Helgarpósturinn - 29.06.1979, Side 3

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Side 3
—he/garpósturinn-. Föstudagur 29. júní 1979. 3 18 daemdir landttt menn s\eppa tan sKrá 11 þeir eftirtystra" dómsmá\a Skuldakóngarnir eru hólpnir Tveir þeirra eru á skrá dóms- málaráöuneytisins af öðrum ástæðum og mun annar vera á heimleið. beir tslendingar, sem skilja eftir sig stórar skuldir viröast hólpnir. Mál þeirra eru einkamál og heyra þvi ekki undir fullnustu- kerfi dómsmálaráðuneytisins. Að skulda er ekki lengur refsivert athæfi, skuldafangelsi er óþekkt fyrirbæri og islenska dómskerfið gerir ekki ráð fyrir þvi, að einstaklingar, sem sitja eftir með sárt ennið fái skaða sinn bættann. Hversu stór sem þessi skulda- mál eru, þá verða þau ein- vörðungu sótt fyrir skiptarétti. Skiptaréttur hefur hins vegar ekkert um það að segja hvort viðkomandi sé eltur til útlanda. bað er mál þess, sem fyrir svik- unum varð. Vilji hann, að skulda- kóngur sé sóttur til útlanda, lendir kostnaðurinn á honum sjálfum! Við spurðum Jón Thors að þvi hvort kröfuhafar á menn, sem flúðið hefðu frá stórskuldum hér heima og haft með sér háar fjárfúlgur og komið sér vel fyrir fjárhagslega erlendis, ættu ekki rétt á því, að islensk yfirvöld sæktu þennan einstakling og hon- um gert að gera upp mál sin hér heima. Jón svaraði:' „íslenzk yfirvöld sjá ekki um innheimtu fyrir einstaklinga. bað verða kröfuhafar aö gera sjálf- ir.” Eirikur Tómasson, aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, itrekaði þetta sjónarmið. Hann sagði að það væru ákveðin embætti, sem sæju um skulda- mál. bau heyrðu aö visu undir ráðuneytið, en þó á óbeinan hátt. Ráðuneytið gæti að visu haft frumkvæði að , eða stuðlað að þvi, að upplýsinga i slikum málum væri aflað, ef þess væri sérstak- lega óskað. Hins vegar væri ekki til heimild til að taka menn vegna slíkra mála. /-Gjaldþrot er þýðingarlaust" „Samkvæmt nýju gjaldþrota- lögunum er unnt að kyrrsetja mann, sem gerðar hafa verið fjárkröfur á, uns mál hans hafa verið gerð upp og gengið frá fjár- skiptum,” sagði Unnsteinn Beck, skiptaráða'ndi. „Hins vegar hefur ekki komið til þess eftir að þessi nýju lög tóku gildi.” Unnsteinn sagði, að ef einstaklingur hyrfi til útlanda frá miklum skuldum hér heima, þá væri að sjálfsögðu hægt að gera fjárnám i þeim eignum, sem hann skildi eftir sig. Hins vegar væri ekki hægt að gera mann gjaldþrota hér heima, sem t.d. væri orðinn heimilisfastur erlendis. „bað má segja, að eftir að gert hefur verið fjárnám i öllum eignum einstaklinga og þeir orðnir eignalausir, þá breytir það ekki miklu þótt einstaklingur verði lýstur gjaldþrota. bó er sá möguleiki i dæminu, ef maður er lýstur gjaldþrota og er eignalaus, að rifta - fyrri gerningum,- hans. _ Enaðalreglan er sú, að gjaldþrot er þýðingar- laust, ef engu er að skipta milli kröfuhafa,” sagði Unnsteinn. Engar handbærar upplýs- ingar til um þá sem flýja frá skuldum bað sem ef tii vill vakti mesta athygli Helgarpóstsins var sú staöreynd, að borgarfógeta- embættið i Reykjavik hefur ekki handbærar tölur um það hve ráðunevtonu. margir einstaklingar hafa flust til útlanda frá misháum skuldum hér heima, né hve háar upphæðir liggja þar. Hér er um að ræða stóran hóp manna, sem hafa á óheiðarlegan hátt haft fé af samborgurum sin- um með alls kyns braski, rúið suma inn að skinni, stungið af með fulla vasa af peningum og lifa svo i vellystingum praktug- lega i Evrópu, Suður-Afriku, Astraliu, Suður-Ameríku og Bandarikjunum. öll þekkjum við þessi dæmi: Eins og t.d. mál mannsins, sem seldi alfræðibækur, stóð i útgáfu- starfsemi o.fl., setti allt á hausinn og flýði svo til Suður-Ameríku. Eða söguna af manninum, sem setti ferðaskrifstofu á hausinn og flýði, eða söguna af heildsalan- um, sem var búinn að safna svo miklum skuldum, að hann sá sér ekki annað fært en að flýja land, eða söguna af þessum, sem seldi allan húsgagnalagerinn á sér- kjörum og stakk af svo frá öliu saman? Eða... bessi mál eru mýmörg, en þeir sem eiga i þeim virðast sleppa furðuvel. Nú //tipplar" hann um Reykjavík. bað er ljóst á þessari stuttu útekt i Helgarpóstsins á stöðu þeirra manna, sem flýja misgjörðir sinar hér heima á Islandi og ferðast eða flytjast til útlanda, að einhver brotalöm er i kerfinu. bað getur vart talist eðli- legt i nútima þjóðfélagi, að einstaklingur sem hefur gerst brotlegur á einn eöa annan hátt við þjóðfélagið og samborgara sina. geti komist „i borg” eins og það heitir þegar krakkarnir eru i eltingarleik, með þvi einu aö stiga upp i flugvél og fijúga af iandi brott. Ef dómur hefur ekki verið kveðinn upp og yfirvöld halda málinu ekki „heitu” þá fyrnist það innan fárra ára og „sá seki” getur komið heim, þá sem „frjáls maður. Málið er að visu ekki eins einfalt, ef menn hafa verið dæmd- ir. Slikir dómar fyrnast ekki nema yfirvöld sýni tómlæti i þvi að fá þeim fullnægt. Hvort bað teljist tómlæti af hendi ráðuneytis að leggja ekki allt kapp á aö fá menn framselda hvar sem þeir eru staddir i heiminum, er svo matsatriði. En eitt er ljóst. Svo lengi sem menn dvelja I öörum heimsálfum virðast þeir geta um frjálst höfuð strokið alls óhræddir við fangelsisvistina „heima” á Islandi. Skuldamálin eru svo sérkapituli. Eina von þeirra, sem eiga eitthvað inni hjá „skuldakóng- unum” er sú, að þeir komi heim fyrr eða siðar. bannig er maður- inn, sem fór til Spánar og setti upp bar og stofnaöi bflaleigu, kominn aftur heim. „Bissness- inn” gekk vist ekki alltof vel þarna úti. Núna sést hann „tippla” um Reykjavik i von um, að þeir, sem hann skuldar, heyri ekki i honum. Eftir Guðmund Árna Stefánsson og Haildór Halldórsson Laniðm semftanka; stioramir raðaenguum Það er IB-lán. - Þú ræður upphæðinni og hvenær hún ertil reiðu. Vantar þig 450 þúsund eftir þrjá mánuði? Eða 917 þúsund eftir hálft ár? Meira - minna? Gerðu upp hug þinn og líttu viðhjáokkur. Dæirdum valkDstí. sem imkiö emnotaölr. Enþeir em maig&lt fleiil. SPARNAÐAR- MÁNAÐARLEG SPARNAÐUR BANKINN RÁÐSTÖFUNAR- MÁNAÐARLEG ENDURGR. TÍMABIL INNBORGUN I LOKTÍMAB. LÁNARÞÉR FÉ MEÐ VÖXTUM ENDURGR. TÍMABIL 'X 20.000 60.000 60.000 120.800 20.829 3 40.000 120.000 120.000 241.600 41.657 man. liian. 75.000 225.000 225.000 453.375 78.107 30.000 180.000 180.000 367.175 32.197 6 , /» 50.000 300.000 300.000 612.125 53.662 man. 75.000 450.000 450.000 917.938 80.493 maii. Bankiþeiim sem hyggja aö framtíðimii Iðnaðarbankinn Aðalbaiiki og útíbú

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.