskáld.
Ólafur Ólafsson, kristniboði, var og gestur fundarins,
flutti hann erindi um kristniboðsstöðina í Konsó og sýndi
kvikmynd þaðan, er hann hafði sjálfur tekið.
Stjórn Prestafélags Hólastiftis skipa: Síra Sigurður Stef-
ánsson, vígslubiskup, formaður, og prófastarnir sr. Friðrik
A. Friðriksson, sr. Páll Þorleifsson, sr. Þorsteinn B. Gíslason
og sr. Björn Björnsson.
ÚR NORÐUR ÞINGEYJARPRÓFASTSDÆMI.
Biskup lslands visiteraði Norður-Þingeyjarprófastsdcemi
dagana 2.-8. ágúst sl. I för með biskupi var frú lians, ásamt
stud. theol. Bernharði Guðmundssyni, ritara biskups, og
Ágústi Korneliussyni, bílstjóra.
Menn sýndu hug sinn til hins nýja biskups með því að
fjölmenna á hvern kirkjustað.
Visitazian fór fram í höfuð-dráttum þannig á hverri
kirkju, að biskup flutti prédikun og erindi. Viðkomandi
sóknarprestur þjcinaði fyrir altari á undan, en biskup eftir.
Visitazíur biskupa hafa ætíð talizt meðal stærstu kirkju-
legra viðburða livers prestakalls. Að sjá æðsta mann kirkj-