Helgarpósturinn - 15.08.1980, Page 10
10
Guöjón, Sverrir sonur hans og gullfiskarnir.
Gæludýr:
„byrjaði með
HORNSÍLUM”
Rætt vlð Gudjón Sverrisson
um gullfiskaeldi
,,t>etta byrjaði hjá mér, eins og
svo mörgum strákum i Vestur-
bænum, með hornsilum úr Tjörn-
inni. Siðan hef ég verið nær ósiitið
með físka. Ætli það hafi ekki fall-
ið út svona 5 ár,” sagði Guðjón
Sverrisson, prentari, en hann hef-
ur komið sér upp góðum gull-
fiskabúrum meö 9 tegundum
fiska.
Guðjón er með tvö búr og tekur
annað þeirra 120 litra af vatni.
Hann sagði, að þetta væri litiö hjá
sérmiðaö við marga aðra. Sumir
væru með heilu veggina i stofun-
um hjá sér þakta gullfiskabiirum
og aðrir væru búnir að fylla bil-
skúrana hjá sér.
„Þetta getur orðið della hjá
fólki eins og hvað annað,” sagði
hann. „Ég byrjaði á þessu núna
fyrir krakkana, en ég held mér
finnistþaö ennþá skemmmtilegra
núna en þegar ég var strákur.
Núna hefur maður rýmri fjárráð
og getur þvi frekar keypt sér nýja
fiska og tilheyrandi útbúnaö.”
Annars kvað hann þetta tiltölu-
lega ódýrt sport. Nýiega kostaði
120 litra búrið 27 þúsund krónur
og fiskarnir kosta frá 700 krónum
og allt upp I 12 þúsund.
Auk búrsins og fiskanna, þarf
til gullfiskaeldis hreinsitæki, lýs-
ingu og fiskamat. Búrin hjá Guð-
jóni eru mjög falleg. Hann hefur
mislita mölí botninum, skemmti-
legan gróöur og stóra steina, sem
mynda göng fyrir fiskana til að
synda i gegnum.
Guðjón sagöi, að þaö væri mjög
gaman að fylgjast meö fiskunum
og það væri ákaflega róandi.
Vinnan við þetta væri hins vegar
ekki mikil. Aöeins þarf að gefa
þeim að boröa tvisvar á dag og
skipta um vatn i búrinu stöku
sinnum.
„Það er um að gera fyrir fólk
aö byrja smátt. Það ræöst mjög
fljótlega hvort fólk hefur ánægju
af þessu og þegar búið er aö koma
sér upp mörgum fiskum, þýði.r
ekki að fá leið á þeim. Þetta eru
lifandidýr og þau verða að fá sina
umhugsun.”
Guðjón lét vel af þjónustunni í
gæludýrabúöunum. Hann sagði
að nú væri hægt að fá fjölmargar
tegundir af fiskum, skjaldbökum
og jafnvel fengjust froskar. Auk
þess fást öll tæki, fóður og meðul.
Þetta veldur þvi, að mun minni
fyrirhöfn er nú við það að hafa
fiskabúr en áður var.
Fostudagur i5. ágúst 1980_h&lgdrposturinrL
Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir
_________________Hundahald:
„TALSVERÐ VINNA,
EN ÁNÆGJULEG”
— segir Matthias Pétursson
Jóhannes Friörik, Matthias og
Halldóra Gyöa ásamt vini sinum
Pflu.
„Þaö fylgir þvi talsverö vinna
aö hafa hund, en hún er ánægju-
leg”, sagöi Matthias Pétursson,
formaður sýningarnefndar
Hundaræktarfélags íslands,
þegar HP ræddi viö hann um
sivaxandi áhugamál þéttbýlis-
búa, hundahald.
Matthias og fjölskylda hans
hafa átt hund i 5 ár. Það er hrein-
ræktuð tik af Labrador-kyni og
hefur hún nú tvivegis eignast
hvolpa. Matthias kvað ekkert
vandamái hafa verið að selja
hvolpana, þvi þar eru margir
fyrir einn. Hitt væri erfiðara að
velja eigendurna.
Hundahaldið er nú farið að
gleypa mestallan fritima Matt-
hiasar og konu hans, Friðu
Proppé, sérstaklega vegna
félagsmálanna, sem þau taka
mikinn þátt i. Hundaræktar-
félagið var stofnað m.a. til að
koma I veg fyrir útrýmingu
islenska hundsins.
Ahugi fólks fyrir félaginu hefur
aukist mikið siðustu árin, sem
sést best á þvi að félögum hefur
fjölgað úr 60 I 360 á þrem árum.
Félagið hefur haldið tvær hunda-
sýningar, sem voru mjög fjöl-
sóttar. 1 tengslum við þær hafa
verið fengnir hingaö breskir
hundaræktendur og danskur
dýralæknir með þekkingu og
reynslu i hundaræktun.
„Það sem hefur helst staðið
hundaræktunfyrir þrifum hér eru
hinarströngu reglur um innflutn-
ing á hundum,” sagði Matthias.
„Þessar reglur eru bæði ein-
kennilegar og hjákátlegar. Við
vitum, að vegna þeirra smygla
menninn hundum,en þaðer mjög
varhugavert. Smyglaðir hundar
geta komið hvaöan sem er og með
hvaða smit sem er. Þaö getur
enginn fylgst með þvi.”
Fjölgun hreinræktaðra hunda á
sér nú aðallega stað með inn-
lendri ræktun, en vegna skyld-
leika er nú verið aö athuga mögu-
leika á aö fá flutt inn sæði. Matt-
hias sagði, aö skilningur fólks á
ræktun hefði aukist mjög og fólk
geröi sér grein fyrir kostum þess
að eiga hund meö ættartölur i
báðar ættir. Með þvi móti veit
fólkhvaðþaðermeð i höndunum,
hvort hundurinn er grimmur eða
góður og hvaða eiginleika aðra
hann hefur. Auk þess fylgja
hreinræktuðum hundum vottorð
um skoðun dýralæknis á hvolpin-
um og foreldrum hans.
Hreinræktaðir hvolpar kosta nú
250-300 þúsund krónur stykkið, en
þrátt fyrir það er eftirspurnin
meirien framboöið. Söluveröiðer
ekki hreinn ágóöi ræktandans, þvi
uppeldi hvolpanna krefst geysi-
mikillar vinnu, auk þess sem
fóður þeirra þær 8 vikur, sem þeir
eru hjá móðurinni, kostar sitt.
Hundaræktarfélagið heldur
námskeið I meöferð hunda, bæði
hvolpanámskeið og hlýðninám-
skeið. Þessi námskeið hafa verið
mjög mikiö sótt. Nú er verið að
smiða hús, sem nota á sem
hundagæsluheimili, þegar eig-
endur hundanna þurfa aö komast
i burtu. Þetta hús er ætlaö fyrir
10-12 hunda og er áætlaður bygg-
ingarkostnaður 15 milljónir
króna. Enn hefur húsinu ekki
veriö valinn staður, en ætlunin er
að þaö verði i nágrenni Reykja-
vikur.
Hundahald er leyft I Garðabæ
og er haft eftirlit af bæjarins
hálfu meðhundunum. Mönnum er
gert að greiöa sérstakan hunda-
skatt, en fá i staðinn ýmsa þjón-
ustu, svo sem hundahreinsun.
Matthias sagði, að bann við
hundahaldi i Reykjavik væri tóm
vitleysa. Vitað væri að þar væri
fullt af hundum, en eftirlitiö er
ekkert.
„Tikin okkar er fjölskyldu-
vinur,” sagði hann. ,,Mér finnst
mikilvægt fyrir börnin aö fá að
umgangast dýr og þau hafa gott
af aö kynnast trygglyndi hund-
anna. En það þarf að muna, að
hundur er lifandi vera, sem
þarfnast góörar umhugsunar.”
Að vinna spil á öruggan hátt
— án þess að svína
Þvi miöur eru alltof margir
bridge-spilarar sem sjá ekki
aöra leið til að vinna spilið en að
svina. Svlnan er ávallt 50%
áhætta og heppnast — þvi miður
— alltof sjaldan. Þess vegna er
nauðsynlegt að svina sem
sjaldnast en í þess stað að tæma
litina og nota svokallaöa ein-
angrun, „elimination”.
1 dag ætla ég aö sýna ykkur
gott dæmi um hvernig vinna má
spil á öruggan hátt með þvi aö
svína ekki.
ÞU situr I sæti suöurs og opnar
á einu laufi (viö notum ekki lauf
sem gervisögn eins og I gamla
Vinarkerfinu). Noröur svarar
meö þremur laufum. Úr þvi að
þú færð svona hressilegt svar og
ert sjálfur meö 19 punkta
(Gohren-punkta) læturöu þér
ekki nægja minna en sex lauf.
Vestur spilar hjarta fjarka. Oll
spilin eru svona:
S 987
H AD
T D4
L A97542
S G65
H KG972
T 10852
L 6
S AD4
H 63
T AK6
L KDG103
Nú máttu ekki falla fyrir
freistingunni og svina og hugsa
sem svo, að ef þaö mistekst,
getir þú svínaö spaöanum. Tvær
slikar svinur eru metnar á 75%
möguleika, en þvi þá að nota 75
prósentin þegar þú hefir 100% i
hendi þinni: Spaöinn er svo
þéttur að auðvelt er að vinna
spilið örugglega á eftirfarandi
hátt:
ÞU tekur útspilið meö ásnum.
Þá tekurðu tromp andstæöing-
anna, sem er fljótgert. Þá feröu
I tigulinn. I þriöja tigul suöurs
kastar þú hjarta dömunni og
trompar hjarta hundinn þinn.
Nú áttu aðeins svört spil eftir og
andstæðingarnir eiga ekkert
lauf. Nú er einangrunin full-
xomin. Þú spilar spaða niu úr
borðinu og lætur hana fara til
vesturs. ! næsta útspili er hann
þvingaður að spila þér I hag.
Hann verður annaö hvort aö
spila I tvöfalda eyðu, þar sem þú
trompar annars vegar en kastar
spaða niöur, eöa spila spaða upp
I gaffal suðurs. Ef austur lætur
spaðagosann gerir þaö ekkert
lil Þú lætur drottninguna og
taki vestur á kóng, er sama
hvaö hann lætur, upp er kominn
nýr gaffall hjá borðinu og þér.
Til þess að skýra spila-aöferö
þessa betur, er mér ljúft að taka
annað stutt dæmi.
Spiliö hér á undan sýndi
hvernig komast á hjá svining-
um, sem venjulega heppnast I
hæsta lagi I annaðhvort sinn. En
fleira kemur til greina. Stund-
um vantar innkomur og þá
kemur spila-tæknin i sambandi
viö einangrunina aö notum. Þá
spilum við andstæðingnum inn
og þvingum hann til þess að
spila okkur i hag.
Litum á eftirfarandi spil,
þarsem suöur á að vinna þrjú
grönd:
S D107
H D1052
T G742
L 65
S G8543
H 643
T 983
L 93
S A62
H AG9
T AKD
L A742
Austur opnaöi i fyrstu hendi á
einu laufi. Suður forhandar-
doblaði. Vestur pass. Norður
sagöi eitt hjarta. Austur pass og
Suður fór þá i þrjú grönd. Vest-
ur lét laufa niuna, austur tiuna
og suður gaf. Hann gaf einnig
laufa kóng en tók dömuna með
ásnum. Vestur kastaöi hjarta
þristi og borðið spaða sjöinu.
Þessa tvo kónga sem úti eru,
hlýtur austur að eiga, annars
heföi hann ekki opnaö. Þvi mið-
ur er engin innkoma I boröinu til
þess að koma austri i millihönd.
En þá er aö byrja að ein-
angra. Fyrst tekur suður sina
þrjá tfgla. Þá lætur hann sitt
fjóröa lauf. Þessvegna tók ha,nn
á ásinn i þriðja slag til þess að
spila austri inn seinna. 1 fjórða
laufiö lætur borðiö hjarta tvist.
Austur er inni og lætur
fimmta laufiö og þá er það búið
og einangrað. Suður lætur spaöa
tvist i laufið. Borðið lætur
hjarta fimm. Nú getur austur
ekkert spil látiö nema sér i
óhag. Hvort sem hann lætur
spaöa eða hjarta gefur suður og
tekur meö drottningu norðurs.
Tigulgosi er orðinn hæsta sþil
og i hann losnar suður við spaða
sexið.Nú er svinan tekin á
hjartagosann og spilið er unniö.
Austur fékk aöeins fjóra lauf-
slagi.
ÞU sérð lesandi góður að með
þessari spilamennsku vinnast
spil sem fjöldinn af fólki tapar.
Æfðu þig I þessu og þú verður
mun hæfari spilamaöur um leið
og þú færð meiri ánægju út úr
spilamennskunni. Seinna skal
ég sýna ykkur slik dæmi.
Fyrir tveim árum var haldið
afar fjölmennt bridge mót i New
Orleans. Þar voru veitt verö-
laun fyrir „spil ársins”. Hin
franska Dominique Pilon
hreppti verðlaunin fyrir eftir-
farandi spil:
Vestur gefur. A-V á hættu.
S 764
H ADG10
T G983
L 83
S 10
H K84
T AKD106
L D975
S ADG98532
H
T 52
L A104
Pilon, vestur, sagði pass.
Makker hennar Jais, opnaði á
einum tigli. Piere Schemeil i
suðri lokaðisögnum meö fjórum
spööum. Pilon lét út tigul sjö.
Jais tók á ás og kóng. Lét þriöja
tigulinn sem suður trompaði
meö spaða niu. Pilon yfirtromp-
aði ekki en kastaði laufi. Nú var
auöséð að austur átti bæöi
trompin, kóng og tiu. Þvi lét
suður litið lauf til þess að geta
brátt trompaö I borði. Austur
átti slaginn og spilaöi fjóröa
tiglinum. Nú hentaði Pilon að
yfirtrompa suður og taka
sektarslaginn. Við hitt borðiö
kom einnig tigull út I fjórum
spööum. Vestur trompaði þriðja
tigulinn með spaðakóng. Þaö-
með lá spilið ljóst fyrir. Boröið
átti tvær öruggar tromp inn-
komur, svo aö hjartað nýttist.
Kóngur austurs varð óvirkur
gagnvart trompum suðurs. Þess
utan spilaöi vestur hjarta, svo
að kóngurinn kom siglandi á
silfurfati.
Hin frægu og eftirsóttu feg-
urðar-verðlaun Bols verksmiðj-
S K1032
H 10854
T G973
L 8
Skák: Goómundur Arnlaugsson — Spll: Frlórik Dungal ~ Söfnun: AAagni R. AAagnússon — Bllar: Þorgrímur
Gestsson
Spil
1 dag skrlfar Friörlk Dungal um spil
iVURH
S K9
H K87
T 1065
L KDG108
S K
H 976532
T 74
L KG62