Helgarpósturinn - 19.09.1980, Page 24

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Page 24
24 Föstudagur 19. september 1980. —helgarpósturinn- eftir St. / / ■ ■ eftir Anais Nin Helgarpósturinn birtir sýnishorn úr nýju erótísku bókmenntariti, Lostafulla lystræningjanum ,,Ég man Tropez f dag kemur út hjá for- lagi Lystræningjans fyrsta hefti nýs erótísks rits, sem nefnist Lostafulli lystræn- inginn. Þetta rit er hið fyrsta sinnar tegundar á fslandi, og höfundar sem eiga efni í þessu fyrsta hefti eru Henry Miller, Anai's Nin, Gunnar Gunnarsson (yngri) og Sigurður Jóhannsson, og ennfremur eru nokkrar erótískar sögur úr 1001 nótt. Helgarpósturinn birtir í dag með leyfi út- gefenda brot úr þessu nýja riti, kafla eftir skáldkon- una Anai's Nin. Þá hefur blaðið beðiðei<nn aðstand- enda ritsins, Vernharð Linnet, sem einnig hefur þýtt mikið af efni þess, að gera stutta grein f yrir eró- tískri list, eins og hún og viðhorf til hennar hafa þróast gegnum tíðina. „Ég man eftir St.Tropez”, sagði Mar- cel. „Þaö var dásamlegasta sumar sem við höfum lifað...” Um leið og hann sagði þetta, stóð staöurinn mér ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum. Listamannanýlenda, þangað sem fólk úr samkvæmislífinu og leikarar og leikkonur lögðu leið sina, fólk á skemmti- snekkjum varpaði þar landfestum, litlu kaffihúsin við ströndina, glaðværöin, alls- nægtirnar, kæruleysið. Allir í strand- fötum. Allir kumpánlegir — snekkjueig- endur viö listamennina, listamennirnir við unga póstmanninn, unga lögreglu- þjóninn, unga fiskimanninn, ungir og dökkir menn sumars og sólar. Það var dansað á palli undir berum himni. Jassbandiö kom frá Martinique og var heitara en sumarnóttin. Við Marcel sátum úti i horni kvöld eitt, þegar tilkynnt var, að slökkva ætti öll ljós I fimm mfn- útur, siöan tiu mlnútur, og loks fimmtán minútur I miðjum hverjum dansi. Maður nokkur kallaði upp: „Veljið ykkur vandlega dansfélaga fyrir quart d’heure de passion (kenndakorter). Vandiði valið.” Um stund varð uppi fótur og fit. Síðan upphófst dansinn og loks slökknuöu ljósin. Nokkrar konur skræktu af geðshræringu. Karlmannsrödd kvað við: „Þetta er of- beldi, ég tek ekki þátt i þessu”. Einhver annar hrópaði: „Kveikið ljósin”. Dansinn hélt áfram i myrkrinu. Maður fann að likamar hitnuðu. Marcel var i leiðslu og hélt svo fast utan um mig að ég hélt að ég væri að brotna. Hann beygði sig yfir mig.hné hans á milli minna, limurinn stifur. Á fimm minútum hafði fólk aðeins tima til aö nudda smávegis. Þegar ljósin kviknuöu, virtust allir óviðbúnir. Nokkur andlit voru eldrauð, önnur náföl. Háriö á Marcel var úfið. Léreftsstuttbuxur einnar konunnar voru krumpaðar, og lika strandbuxurnar á nærstöddum manni. Andrúmsloftiö var mollulegt, dýrslegt, rafmagnað. Samtimis var allt meö fáguöu yfirbragði, stilhreint og glæsilegt. Sumt fólkiö, sem hafði komist i mikið uppnám, hvarf á braut. Sumir dokuðu við eins og þeir væru aö biöa eftir stormi. Aðrir biðu með glampa i augum. „Heldurðu aö einhver þeirra öskri upp, breytist i villidýr, missi stjórn á sér?” spurði ég. „Kannski ég”, svaraði Marcel. Næsti dans byrjaði. Ljósin voru slökkt. Rödd hljómsveitarstjórans hljómaöi: „Þetta er quart d’heure de passion. Dömur minar og herrar, nú fáið þið tiu minútur, og svo fimmtán I restina”. Það heyröust niöurbældir skrækir i hópnum, konur að mótmæla. Við Marcel klemmdum okkur saman eins og tveir tangódansarar, og við hvert dansspor hélt égað fullnægingin væri að gagntaka mig. Þá kviknuðu ljósin, og ringulreiðin og spennan meðal fólksins voru enn meiri en fyrr. „Þetta á eftir að breytast I hreint æði”, sagði Marcel. Fólkiö settist og virtist ringlað, piröi út i loftið eins og það heföi fengið ofbirtu i augun. Það var þrútið af blóðhita og æs- ingi. Ekki varð lengur greindur munur á hór- unum, finu frúnum, bóhemunum, bæjar- stúlkunum. Stúlkurnar úr bænum voru fallegar og báru með sér seiðandi suð- ræna fegurö. Sérhver kona var sólbrún og íahitisk, þakin skeljum og blómum. I þrengslunum i dansinum höfðu sumar skeljarnar dottið af og lágu á dansgólfinu. Marcelsagði: „Égerekkivissum að ég komist i gegnum allan næsta dans. Ég ætla að nauðga þér”. Hann renndi hend- inni niður i nærbuxurnar minar og þreif- aði á mér. Augu hans brunnu. Likamar. Fótleggir, svo margir fót- leggir, allir brúnir og gljáandi, sumir loðnir sem refir. Einn mannanna var svo loðinn á bringunni, aö hann var i net- skyrtu til að láta bera á þvi. Hann leit út eins og api. Handleggir hans voru langir og umluktu dansdömu hans eins og hann ætlaði að rifa hana i sig. Siðasti dansinn. Ljósin slökknuöu. Kona ein gaf frá sér kvak eins og fugl. Onnur hóf að verja sig áleitni. Höfuð Marcels féll á öxl mina og hann fór að bita mig i öxlina, fast.Við þrýstum okkur þétt hvort að öðru og nerum okkur saman. Ég lokaði augunum gagntekin ánægju og hreifst með straumi þeirrar frygðaröldusem stafaöi frá öllum hinum i dansinum, frá nóttinni, frá músikkinni. Þáfannst mér ég vildi fá það. Marcel hélt áfram að bita mig, og ég var hrædd um að hann dytti á gólfið. En þá bjargaði öl- viman okkur, ölviman hélt okkur föngn- um viðefnið, og við nútum þessa atriðis til fullnustu. Þegar ljósin kviknuðu, voru allir drukknir og riðuðu af tilfinningahita. Marcel sagði: „Þeim likar þetta betur en einfaldar samfarir. Flestum likar þetta betur. Svona endist það lengur. En ég þoli ekki lengri bið. Látum þau sitja þarna og hafa það eins ogþau vilja, full af fiöringi, mönnunum stendur og konurnar eru gleiðar og blautar, en ég vil ljúka þessu af, ég get ekki beðiö. Komdu niður að ströndinni”. Niðri við ströndina róaöi hafgolan okkur. Við lögðumst i sandinn og greind- um enn hrynjandi jassins úr fjarska eins og hjartslátt, eins og getnaðarlim pumpa inni i konu, og meðan bylgjurnar léku um fætur okkar, fóru innri bylgjur um okkur ogviðskullum i bylgjum hvortá öðru þar til við komum samtimis, nakin I sand- inum, i takt við hrynjandi jassbitsins úr fjarska. Marcel mundi þetta lika. Hann sagði: „Hvilikt dásemdarsumar. Ég hugsa að allir hafi fundið, að þarna væri hástig ánægjunnar fengið”. Erótískt verk þarf ekki á afsökunum að haida — Vernharður Linnet skrifar um erótíska /ist Frá ómunatið hefur maöurinn skemmt sér við sögur og ljóð, skráö reynslu sína með linum og litum. Listsköpunin er samofinn tegundinni og erótíkin listinni. Tákn frjóseminnar, reistan lim karlmannsins og þrifieg brjóst og lendar svoog skaut konunnar má finna meðal elstu listaverka ver- aldar. Mörg i hópi fegurstu iista- verka austurlanda sem vestur, eru af erótiskum toga spunnin og þarf ekki að leita lengra en til griskra og rómverskra verka I máliog myndum. Agæt sýnishorn erótiskra bókmennta grikkja og rómverja eru til i islenskum Ur- valsþýðingum ss. ýmis ljóð Sappbo Horatiusar, Ovidusar og fleiri Ijóðskálda Samdrykkja Piatons, Lýsistrata Aristófan- esar og Dafnis og Klói eftir Longos. Sama verður þvi miður ekki sagt um erótisk verk ann- arra þjóða, hvorki forn né ný. Með kristninni hófst baráttan fvrir táradalnum i vestrænni menningu, lystisemdir lífsins skyldu útlægar og kynlifið synd, nema að viöhalda varð ættinni innan hins heilaga hjónabands. Meinlæta lifna ður blómstraði, holdið skyldi krossfest og vei þeim sem naut fullnægingar- innar. Kirkjunnar menn leituðu Ijósum logum I Bibliunni til að rökstyöja lifshatur sitt og viluðu ekki fyrir sér þyrfti að rangtúlka textann. Þannig var sagan af Ónan notuð til að bannsyngja sjálfsfróun. Hvilikar sálarkvalir hefur sá boðskapur leitt yfir sak- iausa unglinga öldum saman, hótanir um hry llilegustu sjúk- dóma. geðveiki, dauða og eilifa útskúfun! Arfsögnin um Ónan fjallarekki um sjálfsfróun heldur rofnar samfarir. ónan átti að gegna mágsskyidum sinum við ekkju bróður sins. „En með því að Ónan vissi, að afkvæmið skyldi eigi verða hans, þá lét hann sæðið spillast á jörðu i hvert sinn er hann gekk til konu bróður sins, til þess aö hann aflaöi eigi bróður sinum afkvæmi", segir i Fyrstu Mósebók. Þrátt fyrir aö kirkjufeðurnir vildu krossfcsta holdið voru rit þeirra kjarnyrt og engan tepru- skap þar að finna. Meinlæta- mennirnir þjáöust af kynórum og lýstu þeim óhikað. Sjötugur skrifar Pachon: „Djöfullinn breyttisér i eþiópiska stúlku, sem ég haföi séö I æsku tina öx á sumardegi. Hún settist I kjöltu mina og kom sliku róti á mig að mér þótti ég hafa samfarir við hana. Ég varð viti minu fjær og sló hana utanundir og þá hvarf hún. Næstu tvö árin þoldi ég ekki fýluna sem lagði frá hendi minni. Ég fylltist örvæntingu og reikaöi um eyðimörkina. Þar rakst ég á litia eiturslöngu sem ég tók upp og beindi aö kynfærum minum svo hún gæti bitiö mig þar og drepið”. Texti sem þessi leiftrar af erótik, —hversu geðfelldri er annaö mál. Með borgarastéttinni ríður tepruskapurinn i hlaö og verö- ugur postuli hennar var lifshatar- inn Kalvin, sem enn lifirgóðu Hfi I engilsaxneskri þröngsýni. Mart- einn kallinn Lúter var af öðru sauðahúsi. „Ég hef aöeins þekkt einn mann sem las Lúter, hann var sálfræðingur og var aö skrifa visindarit um klám. Lúter er nefnilega talinn klæmnasti rithöf- undur heim sbókmenntanna. Fyrirnokkrum árum, þegar þýdd var eftir hann ritgerö um páfa- greyiö, fékkst hún hvergi prentuð af velsæmisástæðum”, segir Organistinn í Atómstöö Laxness. Þvi miður virðist kirkja hans litið hafa hirt um kynllfsskrif hans sem þessi: „Móses reit mikið um náttúrulega vessa karla og kvenna, sem enginn þorir nú að nefna. Svo hreinni eru eyru vor oröin en munnur þess heilaga manns að vér skömmumst vor fyrir þaö sem oss ber eigi að skammast vor fyrir og skömm- umst vor eigi fyrir það sem oss ber að skammast vor fyrir. Þó er það nauösyn <að einhverjir kunni á sliku skil og scu fræddir um, eink- um æskufólk”. A okkar dögum er kynfræðsla Lúters í sókn og viktorianskur tepruskapur á undanhaldi, samt er enn grunnt á hleypidómunum og fordómafeniö djúpt. Það er mikill munur á liffæra- lýsingum klámiðnaðarins og eró- tiskri list. Kannski er hann fyrst og fremst fólginn i listgildi hand- bragösinsog þvi að listamaðurinn gefur hluta af sjálfum sér i verk- iuu, draumum sinum og þrám. Erótisktverk þarf ekki á neinum afsökunum að halda. Það er full- gilt listaverk i sjálfu sér. Sú rétt- læting fy rir samfa rakafla i skáld- sögu að hann sé nauösynlegur fyrir sálfræöilega framvindu sög- unnar er úti hött. Góður erótiskur texti hefur erótisk áhrif á njót- andann jafnt og fyndinn texti vekur hlátur, dapur texti sorg og vigreifur texti baráttugleði.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.