Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 3
JiQlgarpósturínn Föstudagur 21. desember 1979 Jólasveinninn biöur Lúövik Jósepsson Austfjaröargoöa og þing- manninn fyrrverandi um lán úr byggöasjóði og fær iákvætt svar. A leiö inn f Alþingishúsiö til fundar viö þingmenn. En þingmenn og aðrir starfsmenn voru ekki komnir i jólaskap og tóku heimsókn hans illa. Leyst úr umferöarflækju i Lækjargötunni meö miklum tilþrifum. hún vera þaö og um siðir var jóla- sveinninn leiddur i skilning um þaö, aö bankastjórarnir væru á hæöinni fyrir ofan og þaö þyrfti aö panta hjá þeim tima. Lúðvík lofar byggðasjóðsláni „Ég hef engan tima i slikt þvarg,” sagöi þá Gluggagægir meö þunga. i sömu svipan kom hann auga á Lúövik nokkurn Jósepsson fyrrum þingmann meö meiru. „Þennan þekki ég úr sjónvarpinu”, „ sagöi Glugga- gægir. „Hann ræöur miklu — gleraugnalaus eöa ekki.” Hann gekk ákveðnum skrefum i átt til Lúðviks, sem greinilega haföi nýlokiö viö aö greiöa inn á ávisunareikninginn sinn og sagöi hratt og ákveöið. „Lúövik, getur þú ekki bjargaö okkur jólasvein- unum smáláni úr byggðasjóöi.” Lúövik skipti ekki svip viö þetta óvænta ávarp og sagöi: „Þaö hlýturaö vera hægtaöbjarga þvi. Ætliö þiö aö fara aö byggja?” „Já, viö viljum gera henni Grýlu okkar eitthvaö gott I ellinni og betrumbæta hibýli hennar.” „En þið megið þá ekki byggja of stórt,” sagöi þá LúÖvik og kimdi. Jólasveinninn lofaöi þvi og tók siöan ákveöiö ioforö af Lúövik Jósepssyni um aö hann reddaði virtust vingjarnlegri og alþýölegri i sjónvarpinu fyrir kosningar en nú. „Það má hreint enginn vera aö þvi aö tala viö mig — hvaö þá meir” sagöi ræfillinn. „Þetta eru nú ljótu móttökurn- ar.” Fréttamaöur sem þarna átti leiö framhjá, heyrði þessi orö jólasveinsins og sagöi þessar köldu kveöjur ekkert skrýtnar. „Þeir eru nefnilega 60 hérna inni af sömu sort og þú ert. Þess vegna er það ekkert nýjabrum aö sjá þig.” Og Gluggagægir hrökklaöist út úr þinghúsinu ekki allt of léttur i lund. Hann haföi á þvi orö, að þetta yröu erfiö jól. Lét hann ekki viö þau orö sitja og skellti sér inn á feröaskrifstofuna Úrval og pantaði hvildar - og afslöppunar- ferö til Kanarieyja strax 7. janúar, daginn eftir þrettándann. Afram hélt hann þó Pilatusargöngu sinni. Fór i verslunina Viöi og spuröi I kjötafgreiðslunni hvort þeir gætu ekki séð af eins og einu hangi- kjötslæri sem hann þyrfti aö senda fátækri fjölskyldu fyrir austan. Þaö var ekki hægt. Jólakveðju til forsetans Úti Austurstræti aftur. Daprari en nokkru sinni fyrr. Þaö stóö þó ekki lengi. Börnin flykktust að honum og hrifningu þeirra voru engin takmörk sett. Gluggagægir náði kæti sinni á örskammri stundu og lék á alls oddi viö börn- in. Pylsusalinn i Austurstrætinu bauö honum pylsu meö öllu, sem hann torgaöi á mettima og allt lék i lyndi. „Ég gleymi bara þessum pen- ingamálum. Börnin þurfa engar peningagjafir. Þau þurfa bara hlýju og góðvild og af sliku hef ég nóg. Þaö veröa minar gjafir þessi jólin,” sagði Gluggagægir sannfærandi róm. „En fyrst aö ég er hér i bænum, þá er best að ég liti viö hjá forsetanum i stjórnarráðinu og óski honum gleðilegra jóla.” Ekki var forseti viö, en Gluggagægir baö dyravöröinn aö senda for- setanum bestu jóiaóskir meö kveöju. Og viö kvöddum jólasveininn Gluggagægi. á Lækjartorginu umkringdan börnum — peninga- lausan, en glaðan og ánægðan. r eftir Guðmund Arna Stefánsson Myndir: Friðþjófur byggöasjóösláninu fljótlega — helst fyrir jólin. Ennþá var þó sá rauöi peninga- laus. „Þaðer þá ekkert um annaö aö gera, en tala viö þingmennina okkar. Þeir hljóta aö bjarga þessu tafarlaust.” Hann hljóp viö fót yfir Austurvöll og inn um aöal- dyr þinghússins. Þingveröirnir tóku honum ekkert alltof vel. „Hvaö vilt þú hingaö?” sögöu þeir grafalvarlegir og nánast önugir á svip. „Ég vil tala viö þingmenn” svaraði Gluggagægir. Á Alþingi Honum var hleypt inn og upp stigann — meö semingi þó. Þaö var greinilega mikiö aö gerast inni I þingsal, þvi fáir þingmenn voru á ferli á göngum. Nokkrir skutust þó á milli herbergja, — helst framsóknar þingmenn. En svo mikill var asinn á þeim, aö ekki máttu þeir vera aö þvi aö tala viö jólasvein i kröggum. Hafa eflaust haldiö hann án átkvæðisréttar. Þá voru þing- veröirnir sifellt aö gera athuga- semdir viö þessa heimsókn og sögðu viö Gluggagægi,” aö þeir kynnu ekki að taka svona grini i þinghúsinu.” Gluggagægir var aö vonum nokkuö sleginn viö þessar mót- tökur og haföi það á oröi, aö þeir Hjartanlega velkomin(n) í hóp þeirra er veita endurskinsmerkjum athygli. í hópnum eru jafnt ungir sem gamlir, og'allir hafa skilið að endur-< skinsmerkið er okkur mikil vörn í skammdeginu, — slysavörn, ■ getur jafnvel verið líftrygging. Þeir vita, að þeir sjást allt að fimm sinnum fyrr en ella með því að bera endurskinsmerki. ER ÞETTA EKKI UMHUGSUNARVERT? Þeir vita líka að slys eru ekki lengi að verða og henda ekki aðeins þá sem við ekki þekkjum eða koma okkur alls ekki við. Ef þú átt ástvin, barn, gamlan föður eða móður, lestu þetta þá öðru sinni. En endurskinsmerki má nota á margvíslegan hátt. VÆRI EKKI UMHUGSUNARVERT . .. fyrir forstöðumenn fyrirtækja að veita starfsfólki sínu mikil- væga slysatryggingu til og frá vinnustað? . . . fyrir skjólfataframleiðendur að senda ekki aðeins flíkur á markað sem vernda gegn kulda og regni heldur líka slysum? . . . fyrir skóla að rétta verndarhönd út í umferðina til þeirra er þeim hefir verið trúað fyrir? ... fyrir eigendur vinnuvéla, reiðhjóla og barnavagna að eitt eða tvö lítil endurskinsmerki geta bjargað dýrmætu mannslífi? JÁ, VÆRI SLÍKT EKKI UMHUGSUNARVERT? Umferóarráó vekur athygli á: ... að skólar, bæjarfélög, fyrirtæki, félagasamtök o.fl., geta fengið endurskinsmerki áprentuð með einkennum sínum. ... að við höfum endurskinsmerki á hross. ... að við eigum líka endurskinsörvar sem líma má innan í bíl- hurðir, og blasa við sé hurö opnuð út í umferðina. VIÐ TELJUM að endurskinsmerki þurfi aó bera svo þau komi að notum. Því viljum við koma þeim til þín. Þau fást í allflestum mjólkurverslunum landsins, og auk þess í mörgum ritfanga- og bókaverslunum. Okkur væri þökk í að þeir sem fúsir eru að annast sölu þessara LÍFSNEISTA hefðu sem fyrst samband við okkur. __________________ Síminn er 27666. ENDURSKINSMERKI fást hér Lindargötu 46 101 Reykjavík. Þetta vísar veginn. Svona spjald er í þeim verslunum sem selja endurskinsmerki. Endurskinsmerkin auka öryggið. Dökkklæddur vegfarandi sést Vegfarandi í aðeins 20-30 m. fjarlægð með endurskinsmerki frd lögljósum bifreiðar. sést * 120-130 m. fjarlægð. Metrar 0 10 20 30

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.