Helgarpósturinn - 22.06.1979, Side 6

Helgarpósturinn - 22.06.1979, Side 6
6 Fostudagur 22. júni 1979 —helgarpósturínrL. Vegg- skriftir/ eða „graffiti" eins og það heitir á erlendum málum/ eru snar þáttur í umhverfi manna í borgum út um allan heim. Með slíkum skrifum eru menn að koma á framfæri hugmyndum sínum og skoðunum. Hvort sem það er í hita augnabliksins/ eða skipulagt fyrirfram. Mál- efnin sem tekin eru fyrir eru hin margvíslegustu, þó kannski oftar en hitt af heimspekilegum- eða póli- tískum toga spunnin. Meirihluti hinna pólitísku veggskrifta er kominn frá minnihlutahópum á vinstri kantinum, þar sem þeir lýsa yfir vanþóknun sinni á því stjórnskipulagi sem þeir búa við, eða að þeir kvarta undan ofsóknum lög- reglunnar á hendur sér. Oft kref jast þeir að látnir verði lausir úr fangelsi menn, sem þeir telja, að hafi verið handteknir af pólitískum ástæðum. Heimspekilegu veggskriftirnar eru gjarna útúr- snúningur á frægum kennisetningum fræðinnar og þar situr húmorinn í fyrirrúmi. Við háskólann í Ox- ford hefur mátt sjá eftirfarandi veggskrift: Todo istobe JohnS. Mill Tobeistodo J.-P. Sartre Doobe doobe do Frank Sinatra Veggskriftir þessar eru alls staðar, á auðum veggjum, á höggmyndum og síðast en ekki síst á almenningssalernum.Þar eru þær oftast frábrugðnar þeim sem eru á strætum úti. Klósettskreytingarnar eru að innihaldi mun kynferðislegri og fylgja þeim gjarna myndir til skýringa fyrir þá sem ekki skilja viðkomandi tungumál. I Reykjavík er ekki mikið um svona skreytingar og allt bendir til að flestar þeirra séu gerðar af krökkum á skólaskyldualdri. Innihald þeirra er eftir þvi. Fáir virðast notfæra sér slík skrif til að koma einhverju hjartans máli á framfæri, nema ef vera skyldi hjartaö með örina í gegnum sig. Þó örlar á andófi og pólitiskum slagorðum og upphrópunum, en slíkt er í minnihluta. Salernin virðast hins vegar alveg hafa fengið að vera í friði. Guðlaug Bergmundsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.