Helgarpósturinn - 31.10.1980, Blaðsíða 22
22
Föstudagur1 31.' október' 1980 Jielgarpástúrinn..
Hálf önnur öld
Jón Thor Haraldsson:
Mannkynssaga 1492—1648 (Mdl
og menning 1980)
Þótt þess sé hvergi getiö i
bókinni né á, er hér aö birtast
nýtt bindi i bókaflokki,
Mannkynssögu Máls og
menningar, sem Ásgeir
Hjartarson, Sverrir Kristjáns-
son, Bergsteinn Jónsson og Jón
Guönason hafa áöur ritaö hluta
af. Þessi bók er I svipuöum dúr
og hinar fyrri, alllöng (megin-
mál hátt á fjóröa hundraö slöna
og þar umfram prýöilega mikiö
af ýmiss konar skrám), nokkuö
myndskreytt, efnistök lika
áþekk og fyrri höfundanna.
Jdn Thor velur aö fjalla
einvöröungu um Evrópusögu,
svo og athafnir Evrópumanna I
öörum heimsálfum. Sagannær i
aöalatriöum frá fundi Ameriku
og fram um þrjátiu ára striö.
Hún er rituö handa byrjendum
aö þvi leyti aö ekki er gengiö út
fra því aö lesendur muni neitt af
skólanámi sinu i sögu.
Viö ritun söguyfirlits af þessu
tæi er um tvær aöalleiöir aö
velja. Aö telja fram sem flest af
atburöum ogatvikum sögunnar,
eöa aö rekja og rökstyöja
einhverja skoöun á eöli og
afleiöingum meginviöburöa.
Jón Thor þræöir, eins og fyrir-
rennarar hans, aöallega fyrri
leiöina. Hann tekur meö flest
eöa allt sem lesandi getur vænst
aö finna i yfirlitssögu, eitthvaö
um sögu hvers lands og rikis,
eitthvaö um hverja verulega
styrjöld, fróöleik um jaragrúa
sögupersóna, m.a.s. mat eöa
dóm um fjölda þeirra, eitthvaö
um listir, visindi o.s.frv. Þaö
veröur styrkur bókarinnar hvað
hún er mikil fróöleiksnáma.
En þaö veröur um leiö
veikleiki hennar hvaö þessi
margvislegi fróöleikur er
óhjákvæmilega sundurlaus og
hvaö litiö rými hann skilur eftir
fyrir rökræöur og túlkun aðal-
atriöa. (1 kafla um endurreisn-
ina er t.d. sagt frá fimm Itölsk-
um myndlistarmönnum, rakin
ævi þeirra, nefnd nokkur verk
eftir hvern þeirra — og þá er
aöeins pláss fyrir sjö eöa átta
linur um endurreisnina sem
hugtak og menningarstefnu.)
Nú vantar þaö ekki aö höfundur
aöhyllist ákveöna söguskoöun og
sjái i tlmabili sinu vissan
meginþráö, nefnilega uppgang
og eflingu borgarastéttar eöa
kapltalista og áhrif þeirrar efl-
ingar á menningu og stjórnar-
far. En þetta efni fær takmark-
aö nim I bókinni, einstök sögu-
efni eru tengd þvl meö smá-
athugasemdum , nánast
sleggjudómum, fremur en sam-
felldri útlistun.
Þessi bók ber meö sér aö hafa
veriö lengi I smiöum. Höfundur
hefur viöaö aö sér efni, m.a.
smellnum tilvitnunum, sem
sjáanlega hefur veriö mikil
vinna aö draga saman. Sem
heimildir tilfærir hann fjölda
bóka — ekki tímaritsgreinar —
yfirleitt 10 ára og eldri.
Óhjákvæmilega veröa yfirlits-
sögur dálitiö úreltar, og ég kann
ekki að dæma um hvort þess
gætir hér I óhófi. (Ég aögætti
úrelta söguskýringu sem ég
glæptist til aö taka upp I
kennslubók fyrir nokkrum ár-
um: jú, hér var hún lfka, þ.e.
að hinn kaþólski helmingur
Niðurlanda hafi haldið tryggð
viö Spán á 16. öld, en hann varö
vlst kaþólskari en hinn eftir aö
landiöskiptist. Enokkur Jóni er
full vorkunn aö þekkja ekki
nýjustu niöurstööur um alla
hluti.)
JónThor Haraldssonerprýöi-
lega ritfær. Hann hefurlagá llf-
legri og fjölskrúöugri framsetn-
ingu (minnir, þegar best lætur,
á Björn Þorsteinsson), dettur
aldrei niöur i þragölausa
flatneskju eöa „stofnanastil”,
en spillir nokkuö meö
fljótfærni, hefur liklega haft
nokkuö haröan endasprett aö
bókinni. Viöa tekurhann hnyttin
stflbrögö fram yfir efnislega
nákvæmni. (Þaöer t.d. ekki gott
aö vita nákvæmlega hvaöa
upplýsingar felast i þvi aö kalla
mann „peningalauk ættar sinn-
ar”. Eöa hvaöa lögfræöileg at-
buröarás felst á bak viö: „...
þegar ekki tókst aö koma yfir
hann lögum var hann einfald-
lega dæmdur til dauöa formála-
laust”?) Þá reynir höfundur aö
gera sem ljósast aö sér sé illa
viö auövald og kapitalisma og
er óvandur aö tilefnum til aö
koma þvi'aö. Hann lýsir þvl t.d.
aö Hollendingar hafi I eina tlö
átt svo hentug skip og kostaö
svo litlu til sjómanna sinna aö
þeir hafi getaö flutt vörur
fyriri helmingi lægra gjald en
Englendingar. Þegar margir
sáu sér hag i aö greiöa heldur
hin lægri gjöldin, heitir þaö
nærfellt, „hvert land I álfunni
flækist i þetta net hollenska
verslunarauövaldsins”. Mikil-
vægasta tilefni Jóns til aö
’harma þróun borgaralegra at-
vinnuhátta er sú skoöun aö
henni hafi fylgt mikil og almenn
lifskjaraskeröing. Þessa kenn-
ingu hef ég hvergi séö eindregn-
ari en hér. Ég skal ekki fullyröa
aöhún sé röng, en þaö mun vera
talsveröum vandkvæöum háö
að sýna fram á miklu betri lifs-
kjör aldarinnar á undan eða
betri I frumstæðari löndum en
Bók Jóns Thors Haraldssonar
er nýjasta bindiö I bókaflokki
Máls og menningar, Mannkyns-
saga: efnistök leyfa ekki rök-
ræöur um álitamál, en I staöinn
kemur fjölbreyttur fróöleikur
og Hfsreglu ritháttur, segir
Helgi Skúli m.a. I umsögn sinni.
hinum kapítaliskustu. En þaö er
um þetta eins og flest annaö:
þau efnistök aö koma sem
viöast viö, þau leyfa ekki
rökræöur eöa vangaveltur um
álitamál. Þess sakna ég mest I
þessari bók, en met hana þó
mikils fyrir hinn fjölbreytta
fróöleik og líflega rithátt.
Undir vendinum
VANDARHÖGG. Sjónvarps-
leikrit eftir Jökul Jakobsson.
Kvikmyndagerö og leikstjórn:
Hrafn Gunnlaugsson. Leikend-
ur: Benedikt Árnason, Björg
Jónsdóttir, Bryndis Pétursdótt-
ir, Arni Pétur Guðjónsson o.fl.
Kvikmyndataka: Sigurliöi Guö-
mundsson. Hljóöupptaka: Jón
Arason. Leikmynd: Einar Þor-
steinn Asgeirsson.
færingar á verkinu til aö gera
þaö flutningshæft. Fæ ég ekki
annaö séö en hann hafi unnið
það verk af fullri túmennsku við
hugsun frumtextans. Þó að
deila megi um ágæti einstakra
breytinga, ekki sist sumra
myndinnskota, er leikstjörnar-
aöferð Hrafns i heild mjög
athyglisverö. Hann gætir þess
sem sé vandlega að engin yfir-
Undir kristilegu yfirborði
borgaralegs heimilis dafna
sjúkleiki og illmennska. Móðir
leikur sér að ungum syni sinum
eins og dauðri brúöu, bróðir og
systir fullnægja sér saman að
næturþeli með klæöaskiptum og
svipuleikjum, ástmey bróöur-
ins sker systurina á háls i baö-
kerinu. Atti einhver von á sliku
frá Jökli Jakobssyni? Þetta eru
nú samt helstu atburðir
Vandarhöggs, siðasta sjón-
varpsleikrits hans, sem frum-
sýnt var I sjónvarpinu á sunnu-
daginn var. Efni þess verður
ekki rakiö nánar hér, rúmum
fjórum árum eftir aö höfundur
þess lauk viö það er þaö oröiö
þjóöareign.
Um hvað fjallar þá þetta
myrka og blóðidrifna verk? Eitt
mega menn vera vissir um:
kynvilla, sadismi og önnur
kynferöisleg frávik, sem þarna
koma við sögu, eru ekki höfuð-
atriöi þess. Vandarhögg er verk
þroskaðs leikskálds, skálds sem
gat sagt frá dæmdu fólki án þess
aö fella sjálfur yfir þvi neinn
áfellisdóm og vissi aö i leikriti
verður höfundurinn aö gæta
algers hlutleysis gagnvart
persónum sínum. Yfirbragð
þessa leikrits er kannski nokkuö
ólikt þvi sem viö höfum átt aö
venjast á verkum Jökuls, en sé
dýpra skoöaö sver þaö sig þó
greinilega i ætt viö önnur leikrit
hans. I þvi má finna sum áleitn-
ustu þemu þeirra og I fylgd meö
þeim þau llfsvandamál, sem
hann viröist hafa gllmt viö til
hinstu stundar.
Handrit það, sem Jökull
Jakobsson afhenti sjónvarpinu
sumarið 1976, er ekki fullbúið
tökuhandrit. Þaö er I rauninni
ekki annað en laustengdar sam-
ræður án nánari fyrirmæla um
myndræna útfærslu. Hrafn
Gunnlaugsson hefur þvi oröið aö
gera nokkrar breytingar og lag-
borðsljóðræna eöa tilfinninga-
semi fái aö smeygja sér inn I
túlkun persónanna, heldur lætur
leika þær blátt áfram, allt aö þvi
fruntalega, jafnvel I viökvæmn-
ustuatriðum myndarinnar. Meö
þessu móti tekst að gera það
sjúka og margflækta mannlif,
sem þarna er lýst, djöfullega
sjálfsagt og um leið eru sköpuð
skilyröi fyrir því aö hægt sé að
taka fáránleik þess alvarlega.
Vandarhögg er glæpaleikur,
viö komumst ekki aö þvl fyrr en
i lokin, hver sá seki er. Emma
myrðir móöurina, Rós myrðir
Emmu, eins og hjá Æskylosi,
Shakespeare og Ibsen leiðir einn
glæpinn af öörum. Bæöi moröin
eru framin i sama tilgangi,
þeim að komast yfir manninn
sem konurnar elska. A viö-
kvæmri stund mæla þær báöar
sömu oröin viö hann: „Viö
erum frjáls......” En þessi
fögru orö eru aumkunar-
verö hræsni, þvi aö I rauninni
hafa þær einungis keypt sjálfum
sér frelsi til aö njóta hans. Þær
eru blindir fangar ófullnægðrar
ástrlöu sinnar og henni full-
nægja þær meö þvi að leggja lif
hans undir sig. Frelsi þeirra er
undir þrældómi hans komiö, á
bak viö grimu ástrikinnar felst
grimmasta sjálfselska.
Lárus er einn af förumönnun-
um I verkum Jökuls, kominn
heim til aö vitja uppruna sins.
Tilfinningallf hans er brenglaö
frá rótum: hann er hommi,
masókisti, transvestit og trú-
lega voyeuristi lika. Hann virö-
ist ófær um aö mynda heilbrigö
tilfinningasambönd við aðra og
er gefiö I skyn meö
„flash-bökkum”, sem leikstjór-
inn viröist hafa bætt inn í mynd-
ina, að orsakanna sé að leita i
meðferö móður hans á honum i
barnæsku. Hann lifir enn þá i
þeirri kvenlegu dúkku-imynd,
Vandarhögg — tekist hefur aðgera þaösjúka og margflækta mannlff sem verkiö lýsir djöfullega sjálf-
sagt og um leiö eru sköpuöskilyröi fyrir þvl aö hægt sé aö taka fáránleik þess alvarlega, segir Jón Viöar
m.a. i umsögn sinni.
sem aflaöi honum ástar móður-
innar, og náiðsamband hans við
Emmu byggist á þvi, aö hún
kemur fram við hann sem stað-
gengill móöurinnar. Likamlegt
ofbeldi móðurinnar hefur komiö
honum I ástarstaö á bernsku-
skeiði og síðan færir ekkert hon-
um sömu fróun og högg vandar-
ins.
Ætli þetta sé ekki i grófum
dráttum sú sálarfræði, sem ber
þetta leikrit uppi. Öneitanlega
er býsna bóklegur keimur af
henni, höfundur — og leikstjóri
— virðast vera undir sterkum
áhrifum frá ýmsum skólum
nútlmasálfræðinnar, ekki slst
þeim sem á upphaf sitt i kenn-
ingum bandarikjamannsins
Janovs, en hugmyndir hans um
„frum-sársauka” bernskunnar
sem undirrót nevrótisks athæfis i
slðar á ævinni hafa vakiö mikla
athygli á siöari árum. Vandar-
högg veröur þó ekki alfariö af-
greitt sem sálarlifsstúdia, þvi
að I þvi felast ýmsar stærri
spurningar, sem Jökull hafði
glimt við áður. Lárus hefur flúiö
ungur út I lönd, eflaust i leit að
frelsi til aö lifa i samræmi viö
eöli sitt. En þetta frelsi hefur
auösæilega ekki fært honum þá
hamingjusem hann þráöi, þó að
hann hafi getað svalað hvötum
slnum I bili. Þrátt fyrir frelsið
hefur hann ekki megnað að vera
sá sem hann er og ástæöan er
einfaldlega sú, að hann hefur
aldrei vitað hver hann sé I raun
og veru. Tilfinningaleg kúgun
foreldranna hefur sýkt alla
sjálfsskynjun hans, hann er enn
þá dúkkan hennar mömmu
sinnar og á þvi strandar öll von
um frelsi. Sé grannt skoðað hef-
ur Jökull tekið þessi vandamál
öll upp I fyrri verkum, e.n e.t.v.
tengjast þau hvergi betur en
einmitt I Vandarhöggi.
Eins og fyrr segir er handrit
höfundar ekki fullunniö og á
leikstjórinn þvi óvenju stóran
hlut I endanlegri gerð myndar-
innar.
Af lestri handrits er nokkuð
erfitt að átta sig á þvi hvað höf-
undur hefur verið að fara i ýms-
um atriðum og þar er t.d. ekki
að finna innskotin úr bernsku
Lárusar. Að visu býggjast þau
flest á upplýsingum textans, og
kunna aö gegna einhverju hlut
verki sem tengiliðir, en þó finnst
mér þau á köflum jaðra við
ofskýringu og draga jafnvel úr
þeirriógn, sem á auðsæilega að
stafa af leikjum persónanna.
Myndin vegur þannig salt á
milli alvörugefins drama með
sálrænu og heimspekilegu
inntaki og sálfræði-þrillers a la
Hitchcock, án þess að verða
nokkurn timann annað hvort út i
ystu æsar. Þennan tviveörung
má merkja i handriti Jökuls og
trúlega er vonlaust að búa svo
um hnútana að hann hverfi. Mér
sýnist leikstjórinn hafa lagt
heldur meiri áherslu á þriller-
inn og gripið raunar sums
staðar til full æsilegra bragða.
En verkið er unnið af kunnáttu
og öll sviðssetning og útfærsla
atriöisins þegar Lárus finnur
Emmu I baðkerinu við undirleik
Dansi dansi dúkkan min, er eitt
hiö besta sem enn hefur sést af
sliku tagi I islenskri kvikmynd.
Hrafn Gunnlaugsson hefur
löngum veriö djarfur i leikara-
vali og oft fundið rétta krafta,
þar sem aðrir heföu ekki borið
niður. I Vandarhöggi munu þau
Benedikt Arnason, Bryndis Pét-
ursdóttir og Arni Pétur
Guðjónsson fara með sin fyrstu
kvikmyndahlutverk, en Björg
Jónsdóttir mun hafa leikið i
fyrri myndum Hrafns. Val
hennar I hlutverk Rósar er þó
misráðið að minu mati. Ekki
verður séö að Björg lumi á leik-
hæfileikum svo nokkru nemi og
það er mjög ótrúlegt, að sú
sauðarlega stúlkukind, sem hún
sýnir, geti stjórnað plottinu á
bak við tjöldin. Benedikt og
Bryndís reyndust hins vegar
hlutverkum sínum mjög vel
vaxin. Benedikt sýnir sjúkleika
Lárusar meö finlegum og
hófstilltum meðulum og nær
sérlega vel þeim framandleika
gagnvart tilverunni sem ein-
kennir lif þessa manns. Emma
Bryndisar er andstæöa hans,
grófgerö lifsnautnakona, full af
þeir.ri hörkulegu hlýju, sem at-
hafnir persónunnar bera vott um
Zeta er beinaber persóna frá
hendi höfundar, en ekki varð
annað séð en Árni Pétur
Guðjónsson sýndi það sem sjást
átti.
Söngur Megasar hæfir vel
sem undirleikur við það vonar-
snauða mannlif, sem
Vandarhögg og önnur leikrit
Jökuls Jakobssonar fjalla um.