Tíðindi Prestafélags hins forna Hólastiftis - 01.01.1959, Síða 144
148
T í Ð I N D I
una hið ytra, allt torfverk gert að nýju og £úi numinn úr
skarsúð og grind, þar sem þurfa þótti og styrkt að viðum.
Er nú kirkjan orðin hið fríðasta hús að utan að sjá, en í
vetur verður unnið að því að laga hana að innan og prýða
í fornum stíl eftir fyrirsögn þjóðminjavarðar Kristjáns Eld-
járns.
Fyrir hleðslu á veggjum hefur staðið Sigurður Egilsson
frá Laxamýri, sem undanfarandi ár hefur unnið fyrir þjóð-
minjavörð við gömlu bæina á Grenjaðarstöðum og Laufási.
B. K.
Dalvikurkirkja.
Hinn 20. sept. árið 1900, í „kirkjurokinu“ svo kallaða,
fauk sóknarkirkjan á Upsum. Fljótlega eftir það, var hafizt
handa um kirkjubyggingu þar á staðnum og mun henni
hafa verið lokið árið 1902. Sú kirkja, sem þá var byggð, var
snoturt hús, en lítið, en nægilega stór þó fyrir sóknina, eins
og hún var þá. En síðan þetta var, hefur íbúatala Upsasókn-
ar margfaldazt, enda er kirkjuhúsið löngu orðið of lítið og
ófullnægjandi á allan hátt. — All-langt mun nú síðan að
tekið var að ræða um að byggja nýja kirkju, en ekki voru
menn á eitt sáttir um, hvar byggja skyldi. Sumir vildu
byggja upp nýja kirkju á Upsum, en aðrir vildu byggja hana
í þorpinu sjálfu. — Hinn 1. nóv. 1941 var á safnaðarfundi
Upsasóknar rætt um kirkjubygginguna og var þá kosin fjár-
öflunarnefnd og hlutu kosningu sóknarnefndarmennirnir:
Arnór meðhjálpari Björnsson, Upsum, Gestur Hjörleifsson
organisti, Dalvík, Sveinn Friðbjarnarson smiður, Efstakoti,
og auk þeirra Baldvin G. Jóhannsson útibússtjóri og Sigfús
Þorleifsson útgerðarmaður, Dalvík. Leitað var samskota þá
og oftast árlega síðan og gekk það alla-jafna vel. Málið var
síðan rætt á nokkrum safnaðarfundum og eftir að ákveðið
hafði verið með almennri atkvæðagreiðslu að færa skyldi
kirkjuna frá Upsum niður í þorpið, hófust byggingafram-
kvæmdir með því, að sóknarpresturinn stakk fyrstu skóflu-
stunguna að lokinni guðsþjónustu á kirkjustæðinu hinn 19.