Helgarpósturinn - 23.01.1981, Síða 22
22
Föstudagur 23. janúar 1981. JlBlgdrpOStUrÍDrL
ÍÞRÓTTIR VETRARINS, 4. GREIN
ÍÞRÓTTIR HEIMA
í STOFU______________
eftir Guðjón Arngrímsson
mynd: Jim Smart
í flestum löndum heims, þar á
meftal islandi, fer aðsókn að
íþrótta v iðburö um minnkandi.
Tölur sýna að gestir fþrnttavalla
eru nú hvergi nærri því eins
margir og þeir voru fýrir tíu
árum eða tuttugu árum. En a á
þessum sömu árum hefur áhorf-
endum að iþróttav iöburðum
fjölgað mikið. Þeir hafa aldrei
veriö fleiri en nú.
Það er sjónvarpinu aö þakka
eða kenna. Líklega hafa svona
fimmtiu þúsund islendingar séð
Asgcir Sigun'insson atast í varn-
armönnum Dvnamo Dresden i
Austur-Þýskalandi, fyrst í frétta-
tima, svo i iþróttaþætti. Leikur-
inn var sýndur allur i Austur-
Þýskalandi, en auk þess sjón-
varpað i Belgiu og eflaust fleiri
löndum Mið-Evrópu. Það er varla
ofætlað að meira en ein milljón
manna hafi séð leikinn eða hluta
úr honum.
Langflestir vesturlandabúar
horfa meira á iþróttir i sjónvarpi
en á iþróttavellinum. i flestum
löndum er lika einn besti dag-
skrártimi sjónvarps lagður undir
þær, — siðdegiö á laugardögum,
og sunnudagarn ir. Og á islandi er
hvorki meira né minna en 15
prósent af allri dagskránni, efni
um iþróttir.
Það er mjög umdeilt viðast hvar
erlendis, hvort þessi umfangs-
mikla starfsemi sé til góðs fyrir
iþróttahreyfinguna. Sú umræða
hefur farið lágt hérna, jafnvel þó
við fengjum í sumar tilfelli, sem
nánast kallaði á slikt. Þá var
sjónvarpsmönnum bannaöur
aðgangur að Laugardalsvellinum
á þeim forsendum að ekki hefðu
náöst samningar um greiöslu
sjónvarps fyrir birtingarrétt
leiksins. Þaö mál er reyndar enn
ekki til lykta leitt.
Knattspyrnusambandiö og
Sjónvarpiö hafa enn ekki gert
samninga um afnot þess siðar-
nefnda af „skemmtiefni” þess
fyrrnefnda. A árinu 1979 greiddi
sjónvarpið 19 miiljónir til iþrótta-
hreyfingarinnar, en minna i ár
vegná deilnanna um peninga.
Á Bandarik junum borguöu
hinsvegar sjónvarpsstöðvar þrjú
hundruð milljaröa islenskra
króna á árinu 1978 til fótbolta-
sambandsins eins. Þar er þvi
iþróttastarfsemin augljóslega
fjármögnuö nánast eingöngu með
þvi að selja sjónvarpinu birt-
ingarrétt. Og þar i landi er ekki
mikið verið að horfa i hefðir og
venjur þegar sjónvarpið er
annarsvegar. Það hefur lag á að
gera fjárvana iþróttasamböndum
tilboö sem þau geta ekki hafnað.
Til dæmis þá er körfubolti i
Bandarikjunum leikinn í 4 sinn-
um 15 minútur, ekki 2 sinnum 20
eins og viðast annarsstaðar. Það
er gert svo oftar megi koma að
auglýsingum. Og i bandaríska
fótboltanum, rúbbiinu svo-
kallaða,, er dómarinn útbúinn
með þráðlausan hljóðnema svo
áhorfendur heima i stofu fái
ákvarðanir hans milliliöalaust.
Og i þeim leik er vald sjónvarps-
ins svo mikið, að niður viö hliðar-
linuna er sérstakur starfsmaður
þess sem hefur það hlutverk að
stöðva leikinn I hvert sinn sem
auglýsingu þarf að skjóta inn. Og
skiptir þá engu máli þó annað lið-
ið sé i' þann mund aö skora pen-
ingarnir ráða.
Svona breytingar láta hinir
ihaldsamari Evrópubúar ekki
bjóða sér, enn sem komið er að
minnsta kosti. Það er kannski
ástæðan fyrir þvi aö þar eru mun
minni peningar I boði. Golfiö er
vinsæl fþróttagrein, upprunnin i
skosku hástéttinni. Það er allt
annar leikur nú en áöur en sjón-
varpið kom til sögunnar. Aður
varþetta heldrimannasport, leik-
ið í þögn og án áhorfenda. NU er
golfið almenningsiþrótt, og áhorf-
endaiþrótt.og á öllu keppnisfyrir-
komulagi hefur orðiö gjörbylting
sjónvarpsins vegna. Aður var
eingöngu ledkin holukeppni, en
vegna þess hve mismunandi
langan tima þær tóku hentuðu
þær ekki i fyrirfram ákveðna
sjdnvarpsdagskrá. Þvi var tekiö
upp par-fyrirkomulagið, þar sem
leiknar eru 18 holur og sá vinnur
sem leikur þær i fæstum höggum.
Með þvi fékkst á hreint hvemig
staðaner á hverjum tima (á pari,
undir pari eða yfir pari) og úrslit-
in ráðast á siðustu holunum, þar
sem sjónvarpsvélum er fyrir-
komið.
Þess er eflaust langt að biöa að
islenska sjónvarpiö geti farið
frammá svona breytingar. Enda
er atvinnumennskan litil sem
engin i iþróttahrey fingunni
hérna, og allir leggja sitt af
mörkum áhugans vegna. Erlent
efni er lilca mun meira i
islenskum iþróttaþáttum en
öörum, vegna þess hve okkar
iþróttir eru i flestum löndum ábatasöm grein viðskipta. Sumum finnst þó auglýsingaflóðið i iþrótta
heiminum, sérstakiega þvisem snýr að sjónvarpi, einum of iangt gengið.
iþróttafólk er i fáum tilfellum á
heimsmælikvarða. Og þegar
áhorfandinn hefur einu sinni séð
iþróttafólkeins og það er best, þá
er ekki eins gaman að horfa á
annan flokk. Bjarni Fel sagði
i samtali við Helgarpóstinn að
við samsetningu þáttanna heföi
hann fyrst og siðast „manninn
sem situr heima i stofu” i huga,
velferð i'þróttahreyfingarinnar
færi i' flestum tilfellum saman við
velferð hans.
Bjarni sagði erlenda efnið
koma viðsvegar að, en einkum i
gegnum EBU, Evrópusamband
sjónvarpsstöðva. Þeir senda til
aðildarstöðvanna dagatal, þar
sem upplýsingar fást, jafnvel
marga mánuði frammi timann,
hvaða iþróttaviðburðir það eru
sem teknir verða upp. Eftir þessu
dagatali er svo pantaö. En einnig
kemur mikið i gegnum frændur
okkar á Norðurlöndunum. Sumt
af efninu kemur fritt, annað þarf
aöborga fyrir. 1 fæstum tilfellum
er það dýrt. Og stærstu
viðburðirnir eru oft ekkert dýr-
ari, vegna þess að þá dreifist
kostnaðurinn á margar sjón-
varpsstöðvar.
En hvaða iþróttagreinar henta
þessum margumrædda fjölmiðli
best? Knattspyma segja eflaust
sumir og benda á að hún er hér
eins og annars staðar i Evrópu
það fþróttaefni sem mestan
timann fær. Karate segja eflaust
aðrir. Hér á eftir fer lausleg
umsögn um nokkrar þeirra
iþróttagreina sem sjást i sjón-
varpinu i'slenska, og persónulegt
mat á hentugleika þeirra fyrir
þennan miðil. Lesendur geta
dundað sér við að vera þessu
ósammála, eða sammála.
Knattspyrna:
Fótboltinn er sennilega
vinsælasta s jónvarpsiþrótt
Evrópu, og ekki að ástæðulausu.
Þar fer saman mikil hreyfing og
fjölbreytni. Engar tvær sóknir
eru eins. Að visu er litið skorað,
en það er læknað með þvi að
skera leikina aðeins niður.
Handknattleikur:
Einnig góð iþrótt fyrir sjón-
varp, með mátulega miklu af
mörkum og mikilli hreyfingu.
Það sem háir er hve ein sókn vill
verða annarri lik, þegar leikinn
er kerfisbundinn bolti.
Kör fuknattleikur:
Of mikið skorað, hver karfa
skiptir litlu máli. Það háir einnig
aöoftráðast Urslitin bara á svona
þriggja minútna mjög spennandi
kafla undirlokin. Leikurinn sjálf-
ur er bara undirbúningur. Engu
að siður mikill hraði og hreyfan-
leiki.
Blak:
Tilbreytingaleysið háir hér.
Hver sókn er annarri lik, fyrst
móttaka, þá uppspil og sKian
skellur. Spenna getur hins vegar
orðið mikil, vegna punktakerfis-
ins, sem gerir það að verkum að
úrslit eru kölluð fram i hverri
lotu.
íshokkí:
Ef til vill hin fullkomna
sjónvarpsiþrótt, ef ekki væri sU
staðreynd að nánast Utilokað er
að sjá pukkinn, litlu tréskífuna
sem allt snýst um. Sérstaklega
þegar markskot eru reynd, þvi
þau eru einum of föst. Annars
hefur leikurinn allt — hraða,
fjölbreytni, talsvert af ofbeldi,
sem sjónvarpsáhorfendur um
allan heim hafa jafn gaman af.
Golf:
Golf hefur sömu eiginleika og
kúltiveruð sakamálamynd, þar
gengur alit út á spennuna. Þeir
sem vel þekkja til geta að visu
dáðst aðstil og svo framvegis, en
fyrir meöalmanninn, er það bara
spennan. KUlan sést ekki nema
þegar hún lendir, og kylfunni er
sveiflað svo hratt að hún sést
ekki.
Fimleikar:
Ekki mikil spenna, enda stór
hluti þeirra fimleika sem við
sjáum tekin á sýningum, ekki
keppni. Ekki heldur mikil
fjölbreytni. En griðarleg fimi,
einsoggefur að skilja. Á mörkum
þess aö vera iþrótt. Hver veit
nema viö sjáum þetta i Vöku inn-
an skamms.
Lyftingar:
Ekki góð sjónvarpsiþrótt, eða
áhorfendaiþrótt yfirleitt. Einhæf,
og sjaldan mjög spennandi. Verst
er þó kannski að hin feiknarlegu
átökkoma sjaldnast yfir til áhorf-
andans heima i stofu. Hann gerir
sér enga grein fyrir þyngdunum
sem lyft er.
Júdó:
Ekki heldur iþrótt likleg til að
öðlast vinsældir sem áhorfenda-
gaman. Hún er eiginlega bæði of
einhæf og of flókin. Þetta eru
tveim menn að tuskast, en allir
meiriháttar atburðir fara fram
með slfkum ógnarhraða að augað
nær þvi ekki. Flóknar reglur?
Frjálsar iþróttir:
Yfirhöfuð mjög gott efni, enda
vinsælt eftir þvi. Sumar greinar
eru þó mun skemmtilegri en aðr-
ar, en t.d. millivegalengdar-
hlaupin eru með allra besta
Iþróttaefni. Minna er varið i t.d.
kúluvarp, þar sem aðeins einner i
hringnum i einu. Þegar öllu er
blandað saman, eins og oftast er
tilfellið, er um að ræða mjög gott
sjónvarpsefni.
Skiðakeppni:
Ekki gott. Mjög einhæft og
engin keppni milli einstaklinga.
Það er ekkifyrr en keppendur eru
komnir i mark að i ljós kemur
hvort þeir eru einu sekúndubroti
á undan eða eftir næsta manni.
Skiðastökk er tignarlegt, en
gangan hefur það framyfir alpa-
greinarnar að þar sjást þó stund-
um fleiri en einn keppandi i einu,
en í' heild heldur dapurlegt sjón-
varpsefni.
Skautalþróttir:
Skautahlaupið getur verið
spennandi en er einhæft til
lengdar. Og það er með list-
dansinn eins og fimleikana, að
hinn almenni áhorfandi getur
ekki fylgst með árangri. Hann er
á valdi einhverra dómara, sem
taka stil, listfengi ofl. með i reikn-
inginn. I öllum algengustu
iþróttagreinunum eru það
„áþreifanlegir” hlutir sem ráða
úrslitum — mörk, stig, timi, hæð,
lengd o.s.frv.
Sund:
Einhæft, og langdregiö á lengri
vegalengdum. Stuttu sundin eru
oft spennandi. Um dýfingar má
segja það sama og fimleika og
listdans á skautum. Sundknatt-
leikur er aö mörgu leyti ágæt
sjón varpsiþrótt, en er full
hægfara og eins og i handbolta
vilja leikimir veröa hver öörum
likir.