Helgarpósturinn - 29.06.1979, Side 4

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Side 4
4 Föstudagur 29. júní 1979. —hQlgarpósturinrL- NAFN: Sigurbjöm Einarsson FÆDDUR: 30. júní 1911 ATVINNA: Biskupinn yfir íslandi FJOLSKYLDUHAGIR. Eiginkona Magnea Þorkelsdóttir. Þau eiga átta börn BIFREIÐ: Peugeot, árgerð 1978, bílnúmer 15015 ÁHUGAMÁL: Allt „KLOKINDIN VERÐA ALDREI 0F MIKIL” Prcstastefna var hatdin á tsafirði á dögunum. Þar voru saman komnir flestir prestar landsins ásamt biskupnum yfir tslandi, herra Sigurbirni Einarssyni. Trúmái eru tslendingum kærkomið umræöuefni, að minnsta kosti. Herra Sigurbjörn Einarsson hefur veriö biskup yfir tslandi i 20 ár á sunnudaginn. Hann veröur 68 ára gamail á morgun. Við báðum Sigur- björn um að koma i yfirheyrslu hjá Helgarpóstinum og félist hann á það þrátt fyrir miklar annir og skamman fyrirvara. Er sú áherzla, sem lögð var á messuformið á nýlokinni Prestastefnu, til marks um það, aö prestar leggi nú meiri áherzlu á hið ytra form trúar- iökana en trúna sjálfa sem slika? „Nei, þvert á móti. bessi atriði eru vitaskuld alltaf i athugun. Trúin er tilbeiðsla og vakandi trú er til að yrkja. Um leið og maðurinn veit til sln sem trúarveru, þó þaö sé ekki annað en leit, spyrjandi leit að guði, eftir bendingum kirkjunnar, þá felur það i sér ákveðna trúar- dýrkun, þessa frumlægustu iðkun trúar, sem um er að ræða, það er auðvitað bænin. Það er bænaiðkun, sem er sjálfsagður þáttur i öllu trúarlifi og hefur verið svo frá öndverðu. Hún getur verið i lágmarki, segjum i þvi lágmarki, að maður fari meö kvöldbæn á koddanum sinum áður en maöur sofnar.” Ferðu með bæn daglega? Ferðu meö Faöirvorið daglega? „Það geri ég.” Einu sinni á dag? „Kannski oftar. Ég fer meö bæn að minnsta kosti kvölds og morgna. Þaö er lágmarkið. Bænin veröur að vera vakandi i mönnum allar stundir. Og þaö verður hún, ef maður leggur stund á slna trú og heldur sinu sambandi viö guð. Ákveönar bænastundir eru mönnum nauösyn, en þær eru ekki allt, að sjálfsögðu.” Er ekki erfitt aö vera trúar- leiðtogi I landi, þar sem trúmál skipa ekki háan sess og margir telja sig heiðna? „Já, Ég veit þaö ekki. Ég hef ekki staðiö mig sjálfan að þvl að spyrja þessarar spurningar. Ég var nýlega spurður að þvi I út- varpsviötali hvað væri erfiðast við að vera biskup og ég svaraði: „Hvað er erfiðast viö að vera maöur?” Og svariö er þaö, aö þaö er erfiöast að vera ekki sá maður sem vera ætti.” Þú gerir þá ekki greinarmun á sjálfum þér sem manmi og þér sem opinberri persónu, biskupnum yfir islandi? „Það er alltaf erfitt að taka á sig ábyrgö og flestir heilvita menn vilja vera lausir viö það aö taka á sig mjög mikla ábyrgð.” Áttu við, að þú sért ekki heil- vita? „Nei, ég á ekki við það. Hins vegar álit ég, að ég hafi ekki kosið mér þetta hlutskipti. Ég lenti i þvl, hvernig svo sem ber aö túlka þaö. Um biskupsem- bætti sækir maður ekki. Þaö er ákaflega gott. Ég sóttist heldur ekki eftir þvi, og þaö er lika gott, og er manni oft styrkur aö hugsa um það, ef erfiöleikar mæta. Nú, en aö vera biskup hefur alltaf verið nokkuð erfitt. Ég hef reynt að taka hverjum degi, eins og hann kemur, og gegna því sem aö mér berst til úrlausnar. Ég gegni skyldum minum gagnvart guði og svo er ég ekkert mikið að brjóta heil- ann um það hvernig viöhorfin eru I samtlðinni. Þau eru marg- vlsleg. Okkar samtlð er möreum erfið. Hver er þln afstaða til stjórn- mála núna? Nú er talaö um, að þú hafir verið kommúnisti á yngri árum? „Það er nú ósatt algjörlega. Ég var j>að aldréi. Það er nú oft talað gáleysislega og menn stimplaöir I bak og fyrir, en kommúnisti var ég aldrei. Hins vegar er ég jafnaðarmaður og það hefur komið fram og hef alltaf haft töluverða tilhneig- ingu i þá átt, en kommúnisti eða marxisti var 'ég aldrei og hefði aldrei getað ocðið miðað við mina grundvajlarafstöðu til lifsins.” „Tekur þú afstöðu til stjórn- málaflokka á tslandi? Kaustu t.d. I siöustu kpsningum? „Já, ég hef kostð yfirleitt, ég held alltaf. En ég er ákaflega litill flokksmaöur yfirleitt og hef ekki verið virkur i stjórnmálum og verö ekki úr þessu.” Má ég spyrja hyaö þú kaust? ' „Nei, það eru leynilegar kosningar á tslandi og ég er hvergi flokksbundinn. Þaraf- leiöandi þarf ég ekki að gefa það upp.” Gæti þaö oröið þér sem biskupi tii trafala, ef það kæmi fram hvernig þú'kýst? „Ég veit það ekki. Ég held, að biskup hafi málfrelsi og m.a. tel ég mig mega fylgja hverjum þeim flokki, sem síjmvizka mln telur réttasta, en persónulega gef ég þaö ekki upp. Ég læt hvern hugsa það, sem hann vill i þeim efnum.” ' Klókur biskup. Sigurbjörn, sagði séra BaldurM t^atnsfirði I viðtali við Helgarpóstinn nýlega. Þarf biskupinn yfir tslandi á öllum sinum klókindum að hatda? „É^ held, að klókindi verði aldrei of mikil, þ.e.a.s. ef með klókindum er átt við vitsmuni, en ekki klæki. Ég hef ástæðu til að halda, að hann hafi meint þetta jákvætt.” Nú hefur það heyrzt, að þú sért að hætta sem biskup? „Það er ósköp einfalt reikningsdæmi. Það er auövelt að komast aö þvi hvaö ég er gamall-, vesaling^irinn. Og þaö eru lög i landinu, að menn gegni ekki embætti lengur en til sjö- tugs. Hitt er annað mál, að ég. gæti hætt hvenær sem er. En enginn ræður sinum vegi.” Nú hef ég heyrt, að þú værir hálfpartinn að hugsa um að hætta við að hætta vegna þess, að þú hefðir ekki efni á þvi? „Sagði einhvei^þér þaö? Ég sagði ekkert um'^að á presta- stefnu og minir blessuöu prestar hafa ekki stjakað við mér, það er mér óhætt að segja.” Sérðu fyrir þér óska- biskupinn? „Ég hef enga afstöðu tekið til þess. Er hann til i prestastétt núna? „Það eru áreiðanlega margir til i stéttinni, sem væru full- færir og æskilegir aö taka sllkt á hendur. En það kemur I ljós á sinum tima.” Er þaö of mikiö sagt, aö trú byggist á þrælsótta og blekk- ingu og að kristni sé ekkert annaö en hugmynd til að hafa stjórn á fólki? „Þetta er fjarstæöa, hrein fjarstæöa. Grundvallarviöhorf kristinnar trúar er traust og þegar talað er um guðsótta, þá er þaö ekki ótti eða hræðsla i venjulegum skilningi, heldur er það lotning, djúp og gagntæk, sem er algjörlega samfléttuö annarri grunnkennd, sem er elska. Guð er sá, sem hlýtur aö elska og að það eina sem er til óttalegt er að ganga i berhögg viö hann. Guð er veruleikinn allur, hvorki meira né minna, og hvort hann er til eða ekki, er ekki spurningin. Það mætti sjálfsagt tneð klókindarökum sanna, að hann sé ekki til. En það er alveg útilokað að kveða hann niður^ Maður lifir og hrærist og ei* i honum. En er djöfúllinn þá jafnmikill raunveruleiki? „Það er fjarstæöa að bera þá saman á nokkurn hátt, en undir þessu hugtaki, sem þú nefndir, flokkast þaö sem er fjandsam- legt manninum.” Svo ég vitni aftur I Baldur I Vatnsfiröi. Fyrirgefur kirkjan hórinn? Margumtalaö lauslæti á tslandi? Ég vil taka það fram, að það hefur aldrei verið i sviðsljósi raunverulegrar trúar. Þaö er ekki Synd með stórum staf. Hitt er annaö mál, að þetta er viö- kvæmt sviö, ástarlif, og þar er maðurinn aldrei einn. Viðbrögö og atferli hvers einstaklings fléttast inn I tilfinningar ann- arra og oft á mjög svo viðkvæman hátt. Og þetta aö börn fæðist I synd er algjör miskilningur á ritningar- stafnum. Þannig, aö biskupinn yfir tslandi litur óvigða sambúð ekki hornauga? „Þaö fer alveg eftir atvikum og hugarfari einstaklinganna. Það eru til óvígðar sambúðir, sem eru heppilegar og allt I lagi með. En svo eru til sambúðir. þar sem menn skella frá sér ábyrgðinni. Þar er tjaldað til einnar nætur.” Svo við vikjum að öðru. Ert þú hlynntur þvl, að tslendingar taki við 50 flóttamönnum frá Vletnam, eins og rætt hefur verið um? „Ég er eins og aörir kristnir menn algjörlega andvigur öllum kynþáttafordómum. En hitt er annað mál, að ég tel, að við eigum að fara varlega I það aö flytja inn vandamál. Ég er ekki ugglaus um það, að þetta myndi hafa I för meö sér vanda- mál og þó aö við Islendingar tölum fagurlega i þessum efnum, þá er ég ekki ugglaus um hvernig viðreynumst, þegar á á að herða. Og við erum ekkert miskunnsamari en hverjir aðrir gagnvart alveg prýðilegu fólki og ég er ekki laus við kviða fyrir hönd litaös fólks, hvort sem það eru börn frá Kóreu eða öðrum löndum. Ég er ekki laus við kviða þeirra vegna og Vietnamar skera sig úr um útlit og ég hef vissan beig, að viö reynumst bara ekki þeir gisti- vinir þessa fólks, þegar á skal herða. Eru tslendingar þá ekki nógu gott fólk? „í sjálfu sér gott fólk, en þaö rikir ákveðið hugsunarleysi hér og við þekkjum það, að fari eitthvað úrskeiðis hjá lituðum manni, þá hlýtur hann þyngri dóm hjá almenningsálitinu en aðrir. Þetta er staðreynd.^Við skulum ekki taka á þessu með neinni léttúö og ekki hreykjas,t af þvi heldur. Það er óskaplega stórt mál að slíta fólk upp og setja það niður i gjörsamlega framandi umhverfi.” Er spiritismi I andstöðu við boðskap og kennisetningar kirkjunnar? „Spiritisminn er dálitiö margbreytt fyrirbæri, en ég vil i fyrsta lagi gera greinarmun á spíritisma og sálarrannsóknum. Ég ber virðingu fyrir hvers konar rannsókn, sem ber það nafn meö rentu, en hitt tel ég aö sé ótvirætt, að hér hafi veriö blandað saman tveimur óskyldum hlutum og þegar spíritistar vilja upp og ofan kenna sig viö rannsóknir, sálar- rannsóknir, þá sé splritisminn aö mestu leyti, ekki neitt I ætt við rannsókn. Að þvi leyti er spiritisminn ekki i andstööu við kristna trú, að forsenda hans er sú, að það sé lif eftir dauðann. Þaö er grundvallaratriði kristinnar trúar. En þetta er hjá spíritistum trúaratriði. Það er forsenda spíritismans, að þú getir sannað á. visindalegan hátt, að lif sé eftir dauðann. En þá er átt við sönnun af alit öðru tæi en trúvissa byggist á.” Áttu við, að þeir, með þvi að kenna sig við rannsóknir, sigli undir fölsku fiaggi? „Ég álit það. Ég vil ekki segja, að það sé visvitandi yfir- leitt, en það er svo I reyndinni. Það er fals um þetta og ef maður rekur sögu spíritismans, þá ber óneitanlega miklu meira á staðhæfingum og trúboði hreinlega, heldur en rólegri rannsókn með viðhlitandi aðferðum.” Eru margir slikir I islenzkri prestastétt? „Þeir eru fáir. En til að taka dæmi af handahófi: Við upp lifðum svokölluð Sauraundur á slnum tima. Það voru reim- leikar hér norður I landi, sem urðu afskaplega frægir og mjög I sviðsljósi og ég man ekki betur heldur én aö þáverandi forystumenn Sálarrannsókna- félagsins tækju meiri og minni ábyrgö á þessu. Þarna voru stór undur að gerast, sem stjórnað væri úr öörum heimi og frægur miðill gaf það upp hvers hún hefði orðiö visari þarna. En það mun uppvlst, að allir þessir reimleikar voru af mannlegum uppruna, en þá heyrist ekkert frá sálarrann- sóknarmönnum. Og það má lika nefna nýrra dæmi, Filippseyja- undrið, og þegar Sálarrann- sóknarmenn fara út I það að senda islenzka sjúklinga þangað, þá er búið að afhjúpa þetta mjög svo gagngert sem hreina og óskammfeilna blekkingu. Og þeir ættu aö vita um það, en þvi miður virðist manni, að menn vilji ekki vita.” Áttu við, að þeir séu óheiöar- legir? „Nei, það er ekki það. En þetta er sem sé ákveöin trúar- afstaða, en þá er hún bara þess eðlis, að hún hefur sinar for sendur, að menn gripa allt, menn gripa hvert einasta hálm- strá og halda i þaö dauöahaldi og verja það fram I rauðan dauðann — og þetta hefur oröið til þess, að stór hluti þjóðar- innar er orðinn trúgjarn á þessa furöu og fjarstæðu, að það tekur engu tali. Þaö þarf að fara langt aftur I aldir til að finna hliö- stæðu slikra hluta. Sigurður Þórarinsson, jarðfræöingur, komst svo að orði, að hann talaði um „draumtrúardellu” I sambandi við tilteknar „rann- sóknir” norður viö Kröflu, sem maður hefur reyndar aldrei fengiðneinar upplýsingar um.” eftir Halldór Halldórsson

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.