Helgarpósturinn - 19.09.1980, Page 9

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Page 9
9 halfjarjin^tl irinn Föstudagur 19. september 1980. Söguhvísl Var það H.C. Andersen sem fann upp kjaftasöguna? Eitthvað um hænur sem voru fjaðrir i fyrra lifi? Eg var eitthvað að hugsa um kjafta- söguna um daginn, þvi kunningi minn fór á barinn á Sögu að fá sér sódavatn með is og sitrónu. Hann má ekki drekka brenni- og skilinn eftir af sjóræningjum. Bjó i hjólhýsi og faldi þaö i skóginum. Atti fimm ekrur lands og ræktaði grape, banana og appelsinur ef rigndi. En það rigndi sjaldan. Garðurinn hans var i rauninni eins og bakdyra- megin i Sindra, járnbútar og margt. Heimir Pálsson — Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson •— Magnea J. Matthías- dóttir— Páll Heiðar Jónsson—Steinunn Sigurðardóttir —Þráinn Bertelsson Hringborðið I dag skrifar Jónas Jónasson vin. Þegar hann kom I vinnu daginn eftir, haföi hann verið sótfullur á Sögu, gefið brennivin á linuna, káfað á giftum konum sem stóðu eiginmannalausar og þvi varnarlausar og drukku eitthvað pent, barið dyravörðinn og sparkað i þjóninn. Hann hringdi til min og var grátandi. — Blessaöur vertu ekki aö vola þetta. Kjaftasagan er söm við sig. — Já en ég drakk bara sóda- vatn og hélt dauöahaldi utanum glasið allt kvöldið, ekkaði hann til min i eyra. — Alveg sama, kjaftasagan spyr ekki um sannleikann. — Djöfull er fólk andstyggi- legt! Hver ber svona i konuna? Kjaftasagan þarf varla nema smá golu. Þá berst hún. Kunningi minn grét hljóölega dálitla stund, snýtti sérog stundi og hrópaði svolitið á hann guð. Ég sagði: — Þegar ég var á litlu eyjunni Stella Maris, eins og hún hét á dögum Kolumbusar, fór fjöðruð kjaftasaga á undan mér svo hratt að það er mér enn til undrunar. Ben frændi sagði mér hana. Kunningiminn hætti að gráta. — Hvaða Ben frændi? — Ben frændi, 78 ára amerikani, eins og strokinn úr skáldsögu eftir R.L. Stevenson Ben frændi bjó þarna með konu og ketti og þakkaði fyrir sig klökkur þegar kunningi minn gaukaði að honum pela. Þegar við komum að heimsækja hann einn morgun tók hann á móti okkur klæddur stráhatti og buxum með rifnum skálmum eins og hann hefði stolið þeim af fuglahræðu Ber að ofan. Ben frændi er svo mjór að það er eins og beinin i honum hafi hlaupið i þvotti einhvern- tima. Ben frændi hljóp inn i húsið með pelann að gefa frúnni sem hafði fylgt honum svo lengi að það tók þvi ekki að deyja frá honum. Klukka gömul sagði þeim allt um timann sem annars stóð að mestu kyrr. Þessi klukka fannst i myllu I gömlu Ameriku. Ben frændi kom út aftur — Það er ljótt þetta með kokkinn ykkar, sagði hann. — Hvað með kokkinn okkar? — Hann trylltist i gærkvöldi. Enda þýskur! — Hvað er aö heyra, trylltist hann? — Hann skipaði blökkustúlku að vinna verk i eldhúsinu sem hún taldi sig ekki eiga aö gera. — Gerði uppreisn? — Brúkaði kjaft. Neitaði að vinna. Fólk á þetta til. Og Ben frændi hristi höfuöiö sitt, grátt og visiö, rétt eins og innfæddir væru byrjaöir að þurrka það. — Þurfti stúlkan að vinna verkið? — Þurfti? — Já, heima á Islandi hefði kokkurinn fengið fyrrv. útkastara á Loftleiöum I hausinn og hjálpi honum þá. Að láta stúlku vinna verk sem hún á ekki að vinna! Fráleitt. — Skipun er skipun, hvað sem þið gerið I ykkar skrýtna landi. — Hvað gerði kokksi? — Hann tók upp skammbyssu og ætlaði að skjóta stelpurass- inn. Nú hafði ég drukkið morgunkaffi á hótelinu með vin- um minum og sá hvergi I blóð. Dökku stúlkurnar sem báru fram mat og kaffi, jafn fallegar og i gær. Ahugakafarar, sem voru þarna viða að úr heimin- um, voru nýbúnir aö kafa meö morgunmat handa hákarlinum og sitja á botninum að sjá hann boröa. Ekkert þaö lá I loftinu sem gaf til kynna að kokkur staðarins hefði reynt að skjóta eina starfsstúlkuna. — Skaut hann hana? — Nei, þvi er verr, sagði Ben frændi sem var vist úr Suður- rikjunum. Allt lögreglulið staðarins yfirbugaði hann. Hann var fluttur i burtu I járn- um og öskraði ógurlega. —- Hvernig i ósköpunum veist þú þetta? Býrö hér inn i skógin- um og sérð engan og hefur ekki sima. — O, laufin flytja fréttir. Hvfsla þeim grein af grein. Ben frændi hljóp snöggvast inn I hýsið að ræöa málin viö pelann og kannski gá á klukku um leið. Þegar hann kom út aftur var hann eilitiö rauðari I kinnum en áður. Ég sagði: — Ég er bara alveg gáttaður. — Ertu? Ben frændi horfði upp til min og dró annað auga i pung. —Já, að hafa óðan morðingja, með hvita svuntu á vömbinni, leika lausum hala i eldhúsi stað- arins og steikja mér egg! Og ég sem tók af honum mynd i gærdag. Hann var á svipinn eins og heilagur maður. — Ekkert að marka svipi. Sjáöu svipinn á mér! Ég gæti hæglega verið eftirlýstur morðingi. — Já, ég hefi stundum velt þvi fyrir mér af hverju þú fluttir frá Bandarikjunum hingað. — Konan min heldur að við séum her i sumarleyfi. 25 ár erum við búin aö vera hér og aldrei farið heim. — Það er orðið dálitiö langt sumarfri. A hverju lifirðu? — Engu nánast. — Ætli kokkurinn hafi verið erfiður? Hann er þannig i laginu að þaö gæti veriö dálitið erfitt að koma á hann böndum. — Þetta voru voöaátök. — Ekki sagði Pétur pungur orö um þetta i morgun sagði ég. - Ekki? Pétur pungur er eigandi staðarins. — Ekki hálft. Hló og sagði skrýtlur. Var hann kannski föl- ur? — Ekki sá ég hann, sagði Ben frændi. — Kannski var hann fölur. Og særður. — Það er ekki spaug að fljúgast á við byssubófa. Þiö megið þakka fyrir aö vera lifandi. Er nú ekki að orðlengja, en þegar heim á hótel kom, var enginn kokkur sjáanlegur. Gott ef stúlkurnar i framreiöslunni voru ekki fölar bak við dökkt? Brandararnir hans Péturs pungs uppskrúfaðir? Við hverju er að búast, búinn aö fljúgast á viö byssubófa ásamt lögreglu- liöi staðarins i heilu lagi! Ég náði loks I Pétur pung og dró hann undir húsvegg að heyra söguna. Kokkurinn á brott vegna þess að hann haföi gefið stúlkunni kinnhest i hita rifrildis. Byssuna fundu lögregluþjónar i herbergi hans. Það er bannað á þessum staö að eiga byssu. Lögreglulið staðarins er tveir menn! Kokk- urinn var ekki leiddur brott, hann gekk meö þeim. Um kvöldið var hann kominn aö kveðja, byssubófinn og til- vonandi morðingi. Hann kom inn i setustofu lögreglulaus og stóð við barinn ásamt Pétri pung. Þeir hlógu stundum. Inni i skóginum hlustar Ben frændi á hvisliö I laufinu. Þegar viö vöknum i fyrramáliö, verður kokkurinn búinn að skjóta stúlkuna, kveikja i hótelinu, ræna Pétri pung og farinn á flótta til fjalla, sem eru engin á þessari eyju. Allt lögregluliðið, þrjúhundruð manns á eftir hon- um! Þeir sem eru að kafa i sjón- um í kringum ey þessa, koma ekki uppúr af ótta viö byssu- bófann. Kannski var þetta lika eftirlýstur nasisti. — Svona er núkjaftasagan i eöli sinu, sagði ég við kunningja minn frá þvi óöan. En hannvar þá farinn úr simanum! Sitt hvoru megin við jártjaldid Það var snemma á mánudags- morgni. Næturlestin frá Kaup- mannahöfn rann inn á Zoo- brautarstööina i Vestur-Berlin og þar með hafði gamall draumur ræst. Aö sjá þessa borg sem svo mikið bitbein hefur verið allt frá striðslokum og er það enn. Við það verður gesturinn fljótt áþreifanlega var. Skiptingin er þaö orö sem fyrst kemur upp í hugann í Berlin, og raunar áður en þangað kemur þvi eftirlitið er kirfilegt. Það er einn meginþáttur hins sósiallstiska lýðræðis I Austur-Þýskalandi að sjá til þess að austurþýskir borgarar séu ekkert að flækjast vesturyfir og þessa er gætt af hinni alkunnu þýsku nákvæmni. Ekki man ég hve oft vegabréfin voru grandskoðuð. Það var a.m.k. oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ef til vill hefur þó eftirlitið verið strangara en venjulega vegna atburöanna i Póllandi. Það er jú'alltaf smit- hætta fyrir hendi. Eitt hið fyrsta sem fyrir lá að gera var auðvitað að reyna aö kika inn fyrir hiö margfræga jarntjald og fá ofurlitla nasasjón af þessu fullkomna lýðræði sem svo mikiö er lagt upp úr að fólk yfirgefi .ekki. Hægt er að komast i skipulagðar skoðunarferðir austuryfir sem taka um það bil fjórar klukkustundir. Þar af fer ein I eftirlit. Fyrir svona ferð eru greidd 22 mörk og að auki 7 mörk fyrir austurþýskan leiðsögu- mann. Þeir viröast kunna þá list austur þar að afla gjaldeyris án þess að kosta miklu til, þvi auövitaö eru leiösögumennimir rikisstarfsmenn, takandi laun sem slikir. Aöur en lagt var af staö voru mönnum lagðar ýmsar lifsreglur svo sem um notkun myndavéla, aö fela allt sem farið gæti I taugarnar á austurþýsk- um ritskoðurum og aö forðast gjaldeyrisbrask. óneitanlega fannst manni nokkur kaldastriðs- keimur af tölu þessari. Fariö var austuryfir um hinn margfræga „Checkpoint Charlie” og eftir rækilega vega- bréfsskoðun lukust hlið himnarik- is upp. Inn i bilinn steig fönguleg valkyrja, ljós yfirlitum, og skyldi hún vera leiösögumaður okkar fyriraustan. Meöan á túrnum um Austur-Berlin stóö hélt hún stööuga ræðu sem óneitanlega minnti mann á kosningaræöur einhverra fráfarandi ráðherra á Islandi eftir að þeim hefur tekist að setja allt I kaldakol. En þó er sá munur hér á, aö fljótt á litið, hafi margt veriö vel gert fyrir austan. Lifskjör þar munu vera meö þvi besta sem þekktist I Austur- Evrópu og það þrátt fyrir að Austur-Þjóðverjar hafi fariö á mis við hina miklu efnahagsað- stoð Sáms frænda sem bræður þeirra 1 vestri urðu aönjótandi I striðslok. Bilaumferð er að sönnu minni en fyrir vestan og Trabantinn næstum það eina sem séstaf farartækjum, en mikiðber á velklæddu gangandi fólki sem virðist blessunarlega laust við þá streitu sem svo mjög háir fólk vestanmegin. Þaö er sennilega auövelt að vera hamingjusamur I sliku þjóðfélagi ef maður er ekkert að hugsa um hluti eins og frelsi og lýðræöi. Og timinn fyrir austan leið flótt. Aftur var haldið að Checkpoint Charlie og þar kvaddi hin föngu- lega leiðsögukona. Einnig hún veröur að sætta sig við lýðræði Honneckers. Og nú fyrst hófst eftirlitið fyrir alvÍH-u. Alþýðu- löggur, bæöi karl og kvenkyns snuðruðu um alit og opnuðu allt. Ekki gat ég annað en farið aö hlæja að tilburðum þeirra, en amerlsku andkommúnistarnir fyrir aftan mig i rútunni sussuöu á mig og minntu mig á að hér væri mikið drama að gerast. Allt þetta tók þó enda um siðir og aftur var ekið út I frelsið og streituna. Já, skiptingin er hvergi fjarri i Berlin. Ekki er svo hægt að fara þar inn á bjórkrá án þess að talið beinist ekki fyrr en siðar að skiptingunni að þeim vandamál- um sem hún óneitanlega skapar. Nokkurrarandúðar virðist gæta I garð ferðamanna meðal íbúa I Vestur-Berlin, ef til vill vegna þess að þeim finnst með réttu eða röngu að allt of margir séu þang- að komnir til að skoða þetta einstæða mannvirki Múrinn. En þegar þeir eru komnir I kippinn fara þeir gjarnan aö segja frá einhverjum ættingja sem þeir flestir eiga austan múrs og þeir fá aöeins að heimsækja i ákveöinn dagafjölda á ári, auövitað gegn greiöslu. Og þessi skipting fjölskyldna er þaö sem Berlinar- búinn finnur sárast fyrir. Ég varð sjálfur vitni að einu sliku fjölskyldudrama viö Charlie eftirlitstöðina. Og mér var sagt að þar væri slikt daglegt brauð. En Vestur-Berlinarbúar og Vestur-Þjóöverjar eiga lika sinn þátt i þessu ástandi. Hvort sem mönnum likar betur eöa verr þá ei þýska alþýðulýöveldiö staðreynd sem ekki verður gengið framhjá, „Heiðruðu Helgarpdstsmenn. Ég finn mig knúna til þess að mótmæla frétt, sem birtist á baksiöu siðasta tölublaðs Heigar- póstsins, föstudaginn 12.9. 1980. Fréttin fjallaði um störf tveggja dómnefnda við Háskóla islands, þ.e. ddmnefndar, sem fjallaði um veitingu prdfessorsembættis f dönsku annars vegar og dóm- nefndar, sem fjallaði um veitingu lektorsstöðu f sama fagi hins vegar. Ég sé ekki ástæðu til þess að tortryggja vinnubrögð dóm- nefndanna eins og blaöið gerir, þvi fyrri dómnefndin hefur hvergi látið hafa eftir sér opinberlega að hún áliti Peter Rasmussen hæfari til prófessorsembættisins en Pet- er Söby Kristensen, enda væri slikt trúnaðarbrot af nefndar- innar hálfu. Það er hins vegar álit Peters Rasmussen sjálfs að hann hafi fengið jákvæðari vanhæfnis- hvaða skoðun sem menn annars hafa á túlkun Honneckers á marx-leninismanum. Sameining Þýskalands og þar með samein- ing Berlinar kann aö vera fögur hugsjón en ekki veröur séð hvernighún verður framkvæmd í náinni framtíð. NU þegar byggja þessi lönd tvær þjóðir með ólik hagkerfi og þarafleiðandi ólikan hugsunarhátt. Þessar tvær þjóðir veröa aðlæra aðbUasaman í friði og sátt. Og ef til vill kemur einhvern tima sá dagur að isinn frá kalda striðinu nær aö bráðna úr hjörtum þjóöanna. Og þá munu hin fegurstu blóm spretta þar sem nú stendur grár múrinn. dóm samanber bréf hans til Forseta heimspekideildar, dags. 22. febrúar 1980, þar sem hann segirm.a. svo: „Alit dómnefndar var á þá leið að enginn umsækjanda gæti talisthæfur. Þó virðist sem undirritaður kæmist næst því að vera hæfur, sem sé hæfari en hinn setti lektor...” (Feitletrun min.) Þetta eigiö álit Peters Rasmussen hafa fjöl- miölar rangtúlkað og eignaö fyrri dómnefndinni. Ummæli þessi hafa að ósekju kastaö rýrð á hæfi- leika Peters Söby Kristensen. Ég vona að Helgarpóstsmenn temji sér nákvæmari vinnu- brögö I framtiðinni, þvi nákvæmni hlýtur að vera fors- enda góðrar rannsóknarblaða- mennsku. Með þökk fyrir birtinguna og allt gott, sem þið hafiö látið frá ykkur fara. Þóra Gylfadóttir, nemi viðHáskóla tslands.” ___________VETTVANGUR Þóra Gylfadóttir, nemi: Eigið álit eignað dómnefnd

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.