Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 21.12.1979, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 21. desember 1979. —hGlQSrpÓSÝLJrÍnrL. bladamadur í einn dag.... - Karlarnir geta einnig gripið í prjónana þegar þvi er aö skipta, en þetta var þó eini karlmaðurinn á föndurstofunni þegar blaðamann bar aö. Sólvangur I Hafnarfirði stendur rétt við Keflavikurveginn. Þaðan sér yfir hluta bæjarins, Lækinn og Hamarinn, þar sem nú hefur verið tyllt niður jólatré enn eitt árið. Þetta fagra útsýni er eina leiftrið af umheiminum, sem flestir heimilismenn á Sólvangi hafa, þvi að þar eru margir rúmliggjandi og litt ferðafærir. Þeir sem þar gista eru rúmlega 100 talsins og i flestum tilvikum er Sólvangur siðasti áfanga- staðurinn á langri leiö. Leiðin þangað hefur veriö misjöfn eins og gengur og legið um ólika stigu þjóðfélagsins. Þarna eru t.d. gamlir verkamenn, athafnamenn og bændur, húsfreyjur og heldri manna dætur jafnvel fólk, sem al- iö var upp á sveitarframfæri, og fleiri ogfleiri, sem nú deiia kjör- um undir sama þaki. Þessir einstaklingar eiga það sameigin- legt að geta ekki lengur staðið á eigin fótum i þvi samfélagi, sem þeir hafa byggt upp og nú er kom- ið að skuldaskilum samfélagsins við þá. Til skamms tima mættust á Sólvangi upphaf og endir mannlegrar tilveru ef svo má að oröi kveða, þvi að þar var ekki einungiselli- og hjúkrunarheimili heldur og fæðingarstofnun. Nú situr ellin ein að þessu myndar- lega húsi, sem hýsir raunar alis ekki alla þá, sem þangað vilja komast. — Flestir una sér vel hérna, — sagði Þuriður Ingi- mundardóttír hjúkrunarforstjóri sem gaf sér tlma frá annasömum skyldustörfum til þess að sýna blaðamanni f einn dag þessa stofnun eða heimili, sem hún vill heldur kalla þaö. — Að sjálfsögöu hlýtur aö vera einhver stofiiunar- bragur á svona stöðum, en við viljum lita á Sólvang sem heimili. Þetta er siðasta heimili margra þeirra, sem hérna dveljast. Þeir segjast hafa unnið nóg um dagana Og raunar er furðulega heimilislegt á Sólvangi. 1 stiga- gangi og setustofum getur að lita myndir og alls kyns fallega muni, sem vistfólk hefur gert. Þar eru lika blaðmiklar jurtir, sem hafa vaxið upp frá þvi að vera pinulitl- ir afleggjarar og þrifast þvl greinilega vel. Og fólkið virðist lika þrifast vel, a.m.k. það sem sat uppi á f jórðu hæð og hlýddi á þingsetningarræðu forsetans, — i sjónvarpi, þegar okkur bar að garði. Ennfremur þeir, sem kepptust við hannyrðir og föndur undir umsjá Jóhönnu Guðmunds- dóttur, sem hefur verið föndur- kennari á Sólvangi I tæpa tvo áratugi. Þaö vakti athygli okkar, að inni á fóndurstofunni sat aðeins einn karlmaöur i miklum kvennafans. Hann leit varla upp frá prjónunum sinum og vinnu- gleðin skein út úr andlitinu. Jóhanna sagði, aö þaö væri erfitt að fá karlmenn til þess að taka þátt í föndrinu. — Þeir bera þvi við, að þeir hafi unnið nóg um dagana sagöi hún glettnislega. — En ætli skýringin sé ekki sú, aö þeim finnist þetta heldur kvenlegt. Þó benti hún okkur á blómahengi, sem hún sagði, ann- ar karlmaður hefði hnýtt af mik- illi list. Hann heföi lært þessa iöju fyrir nokkrum árum og hún veitti honum mikla ánægju. — Hér fær fólkið að vinna við það, sem þvi hentarbezt.-sagðihún, —Og auövitað er enginn neyddur til þess að vinna hérna. Þetta er umfram allt dægrastytting, og hún myndi missa marks, ef fólk teldisignauðbeygttilaötaka þátt i henni. Ég gat dansað, þegar ég var ung. A föndurstofunni spjölluöum viö stundarkorn viö Ingibjörgu Gissurardóttur, sem búiö hefur á Sólvangi um rúmlega fjögurra ára skeið. Hún var glerffn i tauinu, bar fallega skartgripi og þaðkom striðnisglampi i augun á henni, þegarhún sagöi, að heldur væri litið á sér aö græða. Ingi- björg er Arnesingur, ein af 17 systkinum, en aöeins fjögur Hfa enn. — Fólkið mitt er ósköp gott við mig, — sagði hún. Það útrétt- ar fyrir mig það sem ég þarf, og svo auövitaö stúlkurnar hérna, sem eru hver annarri betri. Sjálf kemst ég ekkertum. Ég reyni að stytta mér stundir við að sauma og hekla, en það gengur lítið, þvi að ég er soddan letingi. Svo les ég „Ástæðan fyrir þvl að þetta viðfangsefni varð fyrir valinuvar eiginlega sú, aö ég fór aö velta fyrir mér einhverju efni I sambandi viö jólin og I framhaldi af þvi fólki sem ekki heldur þessi heföbundnu jól inn á heimilum sinum. Þá datt mér i hug gamla fólkið á eliiheimilunum og ákvaö aö heimsækja Sólvang tii aö sjá hvers ég yröi vlsari,” sagöi Guörán Egilson. Guörún er gamalreyndur blaöamaöur, bæöi af Timan- um og Þjóöviljanum, en hefur nú snúiö sér aö húsmóöurstarfinu á sama tima og hún hefur ritaö endur- minningar Rögnvalds Sigurjónssonar, sem nú hafa komiö út f tveimur bindum — Spilað og spaugaö og Meö lifið i lúkunum, en siöari bókin kom út nú fyrir jólin. dálitið, en gleymi öllu strax aftur. Þegar maður er orðinn svona lélegur eins og ég, er langbezt að vera á svona stofnun. Ég gæti ekki hugsað mér að vera alein einhvers staðar, þó svo að einhver liti til með manni, enda gæti ég það engan veginn. Blaðamaðursagðist hafa heyrt, aö stundum kæmi maður meö harmoniku og slægi upp balli þarna á fjórðu hæöinni. Ingibjörg ‘ kvaðst hafa mjög gaman af þvi, þóaö ekki hefði hún getað dansaö imörgár, — En ég gat það, þegar ég var ung, bætti hún við ibyggin á svip. — Og stundum koma hing- aðaðrir góðir gestir t.d. söngvar- ar, upplesarar og jafnvel kórar, og af þvi mætti vera meira, þvi að allt slikt lyftir manni svo mikið upp. Viö erum fæst það vel á okk- ur komin hérna, að við gætum sótt skemmtanir og tónleika og þess vegna þarf að færa allt sllkt hingaö, ef viðeigum ekki alveg að fara á mis við það. En annars hef ég ekki yfir nokkru að kvarta, og ef ég væri núna ung og hraust og mættivelja mér llfsstarf, vildi ég fá aö hjúkra öörum, eins og þetta göfuga fólk, sem hér vinnur. Reisn húsfreyjunnar er lifsseig. Ingibjörg er 1 hópi þeirra, sem hafa daglega fótavist, en það er aðeins tæpur helmingur af eftir okkar ábendingum. Aðrir eru algerlega háðir okkur að þessu leyti, og við reynum að bæta úr þörfum þeirra eftir þvi sem föng eru á. Hér fer enginn i jólaköttin, og um dag- inn fengum viö heilmikiö af fötum lánað úr verzlun, svo að fólkið gæti mátað i rólegheitum og velt hlutunum fyrir sér. Nokkru áður hafði komið til okkar hárgreiöslumeistari ásamt aðstoðarfólki, ogsvo var klippt og krullað, sumar konurnar fengu permanent og aðrar fengu bylgj- ur. Þetta var eiginlega upphafið að jólaundirbúningnum hjá okk- ur. Og þá vaknar sú spurning, hvernig sé háttað jólaannriki og jólahaldi á svona stóru heimili. Þurlður segir, að það sé svipað þvi sem almennt gerist. — Vist- fólkið tekur litinn þátt I undirbún- ingnum að þvi undanskildu að það býr til ■ jólaskreytingar eftir leiðsögn Jóhönnu. Starfsfólkið sér um tilbreytingu i mat og ööru meðlæti, ogvið reynum aö skapa hér sem bezta jólastemmningu. Flestir dveljast hér yfir öll jólin en fá oftast heimsóknir frá ætt- ingum og vinum. Aðrir fara heim eða til ættingja á aðfangadag, eða þá á jóladag, en eru yfirleitt komnir aftur þá um kvöldið. Margir treysta sér ekki til að fara, þó að þeir séu boðnir og segjast vilja vera heima hjá sér á Margrét Magnúsdóttir, tæplega áttræð. við. Vonandi get ég klárað fyrir hvltasunnu þessi 16 pör sem ég hef lofað. Margrét verður áttræö á næsta ári og hefur verið á Sólvangi I rúm 9 ár vegna heilsuleysis. Hún telur sig hafa fengið mikla bót af vistinni þar. — Aður gat ég varla farið um og var sárkvalin. En ég er alltaf að hressast. Kannski verð ég svo hress að ég þurfi að fara héðan, en þaö vildi ég sizt af Á sídasta heimilinu Guðrún rabbar við gamla fólkiö á föndurstofunni á Sólvangi. heimilisfólkinu. Þeim verður eðlilega fleira til dægradvalar en hinum, sem eru að mestu bundnir viö rúmið. Þeipi gefst llka tækifæri til dálltillar tekjuöf lunar, þvi aö framleiðslan á föndurstofunni er seld gestum og gangandi. Jóhanna fóndurkennari segir, aö fyrir undanfarin jól hafi verið haldinn basar með handgerðum munum vistfólks, en þetta áriö hafi allt fokið út úr höndunum á þeim og engin þörf veriö á basar. Fyrir þessar tekjur getur fólkið keypt glaðning handa sjálfu sér og öörum, — Nokkrir vilja gefa jólagjafir, — segir Þuriður — og þegar gestir koma I heimsókn þykir hlýða að hygla þeim einhverju. Reisn húsfreyjunnar er býsna lífseig. Margir eiga ætt- ingja, sem sjá um endurnýjun á fatnaði og aðrar þarfir og oftast jólunum, en þvi er ekki að neita aö sumir vilja halda jólin með sinum nánustu, en eiga þess ekki kostýmissahluta vegna. Aannan I jólum er hér haldin messa og til hennarkoma flestir þeir, sem ról- færir eru. Alin upp á sveitinni Margrét Magnúsdóttir er ekki i nokkrum vafa um, að hún ætli að vera heima um jólin. — Ég var einu sinni hjá ættingum á aðfangadagskvöld, en mér fannst ég ekki vera heima, og hér á ég heima, — sagði hún.Margrét býr á annarri hæö, þar sem ýmsir hafa fótavist en aörir eru að mestu rúmliggjandi. Þegar viö hittum hana, sat hún frammi á gangi og pr jónaði. — Ég er alltaf að prjóna rósavettlinga — sagði hún. — Það er alltaf verið aö panta hjá mér og ég hef alls ekki öllu. Ef ég losna við stafina vildi ég gjarnan geta orðið hér ganga- stúlka, — sagöi hún hýrlega. I samtalinu við Margréti kemur fram, að fyrstu ár ævinnar var hún á sveit. — Ég var hjá góðu fólki, en svo átti að fara aö færa mig til annarra, sem vildu taka mig með minni meðgjöf. Þá sagði hún fóstra mín: — Ég læt hana Möggu ekki og ég tek ekkert með henni. Hjá þessari konu svaf ég svo, þangað til ég varð 22ja ára. Jón, maður Margrétar dvelst einnig á Sólvangi. — Hann er orðinn dálitiðutan viö sig, — segir hún, — og er eiginlega ennþá heima I sveitinni. Stundum er hann að tala um að skreppa yfir að Kálfafelli, en það er næsti bær við Marlubakka I Fljótshverfi, þar sem við áttum lengst af heima. En hann kemst ekki langt I hjólastólnum sinum fremur en ég á stöfunum. Margrét og Jón eiga engin börn, en sex ung frændsystkini Jóns á Mariubakka voru að nokkru leyti alin upp undir þeirra verndarvæng. — Börnin þeirra kalla mig stundum Möggu ömmu, og nú er búið aö skira strák í höf- uð á mér. Hann heitir Grétar Már. Og Margrét ljómar af stolti og heldur áfram með rósavettl- inginn sinn. Ekki lengur geymslu- staðir Aö sjálfsögðu er ekki allt heimilisfólk á Sólvangi eins vel á vegi statt og þær Margrét og Ingi- björg. A þriðju hæðinni eru nær eingöngu langlegu sjúklingar, sem fæstir komast fram úr rúm- um og þarfnast aðstoðar I hvi- vetna. Áhugi flestra á umheimin- um er þorrinn og dagarnir liöa I meðvitaðri eða ómeövitaöri bið eftir hinu ókomna. Allt er reynt aö gera til þess að létta þvi dvöl- ina og umönnun þessara einstakl- inga hlýtur að krefjast nærfærni og hjartahlýju. Það er áreiðan- lega erfitt að finna endalokin nálgast og hafa það á tilfinning-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.