Helgarpósturinn - 12.10.1979, Síða 24
__helgarpásturinn_ Föstudagur 12. október 1979
# Kratar og sjálfstæðismenn
þinguðu mikið hvor i sinu lagi i
gær hvor flokkurinn ætti aö taka
að ser minnihlutastjórnina til að
rjúfa þingiö og sitja fram að
kosningum. Kratar munu þó hafa
samþykkt á þingflokksfundi
seinnipartinn í gær að þeir væru
tilbúnir i slaginn og þeir tækju
þar með boði Geir Hallgrimsson-
ar frá því i fyrradag aö mynda
minnihlutastjórn. Hins vegar er
ekki eins víst að sjálfstæðismenn
hafi i gær veriö jafn fúsir að láta
minnihlutastjórnina af hendi og
þeir voru áöur þvi að vaxandi
stemmning var fyrir þvl innan
flokksins að þeir sjálfir tækju
minnihlutastjórnina aö sér. Um
þetta stóð tafliö i gærkvöldi. En
fái kratar stjórnvölinn munu þeir
Sighvatur Björgvinsson og Vil-
mundur koma mjög til álita sem
nýir ráðherrar auk hinna þriggja.
# Þegar eru menn farnir að
velta fyrir sér framboðsmálum
flokkanna ef til desemberkosn-
inga komi eins og margt bendir
til. t herbúðum krata eru ýms-
ar hræringar enda er ekki óeðli-
legt að upphafsmennirn-
ir séu fyrstir af stað. Talið
er fullvist að Bragi Nielsson
sem var uppbótarmaður krata á
Vesturlandi fari ekki fram á nýj-
an leik. Likur eru taldar á, að við
hans sæti taki, Sveinn Hálfdánar-
son frá Borgarnesi. Þá mun ým-
islegt benda til þess að Bragi Sig-
urjónssonsé farinn að þreytast og
hyggi ekki á framboð i Norður-
landi eystra. Flestir myndu þá
ætla að Arni Gunnarsson flyttist
upp i fyrsta sætiö, en málið er
ekki svo einfalt. Jón Armann
Héöinsson sem lengi var krata-
þingmaður Reykjaneskjördæmis
hefur lýst þvi yfir I einkaviðræö-
um, að hann fari i prófkjör fyrir
norðan og ætli sér fyrsta sætið á
listanum. Jón á allsterkan frænd-
garð fyrir norðan, sérstaklega á
Húsavik, svo búast má við harðri
baráttu. Þá verður aö llkindum
hart barist á Vestfjöröum milli
Karvels Pálmasonar og Sighvats
Björgvinssonar og gæti það orðiö
jafn slagur. Ovist er og hvort
Bjarni Guðnason hafi áhuga á
Austfjaröarkjördæmi á nýjan
leik. Ekki má gleyma stóru kjör-
dæmunum, Reykjavik og Reykja-
nesi. 1 Reykjanesi fara sömu
mennframogsiðast, þ.e. Kjartan
Jóhannsson sjávarútvegsráð-
herra, Karl Steinar Guðnason og
Gunnlaugur Stefánsson. Ýmsar
blikur eru þó á lofti um röð þess-
ara manna á listanum og mun
prófkjörsbarátta væntanlega háð
af krafti um tvö efstu sætin. I
Reykjavik er spurningin hvort
Vilmundurgerir ööru sinni haröa
atlögu að Benedikt ftokksfor-
manni og vilji steypa honum úr 1.
sæti listans. Þá gæti Jóhanna Sig-
urðardóttir einnig komið inni
myndina varðandi 1. og 2. sætið á
listanum. Ekki er og talið fjarri
lagi að Bragi Jósepsson sem nú
dvelst i Bandarikjunum mæti til
leiks er prófkjör nálgast og vilji
sinn bita af kökunni-Þaðersem se
hatrömm og miskunnarlaus próf-
kjörsbarátta framundan hjá kröt-
unum. Margir kallaðir en fáir út-
valdir...
# Areiöanlegar heimildir
herma, að fyrir austan Fjall sé
hafin undirskriftaherferð til
stuðnings forsetaefni i forseta-
kosningunum sem væntanlega
verða á næsta ári. Það eru þó ekki
stuöningsmenn Alberts sem eru
komnir af stað, heldur Péturs
Thorsteinsson, sem einnig hefur
verið nefndur sem væntanlegur
frambjóðandi. Heimildarmaöur
okkarsegir, aö á listanum sé yfir-
lit yfir helstu atriði ferils Péturs,
en hann er núna sendiherra Is-
lands gagnvart rikjum þriðja
heimsins...
#,,Kvöldljóð” Asgeirs Tómas-
sonar' blaðamanns á Dagblaðinu,
sem hafa hljómað á laugat'dags-
kvöldum I útvarpinu slðastliðið
ár, munu senn renna si.tt skeið á
enda. Var Asgeiri tilkynnt þaö I
vikunni, að „kvöldljóðin” myndu
falla út af dagskrá frá og meö
vetrarkomu. Er talið að tónlistar-
deild útvarpsins eigi þarna hlut
að máli, en hún hefur krafist þess
að fá að „producera” alla tónlist-
arþætti sem sendir eru út aö
kvöldlagi...
# Þess er beðið með töluverðri
eítirvæntingu hvernig Leik-
félagsmenn munu ráða ráðum
sinum varðandi nýjan leikhús-
stjóra og vinna úr þeim átta um-
sóknum sem bárust. Leikfélagið
mun stefna að mjög lýðræðislegri
ákvörðunartöku i þessu efni.
Akveðið hefur verið að efna til
skoðanakönnunar um alla
umsækjendurna meðal allra
starfandi félaga i L.R. og er stefnt
að þvi að hún fari fram eftir
frumsýningu Ofvitans eða 20.
september að þvi áætlað er.
Skoðanakönnun þessi verður þó
ekki bindandi fyrir stjórn Leik-
félagsins heldur mun hún taka
mið af niðurstöðum hennar. En
eftir að stjórnin hefur sjálf tekið
ákvörðun mun málið fara fyrir
aðalfund Leikfélags Reykjavikur
sem gert er ráð fyrir að halda
fyrir miðjan næsta mánuð...
# Þau eru sum skritin verkefn-
in sem ráöherrarnir þurfa aö
kljást við. Þannig hiöfum við það
fyrir satt, aö Ragnar Arnalds,
sem er ennþá menntamálaráð-
herra þegar þetta er skrifað, hafi
i haust þurft aö skrifa nafnið sitt
1600 sinnum — endurtek sextán-
hundruð sinnum — undir skipun-
arbréf handa kennurum i skóla-
kerfinu. Okkar reiknast til að hafi
ráöherrann gert þetta I einni '
striklotu, þáhafi hann verið heil- i
an dag að þvi að skrifa nafn sitt I
og gert ekkert annaö á meðan... |
® Ólafi Hauki Simonarsyni er
greinilega margt til lista lagt.
Hann hefur gefið út ljóðabækur,
skáldsögur, hann á leikrit á sviði
um þessar mundir, hljómplata
hefur verið gefin út með verkum
hans, og önnur slik er væntanleg
innan skamms. A nýju plötunni
(Hattur og Fattur) sýnir hann
enn nýja hlið á sér. Hann ku hafa
verið eitthvað óhress með hvern-
ig eitt laganna á plötunni var
sungið, og vatt sér inni stúdió og
söng það sjálfur. Ekki ætlaðist
hann til að söngurinnyrði þrykkt-
ur á plast, en svo vel þótti honum
takast upp að allir viðstaddir
hvöttu hann til frekari dáða, og
hann lét undan. Þykir hann nú
meö meiriháttar uppgötvunum
ársins á sviði rokksöngs...
# Pönk-og nýbylgjuhljómsveit-
ir svokallaðar er það sem nú er
hvað mest umtalað i poppheimin-
um svokallaða. Hingað hafa þó
engar slikar hljómsveitir komið
hingað til ef frá er talin heimsókn
The Stranglers I fyrra sællar
minningar. Nú mun hins vegar
liggja fyrir að einn af frumkvöðl-
um þessarar tónlistar Johnny
Rotten, sem nánast reið á vaðið
með þessa tónlist, hefur áhuga á
að koma hingað til lands i nóv-
ember eða janúar næstkomandi
og halda hljómleika með sveit
sinni sem nefnist Public Image.
Johnny Rotten er annars frægast-
ur fyrir aðild sina að illræmdri
hljómsveit sem hét Sex Pistols.
Nú hefur hann breytt um hljóm-
sveit, — og nafn og kallar sig
Johnny Lydon. Það eina sem er
þvi til fyrirstöðu aö Johnny Lydon
og Public ImageLtd. komi hingað
er að nú vantar fjársterkan aöila
til að annast hljómleikahaldið.
Slikur maður ætti að gefa sig
fram...
# Poppiðnaðurinn islenski er
með daufara móti sem kunnugt er
og innlend hljómplötuútgafa á
ekki sjö dagana sæla. Þannig hef-
ur Hljómplötuútgáfan hf. nú hætt
við aðsenda sina árlegu jólalaga-
plötu á markað og einnig plötu
Pálma Gunnarssonar sem 1 bi-
gerð var. Markaðurinn verður þó
ekki alveg jólaplötulaus þvi
Gunnar Þórðarson og Björgvin
Halldórssoneru að undirbúa gerð
slikrar plötu. Gunni og Bjöggi
munu þvi syngja jólalögin i ár...
# Mikil uppstokkun mun vænt-
anlega eiga sér stað á þættinum 1
vikulokin áöur en langt um liður.
Allir núverandi umsjónarmenn
þáttarins eru að hætta, að Guö-
jóni Friðrikssyni undanskildum,
þ.e.a.s. þau Edda Andrésdóttir,
ólafur Hauksson og Kristján
Guðmundsson.Að mestu mun frá
gengiö að þeir fóstbræðurnir Guð-
mundur Arni Stefánsson, Helgar-
póstsmaður, og Hjálmar Arna-
son, Grindavikurskólastjórinn
fyrrverandi, gangi til liðs við
Guðjón I Vikulokunum en ennþá
er veriö að skyggnast um eftir
fjórða umsjónarmanninum. Má
búast við að hann veröi kven-
kyns...
• Slúðurgeturhafthinaralvar-
legustu afleiðingar eins og mönn-
um ætti að vera kunnugt. Dæmi
um það er-sá orðrómur, sem kom
uppá sinum tima, að Sigurður A:
Magniíssonværiaö flytja alfarinn
úr landi og ætlaði að setjast að I
Grikklandi. Það varð til þess að
skattyfirvöld á Islandi sáu ástæðu
til að leggja á hann einnar milljón
króna aukaskatt. Sigurður er
hinsvegar ekki meira alfarinn en
það, að hann býst viö að koma
heim aftur næsta haust. I Grikk-
landi var hann reyndar í sumar
og vann sér það til frægðar að
leika i griskri stórmynd. En
lengst af hefur hann verið I Vest-
ur-Berlin þar sem hann hefur
þegar skrifað eina bók og vinnur
að annarri. Auk þess hefur hann
leikrit I smiðum. Fyrir þetta ætti
hann að hafa einhverjar tekjur,
og skattyfirvöld geta þvi beðið ró-
leg eftir sinu úr hendi Sigurðar
A....
# Augu þingheims beindust
mjög að Albert Guðmundssyni
við setningu þingsins sl. miöviku-
dag. Athugulir gárungar á þing-
bekkjunum halda þvi fram að Al-
berthafi setið stifur undir töludr.
Kristjáns Eldjárns, forseta Is-
lands við setningarathöfnina en
hafi haldið áfram að sitja stifur
eftir að Kristján hafði lokið lestri
sinum á forsetabréfinu. Boðskap-
urinn sem Albert vænti frá for-
seta kom nefnilega alls ekki —
það er yfirlýsing um að hanngæfi
ekki kost á sér til endurkjörs á
næsta ári...