Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 13
13 __hcalrjarpn^tl irínnFósiudagur 31. október 1980 Gunnarsson, dagskrárgeröar- maöur tekinn viö verkefninu og er þessa dagana aö fara yfir allan þann mikla fjölda laga sem bár- ust i keppnina, ásamt Magnúsi Ingimarssyni, hljómsveitarstjóra og útsetjara. Mun stefnt aö upp- töku á keppninni i febrúar á næsta ári... 9 Ljóst er nú oröiö aö ekkert veröur af lögbanni þvi sem aug- lýsingastofan ABC kraföist aö lagt yröi á útgáfu barnablaösins ABC.Í vikunni rann út frestur til aö leggja fram þá fjárupphæö sem nauösynleg var vegna lög- bannsins. Er þetta mál þvi trú- lega úr sögunni enda hafa báöir aöilar fengiö vegna blaöaskrif- anna þá auglýsingu sem viö má una... • Þess má lika geta að á firma- skrá er til enn eldra ABC-fyrir- tæki en þessi tvö. Þaö er sölutum- inn ABC.sem lengi var til húsa i Vesturveri. Og þá er spurningin hvort sjoppan krefst lögbanns á auglýsingastofuna og barna- blaöiö... 9 Jafnan biöa menn meö nokkurri eftirvæntingu eftir ára- mótaglensi rikisfjölmiölanna. Ekki mun alveg klárt hver mun sjá um grin hljóðvarpsins, en i sjónvarpinu bera Andrés Indriða- son, Sigmar B. Hauksson og Þráinn Bertelsson ábyrgö á ára- mótaskaupinu. Aö sögn Andrésar verður skaupið byggt upp á svipaöan hátt og venja er til, þ.e. litiö veröur til baka og horft á at- burði ársins i spéspegli... 9 Alls staðar lætur jafnréttis- pólitikin á sér kræla. Nú á næst- unni verður haldiö skátaþing og er hald manna að miklar deilur muni þar risa. Og ástæöan? Jú, ákveðinn hópur innan skáta- hreyfingarinnar hefur lagt til aö merkin eða medaliurnar sem skipa skátum i sveitir, þ.e. for- ingja, höföingjastjóra og svo fram vegis veröi aflagðar. Leggja þessir menn til aö skátabúningar almennra liðsmanna og yfir- manna verði á allan hátt eins, og án skrautlegra merkja á brjóst- inu. Ekki eru allir eins hrifnir af þessu og munu margir heiöurs- merkjamennirnir innan skáta- hreyfingarinnar alls ekki vilja missa skrautlegu heiðurs- og tignarmerkin af brjóstinu. Sem sé barátta um oröurnar er fram- undan hjá skátunum.... 9 Þess' má geta uir Morgunpóst aö i vikulokin hættir Erna Ind- riðadóttir sem annar umsjdnar- manna og heldur til Kaupmanna- hafnar til aö undirbúa gerð kennsluþátta 1 dönsku fyrir út- varpiö en við starfi hennar tekur Siguröur Einarsson, tannsmiöur, sem áöur hefur komið viö sögu Morgunpóstsins... 9 Pétur Pétursson.þulur var aö lesa ágrip fréttanna i hádeginu um daginn. Fyrst las hann frétt um aö kjarasamningar ASt og vinnuveitenda væru i höfn en siðan strax I kjölfariö frétt um aö efnahagsmálanefnd rikis- stjórnarinnar hefði veriö kölluö saman á ný eftir 1 og 1/2 mánaöar hlé. Þá klukkaði hæönislega i þessum gamla baráttujaxli í miöjum fréttalestrinum og varla nema von: Eftir öllum upplýsing- um hingaö til var efnahagsnefnd- in búin aö skila endanlegu áliti sinu til rikisstjórnarinnar, sem hins vegar hefur þæft tillögur hennarallanþennan tima. Kjara- samningarnir hafa þvi greinilega breytt einhverju... Bifreiðaeigendur athugið Höfum op/ð a//a laugardaga BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF. Sigtúni 3 - Sími 14820 PESSISMAHLUTUR GÆTIVERIÐ OHAGKVÆMASTA EINING FRAMLEIÐSIJJNNAR! Værí ekki nær að fá hann fjöldafnunleiddan? Það fer ekki eftir stærð eða þyngd hlutarins hve hagkvæmur hann er í framleiðslu.Oft reynast það vera smáeiningarnar sem koma hvað verst út þegar á heildina er litið. Er bað tilfellið í binni framleiðslu? FJÖLDAFRAMLEIÐSLA Á RENNDUM MÁLMHLUTUM Nú getur MÁLMIÐJAN HF tekið að sér fjölda- framleiðslu á renndum málmhlutum, sniðnum eftir þínum óskum og þörfum. Til þess eru notaðir sjálfvirkir rennibekkir. Sjálfvirkir rennibekkir. Sýnishorn af framleiðslu. rfltj Nei takk ég er á bíl td" F LÆKKUN FRAMLEIÐSLUKOSTNAÐAR. Þú hefur því möguleika á að lækka fram- leiðslukostnaðinn um leið og þú beinir starfsfólki þínu að fjölbreyttari og arðsamari hliðum fram- leiðslunnar. MÁLMIÐJAN HF veitir aðstoð við efnisval og hönnun. Leitið upplýsinga. FJÖLDAFRAMLEIÐSLA í MÁLMIÐNAÐI. MALMIÐJAIM HF Smiójuveg 66. Simi:(91)-76600

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.