Helgarpósturinn - 15.08.1980, Side 8

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Side 8
8 —helgar pósturinn_ utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins. en.méð sjálfstasða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson. Ritstjórar: Árni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulttrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Aðalheiður Birgisdóttir, Erna Indriðadóttir, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Bergmundsson, Guð- mundur Arni Stefánsson og Þor- grimur Gestsson. Ljósmyndir: Einar Gunnar Einars- son, Friðþjófur Helgason Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuidur Dungal. Auglýsingar: Elin Harðárdóttir. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingastjóri: Sigurður Steinarsson Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðu- múla 11, Reykjavik. Simi 81866. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Alþýðublaðinu) er kr. 5000 á mánuði. Verð í lausasölu er kr. 400 eintakið. Ytri áföll og innanmein Litiö virðist miða i þá átt, að Flugleiðir rétti úr kútnum og komist út úr hinum hrikalega hallarekstri sem verið hefur á fé- laginu undanfarin misseri. A sið- asta ári var tapið i kringum 7 milljarðar króna og i ár er talið að það verði ekki undir 4 milljörð- um. Ástæður þessa geigvænlega hallareksturs eru marvislegar. Þó er óhætt aö fullyrða, að megin- orsakanna megi leita utan iand- steinanna. Aukin samkeppni á fluginu yfir Norður-Atlantshafinu i kjölfar eldsneytishækkana hafa verið Flugleiöum þungur baggi. Stjórn Flugleiða hefur tekið á þessum vandamálum með því að draga saman reksturinn og fækka flugferðum á Norður-Atlantshaf- inu. Sú flugleið var ætíð ein helsta gulluppspretta Loftieiða og siðan Flugleiða, en er nú Akkilesarhæll félagsins. En þrátt fyrir mikinn samdrátt i rekstri og fjölda uppsagnir i kjölfarið eru vart sjáanlegir bjartir dagar hjá Fiugleiðum. Þótt félagið myndi nú segja upp helmingi starfsfólks sins, nægði það ekki til þess að félagið færi Föstudagur i5. ágúst 1980helrjrirpn^h irinn slétt út úr rekstrinum á þessu ári. Aukið aðhald og uppsagnir duga ekki til að koma félaginu á réttan kjöl. t itarlegri grein um innviði Flugleiða I blaðinu i dag, kemur fram að félagiö virðist ekki að- eins eiga við utanaðkomandi erfiðleika að striða heldur einnig innanmein — valdatogstreitu, tortryggni og ótta meðal starfs- manna. Ekki eingöngu er ástand- ið þannig vegna hinna tiðu upp- sagna og óljósrar framtíðar fé- lagsins heldur og hafa nú á nýjan leik sprottið upp gamlar væringar milli fyrrum Loftleiða- og Flug- félagsmanna, sem hafa þó allar götur frá sameiningu félaganna logað undir niðri. Það gengur þvi illa að sameina starfsmenn i þvi átaki að koma félaginu á flot á nýjan leik. Þar greinir menn á um leiðir. Einn hópurinn vill að Flugleiðir minnki umsvif sin að miklum mun og byggi reksturinn fyrst og fremst á islenskum farþegum til útlanda og heim aftur. Aðrir vilja snúa vörn i sókn og hefja félagið tii vegs og virðingar á nýjan leik með öflugri áróðurs- og söluher- ferð. Það verði að sýna djörfung og þor ef hjólin eigi að fara að snúast fyrir alvöru. t þessum hópi eru fyrst og fremst fyrrum Loft- leiða menn. Þriðji hópurinn er þeirrar skoðunar, að slá eigi af i rekstrinum á meðan aðstæður eru eins erfiðar og raun beri vitni og fækka ferðum yfir Norður-At- lantshafiö. Hins vegar skuli hald- ið uppi ákveðinni ferðatiðni, þannig að félagið missi ekki alla sina erlendu viðskiptavini. t þess- um hópi eru þeir menn sem nú fara með völd innan félagsins og er það þeirra keppikefli að rekst- urinn fari ekki niður fyrir ákveðið lágmark, þannig að unnt sé að láta fyrirtæki félagsins, þ.e. hótelin, bilaleigurnar og fleira ganga áfram. Það eru þvi ýmsar blikur á lofti hjá þessu stóra og f jölmenna fyr- irtæki og enn er allt óljóst um framtið þess.Næstu mánuðir ættu að skera úr um framtið Flugleiða og hvort grundvöllur sé fyrir áframhaldandi rekstri þess I nú- verandi mynd. Grýlur og girðingar „Fagurt er á fjöllunum núna, sagði Halla og þótti gem'alt af þvl hún var kvenmaður og eins mætti kannski segja „fagurt er á fjörö- unum núna’, og ekki talið genialt, þvi að þessa stundina er einmitt rjómalogniö fræga sem menn minnastfrá æskudögum slnum að vestan og aldrei kemur kringum Seltjarnarnes eða inn á Rauðar- árvik. En i þessum skrifuðu lln- um brotna öldur ljósvakans á hamraveggjunum hér vestra og ýfa rjómalogniö á fjörðunum. Rússneski togaraflotinn gerist æ ágengari i Reykjavik og beita greininni i dag, sunnudag 10. ágúst. Til að jafna mig eftir þessi tlð- indi staulaðist ég út að kirkju- garöshorninu á Núpi og varð þar fyrir hugljómun. Auðvitað tökum við Vestfirðingar að okkur þjón- ustu við rússneska togaraflotann, hér er reynslan fyrir hendi. Siðan tjallinn og þýskarinn hættu að koma hefur slikur iðnaður hvorki getaö lifað né dáið. Þvi bera vott stórar smiöjur þar sem áður starfaði her manns við að renna öxla og rýma legur úr breskum togurum. 1 einni slikri smiðju Rússar nú þrýstingi aö gera Is- land að veiði- og viðgerðarstöð sinni á Norðuratlantshafi og öðl- astum leið tækifæri til að fylgjast meöhvernigNatóflotar hegðasér i kurteisisheimsóknum einsog þeir voru að gá aö um daginn. Þetta segir Moggi I ritstjórnar- taldi ég fjórtán skrúfstykki, þar starfar nú einn maður. Aldrei heyrði maður amast við bless- uðum tjallanum, hvað þá skrif- aðar um hann forystugreinar, þegar hann kom til aö fá viðgert eða lét flytja sig á spltala á „Patró,” Þingeyri eða Isafjörð sem var daglegur viðburður. Aldrei þótti blávatnið okkar of HÁKARL Að missa nöldrið Blaðamenn tala gjarnan um að á sumrin sé „agúrkutimi” i frétt- um og eiga þá viö aö litiö sé i fréttum.I sumargetur varla verið að blaðamenn kvarti. Þótt ekki væri nema vegna eins máls, kjarnorkuvopna og Keflavlkur- flugvallar, þá er varla hægt að tala um „agúrkutima” l fréttum nema þá einn og einn dag, þegar veðrið var sem best. Umræöan um kjarnorkuvopn á Keflavikurflugvelli hefur staðið meö blóma I ein fimm ár, og allt vegna einnar greinar i litlu riti vestur I Bandaríkjunum. Þar var sem sé fyrir fimm árum grein, þar sem látið var að þvi liggja að hér á landi væru kjarnorkuvopn á vegum Varnarliðsins. Enginn rökstuðningur fylgdi þessari staðhæfingu annar en sá, aö hér væru flugvélar sem gætu borið kjarnorkuvopn. Samkvæmt þess- ari einföldunstaöreynda ættu lika að vera kjarnorkuvopn I Noregi og Danmörku þvl þar eru líka hernaðartæki sem gætu — endur- tek — gætu boriö kjarnorkuvopn. Herstöövaandstæðingar hafa hvaö eftir annaö haldið þessari ófullkomnu grein um kjarnorku- vopn á lofti, siöast I vor þegar þeir mótmæltu viö utanrikisráðu- neytiö. I kjölfar þeirra mótmæla kom langur fréttapistill I útvarp- inu, sem byggöur var að megin- sitt atriöi til á upplýsingum frá þeirri stofnun i Bandarikjunum sem látiðhefur frá sér fara upplýsing- ar um tilvist kjarnorkuvopna hér á landi. Mikið fjaörafok og úlfa- þytur varð vegna þessa frétta- pistils i Útvapinu, sem þó hefur haft það i föf með sér,að nú virðist það ljóst I eitt skipti fyrir öll, aö hér eru ekki og verða ekki kjarnorkuvopn — nema með samþykki islenskra yfirvalda. Ólafur Jóhannesson utanrikis- ráðherra á heiður skiliö fýrir að hafa látið kanna þetta mál eftir föngum, þrátt fyrir það, eins og hann reyndar hefur sjálfur tekiö fram, aö sd könnun og yfirlýsing- ar hans myndu varla hafa áhrif á þá, sem vilja ekki trúa öðru en aö hér séu kjarnorkuvopn. ólafur Ragnar Grimsson heitir alþingismaður Reykvikinga sem býr á Seltjamarnesi. Eftir yfir- lýsingar ólafs Jóhannessonar utanrikisráðherra er Ólafur Ragnar eini maöurinn sem opin- berlega hefur látiö i ljósi þá skoð- un, þrátt fyrir þessar yfirlýsing- ar, að hér séu kjamorkuvopn. Þingmaðurinn hefur að visu eldaö grátt silfur við utanrikis- ráöherra þegar báöir voru i Framsóknarflokknum og upp Ur 1 einni slikri smiðju taldi ég fjórtán skrúfstykki gott oni þessa kalla, sem siðan sveifluðu trollinu upp i kálgaröa og eyðilögðu fiskuppeldi I hverj- um einasta firði á landinu, sumir segja kartöfluuppskeru einnig. Okkur ætti ekki að veröa skota- skuld úr aö gera við fyrir Rússa, enda þótt þeir séu að koma ein- hverjum skikk á fjallaþjóðir i Asiu sem enn eru komnar til litils þroska. Við verðum ef til vill aö brjóta á bak aftur nöldur ein- angrunarsinna sem alltaf heyrist i ööru hvoru og vilja girða okkur af i þjóðahafinu. Það er brýnt þessa stundina að rétta við skipa- iðnað hér vestra, senda verður hvern einasta togara út og suöur i klössun og fer þar með ómælt fé út úr byggöarlaginu. Ef til vill gætu Rússar orðið okkur innan handar með oliuleka meðan Reykvikingar fá heita vatnið á hálfvirði svo að kaupið okkar hækki ekki fyrir vestan. Þjóöin er þegar búin að svissa úr wiskiinu yfir I vodkan þannig ekki yrði þar um sambúðarvandamál að ræða. Oft er unun að hlýða á rök- semdarfærslur sem menn þurfa að skila fyrir fjögur eða fimm i prentsmiðjuna. Betur færi oft að lesendur heföu dómgreind eins og ágætur áskrifandi að morgun- blaöi einu, Lizzý nokkur Ingólfs- dóttir og getið var um i Helgar- póstinum frá þvi um siðustu helgi. Kærar kveöjur. þvi, og þaö er kannski fyrst og fremst það sem veldur þessum hamagangi þingmannsins, en einnig hitt, að hann sér auövitaö, jafn skýr maður og Ólafur Ragnar er, að hann er að missa nöldriö sitt. Þaö er sama hver út- koman úr þessari könnun hefði verið hjá Oryggismálanefnd, og hverskonar yfirlýsingu banda- riski sendiherrann og utanrikis- ráöherra heföu birt, alltaf heföi Ólafur Ragnar verið á öndverð- um meiði. Læknirinn fór öðru visi að 1 þessari lotu um kjarnorku- málin hér á landi vekur það athygli, að herstöðvaandstæöing- ar láta hvorkiheyra frá sér eitt né neitt um þessi mál, og hafa þó margir þeirra lagt á sig töluverða göngu, trúandi þvi að hér á landi væru kjarnorkuvopn. Nýkjörinn formaöur þeirra herstöövaand- stæðinga, Guðmundur Georgsson læknir á tilraunastööinni á Keld- um viö Grafarholt, viöurkenndi nefnilega fyrr l sumar I viðtali við blað, ekki beint að visu, aö hér væru liklega ekki kjarnorkuvopn. Hann bætti þvi við, að eftir sem áöur héldi baráttan fyrir brottför hersins áfram. Guömundur er vísindamaöur, en ekki pólitikus, og hann viöurkennir staðreyndir sem lagðar eru á borð fyrir hann, en þverskallast ekki eins og sum- ir aörir. Oliuskip í stað neðan- jarðargeyma I ööru máli hefur Ólafur Ragnar þverskallast I sumar, og þaðer vegna fyrirhugaðra endur- bóta á eldsneytisgeymum Varnarliðsins á Keflavikurflug- velli. Líklega hefur öll þjóðin hlegið þegar ólafur Ragnar lét það út Ur sér, að I staö þess aö reisa nýja eldsneytisgeyma i Helguvik viö Keflavik ættu Bandaríkjamenn að leigja oliuskip, fylla geyma þess og leggja þvi við festar við strendur landsins. Þetta er miklu betri og auðveldari lausn á þess- um vanda, sagði þingmaöurinn. Var hann nú allt i einu farinn að bera hag Bandarikjanna fyrir brjósti, eöa var þetta hálmstráið sem hann greip i rökþroti sinu? En þótt þjóðin hafí hlegið aö um- mælum þingmannsins þá er nú liklegt að sumir hafi farið að huga betur að þessum ummælum hans þegar frá leiö — og ekki með hlát- ur I huga. Með flutningi elds- neytisgeymanna frá byggðinni I Keflavik og Njarðvik er verið að minnka mengunarhættu, en með þvi að fariö yrði að tillögu ólafs Ragnars Grimssonar i þessu máli, er veriö að bjóöa heim einu stórkostlegasta oliuslysi við strendur Islands sem hugsast getur. A6 leggja hundrað þUsund lesta oliuskipi hér við ströndina er ekkert gamanmál. Hér er á ferðinni stórhættulegt mál, sem furðulegt er að yfirvöld mengunarmála i landinu skuli ekki hafa látið til sin taka. Sér- staklega ættu nú félagar ólafs Ragnars I Alþýðubandalaginu, Svavar Gestsson heilbrigðis-og tryggingaráðherra og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra að láta til sin taka, en kannski þeir séu aö biöa eftir enn betra tæki- færi þegar formaður þingflokks Alþýöubandalagsins hleypur aft- ur og enn á sig, þvi þá muni hann siöur koma til greina i æðstu valdastööur Alþýðubandalagsins á næsta landsfundi þess. Það er nefnilega viðar barist um völdin á toppnum en i Sjálfstæðisflokkn- um. Hákarl.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.