Helgarpósturinn - 19.09.1980, Page 15

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Page 15
15 ____halrjFirpri<^tl irinn Föstudagur 19. september 1980.__ dur íeiOiniegt lurirDœrí” Þó ég hafi gaman af aö fylgjast með og taka þátt í þvi sem er aö gerast i kringum mig I þjóðfélag- inu, þá er það fjölskyldan og börnin sem skipta mig mestu máli. Þvi eldri sem ég verð, þvi merkilegri finnast mér ýmis smáatriði tilverunnar. Og hafi menn samviskubit yfir þvi að koma kannski 10 minútum of seint i vinnuna, eiga menn ekki siður að hafa samviskubit yfir að koma tiu minútum of seint til þeirra sem maður deilir tilfinn- ingum með. Það held ég að sé jafnvel enn mikilvægara.” Egill, kona og barn, búa við Ægissiðuna, „yndislegasta staö i Reykjavik”, eins og hann segir sjálfur. ,,Ég lit á það sem algjör forréttindi að geta farið i bað og labbað á náttsloppnum ef vel viðrar hérna yfir götuna niður i_ fjöruna. Þá kemst maður i snert-' ingu við sjálfan sig.” í jacKei r heyskðp Og nú vindur Egill sér yfir i eina af sögunum sinum. „Einu sinni var ég á labbi og kom að Stefáni frá Möðrudal i jacket i heyskap. Já. Hann var i hvitum jacket, uppsjænaður og greiddur, enkófsveitturaðhenda heyi uppá einhverja kerru. Það var ó- gleymanleg sjón, sjón sem maður hefði aldrei getaö imyndað sér að væri nema i kvikmynd. Annað sinn, eftir að ég kom frá Bandarikjunum bað ég pabba að fara með.mig til Jóns i Möðrudal, löður Stefáns. Ég hafði mikinn á- huga á að hitta þennan naivista, og pabbi þekkti hann frá gamalli tið. Pabbi vissi að hann var gest- risinn mjög og hringdi þvi i hann einhversstaðar á leiðinni til að láta hann vita að við værum að koma Og þegar við komum var hann uppábúinn, nýrakaður og i ein- hverjum siikifötum að mér fannst. Hann hafði að visu ekki tekið af sér raksápuna ennþá. En hann tók höfðinglega á móti okk- ur, og gaf okkur kjötsúpu eina of- boöslega að borða. Og þegar við faðir minn vorum að kúgast yfir kjötsúpunni i sjóðheitri stofunni i Möðrudal, þá trúir Jón okkur fyrir þvi, að fyrir okkur einlæga vini hans, hafi hann fórnað uppá- halds rollunni sinni glóðvolgri. Það var eins og ég fengi kökk i hálsinn eitt augnablik. Það eru svona augnablik sem mér finnast skemmtilegust i til- verunni. Þessi pinulitlu augnablik þegar maður finnur ekkert nema bamslega einlægni i hverjum hól. Bæid ási Ég á aðra litla sögu, sem lifir i mér svipað og Reykjavikur- ferðirnar þegar ég var strákur. Hún gerðist á skólaárunum, og ég sat ásamt unnustu minni við langborð, á árshátið eða ein- hverju svoleiðis. Þetta var mikill fagnaður og við vorum allir i smóking aö hlusta á ræður og ýmis skemmtiatriði. En ég verð aö viðurkenna að á móti mér sat yndisleg stúlka, og þarna um kvöldið átti ég með henni náin kynni með vinstra fæti undir borðinu. Þetta varerótisk en bæld ást, og einstaka sinnum lyftust smókingbuxurnar uppá miðja kálfa. Uppundir hnésbætur jafn- vel. Við elskumst svona fram eftir kvöldi, allt þar til að kemur að þvi að stúlkurnar stóðu upp til aö syngja minni karla. Og eitt augnablik, þegar þessi yndislega stúlka er staðin upp, og ég finn á- fram fyrir fæti hennar undir borðinu, horfumst viö i augu, ég ogborðherra hennar. Sannleikur- inn var sá að hann hafði taliö sig vera i ástarleik meö vinkonu minni, en við verið að fitla i fótun- um á hvor öðrum allt kvöldið. Þetta var dýrölegt augnablik”. Egiii EðvarOsson í neigarposisviðlaii víðlai: Guðjðn Arngpíinsson myndlr: vaidfs Óskarsdðlllr

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.