Helgarpósturinn - 23.01.1981, Síða 8
Föstudagur 23. januar'T981 Htalrjárpnczil irínri
—helgar
Lög og
posturinn—
utgefandi: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi,
sem er dótturf yrirtæki Alþýðu-
blaðsins, en með sjálfstæða stjórn.
Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð-
mundsson.
Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn
Vignir Sigurpálsson.
Blaðamenn: Guðjón Arngrimsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Guðmund-
ur Arni Stefánsson og Þorgrimur
Gestsson.
Utlit: Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir: Jim Smart.
Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur
Dungal.
Auglýsingar: Þóra Hafsteinsdóttir.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars-
son.
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Siðumúla 11, Reykjavík. Sími 81866.
Afgreiðsla að Hverfisgötu 8—10. Sim-
ar: 81866, 81741, 14900 og 14906.
Prentun: Blaðaprent hf.
Askrift (með Alþýðublaðinu) er nýkr.
70,00 (gkr. 7000) á mánuði. Verð i
lausasölu er nýkr. 6,00 (600) eintakið.
Löggjafarsamkomu þjóöar-
innar, Alþingi, er ætlaö aö
setja lög. Og þaö gerir hún
reyndar, þaö fer ekki framhjá
neinum. En þaö fer heldur ekki
framhjá neinum, aö sú lagasetn-
ing er i meira lagi einhæf. Mestur
timi þingsins fer f umræöur um
efnahagsmál, og um þau eru sett-
ir miklir lagabálkar, sem siöan
eru felldir úr gildi meö öörum
lagabálkum, þegar aörir stjórn-
málaflokkar hafa náö meirihiuta
á þinginu. Og önnur lög lykta
grunsamlega af hagsmurium ein-
staklinga eöa þröngra hópa. Brú
hér, togari þar.
A meöan sitja mikilvæg mál á
hakanum. Barnalög, lög um upp-
lýsingaskyldu stjórnvalda, lög
um kerfisbundna skra'ningu á
upplýsingum sein varöa einka-
málefni, svo eitthvaö sé nefnt. öll
þessi mál eru reyndar komin svo
langt, aö um þau hafa veriö sam-
in frumvörp. En þessi frumvörp
hafa þvælst fyrir Alþingi árum
saman án þess aö nógu margir
þingmenn hafi sýnt þeim þann
áhuga sem nægir til aö koma
þeim heilum i höfn.
Þingsályktunartillaga ,,um
tölvutækni viö söfnun upplýsinga
um skoöanir manna og persónu-
lega hagi” var fyrst flutt á
Alþingi áriö 1973, og siöan tvö ár i
röö. Ariö 1978 var svo loks flutt
frumvarp þaö um kerfisbundna
skráningu á persónulegum upp-
lýsingum, sem fyrr er getiö, siöan
endurskoöaö og lagt fram i
breyttri mynd 1979. Þaö kom þó
ekki til umræöu fyrr en haustiö
1980, var siöan sent ýmsum
aöilum til umsagnar og veröur
væntanlega lagt fram til
annarrar umræöu fyrir voriö. Þá
eru liöin átta ár frá þvi málinu
var fyrst hreyft á Alþingi, og
reyndar er ekki þar meö sagt, aö
þaö veröi umsvifalaust
samþykkt. Enn getur semsé liöiö
nokkur timi þangaö til sett veröa
lög um tölvuskráningu upplýs-
inga sem varöa einkamálefni.
A meöan æöir tölvubyltingin
áfram. Tölvubúnaður verður
sifellt ódýrari og meöfærilegri og
hópur tölvufræöinga á tslandi
stækkar óöfluga. En engin lög ná
yfir starfssviö þeirra.
i Helgarpóstinum I dag litum
viö á einn þátt tölvunotkunar,
þátt, sem vissulega kemur
einstaklingum og einkamálefnum
mikiö viö. Aö minnstakosti tvö
fyrirtæki safna saman upplýsing-
um um vanskil manna, uppboð og
gjaldþrot, raöa þeim upp I skrár
eftir nafnnúmerum og nöfnum og
selja á almennum markaöi.
Nú má vel til sanns vegar færa,
að skrár af þessu tagi séu hinar
nytsömustu I viöskiptum. Meö
hjálp þeirra má greina vanskila-
mennina frá reglumönnunum. Og
viö getum hiklaust tekið undir
orö Jónasar Haralz bankastjóra I
Landsbankanum, i samtali viö
Helgarpóstinn, aö nauösynlegt sé
að auka „viöskiptalegan aga” á
lslandi. En engu aö siöur býöur
skráning á vanskilamönnum
heim ýmsum hættum. Eins og
fram kemur I samantekt Helgar-
póstsins um þessi mál geta orðiö
örlagarikar villur i skráningunni.
Eins lenda menn þar fyrir litlar
sem engar syndir, t.d. gjaldþrot
sem samið er um áöur en til kast-
anna kemur, en menn sitja uppi
með i tiu ár og eiga þvi á hættu aö
fá hvergi fyrirgreiðslu, hvorki i
bönkum né verslunum.
Skráningar af þessu tagi eru
reyndar ekki ólöglegar
samkvæmt þvi frumvarpi sem nú
iiggur fyrir Alþingi. En þessi
starfsemi er leyfisskyld, og þaö
þýöir meðal annars, aö hún
veröur undir opinberu eftirliti. Og
þegar slikar persónulegar upp-
lýsingar hafa einu sinni veriö
tölvuteknar eru komnir mögu-
leikar á þvi að tengja þær ýmsum
öörum upplýsingum og nota þær
siðan i vafasömum tilgangi. Það
er ekki þar meö sagt, aö þeir sem
stunda tölvuvinnslu af þessu tagi
nú muni nota þessar upplýsingar
á óheiðarlegan hátt. En eins og
fyrr segir er tölvutæknin i stöö-
ugri þróun, og þaö er aldrei aö
vita hvenær óvandaðir menn sjá
sér leik á borði.
Þaö er islensku löggjafarvaldi
til skammar að fylgjast ekkimeö
timanum og láta þá tækni sem
einkennir nútimann eftirlits-
lausa.i. Lög er þaö sem þarf.
Halló alvörukróna
Nýtt ár hóf göngu sina með
nýjum vonum og nýrri krónu. Nú
skyldi reyna aö koma hér á
alvörugjaldmiöli eins og i
útlandinu, og aö sjálfsögöu skyldu
einhverjar ráöstafanir fylgja I
kjölfariö. Og ekki stóö á þeim. Nú
skal hætta aö telja niöur gengiö
næstu fjóra mánuöi aö minnsta
kosti og þess i staö var kaupiö nú
taliö niöur. Samkvæmt skoöana-
könnunum viröist almenningur
hafa tekiö þessum aögeröum
ótrúlega vel, menn eru jú orönir
Akureyrarpóstur frá. Reyni Antonssyni
svo vanir því aö kjarasamningar
séu afturkallaöir með lögum aö
þeir varla taka eftir þvi.
Sennilega myndu menn hafa
tekiö þvi miklu verr ef október-
samningarnir heföu fengiö aö
standa óbreyttir, það viröist nú
einu sinni vera mannlegt eöli aö
hræöast hiö óvenjulega. Annars
gekk skiptingin yfir I alvörukrón-
urnar nokkuð þokkalega hér i bæ.
Aö vi'su heyrði maður ýmsar kát-
legar sögur um vandræöi sem fók
hefði komist i, og heldur þótti
sumum þeir fá litiö til baka i búð-
unum. Einnig munu hafa veriö
einhver brögö aö þvi aö af-
greiöslufólk misreiknaöi sig.
Ekki hlutust þó nein stórvandræöi
af, og óllkt viröast Islendingar
vera fljótari aö læra á hina nýju
mynt en til dæmis Frakkar. Þeir
geröu samskonar breytingu á
mynt sinni fyrir hartnær tuttugu
árum, og enn hefur almenningur
þar i landi ekki lært að telja I ný-
frönkum. útlendingar lenda þar
stundum i vandræöum i verslun-
um þegar afgreiöslufólkiö gefur
upp vöruverö I gömlum og hundr-
aö sinnum veröminni frönkum.
Eitt fyrirbrigöi hefur þó skotið
upp kollinum hér sem algengt er I
Frakklandi, en þaö er sú tilhneig-
ing, einkum hjá stjórnarand-
stöðunni, aö gefa upphæöir upp i
gömlu myntinni, einkum þegar
þær þurfa að vera háar vegná
áróöursgildis einhverrar fullyrð-
ingar. Hér er um að ræöa sams-
konar áróðursbragö, og þegar si-
fellt er vitnaö i fimm manna fjöl-
skylduna, þegar til dæmis þarf aö
fá út háa tölu um kjaraskerðingu.
Slikir talnaleikir eru raunar afar
algengir hjá stjórnmálamönnum.
Fátt er eins áhrifarikt til aö slá
ryki i augu almennings og að
flagga meö nógu mikiö af tölum,
og að setja nógu flókin reiknings-
dæmi, helst svo flókin að þeir get
ekki sjálfir leyst þau.
Þaö ár sem nú er aö hefjast er,
samkvæmt ákvöröun sjálfra
Sameinuöu þjóöanna, helgað fötl-
uöum, eitt þessara kjaftæöisára,
sem aö undanförnu hafa veriö
helguö einhverju tilteknu
málefni. Austur á Indlandi var
upphafs þess minnst á veglegan
hátt af lögreglunni þar i landi
með þvi aö berja á blindingjum,
sem safnast höföu saman til aö
krefjast bættra kjara, en slikt
merkir aö likindum austur þarað
þeir fái aö skrimta enn einn dag I
viöbót án þess aö veröa hungurvof-
unni aö bráö. Hvilik ósvifni!
Hér á landi er þessa alþjóðaárs
fatlaöra fyrst og fremst minnst
meö þvi aö reyna aö skilgreina
þaö hvaö meint er meö oröinu
fatlaöur og má ætla aö i þaö fari
að minnsta kosti helmingur
ársins. Siöari hlutinn fer svo
sjálfsagt i þaö aö ráöamenn, svo
og forystumenn hinna svonefndu
„öryrkjafélaga”, sem flest
skarta meö nafni íslands, en fæst
ná meö starfsemi sina útfyrir
borgarmörk Reykjavikur, munu
geysast fram i fjölmiðlum og
ræöa fjálglega um þaö sem gera
þarf. Ef til vill veröur svo tekin
fyrsta skóflustungan aö enn einni
öryrkjablokkinni, I Reykjavik að
sjálfsögöu.
Allir vita hvernig fór með
barnaáriö sællar minningar, sem
ekkert skildi eftir sig nema minn-
inguna um einn „barnadag” i
Rikisútvarpinu. Ennþá er ekki of
seint aö láta eitthvaö gott, og þaö
raunverulega gott, af sér leiða á
þessu ári fatlaðra.
Fyrsta skrefið gæti verið
þaö aö blessaðir alþingismenn-
irnir okkar tækju sér fyrirhendur
aö lifa á örorkubótum þó ekki
væri nema i einn til tvo mánuöi.
Þá fengju þeir hugsanlega
skilning á einu af hinum mörgu
vandamálum fatlaöra, þaö er aö
segja tekjuöfluninni. Auðvitaö
eru vandamál fatlaöra miklu
fleiri, og mörg þeirra getur eng-
inn skiliö nema hann eigi sjálfur
viö fötlun af einhverju tagi að
strföa. En þvi miður eiga fatlaöir
ekki alltof auövelt meö aö koma
sjónarmiöum sinum á framfæri.
A Alþingi allra Islendinga situr
aöeins einn öryrki, Stefán
Jónsson, og er þar ágætur haukur
i horni. Innan embættismanna-
kerfisins eru þeir einnig harla
fáliöaðir þó þeir kæmu þar vafa-
laust aö meira gagni fyrir land og
þjóö, margir hverjir, en á hinum
svokölluðu „vernduöu vinnustöö-
um”, sem reistir hafa veriö meö
ærnum tilkostnaöi.
En maöurinn lifir ekki á einu
saman brauöi. Þaö sem stundum
er kallað menning viröist ekki
siöur vera mannskepnunni
nauösyn, og oft hafa verið sköpuö
ómetanleg menningarverömæti
viö harla þröng efnaleg skilyröi.
En einnig menningin viröist nú
vera farin aö lúta þeim allsherjar
markaöslögmálum sem eru aö
tröllriöa íslensku þjóöfélagi.
Þannig var skýrt frá þvi fyrir
skömmu aö tveir salir fyrir
myndlistarsýningar sem reknir
hafa veriö hér á Akureyri séu aö
loka, aö sögn forráðamanna
vegna þess aö þeir hafa ekki skil-
aö nægilegum ágóöa i krónum
taliö. Hér sannast aö ekki er alltaf
hægt aö reka menningu meö
gróöa og þvf veröur aö koma til
aðstoð hins opinbera eða al-
mannasamtaka.
Það gæti t.d. veriö veröugt hlut-
verk Alþýöusambandsins aö þaö
flytti hingað til mesta iðnaöar-
bæjar á tslandi listasafn sitt og
goti bæjarfélagiö hlutast til um
það að veglega yröi byggt yfir
það. Staöreyndin er nefnil. sú aö
þaö er oröið offramboö á myndlist
i Reykjavik eins og raunar á fleiri
sviðum menningar. Brátt kemur
að þvi aö ekki veröur hægt aö
komast yfir allt menningar-
framboöið þar I plássi eins og
gerist i sumum stórborgum
meginlandsins eins og til dæmis
Paris eða Vin. Menningar-
frömuðir hvarvetna i heiminum
gera sér sifellt ljósari grein fyrir
nauösyn menningardreifingar út
um landsbyggöina og til allrar
alþýöu. Til að mynda er ekki
vanþörf á þvi aö kveða niöur
þjóösöguna um lélegan leikhús-
smekk Akureyringa. Nema það
séu Akureyringar sem troöfvlla
eitt af leikhúsum hins mikla og
menningarlega Höfuöborgar-
svæöis til aö horfa á Þorlák
þreytta. Þetta er hlutur sem ber
að rannsaka.
HÁKARL
Ríkisstjórnin hefur gálgafrest
Hvaö skyldu útlendingar segja,
ef þefm væri greint frá þvi að
fyrstu þrjá mánuöi ársins myndi
kaup hér á landi veröa skert um
sjö prósent, eöa álika upphæö og
kauphækkun hefur numiö i ná-
grannalöndunum sumstaöar á
undanförnum árum. Eflaust
myndu þeir reka upp stór augu, ef
þeir væru ekki þvi betur aö sér
um Islensk málefni. Islenskir
launþegar og launþegasamtök
hafa hinsvegar veriö furöu róleg
vegna þessarar sjö prósent kaup-
skeröingar. Þaö er helst að
forystumenn Bandalags starfs-
manna rikis og bæja hafi kveðið
fast aö oröi, enda ekki óalgengt á
undanförnum misserum aö þaðan
hafi heyrst hljóð úr horni. Hins-
vegar hefur uppskera rikisstarfs-
manna i kjarasamningum ekki
veriö I samræmi viö upphrópanir
forystumanna. Raunveruleg
launahækkun varð einna minnst
hjá félagsmönnum BSRB i siö-
ustu samningum.
En hvaö veldur þessari þögn,
eöá réttara sagt þolinmæði og
umburöarlyndi launþegasamtak-
anna. Eiga rikisstjórnarflokk-
arnir svona sterka stuðnings-
menn i rööum forystumanna
þeirra, eöa sjá þeir sem er, aö ef
ekkert heföi veriö aö gert, heföi
kaupskeröingin I raun oröin mun
meiri.
Skoöanakönnun Dagblaösins á
dögunum rennir stoöum undir þá
kenningu, aö hér á landi sé nú al-
mennur skilningur á þörf rót-
tækra efnahagsráöstafana, eöa
hvað annaö á aö lesa út úr þvi
þegar nærri75prósent þeirra sem
tóku afstööu I könnuninni um fylgi
stjórnarinnar, voru henni hliö-
hollir.
Of takmarkaðar ráð-
stafanir
I raun er ekki fjarri aö álita aö
menn hafi almennt búist viö mun
haröari aögeröum, nema þeir
sætti sig viö þessar aögerðir, sem
algjöra byrjun. 1 næsta mánuöi
eöa nánar tiltekið áttunda
febrúar er ársafmæli rikis-
stjórnarinnar, og allan þennan
tíma hafa hugsandi menn verið
aö biöa eftir einhverju verulega
sterku útspili frá þessari stjórn,
sem virðist njóta svo mikils
fylgis, ekki aöeins hjá Dagblað-
inu, heldur þjóöinni allri. Kannski
aö eftirleikurinn veröi sterkari
þegar Gunnar Thor er búinn aö
ganga undir augnaögerðina i
Bergen og hvila sig eftir fyrstu
meiriháttar aðgeröirnar. Ein-
staka stjórnarsinnar segja aö
visu aö þaö hafi tekiö stjórnina
lengri tima, en búist var viö, aö
ná upp dampinum eftir aögeröa-
leysiö þegar minnihlutastjórn Al-
þýðuflokksins sat aö völdum. Aö
visu sat sú stjórn ekki algjörlega
aögeröalaus, og þaö veröur aö
koma fram i dagsljósiö, aö mun
betri hefur aökoman veriö eftir
þá stjörn, eöa þegar til dæmis
fyrsta vinstri stjórnin skildi við
voriö 1974. Þá haföi um langan
tima ekki mátt gera neitt til aö
rétta viö hag rikis og þjóöar.
Lúövik Jósefsson fór þá með víö
skiptamálin, og hann mátti vist
ekki heyra minnst á neinar hækk-
anir, hvaö þá aö mætti hrófla viö
bankakerfinu, eins og hann hefur
stundum veriö aö prédika siöan.
Þessar ráöstafanir veröur þvi
aö lita á sem nokkurskonar byrj-
unarleik, og nú má ekki draga
næsta leik of lengi. Klukkan
gengur, og timi til hluta sem
þessara er ekki ótakmarkaður.
Næstu ráðstafanir fyrir
1. marz
Ef nokkur töggur er i stjórninni
ætti hún aö vera tilbúin meö
næstu aögerðir þegar fyrir fyrsta
marz. Nú er jarövegur fyrir aö-
geröir, og um leiö og fólk sér aö
þær bera einhvern árangur, er
lag til aö kynna næsta leik. I raun
hefur doktor Gunnar Thoroddsen
og stjórn hans nú aöeins gálga-
frest til næstu stórátaka I efna-
hagsmálum, en þennan gálga-
frest má lika nota vel og skyn-
samlega, svo hann veröi i raun
enginn gálgafrestur. Ef hins-
vegar ekkert veröur aö gert,
Framsóknarmenn tala bara um
niðurtalningu og aö eitthvaö þurfi
aö gera, Alþýöubandalagsmenn
fara undan i flæmingi og Gunnar
Thor gefur loöin svör á Alþingi,
þá er ekki von á góöu. Þá er eins
vist aö þetta veröi raunverulegur
gálgafrestur þessarar rikis-
stjórnar.
Hákarl