Helgarpósturinn - 05.10.1979, Qupperneq 17
—helgarpósturinru Föstudagur 5. október
1979
17
Or 'WhTjrfnn
i-* I ' —' I II II I —
Það er gaman í bíó
Háskólabíó:
Frændi og frænka (Cousin,
cousine). Frönsk árgerð 1975.
Leikendur: Victor Lanoux,
Marie-Christine Barrault,
Marie-France Pisier, Guy
Marchand, Ginette Garcin,
Catherine Verlor. Handrit og
tekið trúanlegt, verður sam-
band þeirra með timanum lika
ástarsamband En ólikt þvi,
sem gerist með önnur fram-
hjáhöld, fara þau ekki ieynt með
tilfinningar sinar hvort til
annars. Allir vita þetta, makar,
börn og önnur fjölskylda.
Kvikmyndir
leikstjórn: Jean-Charles Tacc-
hella.
Það getur stundum verið -
gaman að fara i bió, og maður
sér ekki eftir þeim einum og
hálfa eða tveim timum, sem
farið hafa i það. Það heyrir þó
til undantekninga, og ein af
þeim undantekningum, sem
sanna regluna, er einmitt
Frændi og frænka.
Eins og margar aðrar fransk-
ar myndir, fjallar Frændi og
frænka um ástir utan hjóna-
bands og ástleysi innan þess
sama ramma.
Ludovic og Marthe eru gift
sitt i hvoru lagi. Hún er ritari i
einhverju stórfyrirtæki, hann er
danskennari þá stundina, en
hefur haft það fyrir sið að skipta
um starf þriðja hvert ár. Þau
hittast i brúðkaupi. Brúðhjónin
eru móðir Marthe og föður-
bróðir Ludovics, sem gerir þau
,að tengslafrænda og tengsla-
frænku. Með þeim tekst mikill
vinskapur, en þar sem slikt
samband milli fullorðins manns
og fullorðinnar konu er ekki
eftir Guölaug Bergmundsson
og Árna Þórarinsson
Viðbrögð umhverfisins eru á
ýmsa lr.nd. Mökum þeirra er
ekkert um þetta gefið, en segja
ekkert, þar sem þau höfðu sjálf
gert sig „sek” um slikt fram-
ferði, og meira að segja saman
(það var einmitt vegna þessa,
að Marthe og Ludovic hófu
kynni sin), heldur reyna þau
hvort á sinn klaufalega hátt að
bæta sig. Annarri fjölskyldu
stendur á sama, er frekar
hlynnt þessu en ekki. Og ástin
sigrar að lokum, og það á sjálft
jóladagskvöld. Þeirra jólasteik
var þau sjálf.
Það er alveg sama hvar borið
er niður i þessari mynd, að þar
er varla veikan punkt að finna.
öll efnismeðferð og persónu-
sköpun er mjög trúverðug, og
myndin er uppfull af ótal
smáatvikum, sem lýsa vel
lundarfari og framkomu meöal-
frakkans. Hann er ýmist kven-
hollur i meira lagi, eða geðillur
miðstéttarmaður — sem hefur
komist áfram af eigin dugnaði
og hörku og tekist að eignast
fjögur þvottahús og er stoltur af
Þriðja tilraun til að
tryggja kvíkmynda-
sjóði fastar tekjur
þvi, eða menntaskólastúlkan,
sem er á móti öllu og hneykslar
góðar sálir, o.s.frv.
Þetta er mynd, sem geislar af
lifi og hamingju, og vonandi
gengur hún betur en ýmsar
aðrar franskar myndir, sem hér
hafa verið sýndar að undan-
förnu, þvi hún á það svo sannar-
lega skilið. Ef það má vera ein-
hverjum hvatning til að sjá
myndina, má geta þess að hún
naut mikilla vinsælda i Banda-
rikjunum á sinum tima og
hleypti af stað einhverri
frönskumyndatisku þar. Góða
skemmtun. gb
ALVEG
GáGá
Laugarásbió: Delta klikan
(National Lampoon’s Animal
House) sýnd frá og með laugar-
degi). Bandarisk. Argerð 1978.
Handrit: Harold Ramis,
Douglas Kenney, Chris Miller.
Leikstjóri: John Landis. Aöal-
hlutverk: Tim Matheson, John
Beiushi, John Vernon, Donald
Sutherland.
Skólalif er gamalt og gott við-
fangsefni i' bókum og bió-
myndum og fer það eftir stuði
höfunda hvort þeir horfa um öxl
til bernsku og unglings-
ára með raunsæi og reiði, með
angurværum söknuöi, eða með
gáska og grlni, glensi og skensi.
Það siðastnefnda er einkenni
Delta klikunnar eða National
Lampoon’s Animal House, sem
Laugarásbió hefur sýningar á
nú um helgina.
The Lampoon var blygðunar-
laust skopblað sem stúdentar
við Harvardháskóla gáfu út.
Það vann sér smátt og smátt
orðstir og fylgi og fyrr en varði
John Belushi og Stephan Furst, tveir af félögum Deltaklikunnar i
mynd Laugarásbiós, National Lampoon’s Animal House.
breyttist það i National
Lampoon og gerðist eitt helsta
málgagn gálgahúmorista i
Bandarikjunum. Svo er enn.
Þessikvikmynder framleiddaf
útgefendum blaðsins og hefur
hlotið svo góða aðsókn i heima-
landinu og viöar að framhald
verður á þeim rekstri.
Dýragarðurinn sem vitnað er
til í titli myndarinnar er amer-
iskur menntaskóli á sjöunda
áratugnum. Þar fylgjumst viö
með öllum þeim ruglingslegu
uppákomum sem i slikum stofn-
unum verða eða ættu að geta
orðið, gagnkvæmu virðingar-
leysi isamskiptum nemenda og
skólastjórnar, fyllerii, uppá-
ferðum, prakkarastrikum og
aðskiljanlegri geðveiki. Allt er
þetta matreitt af taumlausum
krafti og fjöri, grófum og ein-
staka sinnum smekklausum
húmor, sem i lokin fer einum of
langt i átt til glórulauss farsa.
Litiö fer fyrir eiginlegum sögu-
þræði, en athyglinni er beint að
ævintýrum alræmdustu klik-
unnar á heimavistinni, Delta-
kikunnar.
Skemmst er frá þvi að segja
að Delta-klikan er hin geggjað-
asta skemmtun. John Belushi,
digur göltur sem er að verða ein
skærasta skopstjarna i
Ameriku, fer á kostum sem
göslari númer eitt og aörir leik-
arar fylgja fast á eftir. Hin
ófyrirleitnasta afþreying. -AÞ.
Jazzvakning:
Meðleikarar Mingus
og Shepp væntanlegir
Vetrarstarf Jazzvakningar
hófst í gærkvöldi meö tónleikum
bandariska trompetleikarans
John McNcil en hann hefur af
mörgum veriö kallaöur arftaki
meistara Miles Davis. Jazzvakn-
ing ætlar ekki aö láta þar við
sitja, heldur veröur þráöurinn
tekinn upp að nýju þegar i næsta
mánuöi, en þá eru væntanlegir
hingaö fjórir vel þekktir spilarar.
Þeir eru George Adams sem
leikur á tenórsaxófón, Don Pull-
en, sem leikur á pianó og Dannie
Ritchmond, sem leikur á tromm-
ur. Þessir menn eiga allir það
sameiginlegt að hafa leikið með
einhverjum mesta jazzleikara
siðustu áratuga, bassaleikaran-
um Charles Mingus, sem lést
fyrir á þessu ári. Fjóðri maðurinn
i hópnum er bassaleikarinn
Cameroun Brown en hann hefur
m.a. leikið með þeim fræga
tenórsaxófonleikara Archie
Shepp. Er ekki að efa, að þessir
menn eru mikill fengur fyrir
islenska jazzunnendur.
Fleiri járn eru I eldinum hjá
Jazzvakningu og unnið er að þvi
að fá hingað einhvern tima á
næsta ári stórhljómsveit
trompetleikarans Clark Terry
Ahugamenn um jazz ættu að
virða þetta framtak Jazzvakning-
ar og ganga i félagsskapinn en
þess má geta að félagar fá afslátt
að tónleikunum sem félags-
skapurinn heldur, ásamt fleiri
friöindum. -GB
„Við gerðum ráö fyrir i tillög-
um okkar til fjármálaráðuneyt-
isins, að Kvikmyndasjóðurinn
fengi 50 milljónir króna á
fjárlögum. Þetta er nú I meö
förum I fjármálaráðuneytinu og
milli ráðuneyta, og það er enn
ekki ljóst hver endanleg niöur
staöa veröur. En ég geri mér
vonir um, aö þetta veröi ekki
minna en i fyrra,” sagöi
' Ragnar Arnalds mennta-
málaráöhe.rra i samtali
viö Hetgarpóstinn.
Það hafa orðið nokkrar um-
ræður um framlag rikissjóðs til
Kvikmyndasjóðs að undanförnu
og jafnvel heyrst að það eigi að
lækka úr 30 milljónum króna, eins
og það var i fyrra, niður I 25
milljónir. Ragnar sagðist ekkert
kannast við þá fullyrðingu en
bendir á, að fjármálaráðuneytið
hafi þann háttinn á við afgreiðslu
framlaga til lista að setja sömu
tölu og var árið áður. Siðan er
reiknað með að Alþingi hækki þær
tölur til samræmis við verðlag.
Ragnar sagði að hann væri ekki
sáttur við þessa tilhögun mála.
— Aður en þú varðst ráðherra
barstu fram tillögu um Kvik-
myndasjóð þar sem þú gerðir ráð
fyrir að honum yrðu tryggður
fastur tekjustofn. Nú hefur þú
verið ráðherra i heilt ár, og það er
ekki oröið að veruleika?
„Ég hef gert tvær tillögur til að
koma þvi fyrirkomulagi á, en þær
voru báðar felldar. Nú hef ég i
undirbúningi þriðju tilraunina, en
ég er orðinn svolitið óöruggur
með að það takist,ekki sist þar
sem það var lfka vinstristjórn
þegar ég flutti upphaflega frum-
varpið”, sagði Ragnar.
„Upphaflega flutti ég frumvarp
um Kvikmyndasjóö árið 1972. Þá
gerði ég ráð fyrir að um tiu
prósent af brúttóveröi bíómiða
rynnu i sjóðinn. Til þess að miða-
verð þyrfti ekki að hækka lagði ég
til að skemmtanaskatturinn
lækkaði að sama skapi, en fjár til
félagsheimila aflað með öðrum
hætti sem ég lagði lika fram til-
lögur um.
En tillagan hlaut ekki af-
greiðslu og var visað til rikis-
stjórnarinnar. Arið 1974 kom hún
aftur til umræðu, en þá höfðu til-
lögur minar um fjármögnun
Kvikmyndasjóðsins verið strik-
aður út. Ég var ekki sáttur við
það og flutti breytingartillögu
sem var felld. Og nú er ég sem-
sagt að undirbúa þriðju tillöguna
til að koma þessu inn i lögin og
hana legg ég fram nú I haust. Og
þar er gert ráð fyrir að framlag
úr rikissjóöi komi til viðbótar
þessum fasta tekjustofni,” sagði
Ragnar Arnalds menntamálaráð-
herra.
-ÞG
Þjóöleikhúsið hefur gefiö út
upplýsingabækling á ensku um
leikhúsið og starfsemi þess.
Bæklingnum veröur dreift viöa
um heim, m.a. veröur hann send-
ur i leikhús og á leiklistahátiðir.
t bæklingnum sem ber heitið
„The National Theatre of lce-
land”, er stutt yfirlit yfir sögu
leikhússins, starfsemi þess og
verkefnaval. Þar er lika að finna
stutt yfirlit yfir helstu afrek
islenskrar leikritunar siðustur .
ára.
*
Utvarpsdagskráin
í hendur barnanna
Ætlunin er að helga útvarps-
dagskrána börnum i einn dag I
tilefni barnaársins. Börn verða
fengin til þess að taka þátt I
dagskrárgerðinni, og auk þess
fjallað um börn og áhugamál
þeirra. Þess hefur meðal annars
verið farið á leit viö fréttastofu
útvarpsins, aö börn verði fengin
til samstarfs, annaöhvort við aö
skrifafréttir.eða lesa þær. Aug-
lysingadeildin áformar aö fá
börn til að lesa auglýsingar
þennan dag.
Þessar upplýsingar fékk
Helgarpósturinn hjá Hirti Páls-
syni dagskrárstjóra útvarpsins.
Hann upplýsti einnig, að stefnt
sé að þvf, að barnadagur út-
varpsins verði fimmtudagurinn
18. október. Tónlistardeildin
hefur hinsvegar farið fram á að
þessu verði frestað. Astæðan er
sú, að auk þess að flutt verða
barnalög og önnur tónlist viö
hæfi barna er áformað að börn
taki verulegan þátt i flutningn-
um. Það krefst mikillar vinnu af
hálfu starfsfólks tónlistardeild-
arinnar, sem telur að það þurfi
lengri tima til undirbúnings.
Umsjónarmenn einstakra
fastra þátta munu fjalla um
börn i þáttum sinum þennan
dag, og jafnframt fá börn sér til
aðstoðar. Sem dæmi um þætti
þar sem börn munu koma við
sögu þennan dag, eru Morgun-
pósturinn, morgunleikfimin.
morgunbænin og fimmtudags-
leikritið, þar sem allmörg börn
verða meðal leikenda. Þá hefur
einnig verið talað við Arna
Böðvarsson um, að hann taki
fyrir málfar barna I þætti sin-
um, „Daglegt mál”.
Að sögn Hjartar Pálssonar
kom hugmyndin að barnadegi i
útvarpi fram á samstarfsfundi
umsjónarmanna barna- og ung-
lingaefnis i útvarpsstöðvum
Norðurlandanna. 1 einhverri út-
varpsstöðinni hefur þetta þegar
veriö framkvæmt, og þykir hafa
tekist vel. Þá mun svipað vera i
undirbúningi i Sviss, segir
Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri
útvarpsins.
-ÞG