Helgarpósturinn - 19.09.1980, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Blaðsíða 11
ff helgarpásturinn. Föstudag ur 19. september 1980. 11 TÓNLIST: Menn lifa ekki af brauði einu saman” segir Stefán Guðjónsson sem ver mestum hluta frístunda sinna í tónlist „Það er reginhneyksli að skatt- leggja Mozart og Bach sem liíxus meðan ómerkileg erlend timarit eru tollfrjáls”, sagði Stefán Guð- jónsson starfsmaður Dósagerðar- innar. þegar við heimsóttum hann á dögunum. Stefán býr i litlu timburhúsi í Kópavogi og þar er hvert horn notað undir plötusafnið hans. Hann safnar aðeins klassiskum hljómplötum, en þær skipta áreiðanlega þúsundum. Sjálfur kveðst hann aldrei hafa reynt að kasta á þær tölu. „Það eru yfir f jörutiu ár siðan ég byrjaði á þessu”, sagði hann. „Foreldrar minir voru söngelskt fólk, en áhuginn byrjaði þó ekki fyrir alvöru hjá mér fyrr en þegar botnlanginn sprakk i mér sem ungling og ég þurfti að liggja á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Mér leiddistþar, svo hjúkrunarkonan, Arnheiður Þormar, lánaði mér útvarpstækið sitt. Þar heyrði ég óperur skýrðar út og áhuginn vaknaði. Ég hef enga skólagöngu fengið um ævina og þvi hef ég reynt að afla mér menntunar af bókum. Þar rakst ég alltaf á eitthvað um músik, sem örvaði áhugann, svo égfór að lesa skipulega um þetta og kynna mér það. Svo fór ég i söngtima hjá Pétri Jónssyni, sem hefur sennilega orðið frægastur islenskra söngvara erlendis. Hann kenndi mér söngtækni og siðarlæröi ég tónfræði hjá Viktor Urbansich. Eftir þvi sem ég lærði meira, opnaðist eiginiega nýr heimur fyrir mér”. Fyrstu árin átti Stefán aðeins ferðagrammófón, en nú á hann hljómflutningstæki, sem hann telur þokkaleg fyrir heimili, þótt þau séu ekki af besta gæöaflokki. Mikill hluti fritima hans fer i aö hlusta á plötur oglesa um tónlist. „Þaö má segja að það fari of mikill timi I þetta”, sagði hann. „En menn lifa ekki af brauði einu saman”. Stefán telur sig eiga flest verk stærstu höfundanna á hljómplöt- um og Bach, Mozart og Beet- hoven eiga sennilega öll sin verk i hillunum hjá honum. Yfirleitt kvaðst Stefán vera mjög hrifinn af þýsku tónskáldunum og söngur á sérstaklega upp á pallborðið hjá honum. Flestar plöturnar hafa veriö spilaöar margsinnis. TRJÁRÆKT: Asgeir Svanbjörnsson með grindur, sem henta vel til að skýla nýjum piöntum fyrir ágangi vetrarins. Hlúð að nýgræðlingum í sumar hefur verið gert mikið átak i trjárækt hér á landi i tilefni af Ári trésins. Þar af leiðandi er nú óvenjumikið af viðkvæmum nýgræðlingum, sem þurfa að mæta ótryggri veðráttu vetrar- ins. Og þá er spurningin: Hvað er hægt að gera til að auka Hfsmögu- leika þeirra til næsta vors? „Það er mjög gott að bera eitt- hvað að rótunum fyrir veturinn,” segir Asgeir Svanbjörnsson hjá Skógræktarfélagi Reykjavikur. „Það má vera skitur, laufrusl, mosi eða greinar. Þetta varnar rótarkali. Þegar um er að ræða viðkvæm lauftré, t .d. hiyn eða gullregn, eöa ung barrtré, er gott að setja upp skjólgrindur, sem brjóta vindinn og varna ofþornun og kali. Eins má skýla trénu með striga, en þá má alls ekki vefja tréö með hon- um, heldur verður að setja hann á grind. Þar sem tré hafa verið sett nið- ur nálægt umferöargötu, fá þau á sig salt og krapahrið allan vetur- inn og slikt þola ekki nema dýrð- lingar. Þaö er þvi nauðsynlegt aö verja trén með grind, um eins metra hárri, þar sem svipað bil er haft á milli spýtnanna og sem svarar breidd þeirra. Þetta má Vörn-og brauðpeningar- Vömávísanir Peningaseðlar og mynt Gömul umslög og póstfcort FRÍMERKI Allt fyrír safnarann Hjá Magna «mi23mí5 Mattheusarpassian hefur til dæmis verið svo oft á fóninum, aö Stefán kann hana utan að. Aðrar plötur eru þannig, að nóg er að hlusta á þær einu sinni eða svo. Þar á meðal er rússnesk plata, sem tekin var upp af samtali Daviðs Oystrachs, og Sjosta- kovitz um fiðlukonsert þess siðar nefnda. Platan barst fyrir til- viljun i hendur Stefáns og auð- vitað skilur hann ekkert af þvi sem sagt er, en platan er engu að siður mikils viröi. ,,Ég á lika nokkrar plötur, sem teknar eru upp á æfingum með frægum hljómsveitarstjórum. Það er mikill lærdómur i að hlusta 4 þ®r”, sagði Stefán. Gömlu 78 snúninga plöturnar eru nú flestar horfnar af sjónar- sviðinu, en i Bandarikjunum eru starfandi klúbbar áhugamanna, sem auglýsa eftir gömlum plötum og gefa þær út i nýjum útgáfum. Upplagið er litið og aðeins ætlað sérvitringum. Stefán hefur náð i nokkrar af þessum plötum fyrir milligöngu Asmundar Jónssonar i Fálkanum. Þær eru með tónlist frá árunum 1902—1925. „Margir af gömlu söngvurun- um gera betur en að standast allan samanburð”, sagði Stefán. Þótt plötusafnið sé oröiö stórt, er alltaf eitthvað sem Stefán langar að eignast. „En ég sé enga möguleika á þvi”, sagði hann. „Heilsan er farin að bila og plötur eru orðnar óhemju dýrar. Ég má sjálfsagt vel við una. Ég er búinn að draga töluvert að mér. En hjá erlendum þjóðum hljóta allir þeir, sem vita um skattlagninguna á tónlist hér, að hafa Islendinga að háði og spotti”. —SJ berja saman úr hvaða spýtnarusli sem er. Grindur eru lika nauðsynlegar fyrir litlu barrtrén og þá helst til að skýla þeim fyrir sól. 1 febrúar- mars getur verið mikil hita- sveifla, þegar sól á daginn fylgir næturfrost”. — Er eitthvaö hægt að eiga við gróðursetningar á haustin? „Haustgróðursetning er ótryggari, en getur samt tekist ágætlega. Það eru aöallega barrtré, sem eru gróðursett á haustin, en þá ekki fyrr en vaxtar- tima þeirra er lokið. En það er margt annað hægt að gera á haustin i garðinum. A nýjum lóðum er mjög gott aö ljúka jarövinnslu og blanda áburði I jarðveginn. Eins er sjálf- sagt að undirbúa beð fyrir lim- gerði, þar sem þvi veröur við komið. Svoer ýmsum trjám sáð á haustin. Það er rétt að taka fram, aö ekki má klippa neina plöntu fyrir veturinn. Klipping á limgerðum og trjám má ekki fara fram fyrr en plantan er komin i vetrar- dvala. En I vetur, á timabilinu nóvember til marz, ætti fólk að huga að þvi hvort ekki mætti snyrta trén i garöinu eitthvað til. Það er of mikiö um þaö að fólk láti trén vaxa alveg villt.” — SJ Hljómplötur eru hvar sem litið er á heimili Stefáns. LISTAR í fjölbreyttu úrvali Gólflistar Loftlistar Skillistar Furugólfborð Furupanell Sk HOFÐATUNI 2 Sími: 22184 Auglýsingasími Helgarpóstsins 8-18-66 Út er komin ný bók í handbókaflokknum ÁL; Mótun og vínnsla. Bókin fjallar um framleiðslu og vinnslu hluta úr áli, steypun, pressun og stönsun. Einnig er fjallað um val aðferða, efna og verkfæra. Áður eru komnar út: ÁL - Suðuhandbók TIG - MIG ÁL - Samskeyting. Verð hverrar bókar er kr. 1.500,- Bækurnar fást i Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bókabúð Olivers Steins í Hafnarfirði. skan/pX luminium NORRÆN SAMTOK AUONAOARINS «t/. 1, Ny nanaböK umál ^

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.