Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.08.1980, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 15.08.1980, Qupperneq 24
24 Þór Jakobsson: Dularsálfræði: vísindin um dulræn fyrirbæri Um þessar mundir stendur yfir IReykjavik alþjóölegt þing dular- sálfræöinga (Parapsychoiogical Association) og er þingiö haldiö i boöi félagsvisindadeildar Háskóla tslands. Dularsálfræöi (eöa dulsálarfræöi) er tillaga um islenzkt heiti á fræöigrein, sem nefnist „Parapsychology” á ensku, para-sálfræöi, en para (gríska) þýöir ,,viö hliöina á”. Dularsálfræöi fjallar um svo- nefnd dulræn fyrirbæri, en hér er um aö ræöa fyrirbæri, sem teljast ,,utan” eöa samhliöa alvanaleg- um fyrirbærum, sem eiga sér eölilegar orsakir. Visinda og tæknidálk- ur Helgarpóstsins hefur beö- iö mig aö fara nokkrum orö- um um dularsálfræöi og er mér þá mest I mun aö minna á muninn á andahyggju (spiritisma) og dularsálfræöi. Æöi margir eru enn aö rugla þessu saman, ekki siztþeir sem hafalmugustá anda- hyggju. Er þeim reyndar ekki lá- andi aö sumu leyti, þrátt fyrir bráölæti sitt, en margir skella skoilaeyrum viö dularsálfræöinni án þess aö kynna sér hana. Trúgirni tslendinga hefur tröll- riöið húsum og tekið á sig svo skringilegar myndir, aö ekki er nema von aö veikgeöja raunsæis- menn haldi sér i hæfilegri fjar- lægð. Leyfi ég mér aö vitna I rit- dóm Simonar Jóhanns Agústs- sonar prófessors um bók, sem Al- menna bókafélagiö gaf út áriö 1963 i þýöingu okkar Gylfa As- mundssonar sálfræöings. Simon skrifaöi: „Ahugi tslendinga er mikill á dulfræðilegum efnum, en hann er fremur af trúarlegum og hjátrúarlegum toga spunninn en visindalegum. Bera islenzk rit þess ótvirætt merki. Sjá þó séra Jakob Jónsson: Framhaldslif og nútimaþekking, Rvik 1934. Nú kemur hér fyrir sjónir islenzkra lesenda rit, sem samiö er i allt öðrum dúr en þeir eiga aö venjast, „Furður sálarlifsins” eftir Harald Schjelderup, prófessor i sálarfræöi viö Oslóar- háskóla. Hann er einn fremsti sálfræðingur á Noröurlöndum...” Siöustu 15 árin hefur veriö meiri fjölbreytni á boðstólum á islenzkum bókamarkaöi, eitthvaö handa öllum og þá einnig þeim, sem gleypa ekki viö öllu. Þýöend- ur góöra bóka hafa lagt af mörk- um.en drýgsta tillagiö eru bækur Erlends Haraldssonar, dósents viö Háskóla tslands. Gagnrýnir áhugamenn geta auk þess leitaö fanga I erlendum bókum og tima- ritum. — Fyrrnefnd ráöstefna dularsálfræöinga, sem haldin er hérlendis fyrir tilstilli dr. Erlends, er merkur viðburöur og ættu Islendingar aö gefa gaum aö þvi, sem þar fer fram. Nær hundraö ár eru liöin siöan stofnuö voru samtök i ýmsum löndum meö þeim, sem vildu kanna dulræn fyrirbæri visinda- lega. Framan af voru ósjálfráö fyrirbæri i vöku og miðilsvefni meginverkefni sálarrannsókna, en þáttaskil uröu á fjóröa áratug ald arinnar, þegar dr. J .B. Rhine I Bandarikjunum tók upp á þvi aö beita tölfræöilegum aöferöum viö rannsókn á hugsanlegum dular- hæfileikum alls þorra manna. Likindin á dulargáfum voru metin stæröfræöilega meö hliö- sjón af fjölda réttra ágizkana á lit eöa gerö spila víö siendurteknar tilraunir. Einstaka stjörnur voru uppgötvaöar, fólk sem virtist búa yfir óvenjulegum hæfileikum til aö sjá gegnum holt og hæðir, hér aö visu gegnum spilastokkinn. Kosturinn viö tilraunir þessar var sá, aö hægt var aö koma viö útreikningum og likindareikn- íngi. Varúöarráöstafanir gegn „venjulegri” skynjun og jafnvel prettum voru gagngerar og bætt- ar i sifellu. Fyrstu áratugi þessara rannsókna var látið nægja aö sýna fram á raunveruleik dul- rænnar skynjunar, mji.o. aö dul- ræn skynjun gæti i raun og veru átt sér staö, en þegar á leiö leit- uðust dularsálfræöingar viö aö kanna eöliþessarar skynjunar og tengsl hennar viö hin viöur- kenndu skilningarvit. Dularsálfræöin varö smám saman fjölbreytilegri og tók i sinar þarfir ýmiss konar lifeölis- fræöileg mælitæki og áhöld. Kerfisbundnar tilraunir eru gerð- ar og reynt aö útiloka villandi þætti, en jafnframt tilraununum hefur áhugi visindamanna á ósjálfráöum fyrirbærum aukist á ný undanfarinn áratug. Aö dómi flestra dularsálfræö- inga er tilvist þrenns konar dul- rænnar skynjunar talin vera Föstudagur 15. ágúst 1980 Hnltj?=trpn^ti irinn ÚR HEIMI VÍSINDANNA Umsjón: Jón Torfi Jónasson sönnuö á haldgóöan hátt, nefni- lega skyggni (clairvoyance), hugmegin (psychokinesis) og framsýni (precognition), sem er hæfileiki til aö sjá fyrir óoröna at- buröi án rökréttrar ályktunar. Aftur á móti hefur reynzt ókleift aö hugsa út og fram- kvæma tilraunir á svonefndum fjarhrifum (telepathy) án þess aö útiloka möguleikann á ofan- greindum skynjunarferlum, skyggni og hugmagni. Af svipuöum ástæöum hefur veriö öröugt I framhaldslífsrann- sóknum aö hrekja þá tilgátu, aö dulargáfur lifandi manna gætu „eingöngu” veriö að verki I öllu, sem rakið er til framliöinna. En þessu hafa menn mælt i mót meö þeim rökum að gera þurfi meö þvi ráö fyrir svo máttugum ófreskigáfum hins skyggna manns, aö framhaldslifskenning- in sé hreint og beint viöaminni og trúlegri. Ögerningur er að gera grein fyrir heilli fræöigrein i stuttri blaðagrein. 1 stuttu máli má þó segja, aö dularsálfræöin hafi leitazt við aö koma viö skipuleg- um tilraunum, — og kerfisbund- inni flokkun fyrirbæra þar sem ekki erutöká tilraunum. En jafn- framt þessu hafa einstaka fræöi- menn kafaö dýpra og spreytt sig á að tengja dulræna reynslu viö viöurkennda þekkingu visind- anna á lifinu og tilverunni. Ýmsir eölisfræðingar og heimspekingar hafa komiö þar viö sögu. 1 næsta blaöi mun ég segja litil- lega frá þeirri ráðstefnu dularsál- fræöinga sem nú stendur yfir I Háskóla Islands. Mæður og dætur 13 ,,Já, mér finnst það”, sagöi Dagný. ,,Ég get frekar rætt við hana en pabba. Hann er ekki eins inni i þvi sem ég er aö gera”. Myndir þú vilja lifa svipuöu lifi og mamma þin? „Það held ég ekki, og þó. Ég hugsa aö þaö sé gaman aö eiga svona mörg böm, sérstaklega þegar þau eru uppvaxin og áreiðanlega er þaö miklu skemmtilegra i ellinni”. Ertu aldrei fúl út i mömmu þina? „Jú, mér finnst hún stundum vera aö skipta sér af þvi sem ég er að gera og henni kemur ekki við. En henni kemur þaö nú kannski aö vissu leyti við og yfirleitt fæ ég aö gera það sem ég vil. Ef ég fæ það ekki fer ég i fýlu”. „Mér finnst þú ekki biöja um hluti sém eru ósanngjarnir”, sagöi Ingibjörg. „En auðvitaö vill maður vita hvert börnin fara og meö hverjum. Þó maður sé ekki alltaf spenntur þýðir ekki aö banna allt. Mér finnst lika samband móöur og barns breytast þegar barnið er orðið 14-15 ára, þá getur maöur fariö að tala meira viö þaö eins og jafningja. Ræða viö það um bækur sem maður er að lesa eða kvikmyndir sem maöur hefur séð”. Alltaf stelpunum að kenna Hafa mæður meiri áhyggjur af kynlifi dætra sinna en sona? „Mér finnst nú aö krakkar innan viö 18 ára eigi ekki aö vera aö sofa hjá hverjum sem er”, sagöi Ingibjörg. „Ég held aö þaö sé hálf tómt aö fara á skemmtistaöi og ná sér i stelpu eöa strák fyrir eina nótt. Svo er fólk kannski dauöfeimiö þegar þaö sést næst og þorir ekki aö heilsast. Ég held að þetta „svermerí” og þessi skot i minni tið hafi verið miklu skemmtilegri. Það var fariö i bió og eftirvæntingin var mikil. Þá var ekki farið að sofa hjá strax”. Er það þannig Dagný, að stelpur eiga ekki að sofa hjá en fyrir stráka er það allt i lagi? ,,Ef einhver stelpa er með einum strák i kvöld og öðrum næsta kvöld, þá er farið aö tala, um það”, sagði Dagný. „Það er eins og það sé litið niður á þær. Það er allt annað ef strákur ger- ir þetta. Það er eins og það sé metnaöur hjá þeim að sofa hjá sem flestum. Það er eins og þaö sé meira brýnt fyrir stelpunum að halda aftur af sér i þessum efnum”. „Ég hef alveg eins talað um þetta viö strákana”, sagði Ingi- björg. „En einhvern veginn finnst mér að stelpa sem sefur hjá mörgum sé aö slita sér út. Mér finnst það ekki eins með stráka, en ég er nú lika meö annan fótinn i Viktoriutimabil- inu. Sennilega er manni annara um dæturnar út af umtalinu sem þær geta orðið fyrir”. Móðirin þekkir mann best Hvaö finnst þér um þessa um- ræöu um samband mæðra og dætra, Ingibjörg? „Hún er sjálfsagt jákvæð. Ég veit um tilfelli þar sem ekki er gott samband milli mæðra og dætra. t þeim tilfellum sem ég þekki er það yfirleitt vegna þess að sú eldri hefur átt i einhverj- um tilfinningavandræöum i sinu lifi. En þó fólk sé ekki á sama máli, hvort sem þaö eru mæöur og dætur eöa aörir, þá held ég að með þvi aö ræöa saman geti þaö skilið sjónarmiö hins og það sé hægt aö mætast á miðri leið. Móöirin er lika sú manneskja sem þekkir mann best og þykir vænt um mann þrátt fyrir alla gallana”. Það er jafnvel talað um að mæður vilji gera börnin háö sér? „Mér finnst ég ekki hafa vilj- að það, það hefur alla vega ver- ið ómeövitað ef svo hefur ver- iö”. Kvennabarátta á villi- götum Þegar fara á að kenna mæör- unum um öll vandkvæöi dætr- anna er kvenfrelsis umræöan komin inn á hættulegar brautir. Kvennabaráttan snýst ekki um samband mæðra og dætra og þaö er henni ekki til framdrátt- ar að etja saman mæðrum og dætrum. Allar konur eiga lika föður. Sú móðir er tæplega til sem ekki vill börnunum sinum allt það besta og reynir aö veita þeim það eftir þvi sem hún hef- ur vit og getu til. Ef umræðan um samband mæðra og dætra veröur til þess að konur skilja mæöur sinar betur en áður eru þær til gagns og kærkomin til- breyting við sifeljdar vanga- veltur Freuds gamla um sam- band mæðra og sona sem alla tiö hefur þótt afar merkilegt, fyrirbæri.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.