Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 29.06.1979, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 29. júní 1979. —heJgarpósturinrL. Hugsað um barnabækur III%á%/ Féla- .Jvsí Allur þorri þeirra bóka sem fyr- ir augu min bar á liöinni bóka- vertiö og ætlaöar voru yngstu lesendunum, voru af þvi tæi sem drepiö var á í siöasta pistli: Fjölþjóölegar myndabækur meö rýrum texta og misgóöum myndum. Nærfellt allar áttu þær lika sameiginlegt þaö ein- kenni sem stundum fer mest i taugarnar á mér þegar veriö er aö skrifa fyrir yngstu lesend- urna: Málfarslega einföldun á þvi stigi aö textinn gerir nánast nga kröíutil hugsunar eöa skiln- ings. Myndunum er I góöri meiningu ætlaö að örva imynd- unarafliö, hvernig sem þaö tekst. — Þetta meö textann er reyndar stórmál og hreint ekki bundiö frumsömdum Islenskum barnabókum. Erlendir höfund- ar skrifa lika svona — og sjálf- sagt i góðri trú. Þeir halda aö til þess aö ná til barna verði þeir aö hjala á barnamáli. En þaö eru gömul sannindi aö af þvi læri börnin málið aö það sé fyrir þeim haft. Og hvernig eiga þau börn sem enginn nennir lengur aö tala viö aö læra máliö, ef þaö er ekki einu sinni á þeim bókum sem fyrir þau eru skrifaðar? Frumsamdar islenskar barnabækur (nýjar) voru fjarska fáar á siöasta ári, og raunar voru enn færri sem skáru sig nokkuö úr. Sú sem hlaut viöurkenningu Borgar- stjórnar Reykjavíkur, Berjabit- ureftir Pál H. Jónsson, var lik- lega sérkennilegust, en sá fugl sem þar um ræöir er of skyldur höfundi þessa pistils til aö um hann verði fjallaö hér. Miklu meira framboö var á textabókum fyrir eldri börn og ungiinga. Þar voru þýddar bæk- ur aö vanda i mikíum meiri- hluta, sumar reyndar ágætlega þýddar og nokkrar sem veru- lega greindust frá fjöldanum (þ.e. veruleikafalsandi hasar- sögum). Veröur hér drepiö á nokkrar þeirra. Langmestur styr stóö um bók Sven Wernströms, Félaga Jesús (Mál og menning, þýð. Þórar- inn Eldjárn). Ég hef áöur gefiö i skyn aö mér hafi þótt þaö mikill gauragangur út af litlu, einfald- lega vegna þess aö Félagi Jesús er langlélegasta bók sem ég hef lesiö eftir annars ágætan höf- und. Ungur lesandi felldi besta dóminn i min eyru: „Þetta heföi Leikhússmoröiö er ágætt dæmi um þá félagslegu unglingasögu sem Wernström hefur náö langt meö, og hún er ágætlega skemmtilegur lestur — eins og flest sem hann hefur skrifaö. Hins vegar er ég ekki alveg viss um að þetta stranga raunsæi sé besta leiöin til aö koma góðum hugmyndum á framfæri. Tvær danskar unglinga- og fullorðinnasögur gætu komiö næst. Iöunn gaf út skáldsögu Bents Hallers, Tvibytnuna i þýöingu Guölaugs Arasonar. I eftirmála tekur þýöandi undir þau orö höfundar aö unglingar ættu aö lesa bókina meö full- orönum. Þetta heid ég sé alveg Wjjm Bókmenntir eflir Heimi Páisson kannski ekkert orðiö vond bók, ef hann heföi bara ekki látiö persónuna heita Jesú”. Annars má vel segja aö þetta hafi ekki veriö alvont tiltæki, fyrst bókin eða umræöurnar um hana gátu fætt af sér jafnágæta grein og Gunnar Benediktsson skrifaði i Timarit Máls og menningar (Buldi viö brestur, TMm 1, 1979). Miklu athyglisveröari var bók sama höfundar, Leikhúsmjröiö (Iöunn, sami þýöandi). Var hún enda verölaunuö. sem besta þýdda barnabókin á siðasta ári. nauösynlegt. Sá veruleiki sem afhjúpaöur er i sögunni er svo hræöilegur aö kynni af honum hljóta aö geta oröiö viökvæmum unglingum mikiö áfall. Sama kann reyndar aö gilda um ýmsa fulloröna. Vitanlega má um þaö deila hversu langt eigi aö ganga i aö lýsa opinskátt hremming- um nútimasamfélags. Vissu fleiri, en þögöu þó, sagöi kerl- ingin. Þær aöstæöur sem Bent Haller lýsir eru áreiðanlega til, ekki aöeins I Danmörku heldur einnig að einhverju marki hérlendis, en mér finnst var- liIHIHJS' iW;1 HHUHD > hugavert aö skilja unga lesend- ur eftir i jafnmikilli óvissu og bókin gerir. Börn geta alltaf sofið heitir bók eftir Jannick Storm, sem Lystræninginn gaf út i þýöingu Vernharös Linnets. I miskunn- arlausu raunsæi á þessi bók margt skylt við Tvibytnuna, en gefur þó miklu bjartari niður- stööu en hún. Sjálfsagt hrellir þaö einhverjar sálir aö lesa um ótta kynþroskaáranna og kyn- óranna, en engum held ég þessi bók spilli, og unglingum hlýtur aö vera léttir aö þvi aö lesa opinskáa umfjöllun um hvers- dagsleg vandamál þeirra. Liklega er það fyrst og fremst löngun til aö fræöa unglinga um lif flóttafólks i Austurlöndum nær sem knúiö hefur Gunhild Sehlin til aö skrifa bókina Fióttadrengurinn Hassan (þýö- andi Jónas Gislason, Bókaútg. Salt),og aö þvi marki er bók hennar góö. Sú innsýn sem hún veitir i ástandiö I flóttamanna- búöum og utan þeirra i Jórdanlu er skýr. Hins vegar er bókin lika talandi dæmium þá innrætingu bóka sem aldrei er nefnd af þvi hún er kristileg. Og naumast munu allir sammála um þá mynd sem skáldkonan bregöur upp af veröandi andspyrnu- hreyfingu. Það er greinilega um aö ræöa góöan stofn i glæpa- mannakliku. Siðasta bókin sem vikiö verö- ur aö er reyndar mjög viö hæfi ungra lesenda eða hlustenda. Hún kemur frá Danmörku og heitir þvi ágæta nafni Gúmmi- Tarsan. Höfundur er Ole Lund Kirkegaard, þýðandi Þuriöur Baxter, útgefandi Iöunn. Þetta er aldeilis bráðskemmtileg satira um hetjudýrkunina og hollt mótvægi gegn öllum þeim súpermönnum, travoitum og törsönum sem nú hamast að börnum okkar. Lesiö Gúmmi-Tarsan fyrir börnin áður en þau fara á næstu hetju- mynd! Eins og fram hefur komið um aöra bókaflokka sem hér hafa veriö ræddir, fer þvi fjarri að vikiö hafi verið aö öllu athyglis- veröu. Þannig hafa ekki verið nefndar ýmsar bækur innlendra höfunda, ætlaöar smáum börn- um og stórum, né heldur allt gott sem þýtt hefur verið. Valiö hefur sumpart veriö tilviljun háö. Þegar á allt er litiö hygg ég þó megi fullyröa aö um sé aö ræöa vaxandi fjölbreytni i útgáfu þýddra bóka fyrir unglinga, og þaö er vel. En manni hlýtur aö ógna hve fáir góöir höfundar veröa til þess að frumsemja fyr- ir unga islenska lesendur. Um sumar ástæöurnar hefur verið rætt áöur. Einnar var þó ekki getið: Er hugsanlegt að alvöru- rithöfundar telji þaö fyrir neöan sina viröingu aö skrifa fyrir unga lesendur? Ef svo er, eigum við of mikiö af hrokafullum höf- undum. Fréttamennska og ritskoðun Það er svolitið sláandi að bera saman fjölmiölun á tslandi og i Bandarikjunum. Hérlendis er rekin kraftmikil blaöamennska af litlum efnum. Siðdegisblööin hafa fram til þessa gengið I farar- broddi i þessu efni, einkum þó Dagblaöiö, sem fyrst blaöa á íslandi fór aö reka haröa og stundum óbilgjarna frétta- mennsku. Forsenda þessarar rit- stjórnarstefnu Dagblaösins er óumdeilanlega sú staöreynd, aö þaö var ekki bundið á klafa flokksblaöamennsku. Blaðiöbauö byrginn þeirri úrgömlu reglu aö málgögn stjórnmalaflokkanna segðu okkur fréttir. Þessari stefnu blaösins hlutu hinblöðin aö taka miö af. Frá og með stofnun Dagblaösins áriö 1975 hófst nýtt timabil I sögu islenzkrar blaöamennsku. Þaö er ekki laust við, aö blaöamennskan berimerki ungæöisháttar enn. Og þvi er heldur ekki aö neita, aö flokksblööin (Morgunblaöiö meö- taliö) eru ennþá allaftarlega á merinni. Fyrir ísiending erlendis er þaö t.d. hreint út í hött aö fá sendan einvöröungu Þjóöviljann til aö fá fréttir aö þvi helzta, sem á seyði er i islenzku þjóöfélagi. Þar eru stór göt. Þjóöviljinn er kannski svolltiö svipaöur útvarpi og sjón- varpi I þessum punkti. I rikisfjöl- miðlum eruekki sagöar fréttir af ákveönum málaflokkum. Þess vegna eru þeir lfka ódugandi einir sér fyrir þann, sem vill fylgjast náiö meö. Þarer allt svona heldur slétt og fellt og stundum alveg hrútleiöinlegt. Þegar þetta er boriö saman viö bandariska fjölmiðla sést, aö við eigum margt ólært. Fréttir eru allar miklu betur unnar, þeim er betur fylgt eftir og f jölmiölar þar leggja metnað sinn i aö skýra frá misfellum i bandarisku samfélagi i þvi skyni, aö úr veröi bætt. Þar er stunduð rannsóknarblaða- mennska á öllum fjölmiölum, sem standa vilja undir nafni. Þar er rannsóknarblaöamennska viöurkenndur og virtur hluti blaöamennsku. Þar er rannsóknarblaðamennska ekki skammarheiti eöa háösyröi, eins og gjarna ber á hérlendis. Þar er þessiþáttur blaöamennsku talinn nauösynlegur lýöræöinu. Einmitt af þessum sökum leggja Bandarikjamenn, ekki ein- vöröungu fréttamenn, feiknar- áherzlu á réttindamál sin. 1 engu ööru landi i heiminum er til jafnviötæk og afdráttarlaus fjöl- miölalöggjöf. Og í engu öðru landi hefur stjórnarskrárákvæöiö um prent- og tjáningarfrelsi veriö túlkuð á jafnákveöinn hátt blaöa- mönnum í vil. Raunar má full- yröa, að málfrelsiákvæöi banda- risku stjórnarskrárinnar, þjóni liku hlutverki og trúarboöorð. Samkvæmt túlkun á þessu ákvæði heföu svonefnd VL-mál aldrei fariö fyrir dómstóla. Þau heföu veriö vonlaus frá upphafi, bæði samkvæmt stjórnarskránni og meiðyröalöggjöfinni. Og mál eins og lögbanniö á Þjóf I Paradis Indriða G. Þorsteinssonar, sem stóö i fjögur ár, heföi veriö kallaö réttarhneyksli i Bandarikjunum. Raunar eru lögbannsaögeröir af þessutæi afarfátiöar. Hvers kyns tálmanir á prentfrelsiö kalla fram mikil og kröftug mótmæli frá blaöamönnum og útgefendum oger mikill gaumur gefinn i hvert sinn, sem slik mál koma upp. Hérlendis sitja blaöamenn þol- góöir og auðum höndum og varla heyrist æmt né skræmt, ef gengiö erá rétt fólks til aö tjá sig. Það er hér, sem Islendingar þurfa að at- huga sinn gang. Þegar allt kemur til alls virðist viröing fyrir mál- frelsi ogprentfrelsi vera ákaflega litU. Mér kemur i hug nærtækt dæmi. Eftir að Helgarpósturinn hóf göngu sina vildu menn að sjálf- sögðuauglýsa vörusinai útvarpi. Samkvæmt reglum útvarpsins var bannaö, að auglýsa efni dag- blaöanna. Viö þessa fáránlegu reglu hafa dagblööin oröiö aö búa. A þessu varö þó breyting á dög- unum og nú mega helgarblöðin (einvöröungu) auglýsa efni sitt. En þai með er sagan ekki öll sögö. Útvarpiö áskílur sér rétt tfi þessaö ritskoöa auglýsingarnar. Þaö væri aö sjálfsögðu ekkert undarlegt þótt útvarpiö gætti þess, aö ekki væru auglýstar sviknar vörur i auglýsingatimum þess. Hitt er öllu verra, að út- varpiö hefur komiö sér upp ein- hverjum óskiljanlegum reglum um hvaöa orö megi nota I aug- lýsingum helgarblaöanna og hvaða orð ekki. Viö skulum taka dæmi. A dögunum ætlaöi Helgar- pósturinn aöauglýsa, aöi blaöinu væri gerö „úttekt á Islenzkum aðalverktökum”. Þetta mátti ekki! Islenzkusérfræöingar aug- lýsingadeildar útvarpsins töldu orðiö „úttekt” ótækt. Viö spurö- um hvers vegna? Jú, mér finnst vera s vona áróðurskeimur af orð- inu, sagði stúlkan i auglýsing- unum. Við spurðum þá hvernig henni hugnaðist „itarleg umfjöll- un” i staö orösins „úttektar”. Jú, þaövar i lagi. Við spuröum stúlk- una hvernig hún skildi oröiö út- tekt. Eftir langa umhugsun kom svariö: Ottekt þýðir Itarleg um- fjöllun! Hringur. Til þess aö hafa vaðiö fyrir neöan okkur höföum viö samband viö Islenzkumann og báðum hann um skilgreiningu á orðinu úttekt. Hann sagöi orðiö hlutlaust sem mest mætti vera og þýddi nánast itarleg umfjöllun. Þetta eina dæmi er eitt af mý- mörgum. Þetta er i sjálfu sér ekki stórmál. Enþetta erprinsippmál. Duttlungar manna og undarleg tilfinning fyrir islenzku máli niöur I útvarpi á ekki og má ekki ráða þvi hvernig blöð kynna lesendum efni blaöa sinn i keypt- um auglýsingatima. Þetta erdæmi um hallærislega og sveitalega afstööu viökvæmra sála hjá Útvarpinu. Það sem er þó verra, er að þetta er ritskoöun. Ofangreint minnir mig á þá ákvörðun Björns Ólafssonar, menntamálaráðherra um miðja öldina, aö banna orðiö „dans” i útvarpinu. Dansiböll áttu það til að vera svallsöm og var þá gripið til þessa stólparáðs aö banna oröiö „dans” en leyfa mönnum þess i stað aö auglýsa „skemmt- anir” þar sem þessir eða hinir „spiluöu”. P5. Þaö hefur oröið skenamti- leg breyting P sjónvarpinu að undanförnu. Þar hefur tekiö til starfa maður, Ingvi Hrafn Jóns- son, sem auösjáanlega skilur miðilinn sjónvarp. Þegar hann hefúr fréttainnskot I fréttatima segir hann okkur fréttir. Hann horfir i myndavélina, talar til áhorfandans og notar frétta- handritiðsértil stuönings, eins og tiðkast með menningarþjóöum. Vel gert hjá Ingva Hrafni og mætti vera öörum til fyrirmynd- ar. Staða leikhússtjóra L.R. Leikhússtjórastaðan hjá Leikfélagi Reykjavikur er laus til umsóknar. Umsóknum skal skilað til stjórnar L.R. i pósthólf 208, 121 Reykjavik, fyrir 1. októ- ber 1979. Nýr leikhússtjóri tekur til starfa 1. sept- ember 1980 og er ráðningartimi hans 3 ár. Þó er nauðsynlegt að umsækjandi geti hafið undirbúningsstörf frá og með næstu áramótum, eða eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita Vigdis Finn- bogadóttir, leikhússtjóri, og Steindór Hjörleifsson, formaður L.R. Stjórn Leikfélags Reykjavikur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.