Helgarpósturinn - 12.10.1979, Síða 8
8
_____helgar
pásturinn—
útgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi
sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs-
ins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Oskar Haf-
steinsson.
Blaöamenn: Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Arni Stefánsson og Þorgrimur
GeS'Sson.
Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason.
Auglýsingar: Elin Harðardóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson
Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu-
múla 11, Reykjavik. Sími 81866. Af-
greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar:
81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr.
4.000.- á mánuði. Verð i lausasölu er
kr. 200,- eintakið.
MORÐINGI
GENGUR LflUS
Og ein af annarri falla þær i
valinn. Þá er þessi rikisstjórnin
dau&ansmatur.Þærkoma ogþær
fara. Þaö gilda nefnilega sömu
lögmál um rikisstjórnir og mann-
skepnuna. Þær fæöast og þær
deyja — eftir mismunandi langan
tima þó. Þessi siöasta hefur veriö
tiltölulega skammlif. HUn dó ung.
En hvers vegna deyja rikis-
stjórnir?
Þaö fer ekki á milli mála.
Undanfarnar rikisstjórnir hafa
veriö myrtar. Og allir vita nafn
moröingjans. Hann er kvenkyns
og heitir Veröbólga.
Þessi miskunnarlausi glæpa-
maöur hefur aldeilis veriö iöinn
viö myrkraverk sin þennan
siöasta áratug. Þaö eru ekki
aöeins rikisstjórnir sem falla
fyrir hendi hans. Veröbólga
drepur fleiri. Aö minnsta kosti
særir hiin alla sem nærri koma.
Enginn er óhultur.
Og hún er eftirlýst. „Wanted
dead or alive”.
Þaö tala allir fjálglega um aö
koma böndum yfir þennan rikis-
stjórnabana. En eitt er orö og
annaö æöi. Ýmsir hafa nefnilega
komiö auga á þann möguleika, að
hægt er aö græöa á Veröbólgunni.
Og gróöapungarnir vinna meö
henni. Hún á bandamenn viöar en
nokkurn grunar. Þaö er þvi raun-
verulega heill flokkur — glæpa-
flokkur — sem drepur rikis-
stjórnir.
Svo er Verðbólgan ekkert lik
öörum glæpamönnum. Yfirleitt
er þaö þannig, aö þegar glæpur
hefur veriö framinn, þá flýja
sakamenn af vettvangi og reyna
aö leynast. En ekki þessi f jölda-
morðingi. Veröbólgan fer ekki
þannig aö . Hún kvelur fyrst
fórnarlömbin — misjafnlega lengi
— og gengur siöan af þeim
dauöum. Og eftir aö rikisstjórnir
hafa gefiö upp öndina, þá stendur
hún gtoUíimh yfir leifunum með
pálmann i höndunum. Þessar
Heljarslóöaorustur enda — eöa
hafa endaö — allar á einn veg.
Veröbólgan lifir og fitnar — en
rikisstjórnir deyja.
Morðingi gengur laus.
Enda þótt menn viti nafn morö-
ingjans, þá eru ekki allir sam-
mála um raunverulegan iveru-
staöhans. Menn eruekkí einhuga
um hvar þaö greni er, þar sem
Veröbólgan bruggar sin launráð.
Ekki þaö, aö hún fari I felur.
Þvert ámóti. En hún fer viöa og
hratt yfir. Þess vegna gengur
erfiðlega að átta sig á þvi hvar
ræturnar liggja.
Og nú trónir moröinginn á
hæsta tindi. Hefur sjaldan veriö
sterkari.
Þaö hefur svo sem ýmislegt
veriö reynt til aö hengja þennan
fjanda. En veröbólgan er eins og
púkinn á fjósbitanum. Hún fitnar
af ósamkomulagi þeirra sem til
hennar reyna aö ná.
Maður kemuri manns staö og
rikisstjórn I staö rikisstjórnar.
Innan skamms fær Veröbólgan
nýjan mótherja. Og það veröur
borist á banaspjótum eins og fyrri
daginn. Bardögum mun ekki
linna fyrr en annar hvor aöilinn
liggur dauöur — rikisstjórnin eða
Veröbólgufjandinn.
Þaö skal vigbúast. Moröingi
gengur laus. —GAS
Föstudagur 12. október 1979 helgarpósturinn.,
Olafur hleypur frá borði
Fljótin I Skagafiröi eru ein
snjóþyngsta sveit landsins. Þaö
er grösugt i Fljótunum og i
góöum árum er þar mikil ber ja-
spretta. Fljótin opnast til
Norð-vesturs og frammi viö
sjó er Miklavatn. Inn af þvi
liggur dalur og innsti hluti hans
heitir Stifla. Þar fór mikiö land
undirvatnfyrir þó nokkrum ár-
um, þegar fyrsti hluti Skeiðs-
fossvirkjunar var reistur. Það
voru aðallega tún og úthagar
semfóru þarna undir vatn, og ef
þetta ætti aö gera nú á timum
heyröist eflaust viöa hljóö úr
horni, og mikiö vafamál hvort
yfirhöfuö heföi oröiö af virkjun
á þessum slóöum nú á timum
vegna áhrifa frá umhverf is-
verndarmönnum. Or Fljótum
hafa kunnir skiöagöngumenn
komiö i mörg ár. Sumir bændur
þar um slóðir fara til húsa á
skiöum, og slá þannig tvær flug-
ur I einu höggi, æfa sig á sklðum
jafnframt sem þeir ganga til
sinna daglegu starfa.
En þaö eru fleiri nafnkunnir
menn úr Fljótum en fræknir
skiöagöngumenn. Þaöan er lika
Ölafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra (kannski er hann
oröinn fyrrverandi forsætisráö-
herra þegar þessar linur ber
fyrir augu lesenda) og fyrr-
verandi formaöur Framsóknar-
flokksins, sem nú er aö segja
skilið viö pólitikina, sem hann
hefur veriö meira og minna
viðloðandi undanfarna áratugi.
Hluta af heimabyggö hans var
sökkt undir vatn á sinum tima
og nú liggur viö aö þjóöar-
skútan, sem hann hefur átt aö
heitaskipstjóri á I rúmtárséaö
sökkva I þann mund sem hann
yfirgefur fleyið. Það gefur á
bæöi borö og má litlu muna aö
brotsjóirnir sökkvj ekki
skútunni. En þaö jná Ólafur
Jóhannesson eiga, aö ef hún
sekkur alveg, þá er þaö ekki
hans sök ein, liklegt má þó telja
að eitthvaö standi uppúr, þótt
mikiögangi á, en þessi sigling á
eftir að hafa varanleg áhrif á
þjóölifiö, — og ekki sist
Framsóknarflokkinn, rétt eins
og sagt er um Stiflu i Fljótum,
aö hún veröi aldrei svipur hjá
sjón, eftir aö besta landinu var
sökkt undir vatn.
Margir urðu hissa
Fljótin og Framsóknarflokk-
urinner þaö umhverfi sem mest
áhrif hefur haft á Ólaf
Jóhannesson, en aftur á móti
hefur hann litil áhrif haft á
framgang mála i Fljótum og
þar er nú viöa búsældarlegt.
Ahrif hans í Framsóknarflokkn-
um hafa hinsvegar veriö mjög
mikil á undanförnum árum, —
ofi mikil segja eflaust margir
nú, þegar sést hver eru aö verba
örlög flokksins. Hann tók við
honum I stjórnarandstöðu af
Eysteini Jónssyni, og þá var
flokkurinn á uppleiö, en nú þeg-
ar hann segir skiliö viö stjórn-
málin er Framsóknarflokkurinn
þegar orðinn minnsti flokkur
landsins og allt bendir til þess
að hann eigi eftir aö veröa enn
minni, og fara jafn langt niöur
og Alþýðuflokkurinn foröum.
Auðvitaö hefur formaðurinn
ekki stefnt að þessu, en hann
hefur ekki getað snúiö óheilla-
stefnunni viö, enda i stööugu
sáttasemjarahlutverki frá þvi
hann komst til langþráðra valda
eftir kosningarnar 1971.
Þótt vitaö sé aö Ólafur hafi
veriö oröinn mjög þreyttur, svo
ekki sé meira sagt, þá mun
menn almennt ekki hafa rennt i
grun aðhann hefði i hyggju að
hætta þingmennsku. Aö minnsta
kosú uröu nánustu samstarfs-
mennhans margir hverjir mjög
hissa þegar þeir heyröu yfirlýs-
ingu hans um, aö hann hygðist
ekki framar gefa kost á sér i
framboð i Noröurlandskjör-
dæmi vestra. Þaö er eins meö
þá ákvöröun og ákvöröun hans
um aö hætta formennsku I
flokknum, að fáir vissu hana
fyrirfram, og ekkert fær breytt
þessari ákvöröun Ólafs. Hann
hefur ákveðið að hætta og
hættir, — þvi fær enginn breytt,
og reynir enginn aö breyta sem
þekkir Ólaf.
Þaö er einna helst talið að
hann hafi ráöfært sig um þetta
viö gamla og trygga stuönings-
menn sina i Skagafirði, en ekki
flokksforystuna. En þegar mál-
iö er skoöaö ofani kjölinn ætti
enginn aö vera hissa á þvi þótt
Ólafur hafi ákveðiö aö hætta
þingmennsku. Hann losaði sig
úr f ormannsstööunni i vor, sem
kunnugt er, og margir héldu að
næsta skrefið yrði aö hann los-
aði sig úr ráöherrastólnum, og
siöast úr þingmannssætinu.
hákarl
Stööug uppþot og ósætti á
stjórnarheimilinu hafa haft sin
áhrif á Ólaf, og það er ekki
nema fyrir haustustu og spræk-
ustu menn aö halda þetta út til
lengdar. Frá þvi hann varö
fors ætisráöherra 1971 hafa
miklar og þungarbyröar hvilt á
herðum hans. Sem forsætis- og
dómsmálaráöherra I þeirri
vinstri stjórn var hann ábyrgur
fyrir landhelgisgæslunni i
þorskastriðinu sem fylgdi i kjöl-
far útfærslunnar i 50 milurnar
haustiö 1972 og siöan var það
hans hlutverk að fara til
Lundúna til samninga viö
forsætisráöherra Breta um
landhelgismálið. Aftur kom það
i hans hlut að stjórna land-
helgisgæslunni eftir útfærsluna I
200 milurnar og þaö er vitaö að
hann tók mjög nærri sér, og
haföi miklar áhyggjur af áhöfn-
um varðskipanna I þeim hildar-
leik, einsoghannmargsinnis lét
i ljós.
Tap Framsóknar
mun fylgja honum
Þrátt fyrir góða frammistööu
i þorskastriöunum verður hon-
um ekki reistur minnisvaröi
fyrir það, og h ætt er við aö menn
tengi nafn hans á næstu árum
fyrstog fremst við tvennt; Hrun
Framsóknarflokksins og
margfalt verðbdlgumet. Ólafur
Jóhannesson er lagaprófessor
og hugsar fyrst og fremst sem
slikur en ekki sem slóttugur
stjórnmálamaður sem svifst
einskis til að ná hylli fjöldans.
Lýðskrumari veröur hann
aldrei kallaöur, en fastur er
hann fyrir þegar svo ber undir,
og fáir standa honum jafnfætis
þegar um er aö ræöa stjórn-
málatafl eins og þaö sem teflt
hefur veriö siðustu daga. Þá
kemur vizkan og stööugleikinn
fram. Þá sést Ólafur gjarnan
meö reyfara i hönd og pípuna i
ööru munnvikinu, eöa hann fær
sér göngutúr á meðan hann
hugsar máliö. Þannig gekk
hann hróðugur um þingsali vor-
iö 1974 þegar bæði stjórnarand
stöðuþingmenn og lika nokkrir
stjórnarþingmenn voru búnir að
skrifa undir vantrauststillögu.
Hann vissi aö hann haföi þetta
allt i hendi sér, og vantrauststil-
lagankæmist ekki fram áður en
hann ryfi þing og efndi til nýrra
kosninga. Eins var það nú.
Hann sagði litið til aö byrja
með, hugsaði þvi meira. Það
sem greinilega hefur fyrst og
fremst vakað fyrir honum að
þessu sinni, er að ná sér niöri á
Krötunum, lima þá upp aö
ihaldinu með einum eða öörum
hætti. Hann virti þvi fyrir sér
taflstööuna á boröinu áöur en
hann hreyfði einn einasta mann,
og niðurstaðan varö sú aö hann
segði af sér, en hleypti ekki
Krötunum út úr stjórninni til
þess aö þeir yröu stikkfri, eins
og ætlun þeirra var.
Dregur sig alveg i hlé
Núhverfur ólafur af þingi og
liklega dregur hann sig alveg i
hlé varðandi stjórnmálin. Hann
hefur þaö þvi ekki eins og
Eysteinn Jónsson, sem er
sisprækur og lætur sig hvergi
vanta þegar taka þarf stórar
ákvaröanir. Kannski þaö hafi
farið i taugarnar á Ólafi hvernig
Eysteinn hefur alltaf, frá þvi
hann hætti formennsku veriö aö
leggja linurnar I flokknum.
Hugmyndum manna um aö
ólafur hyggi á ferö til Bessa-
staöa visar Hákarl á bug sem
óraunhæfum. ólafur hafði að
visu nokkrum sinnumviö orö á
þessu eina stjórnarári, að hann
væri á leið til Bessastaða, en
það var þá i allt öðrum tilgangi,
svona nokkurskonar svipa á
meðráöherra sina i stjórninni.
HAKARL