Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 9
9 r JiQ/garpásfurínn Föstud?§ ur 6. febrúar 1981 Fréttamannafjaðrir og mannlegar tilfinningar Sumir hlutir gera mig hreint alveg hvinandi vitlausa af bræöi, einkum þeir, sem koma mér til aö skammast min fyrir aö vera manneskja. Þaö er framhjá eöa finnum ekkert at- hugavert viö. Eitt af þeim, sem verst kemur viö mig, er æsi- fréttamennskan. Er eitthvaö aö frétta- Heimir Pálsson —Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Mat+hias- dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Bertelsson Hringborðið dag skrifar Magnea J. Matthiasdóttir. einkum tilgangslaus grimmd mannskepnunnar gagnvart þeim, sem minna mega sin, til aö mynda börnum og dýrum og öörum smælingjum, sem ekki geta variö sig sjálfir meö kjafti og klóm einsog viö hin villi- dýrin. Svo má auövitaö lika nefna útrýmingarherferöir gegn aöskiljanlegum lituöum kynþáttum, sem hviti maðurinn telur sig sjálfskipaðan herra yfir, svosem einsog Ameriku- indiánunum '(viö fylgdumst grimmt meö- þvi i „Land- nemunum” skemmst aö minnast) og Astraliunegrum (sem enn má vist ekki tala um, en sem töldust ekki til manna þrátt fyrir litrika menningu sina, fyrir þaö eitt aö þekkja ekki eldinn). Þaö eru heldur ekki fá ofbeldis- og grimmdar- verk, sem framin hafa veriö i nafni kristinnar trúar og mann- kærleika i gegnum aldirnar og samviskusamlega eru tiunduö i flestum mannkynssögubókum, flest hver gagnrýnislaust af hálfu höfunda, kennara og nem- enda. Ég þarf sjálfsagt ekki að telja þau upp (þó ég gæti þaö eflaust þangaö til ég yröi græn og blá i framan af púra and- leysi), hver einasti sæmilega viti borinn maöur ætti aö vita af þeim nægilega mörgum til að losna ekki viö kligju ævilangt. — Annars eru þau sist skárri niöingsverkin, sem unnin eru i daglegu lifi og viö ýmist litum mennsku? Er hún ekki bara sjálfsögð þjónusta við almenn- ing, aö hann fái að fylgjast með þvi, sem er aö gerast á liöandi stundu? Og hvaö sosum, áttu viö meö „æsifréttamennska”? - Hvaö er þaö fyrirbrigöi fyrir nokkuö? — Jú, aö minu viti er þaö sú tegund fjölmiölunar, aö birta hvern andskotann sem vera skal og velta sé’r uppúr óförum annarra meö svolitið , ,mikiö-er-ég-nú-betri-en-þú ’ ’-- bros á andlitinu. Þá eru „frétt- irnar” birtar án þess aö kann- aöar séu til hlitar forsendurnar — gjarna þá vegna þess mis- sterka gruns blaðamannsins, aö hér sé kannski ekki alveg allt meö felldu og eigi jafnvel ekki allt viö rök að styöjast, ef „fréttin” er könnuö niöri alla sauma. „Mannlegar ti 1- finningar” svonefndar spila þarna enga rullu — þaö er hvort eö er ekki fólk, sem á i hlut, heldur sálarlaus fyrirbæri, sem gegna nafninu „fréttaefni”. Og fréttaefni hafa nú sjálfsagt ekki af miklu aö státa, svona til- finningalega. — Fólk ferst á voveiflegan hátt — maöur er myrtur, piltungur ferst við ólög- lega iöju. Allt er þaö tiundaö i blööum meö nákvæmum lýsing- um og helst auövitað myndum, gjarna þá sem subbulegustum. (Aö visu skal játaö, aö Islensk blöö eru heldur aftarlega á merinni I þvi efni, en er þaö kannski af þvi aö þau hafa ekki á nægilega mörgum ljósmynd- urum aö skipa til aö etja i sóöa- skapinn? — Þaö stendur án efa til bóta, eins og svo margt i okkar velferöarþjóöfélagi.) Kjaftasögur þykja fullgóöar heimildir — i þeim efnum eru is- lensku blööin sist eftirbátar annarra — og óþarfi að spá i þaö frekar hvern skaöa þær geta unniö. Hverju skiptir þaö heil- agan verndardýrling blaða- manna (sem sjálfsagt eiga einn slikan, ekki siöur en mellur og þjófar), aö Island er nú einu- sinni litiö samfélag, þar sem allir þekkja ennþá alla og flest gengur útá „ég-þekki-mann- móralinn” margfræga? Auövitað eiga hinir viöurstyggi- legu glæpamenn sér enga ást- vini, sem hugsanlega kippa sér upp við aö lesa um andstyggö- ina I blöðum. Varla eiga þeir börn, sem gætu oröið fyrir aö- kasti i skólum eða leikvöllum eða þá á götum úti. Þaö er óhugsandi, að foreldrar hafi fætt þá I heiminn og þurfi aö þola uppgeröarsamúð og kvik- indislegar athugasemdir kunningja, nágranna og yfirleitt allra, sem einhverja nasasjón hafa fengið af „málinu” gegnum blaöalestur og aðra fjölmiölaneyslu. — Ef einhver slik fjölskylda og vinir eru fyrir hendi er þaö eflaust af sama sauöahúsinu og harösviraöur afbrotamaöurinn i klefanum og lætur þvi naumast frétta- flutninginn á sig fá. Nú, eöa þá lærir af reynslunni aö vera ekki aö telja sig náinn svona svörtum og samviskulausum sauöi. — Ástvinir fórnarlambsins? Það hlýtur aö vera balsam á þeirra sár að geta fylgst meö i blööum og léttir aö fá þar sem nákvæm- astar lýsingar, vitandi vits, að hver einasta gróa landsins slef- ar oni kaffibollann sinn af ein- tómum fjálgleik. — Áuðvitaö hlýtur krafan aö vera: nákvæmari fréttaflutning, fleiri myndir og skilyröislausa nafn- birtingu. Fólk veröur aö fá aö vita á hverjum þaö þarf aö vara sig. Ekki satt? En hafiö þiö einhvern tima hugsaö úti þaö, fréttasnápar - góöir, aö þaö þarf talsvert aö ganga á, svo fólk fremji ein- hvern þann glæp, sem þiö teljiö til tiöinda? Hafiö þiö einhvern tima leitt hugann aö þvi, hvaö manneskja þarf aö þola áöur en hún missir svo gjörsamlega vit og sjálfstjórn, aö hún verður annarri manneskju aö bana? Vitið þiö yfirleitt eitthvaö um þaö, hvernig ástvinum hennar liöur aö lesa nafniö i blööunum? Grunar ykkur hvernig fjöl- skyldu fórnarlambsins liöur, þegar þiö bætiö ykkar skerf ofaná allar aörar andlegar kvalir? Nærtækt dæmi: hvernig liöur tveim ungum börnum aö vita ekki bara aö pabbi sé dáinn, heldur lika að mamma drap hann? Eða hafiö þiö kannski ekki gert ykkur grein fyrir þvi, aö fréttin ykkar er ekki bara svo og svo margir dálksentimetrar á siðunni, sem henni er skellt á? Hún er lika efni i óteljandi kjaftasögur, flestar verulega krassandi. Og dýrkeyptust þeim, sem enga sök eiga á henni. Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn — gott og vel. Þaö lög- mál er sjálfsagt enn i fullu gildi i fréttaheiminum.En hver á að greiöa gjaldiö? Mér finnst timi til kominn aö gróur landsins láti sér skiljast aö feitustu kjaftasögubitarnir eru dýrari i mannlegum til- finningum en nokkurt verö- bólgukjöt, nema þá kannski pundiö, sem Feneyjakaup- manni bauöst einhvern tima einsog frægt varö. Þar á ég ekki siöur viö gróurnar, sem skarta fréttamannafjöörum dags dag- lega. En sjálfsagt skiptir þaö þær minnstu máli. Bara þær fái „fréttina”... Heimsmet í vísindum Nautgripahjörö á þurrkasvæði i Senegai 1973. Undanfarin ár hafa ýmsir framámenn veöurþjónustunnar I heiminum og veöurfarsfræðinn- ar átt annrlkt mjög viö skipulagn- ingu viöamestu rannsókna sem um getur I sögu visindanna. Viö- fangsefniör er veðurfar jaröar- kringlunnar f allri sinni marg- breytni. Hvernig er tíðin? Viö erum vön aö tala um veöur- far tiltekinna staða og eigum þá viö veöriö eins og þaö lætur að jafnaöi á þessum stööum: tiltölu- lega vott eða þurrt, kalt eða heitt, ókyrrt eða stillt. Sólarganginn þekkjum viö og árstiöimar vetur, sumar, vor og haust leika meö vissu aöalhlutverkin eitt af öðru — viö þykjumst vita aö veöriö aö hálfu ári liönu veröur aö ein- hverju leyti andstæöa veöursins úti fyrir glugga þessa stundina. En gamaniö kárnar þegar viö förum aö hugleiöa þaö sem lagt er á elstu menn aö muna: afbrigöin, undantekningarnar, þaö rignir og rignir i sífellu — hver lægðin i kjölfar annarrar kemur öslandi og sprænandi á allt sem fyrir veröur, og stundum kemur engin svo vikum skiptir. Enginn staður á jöröinni er óhultur fyrir þessum geöklofa náttúrunnar — hún hefur skipt um ham og brugðist okkur manntetrunum — eða þvert á móti: þaö verður ein- munatiö, sem menn muna og mikla fyrir sér meö árunum. Um aldaraöir hafa menn fylgst meö þessu sjónarspili og tekið þátt 1 því nauðugir viljugir. Skilningurinn hefur aukist og menn hafa safnaö i sarpinn æöi miklum fróöleik, sem aö haldi hefur komiö viö búskap, veiöar og aöra iöju. Nafna minum þrumu- guði hefur verið steypt af stóli I hugum manna og djöflagangur- inn i svörtum skýjunum er ekki lengur álitinn þeysireiö hans um himinhvolfið, heldur bylgjuhreyf.-. ingar i andrúmsloftinu samfara eyðingu spennumunar i óstööugu lofti — þruma og elding. JU, ólikt vita menn meira nú en jafnvel fyrir 100 árum um loft- hjúp jarðarinnar og vafalaust stuöla framfarirnar aö bjartsýni visindamanna nú er þeir einsetja sér aö láta kné fylgja kviöi og stofna til allsherjarrannsókna á veðurfarssveiflum. Spurningin er: hversu miklar eða afbrigöilegar eru eiginlega öfgar veðurfarsins — og miöaö viö hvaö mætti lika spyrja . Svar óskast i beinhöröum tölum og mælingum. Hvaö veldur veöurfarsveiflun- um — hvaö stjórnar tíöarfarinu, hver er skúrkurinn, eru þeireinn. eöa fleiri — eru þeir nálægt eöa hinum megin á hnettinum I liki óvenjulegs hitafars I yfirboröi sjávar til dæmis? Hvaö hafa öflug gos á sólinni aö segja? Skyldum viö nokkurn timann geta séö fyrir aö gagni hvernig muni viöra næsta mánuö eöa næstu árstiö, spáö um veöriö i grófum dráttum næstu mánuöi eða ár? Eöa er „kerfiö” of flók- iö? Höfum viö nú þegar náö leiö- arenda og rekist á takmörk mannlegrar getu til aö skilja til- brigöi veðurfarsins og viöbrögð þess viö áhrifum Uthafanna að neöan og sólarinnar aö ofan? Veðurfar heimsins i smásjánni Alþjóölega veðurfræöistofnun Sameinuöu þjóöanna, sem sam- ræmir alþjóölega samvinnu veöurþjónustunnar er frumkvöö- ull aö þvi átaki sem stendur fyrir dyrum i rannsóknum á veöurfari og breytingum þess. Þing eitt mikið var haldiö i febrúar 1979 I Genf, og var þar gengið frá yfir- liti um þekkingu mannkynsins á veöurfari og áætlun um fyrir- komulag rannsóknanna. Er áætl- un þessi kölluö „World Climate Programme” á ensku, áætlun um veöurfar jaröarinnar. Aætluninni er skipt i fjóra meg- inþætti: I fyrsta lagi er gagna- söfnun og úrvinnsla, I ööru lagi veröur könnun á veðurfari og áhrifúm þess á atvinnuvegina, i þriðja lagi breytingar af manna völdum og siöast en ekki sist veröa visindalegar rannsóknir á þessu sviði samræmdar og efldar. Rannsóknirnar veröa eins og gefur að skilja ákaflega fjöl- breytilegar og alls kyns tækni veröur hagnýtt: nýjustu mæli- tæki, tynglingar og tölvur. Við úr- vinnslu gagnanna verða splunku- • nýjar aöferöir stærðfræðinnar og tölfræðinnar notaöar. ÞUsundir visindamanna veröa i meira eða minna mæli viöriðnir þessa viðtæku rannsókn, sem kannski á eftir aö standa yfir i tvo áratugi. Verkefnið er ætlaömörg-' um iönum höndum og mörgum sveittum sköllum. Þrátt fyrir ótal misgrip og alls konar misskilning væntamenn þess aö þeir verði aö lokum nokkru nær um helstu þrýstihópatia I hinum sibreyti- legu átökum innan og utan loft- hjúpsins þeirra sem móta veðrið og tíöarfariö. Þess skal að lokum getiö, aö Veöurstofa Islands mun taka þátt i þessum samræmdu rannsókn- um, einkum i samvinnu viö löndin beggja vegna Noröur-Atlants- hafsins, Kanada, Bandarikin og Skandinaviu. j>j,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.