Helgarpósturinn - 29.06.1979, Síða 8

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Síða 8
8 Föstudagur 29. júní 1979. —helgarpósturinn._ Eiður Guðnason, fyrrum umboðsmaður Time hér á landi, kvartar undan þvl í siðasta Helgarpósti að islensk blöð steli greinum og myndum lir frétta- ritinu ameriska. Kvartanir Eiðs eru réttmætar. Það er ósvifni að stela efni sem aðrir hafa biíið til. Þvi miður viðgengst sú iðja samt hjá vel- flestum íslenskum fjölmiðlum. Fyrrum umboðsmanni Time til huggunar skal hins vegar bent á að blaðamenn stela ekki nærri jafn mikluUr blaðinu hans og þeir stela frá blöðum og tímaritum sem framráða léttara efni. Eiður heföi I ráöilestri suium gjarna máttveltaaðeins fyrir sér hugsanlegum ástæðum fyrir þessum efnisstuldi blaöanna. Blöð hérlendis nota stolið efni fyrstogfremst vegna þessað þau komast upp með það, og vegna þess að þaö sparar peninga. Fæstislenskblöðhafaefniá þvi að greiða fyrir birtingar á erlendu efni. Þau búa viö harða samkeppni og litinn markaö. Fjöldi kaupenda getur aðeins náð vissu hámarki. Auglýsingatekjur hrökkva skammt, bæöi vegna smæðar markaðarins, og vegna OLÍA, Nú vilja Moggamenn aö Svav- ar Gests(son) fari til Rússlands án tafar. Undirniðri hlýtur að búa sú von, að hann fari til þess að vera, hreiðri um sig I skjóli bjarnarins i eitt skipti fyrir öll, þótt yfirskinið sé, að viðskipta- ráðherrann eigi að prútta um oliuverð við þá Kremlverja. — Aumingja Rússar. Þessa dag- ana ganga þeir undir viðurnefn- unum okrarar, arðræningjar og niðingar I isienskum blöðum. Bara fyrir það að standa við samninga um oliusölu við okk- ur. Ætli okkur yrði um sel, ef við fengjum þessa heiðurstitla i dagblöðum viðskiptaianda okk- ar fyrir það, að selja fiskinn okkar á hæsta skráðu markaös- verði? Nú vill svo til að Hákarl er enginn sérstakur Rússavinur og af og frá að hann standi undir sæmdarheitinu RússadindiII. Hann hefur hins vegar ekki get- aö troðið þvf inn fyrir sinn þykka skráp hvers vegna menn byrja á þvl að úthúða Rússa- greyjunum, án þess að segja við þá aukatekið orð um ollu fyrst. Hver veit nema þetta sé allt saman misskilningur hjá þeim meö verðiö og einhvers staðar I kerfinu sé að velkjast Ijósglæta. Kerfið þeirra ku nefniiega vera afburða-skothelt. En aldrei fór þó svo, að ríkis- stjórnin fengi ekki eitthvaö til þess að afsaka með allt sem miður hefur farið I stjórn efna- hagsmála. Raunar virðist hundaheppnin að þessu leyti loða við þær rikisstjórnir sem Ólafur Jóhannesson stýrir, þvl hver man ekki eftir oliukrepp- unni árið 1974, þegar verðhækk- anirnar komu eins og gjöf af himnum og þar með allt pnnað gleymt. — Þá minnir m'ig að viðreisnarstjórnin hafi ein- hverju sinni fengið gengisfellingu frá Bretlandi I jólaumbúðum á réttu augnabliki og fengið þar hákarl um að teiða huga manna frá óstjórninni I efnahagsmálunum. OHuumræöan nú endurspegl- ar alla þjóðmálaumræðu hér á landi: hún er þjóðmálaumræð- an I hnotskurn. Hér keppast all- ir við að kenna pólitiskum and- stæöingum sinum um glappa- skot sjálfssin.en aftur á móti eru menn iðnir við að þakka sjálfum sér öll afrek andstæðinganna. Það verður til að mynda ekki auðskýrt hvernig Svavar greyið Gestsson ber allt I einu alla ábyrgð á ollusamningum rlkis- OLÍfl, stjórnar Geirs Hallgrlmssonar. Skyndilega þegar verðið hækk- ar er Svabbi orðinn ábyrgur fyr- ir milljarða tjóni. Og nú veröur hann sumsé að halda I austur- veg. Hákarl unnir honum vel þeirrar farar. Vonar meira segja, að hann geri sér ferð I grafhýsi Lenins og skreppi I Bolsoj-Ieikhúsið I leiðinni, ef hann kemst þá leiöar sinnar fyr- ir KGB-mönnunum. Bara að viðskiptaráðherrann reynist ekki svo kræfur samningamað- ur, að oliumálaráöherra Sovét- ríkjanna verði sendur með fyrstu lest til Slberlu. Heyrst hefur, að Rússar heimti Rotterdam-verö fyrir alla þá oliu, sem þeir selja vest- ur yfir járntjald. Einungis Comecon-rikin, leppriki þeirra, fái afslátt frá þvi veröi. Þá fyrst yrði nú fjör I þjóömálaum- ræðunni, ef það spyrðist, að komminn Svavar Gestsson hefði komið þvi til leiðar, að íslend- ingar, einir þjóða hins vestræna heims, fengju oliu frá Rússum á afsláttarveröi. Ætli væri þá ekki ástæða til þess að fara að cfla varnirnar eitthvað? Hitt er svo annað mál, hvort ekki mætti gefa fleiri ráðherr- um umboð til oliuprútts, og jafnvel forystusveit stjórnar- andstöðunnar iika. Hér með er lagt til að þeir verði gerðir út allir sem einn i leit að ódýrum oliulindum, þeir gera þá ekkert verra af sér á meðan. Þeir gætu alltént, ef annað þryti, oröið sér úti um góðan skammt af laxer- oliu á Curacao-verði, hreinsað rösklega út og farið að láta hendur standa fram úr ermum yfirleitt. — Hákarl. P.S. Simreikningurinn var að koma inn um lúguna. Hvenær i ósköpunum tók Póstur og simi upp Rotterdammverðviömiðun? Sami Herra ritstjóri Helgarpósts. I blaði yðar l. þ.m. fjallar Hákarl um nokkra starfsmenn Útvarpsins, og veröur tiörætt um „þulaf jölskylduna”. Máliðer mér skylt, og þarna erunokkrar mis- sagnir sem ástæöa er til að leið- rétta, — með yðar leyfi. Hákarl telur „sannleikann” þann aðdjúpstætt hatur rlki milli nokkurra þula ogfréttamanna, og þótt still Hákarls sé næsta óljós skilst manni að hatrið megi greina i fréttalestri þula, — sér- staklega Péturs Péturssonar. Hann er og talinn fyrirliði og höf- uð hinna illræmdu „þulafjöl- skyldu”, sem með athafnasemi sinni hafi orðiö mörgum starfs- manni að Skúlagötu 4 til ama og sárra leiðinda, — þykir mörgum þeirra „úóg um”. Hákarl gefur I skyn að fréttamenn hafi margoft látið i ljós óánægju meö frétta- flutning sumra þulanna, (les: „þulafjölskyldunnar”) einkum P.P. Satt er það að fyrir nokkrum árum undirrituðu nokkrir frétta- menn útvarpsins stórmerka ályktun og drengilega, kváöust þar ekki ætla að afhenda P.P. fréttir til lestrar frá og með tilteknum degi. útvarpsstjóri kallaði þetta fólk og P.P. á sinn fund rak rausiö um afglöp PP. ofan I fréttamennina, og hótaði nokkrum þeirra hörðu, ef ekki lintá bréfaskriftum og ósæmileg- um dylgjum sem löngum höfðu verið fylgiskjöl frétta i hendur þula. í þessum vélrituðu hugverkum frá Fréttastofu útvarpsins hafa þulir fengið vonda krltik, ekki slst undirritaður. Stundum bregða höfundar fyrir sig sárbeittu háöi og ávarpa mig „hæstvirtur plötu- snUður, moonsilkauglýsandi og fréttastautari”. Oftar er þó geng- ið beint til og reitt hátt til höggs: „infantfl plötusnúður” — „frétta- lestur yðar er til háborinnar skammar”, — enda varla á öðru von, ég er Ur „þulafjölskyldunni sem tröllríöur fréttum útvarps- ins”. Þó fær maður þá fyrstræki- lega gúmmorin hjá frétta- stofu-gagnrýnendum þegar talið berst að einkamálum undirritaðs, hjónabandi, eiginkonu, tengda- föður og öllu þvi hyski, — þau skrif væru auðvitað kúrlósum fyrir geðlækna, en eiga ekki erindi fyrir almenningssjónir, — tæplega prenthæf. Hákarl segir P.P. hafa tekið upp siöinn að kynna fréttalestur ■á þann hátt að fréttir væru lesnar en ekki sagöar. Það var raunar undirritaður sem byrjaði á þessu þegar áróður Bandarikja- stjórnar og lygaþvættingur vest- rænna fréttamanna um Vietn am- striðiðnáði hámarki. Þá tilkynnú ég Fréttastofunni dag nokkurn að framvegis læsi ég fréttir en segði þær ekki, — og hafa mér slöan þótt þetta næsta litilfjörleg mót- með langþráð tækifæri til að brytja krónuna I spað og meira að segja gleypt nokkra aukabita i leiðinni. En hvað eru nokkur prósent milii vina? Og þá var siðasta stjórn ekki i vandræðum með að breiða landhelgismála- feidinn yfir sukkið hjá sér og láta Helga Hallvarðsson og pilt- ana hans Péturs Sigurðssonar —he/gar pósturinn— Ot9efandí: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi semer dótturfyrirtæki Alþýðublaðsin: en með sjálfstæða stjórn. Framkvæmdast jóri: Jóhannes Guðmundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson Blaðamenn: Guðjón Arngrímsson, Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson, Halldór Halldórs- son Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðardóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavík. Sími 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8 — 10. Sim- ar: 81866, 81741, og 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. kr.. 3000 á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 150 eintakið. ALLT GENGUR AFTUR Karl Marx virðist hafa haft eitthvað fyrir sér i þvi efni, blessaður þegar hann hélt þvi fram að sagan endurtæki sig. Að minnsta kosti gildir þetta á sumum sviðum, sem ég hef veriö að veita endurtekt að undanförnu. Þá á ég ekki við stórviðburði eða helstu atburði liðandi stundar heldur miklu fremur um ýmiss smærri atviki og ^hversdagslegt atferli manna nú a dögum, sem krydda tilveruna. Diskótekiö er til dæmis ekkert annað en útþensla glymskratt- anna, sem menn héldu að hefðu dáið út að mestu fyrir hálfum áratug, gris-æðið dottið inn i nútlmann aftur úr forneskju sjötta áratugarins og veldi and- hetjunnar sem rikti siðasta áratug, er á hröðu undanhaldi undan nýrri hetjudýrkun. En það sem færði mér endan- lega sanninn um sannleiksgildi orða Marx gamia er dálitið stimabrak, sem ég hef átt I sið- ustu daga. Þannig var að um leiö og rigningin lét undan siga og sólardagarnir komu, þá kviknaöi gatan min og nærliggjandi garðar af börnum og leikjum þeirra. Og sjá — ekkert barn er meö börnum nema það eigi húlla-hopp hring. Það rifjaðist þá upp fyrirmér, þegar ég sjálfur og krakkarnir i Laugarnesinu stóðum fyrir utan rafvirkj a v erkstæðið á Sundiaugaveginum i biöröðum fyrir einum tuttugu árum til að kaupa húlla-hopp hring i húlla- hopp æðinu fyrsta, og gáfum fyrir liklega um 100 krónur. Við náðum ótrúlegri leikni, og þeir færustu voru hreint óstöðvandi og gátu farið með hringinn frá mitti upp I háls og frá hálsi niður i hnésbætur og þaðan aftur upp I mitti. Ég hef ekki rekist á slika leikni i húllahopp-æðinu siðara. Þá voru þetta lika sléttir og felldir hringir en núna kosta þeir allt upp i 2000 krónur og hægt aö fá þá með gulum og lika bláum röndum og svo hringi meö kúlum sem skröltir i. Þar sýnist mér þróunin frá gamla timanum vera komin i hnotskurn, en það leysir ekki þann vanda minn og stimabrak eftir að hún dóttir min gerði mig út af örkinni til aö finna blárönd- óttan húla-hopp hring meö kúlum inn I. Ég hef ekki fundið hann ennþá. Gleðilegt húlla-hopp. BVS

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.