Helgarpósturinn - 19.09.1980, Side 26

Helgarpósturinn - 19.09.1980, Side 26
FÖstudagur 19. seþtember 1980' —he/garpástúrinrL. & 4. f Æf sA á^íW*** I ^ Z- „Þetta er besta sumariö sem ég hef lifaö...” — Bandaríska blökkusöngkonan Susan Causey tekin tali I sumar hefur dvalist hér á landi bandariska biökkusöngkon- an Susan Causey. Þaö er ekki á hverjum degi sem okkur tslend- ingum gefst kostur á aö sjá og hlusta á slikar sveiflukonur, hvaö þá á sveitaböllum út um allar trissur. Susan hefur sungiö meö hljóm- sveitinni Hver frá Akureyri, en þar hefur samastaöur hennar vcriðaö mestu leyti. Þaö reyndist ekki auösótt mál aö króa Susan af I viötal, en eftir nokkur samtöl til Akureyrarog misheppnaöa leitaö henni f Hollywood hittumst viö loks á Horninu, nokkrum dögum áöur en hún fór til Bandarfkj- anna. Égbyrjaöi aö spyrja hana hvar hún væri fædd. Hallelúja! — Ég er fædd i -Ohmaha, Nebraska. Viö erum 9 systkinin. Ég og fjölskylda min tilheyrum babtistasöfnuöi og erum mjög trúuö. A mínum yngri árum fór- um viöoftf kirkju. Þaö leiö ekki á löngu þartil viö systurnar stofn- uöum kvintett sem viö kölluöum „TheCausey Sisters”. Svo vorum viö aö sjálfsögöu allar i kirkju- kórnum í nokkur ár. 11 ára var ég farin aö spila á pianó. Ég ætlaöi alltaf aö læra meira á þaö og fór i spilatíma. En kennarinn minn var svo leiöinlegur aö ég hætti strax og hef ekki snert á pianói síöan. Þegarég var I6ára varö ég ófrísk af minu fyrsta barni og eignaöist son. Þá giftist ég aö sjálfsögðu og þremur árum seinna eignaöist ég annan son og ári seinna þann þriöja. Þá fiutt- um viö til Miami, Florida og bjuggum þar i þrjú ár. Viö hjónin sóttum um skilnað um þetta leyti og ég fór aftur heim til mömmu meö börnin. Þaöan lá leið min til Californiu þar sem ég hef sungiö inná plötur i stúdióum. Þaö er alltaf gaman aö vinna i stúdióum i U.S.A. Mottóiö þar er að hafa gaman af þvi aö syngja inn á plöt- ur. Ef þaö er leiöindamórall, heyrist hann i gegn, til hins al- menna hlustanda. ísland, kæra ísland — Hver voru tildrög þess að þú komst til íslands. — Strákarnir i Hver komu til Los Angeles i fyrra og spiluöu á 1. des. á Islendingahátiö þar. I gegnum Jakob Magnússon höföu þeir samband viö mig og báöu mig um aö spila meö sér. Ég geröi samning viö þá og svo fór þetta aö rúlla. — O, hann Jakob, hann er frábær nánungi! Ég meina, það er hægt að treysta honum. Allavega get ég það. Hérna á Islandi eru allir svo heiö- arlegir.. Þú ert örugg hérna. Ég vildiaöéggæti komiö hingaö meö strákana mina, ég er viss um aö þeim mundi liöa vel hérna og þeir væru ekki lengi aö komast inni máliö! Jæja, þetta var nú útúr- dúr. Svo kom ég hingað 11. júni. Það var skrýtiö aö koma hingaö fyrst. Ég var alltaf aö leita að stórum flugvelli og vegum. Svo var simakerfiö svo undarlegt hér. Allt ööru visi en heima. En eftir aö ég kom hingað þá fannst mér ég alltaf hafa verið hér. Ástfangin af Pálma — Hver er þin uppáhalds tón- list? — öll tónlist sem eitthvert vit er i er góö. Mér finnst bæöi gaman að syngja gospel, blues, djass og diskó. Ég hef hlustaö á islenskar plötur eins mikiö og ég hef komist yfir, en Pálmi er bestur. Ég varð strax yfir mig ástfangin af plöt- unni hans Pálma, sérstaklega af laginu „Dóra”. Það er einhver Californiustemning i þvi lagi. Ég vildi aö ég hefði veriö komin nógu snemma til aö syngja inná þá plötu. Þó það heföi ekki veriö nema einhverjar bakraddir, úúúúúú eða aaaaaaaa. Ég fékk þó einu sinni tækifæri til aö syngja með Pálma. Það var algjört æöi. Ég hef lika sungið með stelpunum i Brunaliöinu og Ruth Reginalds. Þaö var gaman aö syngja meö þeim. Einnig hef ég unniö meö Bobby Harrison, viö gerðum smá „show!’ saman. Brjóstahaldarabrenna — Hvernig er aö vera i hljóm- sveit meö eintómum karlmönn- um? — Ég hef alltaf veriö eina kon- an i hljómsveitum og mér hefur alltaf likaö vel viö þaö. Ég hef alltaf veriö eins og , ,einn af strák- unum” Aö vlsu er þetta ef til vill ööruvisi þegar við komum fram, þá er mér veitt aöeins meiri at- hygli á sviðinu. En strákarnir i Hver, þeireru búnir aö vera alítof góöir viö mig. Þeir hafa veitt mér alltof mikla athygli og stjanað i kring um mig. Viö höfum verið héreins og ein stór fjölskylda. Ef að vandamál hafa komið upp inn- an hljómsveitarinnar, höfum viö rætt um þau og meðhöndlað þau þannig að allir hafa verið ánægö- ir. — Hvaö finnst þér um kvenna- hreyfinguna? — Ég er ekki rauösokka, ég er bara hversdagsleg stelpa. Mér finnst gaman aö vera heima og elda mat. Likamlega eru karlar sterkari en konur. En á Islandi eru konur ööruvisi, þær vinna meira við erfiöisvinnu, eru t.d. á sjónumog fleiri stööum sem karl- menn vinna eingöngu við heima. En ég meina, ég brenndi ekki brjóstahaldarann minn eins og stelpumar heima gerðu.... Öllu má nú venjast — Hvernig eru islenskir áhorf- endur? — Hér þurfti ég fyrst aö venjast nýjum drykkjusiöum. En þaö er allt i lagi á meöan allir komast ómeiddir heim af dans- leik. Þaö var frábært að feröast um landið og spila á svona mörg- um stööum. Ég man sérstaklega eftir þvi þegar viö fórum f Hnifs- dal, þá var ég bæöi meö kvef og illa upplögð, var jafnvel aö hugsa um aö hætta viö aö fara. En við drifum okkur samt og leigöum flugvél. Ég held bara aö ég hafi aldrei sungið eins vel og þá. Eöa áhorfendur! Þeir voru æðisleg- ir. Þetta var alveg eins og aö spila i Reykjavik. Eöa þegar viö spiluöum i Arnesi, þaö var sett landsmet I aösókn, þaö voru I kringum 2.500 manns á svæöinu. Mikiö held ég aö ég sakni Akur- eyrar. Þessi frábæri staöur! Eöa uppáhalds diskótekið mitt — H- 100. Það er sko besta diskótekiö i heiminum. Þegar ég fór frá Akur- eyri klökknaöi ég þegar ég leit i siðasta sinn yfir bæinn og sá byggingar og bila sem ég var far- in að kunna svo vel viö. Að lokum... — Hér á Islandi hef ég lært að elska fólk og maður finnur aö ein- hverjum þykir vænt um mann. Þetta er besta sumar sem ég hef lifað og ég vona aö ég komi hing- aö sem fyrst aftur. Fólk viröist svo hamingjusamt hér, þaö virö- ist ekki skipta máli hvernig efna- hagsástandiö er. Hér hef ég lika lært að borða alls konar mat, ég smakkaöi meira að segja sviö um daginn og nammmmmm...þau voru alveg eins og grisafætur. Þaö versta viö Island, ef eitthvaö er, er hvaö maöur boröar alveg svakalega mikiö. Éggetsvariö aö ég hef fitnað um 15 pund siöan ég kom hingað. — Hvaö liggur svo fyrir þegar heim kemur? — Nú, fyrst fer ég til mömmu og sæki strákana mina. Svo reyni ég aö hafa samband viö Jakob Magnússon og ætli maður haldi ekki áfram aö vinna i stúdióum... En nú langar mig f einn reglulega góðan og stóran hamborgara. Það er oröiö svo langt siðan ég smakkaði hamborgara, örugg- lega einartvær vikur. Ég vona aö ég komist til hennar Freyju f Vestmannaeyjum áöur en ég fer, þvi hún býr til bestu hamborgar- ana og bestu salötin á Islandi. Ég er óö i hamborgara og pyisur. eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur myndir: Valdís Óskarsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.