Helgarpósturinn - 21.12.1979, Side 5

Helgarpósturinn - 21.12.1979, Side 5
5 hoífj^rpn^tiirinn Föstudagur 21. desember 1979 9 Carlus. eða „Sjakalinn", eins og hann er oftast nefndur. skaut upp kollinum nýlega á dular- fullan hátt. þremur árum eftir að hann rændi oliumálaráðherra OPEC-rikjanna. Libanskt viku- blað, sem er gefið út i Paris, birti við hann viötal og mynd. A mvnd- inni er Spánverji. um þritugt. með slapandi yfirskegg. Hún er árituð með nafninu Selim, sem Carlos segir i viðtalinu að sé eitt af dulnefnum sinum. Hið retta nafn Carlosar er lllich Itamirez- Sanchez. og hann er fæddur i Venezuela. Hann hefur verið i nánum tengslum við Palestinu- menn, Rauða herinn i Japan og þyska Baader-Meinhof hópinn. Þessi tengsl hafa skapað honum orð sem imynd alþjóðlegra hryðjuverkamanna. t viðtalinu segir hann, að hann sé á flótta undan erfingja afa sins, uppreisn- armanni sem barðist gegn ein- ræði I Venezuela... ^ t Bandarikjunum eru 11.922 manneskjur hundrað ára gamlar eða meira samkvæmt skráningu ..Social Security". Þetta er 50 prósent aukning á siðustu fjórum árum. En þetta eru bara skráðir öldungar (i orðsins fyllstu merk- ingu), þúsundir eru ekki skráðir, að þvi að talið er. Þetta fólk fædd- ist áður en vesturströndin var numin, og áður en konur fengu kosningarétt. Ein kvennanna fæddist 1869, þræladóttir og vann á bómullarekrunum i æsku. Árið 1893 hélt hún til Kaliforniu með eiginmanni sinum i hestvagni eins og við þekkjum úr kúreka- myndunum. Susanne Bokonyi var ekki hugað langt lif, en nú er hún hundrað ára, l)r. Walter Pannell er jafn gamall, og er liklega elsti starfandi læknir i heimi. Starfs- aldur: 75 ár. Henrv Jones er 106 ára og hefur reykt og drukkið Whisky alla tið, og Edna Snowd- en, 102 ára segir: ,,Bg hef aldrei haft áhyggjur. Ég held að áhyggj- ur drepi fleiri en nokkuð ann- að"... 9 Takið vel eftir, þetta er upp- skriftin: Fólk sem er ánægt með vinnuna, hjónabandið og fri- stundirnar á fyrir höndum lengra og ánægjulegra lif en þeir sem eru óánægðir meö þetta allt. Þetta er niðurstaðan á rannsókn- um, sem hafa staðið yfir I 40 ár — að sjálfsögðu i USA. 188 manns hafa tekið þátt i rannsókninni siö- an 1940. Af 57 karlmönnum sem tóku þátt i athuguninni, og voru úrskurðaðir við góða heilsu 1967, reyndust 97 prösent vera við frá- bæra heilsu 1975. Læknirinn sem stýrði öllu þessu sagði við kynn- ingu niðurstöðunnar: „Verið ánægð og lifið lengur”, sem raun- ar er ameriskt orðtak. Fólk sem hafði húmor og átti marga vini reyndist heiibrigðara en þeir sem höfðu áhyggjur af lifinu og voru sifellt æstir eða niðurdregnir. Þeir áttu stöðugt við sjúkdóma að striða... 9 Og talandi um aö lifa lengi, tak- ið vel eftir: Siamskötturinn Sherry var t.vndur i farangursrými flutn- ingaþotu frá Pan Am i 32 daga. Guy Jones, yfirmaður i banda- riska flughernum haföi orðiö sér úti um tvo ketti á Guam og flutti þá með sér til San Francisco. Þegar þangaö kom fannst bara annar kötturinn. En 32 dögum seinna fannst hinn I flugvélinni þar sem hún var á Heathrow flug- velli við London. Hann var illa meiddur á einni löppinni, og varö að taka hana af. Kötturinn fékk flugfar til San Francisco þar sem urðu miklur fagnaðarfundir. Hjá Pan Am var reiknaö út, að köttur- inn hafi flogið 225 þúsund milur og komið við i tólf löndum frá þvi hann týndist þar til hann kom aftur I leitirnar... 9Það er til fólk sem talar svo mikið i sima, að simareikning- arnir hrannast stanslaust upp. Aðrir hafa ímugust á sima og tala eins litið og þeir geta i það tól og hafa simtölin svo stutt. að oft stappar nærri ókurteisi. Enn aðr- ir hafa hreinlega viðbjóð á siman- um. Einn þeirra er l.iv Ullmann. og fyrir skömmu lenti hún i pin- legri aðstöðu i sjónvarpsþætti i Bandarikjunum. Hún flutti nefni- lega eintalsþátt þar sem hún varö að vera stanslaust næstum klukkutima i simanum. Tilgang- urinn var að fá elskhugann ofan af þvi að kveðja fvrir fullt og allt. A meðan sést ekkert á skermin- um annað en Ullmann og siminn. ,.Ég hef andstyggð á simanum. og gæti aldrei hugsað mér mig i sporum þessarar konu", sagði Liv seinna við blaðamenn. ..Ég tek aldrei upp simann nema til að tala við dóttur mina". Hún var spurð að þvi hvernig hun færi að þvi, og þvi svaraði þessa fræga. norska leikkona svo: ..Ég hef simann i isskápnum og heyri þessvegna ekki i honum. en að lokum svarar simaþjónustan '... 9 Syningarstúlkan heimsfræga, Twiggy, var einu sinni ekkert nema skinn og bein. \ú er hún hætt að vera syningarstúlka, en hefur á undanförnum árum unnið sér sess sem söngkona og leikkona. Hér er hún i nýustu mvnd sinni: „There Goes the Bride" sem tekin var á Florida i sumar. c/. st X- ® [T/ *fr" L r Rafvélar og stýringar Ármúla 38 — Reykjavik — simi 38850. Tökum að okkur uppsetningu, viðhald og hönnum hverskonar stýrisása fyrir raf- vélar og vélasamstæður. Einnig setjum við upp dyrasima og önn- umst viðhald á þeim. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 38850. VEITINGAHUSIO I M«*u' *'A '9 00 BoiðMtnUnn >r* hl 'k OC SIMI 86220 íw.into*.u. >ni r*A\l»4* •>bO<ftv* ✓ hi 30 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir frá kl. 16.00 StMl 86220 Askiljum okkur rétt til að ráðstafa fráteknum borðum eftir kl. 20.30 Hljómsveitin Glæsir og diskótek í kvöld, iaugardags- og sunnudagskvöld Opið föstudags- og laugardags- kvöld til kl. 3. Spariklæðnaður HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-21:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00 Aðfangadagur LOKAÐ 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 18:00-20:00* LOKAÐ Jóladagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:00-10:30* 12:00-14:00* 18:00-20:00* LOKAÐ 2. Jóladagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:00-10:30* 12:00-14:00* 18:00-20:00* 19:00-01:00 Gamlársdagur LOKAÐ 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 18:00-20:00* 12:00-14:30 Nýársdagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:00-10:30* 12:00-14:00* 18:00-20:00* 19:00-01:00 Gistideild Hótel Loftleiða verður iokuð írá hádegi 24. desembertil 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Esju verður opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. » aðeins opið fyrir hótelgesti. «HOTEL« Vinsamlegast geymið auglýsinguna. "‘"‘"SíTfffFffn K

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.