Helgarpósturinn - 12.10.1979, Page 17

Helgarpósturinn - 12.10.1979, Page 17
17 —helgarpústurinrL. Föstudagur 12. október 1979 W ' ,t Barnamenn- ing í athugun öll aðildarfélögin aö Bandalagi islenskra listamanna hafa ákveðið að gangast i sameiningu fyrir listamannaþingi um barna- menningu. Þetta var ákveöið á fundi sérstaklega kjörinnar sam- starfsnefndar BIL á miðviku- daginn, og þar var jafnframt ákveðið, að þingið skyldi fara fram.aðHótel Borg sunnudaginn 11. nóvember kl. 10-18. Að sögn Steinunnar Jóhannes- dóttur, fulltnia Félags Islenskra leikara i samstarfsnefndinni, var ákveðið á fundinum, að tilgang- urinn með þinginu skyldi vera þrfþættur. í fyrsta lagi að gera sér grein fyrir ástandinu i barna- menningu, i öðrulagi hver ábyrgð listamannsins er gagnvart henni, og i þriðja lagi að finna út hvaða leiðir eru til að opna listina fyrir börnum og jafna möguleika þeirra til að njóta lista. A fundinum var jafnframt reifuð hugmynd um, að banda- lagið standi fyrir menningarviku fyrir börn. Lítíl þúfa frumsýnd Kvikmyndin Litil þúfa, eftir Agúst Guðmundsson, verður frumsýnd á laugardaginn i Laugarásbiói. Agúst hlaut á sin- um tima styrká kvikmynda- hátiðinni til að gera myndina og var hún tekin siðari hiuta vetr- ar, og klippt og frágengin út i Englandi I vor. Myndin er 62 og hálf minúta að lengd. ,,Hún lengdist talsvert mikið i vinnslu”, sagði Agúst. „Við bætt- um inni nokkrum atriðum, sem ekki voru i upphaflegu hugmynd- inni, en reyndar var aldrei til neitt nákvæmt handrit. Við fórum stundum aðrar leiðir en tilgreind- ar voru i handritinu!' Sjónvarpið hefur nú þegar fengið myndina til skoðunar en ekki hefur verið ákveðið með sýn- ingar þar. Annaö hvort verður myndin sýnd þar, eða að hún verður sýnd á opinberum kvikmyndasýningum, þótt i styttra lagi sé. Sigriður Atladóttir, Edda Hólm og Magnús Ólafsson leika aðalhlutverkin. - — GA Franski kvikmyndaleikstjórinn Jean-Jacques Annaud er staddur á íslandi þessa dagana á veg- um Twentieth Century Fox kvikmyndafélagsins. Blaðamaður Helgarpóstsins hitti hann á Hótel Loftleiðum eitt kvöld i vikunni, og spurði hann fyrst að þvi hvernig stæði á komu hans hingað. ,,Ég er að leita að sviði fyrir kvikmynd sem ég ætla að gera, og heitir Eldstriöið. Myndin er gerð eftir franskri skáldsögu, sem kom út rétt eftir aldamótin og naut mikilla vinsælda. Þetta er skáldsaga, sem gerist á for- sögulegum tlma, á isöld I hinu tempraða belti Evrópu, fyrir um eitt hundrað þúsund árum, en þá liktist landslagið I Frakk- landi þvi sem var I Finnlandi eða á Islandi. Það sem við varðveitum úr sögunni, er megin söguþráður- inn, en þar segir frá flokki Homo sapiens frá þeim tima er þeir kunna að nota eldinn, en kunna ekki að skapa hann. Eld- landiö á þessari viku sem hann hefurdvalist hér. Þeir hafa far- ið um suðurland, i Þórsmörk, Landmannalaugar, Kaldadal og norður i land. Það sem Annaud er m.a. að leita að, er hellir eöa heiiisskúti, sem snýr út að eyðilegu lands- lagi. Ef hann finnur slikan helli hér, gerir hann ráð fyrir að verða hér við kvikmyndatöku i fimm eða sex vikur, annars ekki nema I tvær til þrjár vikur, þvi hér segist hann hafa fundið landslag, sem ekki sé hægt aö finna annars staöar. Þar sem sagan geristá isöld, sé nauösyn- legt fyrir hann að taka myndina i landi þar, sem kalt er eða liti út Franski kvikmyndaleikstjórinn Jean-Jacques Annaud á íslandi: Leitar að staðháttum fyrir næstu kvikmynd sína inn hafa þeir fengið úr náttúru- unni og varðveitt hann kynslóð fram af kynslóð. En I myndinni greinir frá ættflokki, sem hefur glatað eldi sinum og fer að leita hans. Þetta verður ekki söguleg kvikmynd, heldur nálgumst við forsöguna frá sálfræðilegum forsendum.” Meira vildi hann ekki segja um efni myndarinnar, þar sem það væri hálfgert hernaöar- leyndarmál enn sem komið væri. Þá sagði Annaud að þetta væri i fyrsta skipti sem hann kæmi til Islands. Áður en hann kom hingaö var hann I Noregi og Finnlandi i sömu erinda- gjörðum og hann er hér, en sagði að liklega tæki hann Is- land fram yfir. Asamt öðrum manni frá Fox kvikmyndafélaginu, hefur Ann- aud ferðast vitt og breytt um fyrir að vera kalt, og þaö ætti ekki að vera erfitt með álla jökl- ana hér. Aðspurður um hvort hann ætl- aði að nota Islendinga i hópsen- ur myndarinnar, sagði Annaud, að hann gerði ekki ráð fyrir þvi. Það þyrfti fólk með ákveðna likamsbyggingu fyrir þessi hlutverk og eftir aö fólk hefði verið valið, þyrfti það að fara I þriggja mánaöa þjálfun i lát- bragðsleik og ýmsu fleiru til að fá á sig frummannlegt yfir- bragð. Slikar þjálfunarmið- stöðvar yröi hann með I Los Angeles og London. Hann myndi frekar nota innlenda tækni- menn, þó það kostaði það, aö hann þyrfti að þjálfa þá upp. Jean-Jacques Annaud er is- lenskum kvikmyndahúsagest- um ekki meö öllu ókunnur, þvi fyrir skömmu sýndi Háskólabió mynd hans „Svartir og hvitir I lit”. Myndin naut mikilla vin- sælda I Bandarikjunum og hlaut hún Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin árið 1977. Um þá mynd sagði Annaud: „Ég vildi gera gamanmynd um fremur alvarlegt efni.” „Svartir og hvitir”er fyrsta kvikmyndin sem Annaud gerir, en i febrúar hófust sýningar á annarri mynd hans. Heitir hún „Coup de tete” og með aðalhlut- verkið fer einn vinsælasti leik- ari yngri kynslóðarinnar I Frakklandi, Patrick Dewaere. En þó Annaud hafi ekki gert nema tvær kvikmyndir i fullri lengd, er hann ekki nýgræðing- ur á sviði kvikmyndageröar, þvi áður lagði hann stund á gerð auglýsingakvikmynda og hefur gert einar 400 slikar. „Ég stundaði gerð auglýs- ingakvikmynda, vegna þess aö ég vildi gera kvikmyndir. Fyrir mig var það mjög góöur undir- búningur fyrir það sem ég vildi Annaud: „Ég virði áhorfendur, ég vil að þeir skemmti sér og ég vil þjóna þeim.” gera. Að minu áliti er það betri undirbúningur en að vera að- stoðarleikstjóri hjá einhverjum öðrum. Með gerð auglýsingakvik- mynda lærir maður að með- höndla kvikmyndatæknina. Eft- ir að ég lauk námi minu i IDHEC (virtasti kvikmynda- skóli i Frakklandi), hef ég gert kvikmyndir á svo til hverjum degi. Þess vegna þykist ég kunna kvikmyndagerð betri skil en flestir kvikmyndagerðar- menn af minni kynslóð, þvi að ég hef gert svo margs konar kvikmyndir, neðansjávarmynd- ir, gamanmyndir o.fl. Þess vegna hafa íslenskir kvik- myndagerðarmenn rétt fyrir sér þegar þeir gera auglýsinga- myndir. Þvi fleiri sem þeir gera, þeim mun meira valdi ná þeir á tækninni.” Þá var Annaud spurður að þvi hverjar væru hugmyndir hans um kvikmyndagerð almennt. „Ég er eindreginn stuðnings- maður kvikmynda, sem ná til alls þorra almennings og hafa gæði til að bera. Ég virði áhorf- endur, ég vil að þeir skemmti sér og ég vil þjóna þeim. Kvik- myndir eru mjög alþýöleg list- grein og kvikmyndagerðar- menn eru skáldsagnahöfundar sins tima og vilja að sem flestir lesi þá." —GB FJÖLMIÐLAR TEKNIR í RÚMINU Timamyndin hans Róberts — „einhver skemmtilegasta pólitiska mynd sem ég hef séð hérlendis I blaði" Fólk ætti nú að vera farið að jafna sig eftir hina stórpólitisku sprengju kratanna fyrra föstu- dag. Liklega hefur enginn at- burður á stjórnmálasviðinu komið mönnum svo i opna skjöldu hin siðari ár sem sú samþykkt þeirra alþýöu- flokksmanna að draga sig út úr stjórninni — rétt áður en þing kom saman og án þess að láta bresta á einu tilteknu málefni. Akvörðun þessi kom algerlega flatt upp á almenning sem kannski er ekki að undra, þvi aö hún kom pólitlkusum i herbúð- um hinna flokkanna sömuleiðis algjörlega á óvart. Leiöarahöf- undur Morgunblaösins orðaði það svo, að framsóknarmenn og alþýðubandalagsmenn hefðu verið „teknir i rúminu”. En ekki nóg með það — allir fjöl- miölar landsins voru teknir með þeim í rúminu. Það er fróðlegt að velta þvi fyrir sér hvers vegna fjöl- miðlarnir — allir sem einn — sváfu svona á verðinum. Það liggur fy rir að af hálfu kratanna var þetta engin skyndiákvörð- un. Tillaga um að flokkurinn drægi sig út úr stjórninni hafði verið reifuð á þingflokksfundi amk. 10 dögum áður en sam- þykktin sjálf var gerð og þá var ákveðið að biða færis. Á þing- flokksfundum Alþýðuflokksins sitja liðlega 15 manns og það verður að teljast meiriháttar af- rek að þeim skyldi takast að fara svo hljóðlega með þessa fyrirætlun sina, sérstaklega þegar þess er gætt að ekki rikti fullkomin eindrægni um þessa ákvörðun innan þingflokksins og eins að þingflokkurinn hefur löngum haft það orð á sér i blaðamannastdtt að vera allra flokka „lekastur”. Þáttur þeirra alþýðuflokks- manna i þeirri opnu blaða- mennsku sem rekin hefur 'verið frá þvi I siðustu kosningum er ekki litill, en kratar gátu sem sagt þagað þegar á reið. Að sönnu hafði verið hintað og það kvisast út að eitthvaö stæði til I herbúöum krata. Vegna ná- býlisins við málgagn flokksins fór heldur ekki hjá þvf að við Helgarpóstsmenn yröum varir við um tima að þar væri eitt- hvað á seiði. Það varð hins veg- ar ekki orð togað upp úr ná- grönnunum, svo að við slógum þann varnagla i baksiðuslúörinu okkar að staðhæfa að eitthvað mikið stæöi til hj& krötum. Það heyrðist ekki múkk i einum ein- asta stórkrata i slðdegisblöðun- um og þá hlytu þeir að meina eitthvað með þvi. Striðnin hreif ekki. Ekkert gerðist og við héldum að þarna hefði aðeins verið á feröinni enn ein krata- blaðra, sem sprungið hefði áður en hún var blásin upp. Helgar- pósturinn, nýkominn á göturn- ar, steinsvaf þvi þegar sjálf sprengjan féll. Gera má ráö fyrir að fleiri fjölmiðlar hafi haft ávæning af þvi að eitthvað væri um að vera hjá krötum en hafi falli i þessa sömu gryfju — að geraráö fyrir að ekkert gerðist fyrr en þing væri hafið. Aðeins einn maöur i blaðamannastétt hefur vitað fyrir vist hvað til stóð. Þaö var ritstjóri Alþýðublaðsins, en hann steinþagði eins og gefur aö skilja. Liklega hafa Morgun- blaðsmenn verið næstir þvi að ná „fréttinni”. Strax á fimmtu- dagskvöld voru þeir komnir á sporið, höfðu samband við áhrifamann I flokknum, sem sannfærði þá um að ekkert væri að gerast. Þessi sami maður var fljótur aö biðja þá afsökunar þegar haft var sam- band við hann strax eftir þing- flokksf undinn örlagarika. Moggamenn urðu að skilja af- stöðu hans, — „plottiö” valt á þögninni. Hins vegar er það rangt sem haldið hefur verið fram að á fóstudeginum hafi fréttin lekið út frá framsóknarmönnum og alþýðubandalagsmönnum eftir að Benedikt hafði haft samband við Olaf og Lúðvik. Morgun- blaösmenn voru búnir aö ná sjálfir i Benedikt áður en honum haföi gefist timi tilaö tala við þá tvimenningana. En engu aö siöur sat Morgunblaöið uppi með sárt ennið þegar upp var staöiðoggat fátteitt nýtt lagt til málanna þegar það kom út á laugardeginum. Rikisfjöl- miðlarnir höfðu nefnilega tekið við sér, þótt liðiö væri á föstu- dagskvöidið. Sjónvarpiö rauf dagskránna til aö flytja lands- lýð fréttirnar og fréttastofa út- varpsins fyllti svo upp i mynd- ina i hálfellefufréttatímanum og i sfðustu fréttum. Timinn bjargaði andlitinu með aldeilis forkostulegri mynd Róberts af Benedikt Gröndal á kafi i k&tum kratakonum, einhverri skemmtilegustu pólitisku mynd sem ég hef séð hér i dagblaði. Þjóðviljinn var illur eins og vænta mátti, en siödegisblöðin sátu algjörlega eftir. Visir hrissti þó hressilega af sér sljóruorðið strax sl. mánudag með skoðanakönnun sinni, sem vakti mikla athygli og hefur vafalaust selt blaðið vel og verðskuldaö, þvi aö þetta var snaggaralega gert hjá þeim Visismönnum. HfTjjí Fjölmidlun eftir Björn Vigni Sigurpálsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.