Helgarpósturinn - 05.10.1979, Page 6
Fostudagur 5. október 1979 helgsrpásturihru
Spilverkiö á sér enga undan-
komuleiö. Þaö er skotist I kaffi á
heimili blaöamannsins og þau
Bjóla, Diddú og Valgeir segja frá
þvi sem væntanleg plata þeirra
hefur aö geyma.
V: „Þess getur hugsanlegur
kaupandi fyrsta bindisins
hlakkaö til, hvenær Einbjörn
kemst aö niöurstööu. Ætli næsta
bindi kosti ekki svona 1S-20 þús-
und.”
Framhaldssaga
i ? bindum
— Nú, er þetta þá framhalds-
saga?
V: „Já, þetta er framhalds-
saga. Ekkiþar fyrir aö þetta hafi
ekki allt veriö einskonar fram-
haldssaga, þaö sem viö höfum
veriö aö gera.”
— Hafiö þiö þegar samiö
áframhaldiö?
B: „Nei, en viö gerum okkur
samt ákveönar hugmyndir um
þaö. Viö komum til meö aö fylgja
Einbirni eftir á þroskaferlinum.
Ætli hann veröi ekki i Menntó á
næstu plötu. Viö getum hinsvegar
ekki gefiö upp hve bindin veröa
mörg, á þessu stigi, en þetta form
býöur uppá marga möguleika, og
viö gætum þess vegna haídiö
áfram endalaust.”
V: „Annarserekkert vist hvort
nokkuömeiraveröi gert af hljóm-
plötum. Eins og málum erháttaö
idag og ef ekkert veröur aö gert,
þá heyrir islensk hljómplötuút-
gáfa sögunni til.”
Þjóðfélagsádeilar
Samræöur truflaöar. Mættir á
staöinn kvikmyndamaöur og
hans aöstoöarmaöur („haldar-
inn”). Auglýsingakvikmynd.
Spilverkiö hleypur útá tún og þaö
er fariö aö filma. Tiu minútur,
kortér. Aftur inn og haldiö áfram
aö spjalla yfir kaffinu.
B: „Hvaö vorum viö aö tala
um? Nújá plötuna. Já, viö tökum
þar grandalaust fólk, ómengaöar
persónur, og skellum þvi inn i
móralinn. Þaö lendir i þvi aö
byggja og allt þaö. Og þaö filar
sig i þvi, aö stráknum undan-
skildum sem fer aö hugsa. Þetta
er þjóöfélagsádeila.”
V: „Já, viö erum aö
deila á þjóöfélag sem er
fjandsamlegt fólki, þaö leikur 'j
enginn vafi á þvi. Viö gerum
okkur sosum grein fyrir
aö þetta er óvinsælt viö-
fangsefni, — eins og
fyrri daginn hjá okkur.”
D: „Markmiöiö
eraö segja eitt-
hvaö sannleiksbrot, og
þaö er vist óvinsælt.”
V: „A timum
sem þessum, veröur
raunveruleikaflóttinn
ofaná
i litum. Þaö eru allir
i afþreyingunni.
Viö ættum þvi
kannski aö vera aö
leika afþrey ingarefni.j
En þaö hefur
ailtaf veriö, og er
enn, stefna Spilverks-
ins aö velta fyrir sér þjóöfélags-
legum vandamálum, og reyna aö
fá fólk til aö sjá þau kannski frá
öörum hliöum en þaö gerir venju-
lega.”
B: „En túlkunin er náttúrlega
alltaf persónulegur hlutur.”
— Er þaö Einbjörn sem er
sögumaöurinn á plötunni:
D: „Þetta er nokkurs konar
óperutilraun þar sem viö leikum
öll hlutverkin. Ég og Valli erum
hjónin, Valdi skafari og frú, en
Bjólan Einbjörn sonur okkar. En
þar sem persónur syngja ekki
sjálfar, skiptumst viö á aö vera
sögumenn.”
tJti i eyðimörkinni
— Hver ersvostaöa unglingsins
aö ykkar áliti?
V: „Hanner úti I eyöimörkinni
meö úreltan primus. Þaö er ekki
fýsilegt sem biöur unglinga i' dag
aö taka þátt i sérfræöingasamfé-
lagi. Þaö tekur þá svo langan
tima aö fá aö gerast fullgildir
þátttakendur, og á meöan eru
þeir skildir eftir á götunni.”
B: „Rætur vandamálsins eru
þjóöfélagslegs eölis, og ekki bara
foreldrum aö kenna.
D: „Þetta er hvorki unglinga-
vandamál né foreldravandamál.
Þetta er þjóðfélagsvandamál.”
— Hefur Spilverk þjóöanna ein-
hverja lausn á málunum?
V: „Ja,Megas er nú meö lausn
sem viö getum alveg tekiö undir:
„Smælaöuframani heiminn”. En
þaö hafa eldri menn en viö bent á
leiðir til úrbóta. Þaö hlýtur aö
vera hægt aö lifa betra lifi
hérna.”
B: „Vandinn felst f upp-
byggingu samfélagsins. Hér er
fólki þvingaö úti lifsgæöakapp-
hlaupiö. Og ef þaö hættir aö
hlaupa meö, þá er þaö gert upp.
Og þetta er alrangt. En hér erum
viö náttúrlega komin úti gall-
haröa pólitik — spurninguna um
kapitalisma eöa sósialisma. Ann-
ars finnstmér þjóöfélaginú
okkar alls ekki stýrt.
Þaö er stjórnlaust.”
D: „Þaö
rúllar bara einhvern
veginn áfram.”
V: „Ef
viö höldum áfram
samlikingunni
meö hlaupiö,
þá liggur
þaö i augum uppi, aö þegar fólk
hleypur þá þarf þaö einhvern
tima aö hvila sig. Hér er fólki ekki
gefinn sjens á þvi.”
B: „Viö erum I lifstíöarmara-
þonhlaupi. Ef einhver heltist úr
lestinni er hann dauöans matur.”
V: „Þaö er mjög átakanlegt
hvernig við lifum lifinu hér á
íslandi. Húsbyggingarnar eru að
drepa allt. Fólk fer aö streöa i
þeim strax uppúr fermingu.”
B: „Þetta er einsog fólk meö
gláku, þaö sér ekki til hliöar viö
sig, en hleypur beint af augum.
Lausnin væri eftilvill sú aö fólki
yröi gert kleif t aö setjast niöur og
lita í kringum sig.”
Satt
Klukkan er oröin margt. Val-
geir og Diddú hafa ekki meiri
tima aflögu fyrir blaðaviötal. En
Bjólan og blaöamaöurinn sitja
enn um stund og ræða um SATT,
samtök alþýöutónskálda og tón-
listarmanna, en Bjólan er virkur
þátttakandi i baráttu þess.
B: „Já, þetta eru söguleg sám-
tök. Þetta er i fyrsta skipti sem ég
sé poppara af öllum stéttum, meö
ólikar skoðanir, fallast i faöma og
veröa sammála um aö einbeita
sér aö þvi aö gera eitthvaö i mál-
unum. Þaö var bæöi timi til kom-
inn, og svo eru aöstæöurnar
slikar, aö þetta er oröin spurning
um lif eöa dauöa islenskrar
alþýöutónlistar. Mér þykir svold-
iö hafa gleymst þessi móralska
skylda fólks viö Islenska tónlist í
þeim umræðum sem spunnist
hafa útfrá stofnun þessara bar-
áttusamtaka. En þetta er al-
menningsspursmál og varðar
þjóöina I heild og sjálfstæöi
islenskrar menningar. Eöa vilj-
um viö ekki vera Islendingar? Til
þess aö bæta úr málunum veröum
viö aö fá skilning og aöstoö frá
hinum almenna borgara. Barátta
okkar snýr ekki eingöngu aö kerf-
inu, heldurlika —og ég held núaö
þaösémikilvægast—aö gerafólk
meðvitaö um hve. mikilvægur
þáttur þjóölifsins er aö lognast út-
af. Viö vitum td. hvernig fór með
islensku þjóðiögin
og dansana
sem kirkjan
bannfæröi
á sinum tima.
Nú grátum
viö aö þetta
skuli vera
týnt, þvi þaö
er hluti af sögu
Islands. Og nú
eru svipaöar
blikurá lofti.
Rikisvaldiö
er að
endurtaka
sama
leikinn
og kirkjan
foröum. En
viö setjum
poppiö
ekki skör
lægra en aörar
listir i landinu
og erum þess
fuilvissir að
sagan muni
sanna þaö.”
Skoða unglingavanda-
málið
V: Þetta er svona saga um kon-
taktleysi baslfjölskyldu, sögö út
frá syninum Einbirni.”
D:”Já,þaöertekiö miö af honum
og hans vandamálum.Orsakir
þeirra er náttúrulega að finna i
þvi sem er að gerast I kringum
okkur.”
Sólrikur haustdagur.
Tveirþriöju hlutar Spilverks
þjóðanna - Valgeir og Diddú - eru
að yfirgefa fósturmoldina um
tima, halda utan til náms, og það
er f mörg horn að Ifta. Fara í
matarboð og segja bless við
skyldmcnnin og kunningjana.
Einnig þarf
að fylgja
nýjasta
Spilverkinu,
Bráðabirgða-
búgi, úr
hlaði:
Ijúka við
sjónvarpsþátt
og sitthvaö
fleira. Timinn
er naumur.
Og svo,
mitt i annrikinu,
óforvarandis,
birtist tiðindamaöur
Helgarpóstsins -
„eins og þjófur
úr heiðskiru
lofti” myndi kunnur
umboösmaöur i poppinu
segja. Friðþjófurinn
veifar penna sinum og pipu,
og hann heimtar viðtal:
„Ekki má
gleyma lesendunum.”
V: „Viö erum aöskoöa unglinga-
vandamáliö. Strákurinn er út úr
kontakt viö pabba sinn og
mömmu, - og er vist ekki einn um
þaö. Þá gerir hann þaö sem er
hendi næst og fer út af heimilinu
til aö ná sambandi viö einhvern:
fer aö stunda Jóker og þar fram
eftir götunum. Þetta er Reykja-
vikurplata. OgiReykjavik er litiö
fyrir strákinn aö gera. Foreldrar
hans eru aö koma sér upp fast-
eignog geraekkert annaö á meö-
an. Siöan fer strákurinn aö spyr ja
sjálfan sig um tilganginn meö
þessu öllu saman, og hvort hann
vilji nokkuö
taka þátt I þessu. Sagan
er full af sálfræðilegum
undirtónum,
- það er djúp kyn-
ferðisleg undiralda.”
D: ”Nei,
heyröu góöi...
Kemst Einbjörn
aö einhverri
niöurstööu?
D:f’ Ekki á
þessari plötu.”
B:,En kannski
á næstu eöa
þarnæstu.”