Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 18
18 Pungrottan fær á baukinn Háskólabió-mánudags- mvndin: Þaö er ekki hægt aö nauöga mönnum (MtEsnd kan ikke voldtages). Sænsk. Árgerö 1978. Handrit og leikstjórn Jörn Donner. Aöalhiutverk: Ann Go- denius og Gösta Bredefeldt. greiningu laganna á nauðgun enda viðkvæöið oftast: „Henni var nær'.” Það breytir þvi þó varla að niðurlægingin er hin sama. Þessi mynd finnsk/sænska kvikmyndaleikstjórans Jörn K vikm yndir eftir Björn Vigni'Sigurpálssori' Það gerist liklega um hverja helgi hér á höfuðborgarsvæð- inu — um það leyti sem nætur- lifið með tilheyrandi sumbli er að fjara út — að konu er þving- að til ásta. Oftast nær er konan liklega hálfmeðvitundarlaus sakir ölvunar og litt fær að veita mótspyrnu. Sjaldnast er lika kært i tilfellum sem þessum og ekki vist að þau stæðust skil- Donner er gerð eftir samnefndri skáldsögu finnsku skáldkonunn- ar Marta Tikkanen (höfunds ljóðabókarinnar Astarsögunn- ar, sem Heimir Pálsson sagði okkur frá hér i Hringborösgrein i sumar), og segir einmitt frá atviki af þessu tagi. Fráskilin kona, afgreiðslu- maður á bókasafni, fer út að skemmta sér með vinkonu sinni Allsstaðar sama sagan Alþýöuleikhúsið: Kona. Þrir einþáttungar eftir Dario Fo. Leikstjóri: Guðrún Ásmunds- dóttir. Leikmynd og búningar: ivan Török. Áhrifahljóð: Gunn- ar Reynir Sveinsson. Lýsing: David Walters. Þýðendur: Olga Guðrún Árnadóttir, ólafur Haukur Simonarson og Lárus Ýmir óskarsson. Leikendur: Sólveig Hauksdóttir, Edda Hólm og Guörún Gisladóttir. Alþýðuleikhúsið er nú loksins komið i húsnæði sem það hefur fram i skoplegu ljósi mannlega eiginleika og bresti þannig að áhorfandi sér sjálfan sig eða að minnsta kosti náunga sinn á sviðinu og hver getur ekki hlegið á kostnað náungans? Og enn eitt. Þau vandamál og aðstæður sem Dario tekur fyrir eru ekki bundnar við italskar aðstæður eingöngu þó þau beri sterkt svipmót samfélagsins sem þau eru sprottin upp úr, heldur eru þessi vandamál og aðstæður sameiginleg vest- rænum iðn- og velferðarrikjum. eitt ráð yfir, gamla Hafnarbió, og er vonandi að þau yfirráð standi lengur en fram á sumar, en til þess tima nær samningur leikhússins við húsráðendur. Sú aðstaða sem leikhúsið hefur þarna komiösér upp tekur langt fram þeim aðbúnaði sem starf- semi þess hefur áður mátt við una. Hefur þessi gamli braggi nú öðlast nýtt lif og nýjan til- gang. Ég óska Alþýðuleikhúsinu til hamingju með breytinguna. Dario Fo virðist á góðri leið með að verða eftirlætisleikskáld okkar Islendinga. Alþýðuleik- húsið hefur sýnt leiki eftir hann viö miklar vinsældir og frum- sýnir nú tvö leikverk eftir hann og mér heyrist á fréttum að annaðhvert leikfélag úti á landsbyggðinni sé að setja upp verk eftir hann. Manni veröur óneitanlega spurn i hverju þess- ar vinsældir liggja. Hvaða erindi á þessi italski róttæk- lingur, andófsmaöur og grinisti við Islendinga? Dario Fo virðist vera einn af þessum mönnum, sem geta allt. Hann semur leikrit, leikstýrir, teiknar leikmynd og búninga, leikur aðalhlutverkiö og semur jafnvel ballett og tónlist ef mikið liggur við. Hans megin- kenning er sú að leikhús skuli vera skemmtilegt. Það má vera ýmislegtannað einnig, pólitiskt, fáránlegt, heimspekilegt eða hvað sem hver vill, en það á að vera skemmtilegt og ekki bara skemmtilegt heldur bráö- skemmtilegt. Til að ná þessu marki hefur hann leitað viða fanga, beitir aðferðum farsa og kómediu, og seilist einnig til fornra alþýðlegra gleðileikja sem eiga sér langa hefð á Italiu. En þessir fornu alþýðuleikir höfðu einmitt oft að aðalmark- miði að fara með dár og spé um hina riku og voldugu og það gerir Dario Fo svikalaust i sinum verkum. Það eru til lærðar kenningar um að gamansemi alþýðu sé oftast á kostnað þeirra riku og voldugu og við þurfum ekki að horfa lengi i eigin barm til aö sjá aö það er rétt. Og þarmeö er komin ein skýring á vinsældum Dario Fo. En það kemur fleira til. Honum er einkar lagið að draga Kona Þessir þrir einþáttungar sem sýndir eru undir samheitinu Kona eru samdir af Fo og konu hans Fröncu Rame. Franca Rame hefur yfirleitt leikið aðal- hlutverkið i leikritum manns sins og eru þessir þættir sér- staklega samdir fyrir hana. Hefur hún farið með þá vitt og breitt um Italiu og reyndar viðar við mikla aðsókn og góðar undirtektir. Þættirnir eru fram- lag þeirra hjóna til jafnréttis- baráttunnar og bera það með sér að þar er margskonar sér- kvenlegri reynslu haldið til haga. Reyndar kemur fátt sem hér er talað um þeim á óvart sem fylgst hefur eitthvað meö jafnréttisumræðu siðustu ára, en hér er þetta efni sett fram á nýjan, vekjandi og bráð- skemmtilegan hátt, þó gamanið verði stundum býsna grátt (á kostnað karlmanna að sjálf- sögðu og geta viðkvæmar sálir eins og t.d. ég, tekið sumt af þvi nærri sér). Fótaferð Fyrsti þátturinn, er svipmynd af morgunamstri verkakonu, sem á barn og mann, og gefur jafnframt innsýn i daglegt lif hennar þegar hún rifjar upp það sem gerðist daginn áður. Þessi þáttur er efnisrýrastur þátt- anna þriggja en jafnframt hlægilegastur, eða á ég heldur að segja að gamansemi hans hafi verið góðlátlegri en hinna, gamanið græskulausara og broddurinn ekki eins hvass. Sólveig Hauksdóttir skilar þessum þætti mjög vel og fer stundum á kostum i léttum og blæbrigðasnöggum farsaleik. Ég hef ekki séð hana gera betur á leiksviði. Annar þátturinn Ein, fjallar um velmegandi miðstéttarkonu sem er lokuö, bókstaflega, inni á heimilinu og er á góðri leið með að veröa brjáluð. (Hún á við geðræn vandamál að striða og er að kikna undan kúgunar- þunga hins kapitaliska karl- rembuþjóöfélags.) Þessi þáttur er þrælmagnaöur i frábærri túlkun Eddu Hólm, sem hér vinnur umtalsverðan leiksigur. Hér er ekki á ferðinni neitt græskulaust gaman heldur hár- i tilefni af fertugs afmælis, fær sér einum of mikið neðan i þvi og lendir i að fara heim með dæmigerðri pungrottu, sem er finnskur keiluspilsmeistari i þokkabót. Þegar hins vegar á hólminn er komið vill konan ekki þýðast manninn, sem tekst þó að hafa fram vilja sinn án þess að konan megni að veita verulegt viðnám. Þegar konan rankar við sér aftur man hún fátt frá atburðum næturinnar nema niðurlægingu sina sem brátt snýst upp i eins konar þráhyggju. Henni tekst af harðfylgi og oft ótrúlegri út- sjónarsemi að hafa upp á pung- rottunni, heimilisfangi manns- ins og grafast fyrir um alla hagi hans. Ekki verður það til álitsauka hennar á manninum, svo að hún einsetur sér að ná fram hefndum. Dulbúin tekur hún að ofsækja hann um leið og hún leggur á ráðin hvernig hún geti svarað i sömu mynt. Þar er auðvitað helsti höfuðverkur Þaö er „full ástæöa til þess aö óska Alþýðuleikhúsinu til ham- ingju með fleira en húsnæöið. Fyrsta frumsýningin þar er mjög eftirminnilegur at- ’burður”, segir Gunnlaugur Ast- geirsson i umsögn sinni um Konu I Hafnarbiói. Hér sést Sól- veig Hauksdóttir i hlutverki sinu i Fótaferð, fyrsta ein- þættinum af þremur. beitt og nistandi háð þannig að stundum rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds yfir grimmri skopfærslu nakins og óhugnanlegs veruleika. Þriðji þátturinn, Við höfum allar sömu sögu að segja, er fra- brugðinn hinum tveimur. Hann byggir meira á fantasiu og óvæntum tengslum. 1 honum er fjallað á hugmyndarikan og lif- andi hátt um hlutverk konunnar sem ástkonu, og móður, dóttur og þjónustu. 1 fantasiunni birtist okkur kaldur raunveruleikinn og i skopfærslunni felst háðsk ádeila á kúgun konunnar i hvaða mynd sem hún birtist. Þessi þáttur er viðamestur i sýningunni og trúlega sá vand- meðfarnasti. Það er næstum ótrúlegt að sjá hvað Guðrún Gisladóttir spannar vitt svið tjáningar i túlkun sinni á þess- um þætti. Hann býður að visu upp á mikla möguleika og þeir möguleikar eru vissulega nýttir i þessari sýningu. Það ætti að vera ljóst af þvi sem þegar er sagt að leikstjórn Guðrúnar Asmundsdóttur hefur tekist mjög vel. Hún hefur valið þá vandasömu leið að láta leik- endurna vera á mörkum þess að springa i loft upp og sleppa sér i ærslafenginn farsaleik. En þessi sprenging verður ekki og leik- konurnar feta örugglega þetta þrönga einstigi. Ég er ekki frá þvi að með svolitið meiri ögun hefði þessi frábæri leikur orðið snilldarleikur og ég er viss um að sýningin á eftir að batna enn þegar sýningum fjölgar. Leikmynd Ivan Töró’k er ein- föld og iburðarlaus, hentaði vel húsnæðinu og undirstrikaði þá aðferð leikstjóra að koma efninu til skila einungis með flutningi textans og látbragöi. Það er þvi full ástæða til þess að óska Alþýðuleikhúsinu til hamingju með fleira en hús- næðiö. Fyrsta frumsýningin þar er mjög eftirminnilegur at- burður. —G. Ast. „...verulega snotur mynd um heldur viðurstyggilegan þjóö- félagskvilla, sem á erindi við bæði kynin”. hennarsáaðþaðerekkihægt að nauðga karlmönnum eða svo er henni sagt af þeim sjálfum. En er það svo? Það er ástæðulaust að spilla ánægjunni fyrir áhorfendum með þvi að svipta hulunni af þvi hvernig konan fer að þvi að ná fram hefndum. Jörn Donner byggir upp aðdraganda þessa lokauppgjörs þeirra á meistara- legan hátt, svo að myndin Jielgarpósturinn verður meira i ætt við þriller en það sósialdrama sem er óneitanlega undirtónn frá- sagnarinnar og maður óttaðist fyrirfram að yrði hinn rauði þráður myndarinnar. Kven- frelsisboöskapurinn er heldur hvergi yfirkeyrður og þótt lykil- atriði myndarinnar, nauðg- anirnar, gæfu vafalaust ein- hverjum kærkomið tækifæri til að velta sér upp úr ósómanum, leysir Donner þau af dæma- lausri smekkvisi —gefur fremur i skyn en að lýsa athæf- inu. Engum ætti þvi að vera þar ofboðið, og reyndar eru var- færnisleg tök Donners á þessu vandmeðfarna efnislik, að hann getur iðulega leyft sér áö vera kiminn og gamansamur. Leikur þeirra Ann Godenius og Gösta Bredefeldt er eins og annað i þessari mynd — lág- stemmduren heilsteyptur. Jörn Donnerhefur þvi tekist ætlunar- verk sitt — að búa til dæmisögu úr hversdagslifinu, verulega snorta mynd um heldur viður- styggilegan þjóðfélagskvilla, sem á erindi við bæði kynin. — BVS Ys og þys út af flensu Herranótt 1981 . Ys og þys út af engu eftir William Shakespeare i þýöingu Helga Hálfdánarsonar. Leikstjóri: Andrés Sigurvins- son. Leikmvnd og búningar: Friðrik Erlingsson og Karl Aspelund. Leikendur: Karl Aspelund, Róbert Jóhannsson, Skúli Gunnarsson Arni Snævarr, Jóhann Viðar ivarsson, Einar M. Ólafsson, Hildur Jóhanns- dóttir, Þórður Steingrimsson, Kári Indriðason, Steingrimur Benediktsson, Bjarni Másson, Hafliði Helgason, Sigrún Bjart- marz, Ásta H. Ingólfsdóttir, Þórdis Arnljótsdóttir, Þóra Laufey Pétursdóttir, Stefán Jónsson, Asgeir V. Snorrason, Anna H. Ilildibrandsdóttir, Brynjar Karlsson, Érna Milúnka Kojic, Bertha María Arsælsd. Stefán G. Stefánsson. Herranótt Menntaskólans i Reykjavik hefur nú ráðist i að setja upp einn af eldri gaman- leikjum Shakesperars, Ys og þys Ut af engu. Þessi leikur hefur einu sinni áður verið settur á svið, i Kennaraskól- anum 1970 og vill svo skemmti- lega til að leikstjórinn nú, Andrés Sigurvinsson lék þá eitt af aðalhiutverkunum. Þetta leikrit hefur sér það til ágætis, fyrir utan að vera skemmti- legur farsi á gullfallegu máli, að i þvi eru tiltölulega mörg nokkurnveginn jafnstór aðal- hlutverk og gefur það mörgum tækifæri til þess að spreyta sig, án þess að of mikið mæði á hverjum einstökum. Hentar þvi leikritið vel til uppfærslu áhuga- hópa. Hitt er svo annað mál að texti þess er mjög vandmeðfar- inn og þarf leikstjóri að leggja mikla alúð við að leggja setn- ingarnar i munn leikenda. Það er ótrúlegt þrekvirki fyrir unglinga i Menntaskóla að koma upp jafn fjölmennri og viðamikilli sýningu. Ég held að slikar syningar séu ómetan- legar I félagsstarfi skóla, veita nemendum útrás fyrir óbeislaða orku viðerfið og þroskandi við- fangsefni og er jafnframt hvild frá námsbókum (þó sú hvild verði stundum fullmikil, segir kennarinn i mér). Ekki er slður mikil um vert að i skólasýn- ingum hafa margir okkar fremstu leikara smitast þessari þrálátu bakteriu. Skólasýn- ingar eru því mikilvægur þáttur i leiklistarlífi þjóðarinnar. Mér virðist þessi uppfærsla hafa tekist vel að mörgu leyti. Sviðsmyndin er i hreinum formum, hvit með hliðar- tjöldum og brú útfrá aðalsvið- inu. Gefurþaðsvigrúm til mik- illar hreyfingar á sviðinu sem ósparter notað og glæðir leikinn auknu lifi. Frumlegir búningar, hvitir kjólar og svört gamal- dags jakkaföt, draga athyglina frá Utliti persónanna og beina henni að þvi hvað þær segja. En þvi miður var oft misbrestur á þvi að framsögnin væri nægi- lega skýr, enda varla von til þess að óþjálfaðir unglingar geti skilaö fullkomlega jafn vanda- sömum texta (sem atvinnu- leikarar eiga oft i erfiðleikum með). Annars var sýningin sem ég sá, önnur sýning, hálfgert ómark vegna þess að hálfur leikendahópurinn var meö flensu og ætla ég þvi að sleppa þvi að fjalla um einstaka leik- endur, en miðað við flensuna og aðra óáran sem herjaði þetta kvöld var mesta furða hvað hópurinn stóð sig vel á sviðinu. Þegar leikendum skánar sóttin, sem ég vona að verði sem fyrst, þá trUi ég aö flestir geti haft gott gaman af þessari sýningu og notalega kvöldstúnd i Félags- heimilinu á Seltjarnarnesi. —G. Ast. Í-ÞJÓÐLEIKHÚSW Könnusteypirinn póiitíski i kvöld kl. 20 sunnudag kl. 20 Næst sföasta sinn Oliver Twist laugardag kl. 15 sunnudag kl. 15 Dags hríöar spor laugardag kl. 20 Litla sviðið: Líkaminn annaö ekki þriðjudag kl. 20.30 Miðasala kl. 13.15—20. Simi 11200. leikfélag REYKJAVlKUR Ofvitinn föstudag kl. 20.30 Rommí laugardag kl. 20.30 Otemian sunnudag kl. 20.30 Miðasala i Iönó kl. 14—20.30. Simi 10620. Austurbæjarbíó laugardag kl. 23.30 Miöasala i Austurbæjarbíó frá kl. 16-23. t

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.