Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 20
20 helgarpósturínn.. Þættir úr sögu nýbylgju Hversdags/egar goösagnir Lou Reed, Rosk and Roll-diary 1967-1980 Það er heldur litið um að vera á hljómplötumarkaðinum um þessar mundir, menn kasta mæðinni eftir jólafárið, og biða Þrátt fyrir ýmsar sveiflur i hinar ótrúlegustu áttir má segja að boðskapur Lou Reed hafi átt sér mjög svipaðan undirtón allt frá Velvet Under- ground til dagsins i dag. Kannski má segja að þar sé það quotidiennes) jafnvel eiga betur við verk Helga en þær neo-realisku myndir sem nefndar voru svo fyrir 20 árum. Hér er um 64 verk að ræða og fleiri, þar sem i sumum tilfell- um eru á ferðinni seriur. Mynd- irnareruteiknaðar eða málaðar með oliu- og vatnslitum. Annars bendir Helgi alls staðar á fánýti þess sem kalla má tæknilega út- færslu. Það er fyrst og fremst frásögnin eða hugmyndin sem máli skiptir. Þannig verður sá efniviður fyrir valinu sem hentar i það og það skiptið (heppilegra er t.d. að nota vatnsliti við smámyndir en oliu á stærri fleti). Nú er Helgi engan veginn að sniðganga formrænar áherslur vegna þess aö honum sé uppi- sigað við formið heldur til að visa áhorfanda kurteislega að efni myndanna og þvi sem þar er að gerast. Án þess að fara út i einstök atriði i myndum hans, byggir Helgi þó i flestum verka sinna á myndasögunni og syrpukenndri frásagnartækni. Litlir undarlegir atburðir eiga sér stað, hlaðnir húmor og skringilegum kringumstæðum. Sjónrænar glettur fremur en bókmenntalegar koma fram i barnslegri erotik og jafnvel nokkuð gróflegri glettni. Greinilegt er að Helgi leggur mikla áherslu á skjóta, sjálfsprottna tjáningu hug- dettna sinna og lætur sér fátt um finnast þótt sumt komi an- kannalega fyrir sjónir áhorfenda. ,,Ég hef einhvern tfma áður minnst á stöðu Helga sem einhvers frumlegasta og skemmtilegasta málara yngri kynslóðarinnar. Sýn- ingin i Norræna húsinu gerir ekki annað en að staðfesta þessa fyrri skoðun mina”, segir Halldór Björn Runólfsson um sýningu Helga Þorgils Friðjónssonar. Það er þó augljóst þeim sem fylgst hefur með þróun Helga, að still hans er markvissari nú en nokkru sinni fyrr og skiln- ingur hans á eigin tilraunum er dýpri og fyllri. Þannig er um vissa fullkomnun að ræða á þeim hugmyndum sem áður voru á tilraunastigi. Þetta kemur glöggt fram i málverk- unum.s.s. „Meðtöfrastaf” (60), „Hröð atburðarás” (61) og „Hættulegt næturrölt” (59). Ég hef einhvern tima áður minnst á stöðu Helga sem ein- hvers frumlegasta og skemmti- legasta málara yngri kyn- slóðarinnar. Sýningin i Norræna húsinu gerir ekki annað en að staðfesta þessa fyrri skoðun mina. Hér er á ferðinni sýning sem auðveldara er að sjá en segja frá. Hún verður opin til 15. þessa mánaðar. Popp eftir Astráð Haraldsson Það er fyndið a ð hugsa til þess að fyrir fimmtán til tuttugu ár- um fór fram mikið uppgjör milli gagnrýnenda vestan hafs og austan. Styrrinn stóð um hvort formræn fegurð teikni- myndar vægi þyngra á metun- um en frásagnargildi hennar og hæfileikinn til að segja sögur soðnum hasarblaðastil Lichten- stein yfirsterkari, a.m.k. i bili. Fyndnin sem ég byrja greinina á felst hins vegar i þvi, að dæm- inu var stillt upp sem baráttu milli Evrópu og Ameriku. Þó svo að Lippard nefni varanleg áhrif Chicago-skólans og Peter Saul á evrópska málara milli Myndlist______________ eftlr Halldór Björn Runólfsson (litterert gildi). Ekki voru allir reiðubúnir að horfa hlutlægum augum á máliö og fór það fremur eftir afstöðu manna til þristirnisins New York, London, Paris, hvaða pól þeir kusu. Þannig verður Lucy Lippard tiðrætt um of flókna hugsun meðal evrópskra málara og skort þeirra á hreinni og beinni „harðsoðinni” (cool) aðferð. 1 svipaðan streng tók Compton, en José Pierre er á öndverðri skoðun og dregur taum evrópskrar listar fremur en ameriskrar. Þegar maður gengur inn á sýningu Helga Þorgils Friðjóns- sonar rifjast upp fyrir manni þetta löngu liðna þras sem engu máliskiptir nú.Enef marka má a'f sýningu hans, þá virðist frá- sögnin (t.d. ala Buzzatti) hafa orðið andsögulegum og harð- 1956 og ’64, hefur hún nokkurn imugust á þessari stefnu sem er ekki nógu kirfilega einskorðuð við ákveðinn stað, heldur flakki ámillilandasem nokkurs konar „farandhreyfing”, sé þvi hvorki fugl né fiskur og þrjóti þar með allar viðurkenndar heimsborgarreglur. Sannleikurinn virðist nefni- lega vera sá, að Helgi Þ. Frið- jónsson sem nú heldur sina stærstu einkasýningu til þessa i kjallara Norræna hússins, er sprottinn upp úr þeim alþjóð- lega jarðvegi sem var að frjóvg- ast fyrir tveimur áratugum beggja vegna hafs og sniögekk öll landamæri. Fyrir áhrif frá hugmyndalist (conceptual art), hefur svo hreyfingin kristallast og orðið að stefnu. Mér finnst nafngift Restanys )t,hversdags- legar goðsagnir” (myhologies Jóhannes Björgvinsson og Guðrún Hanna óiafsdóttir í hlutverkum sinum i Markóifu. íngarlaust gaman fer þó ekki hjá þvi að áhorfandinn sjái ákveðna hneigð. Þjónustu- fólkinu vegnar vel, en höfð- ingjarnir eru hafðir að spotti og spegla yfirleitt lakara siðferði. Það var mikið fjör f þessari sýningu. Leikendum tókst að halda miklum hraða og fullum dampi út sýninguna. A stundum virtust leikendurnir e.t.v. ætla sér um of, þá varð sýningin of hávaðasöm og leikendur réðu ekki fullkomlega við raddbeit- inguna. Sýndist mér að leik- stjórinn hefði mátt velja hóf- stilltari leið gegnum ærslin, það hefði komið leikendum til góða I flóknustu senunum. Að tiunda frammistöðu ein- stakra leikenda er óþarfi, en ég fæ þó ekki stillt mig um að geta Björgvins Guðmundssonar i hlutverki Jóseps. Þar er greini- lega á ferðinni afbragðs gaman- leikari, látbragð hans og tækni hæfðu hlutverkinu vel. Elín Jónasdóttir stóð sig einnig vel i hlutverki Markólfu og tókst full- komlega að skila hennar barns- legu einfeldni. Einnig mæddi mikið á Jóhannesi Björgvins- syni i hlutverki markgreifans, látbragð hans var oft gott en hann var nokkuð spenntur, lék af of mikilli áreynslu. önnur hlutverk voru veigaminni en ágætlega innt af hendi. Ég þakka Grimni fyrir' skemmtunina og vona að félag- inu vegni vel i glimunni við þær aðstæður sem áhugafólki um leiklist eru búnar á lands- byggðinni. Það er virðingarvert en erfitt að þurfa að keppa við sjónvarpið og yfirvinnuna en gildi slikrar viöleitni verður seinlt. ofmetið. SS þess að pyngjur almennings þnitni á ný. Þær plötur sem út komu á siðustu jólavertið hafa flestar hlotið einhverja umfjöllun i blöðunum, en þó rakst ég á eina, sem heldur hljótt hefur veriö um hérlendis, þrátt fyrir að hún hafi vakið talsverða athygli er- lendis. Hér er um að ræða safn- plötu bandariska nýbylgju- frömuðarins Lou Reed. Fyrir þá sem fylgst hafa með rokkhljómlist siðustu tiu ára eða svo er þessi plata ekki aðeins heimild um feril Lou Reeds sem tónlistarmanns, heldur yfirlit yfir tónlist heillar kynslóðar. Lou Reed hefur nefnilega átt meiri eða minni hlut að flestum breytingum sem orðiö hafa á tónlist kynslóðar- innar sem hafnaði hippa- blómanum, og ælir nú út tón- leikahallir Vesturlanda, „heið- virðum” samborgurum sinum öl mikillar hreliingar. Það hófst á siðasta fjórðungi sjöunda áratugsins með hljóm- sveitinni Velvet Underground sem kom fram með The Exploding Plastic Inevitable sjói Andy Warhols i austurhluta Greenwich Viliage i New York. Lou Reed söng og samdi mikið af lögunum. Velvet Under- ground gaf Ut aö minnsta kosti fjórar plötur, en naut ekki veru- legra vinsælda og leystist upp árið 1970. Þar með var sólóferill Lou Reed hafinn. Sá ferill stendur enn, og hefur þegar gefið af sér nær fimmtán plötur, ef taldar eru allar hljómleika-og yfirlitsplötur. Ærsl hjá Hólmurinn Leikfélagið Grimnir i Stykkis- hólmi sýnir Markólfu eftir Dario Fo. Þýðandi: Signý Páls- dóttir. Leikstjóri: Jakob S. Jónsson. Lcikmynd: Lárus Pétursson. Búningar: Sigrún Jóhannesdóttir og Signý Páls- dóttir. Lýsing: Eðvaid Einar Gislason. Leikendur: Elin Jónasdóttir, Svanhiidur Jóns- dóttir, Guðrún Hanna Óiafs- Leikurinn byggist mjög á misskilningi sem þó greiðist úr að lokum. Markólfa er vinnu- kona hjá markgreifa og hefur fremur litillar hylli notið hjá karlmönnum, ef undan er skilinn Frans ræfillinn sem lika er i þjónustuliði greifans. En þegar upp kemur sá misskiln- ingur að Markólfa hafi unnið væna fúlgu i rikishappdrættinu bölsýnin sem blifur. Til dæmis má nefna að Reed hefur fjallað talsvert um eiturlyfjavanda- málið sem hipparnir arfleiddu okkur að, eitt af hans betri lögum „Heroin” af fyrstu plötu Velvet Underground, hefur af mörgum verið talið eitt áhrifa- mesta „dóplag” sem út hefur komið, þetta lag er að finna á þessari safnplötu. Þar eru reyndar samankomin öll bestu lög Reed svo sem „Sveet Jane” „Walk on the wild side”, „Berlin” og „Street Hassle”, vel frá gengin og mynda einkar laglega heild. Fyrir þá sem vilja kynna sér rætur nýbylgjunnar er Rock and Roll diary aðgengileg'. og skemmtileg hljómplata, og með henni er hafin skráning tón- listarsögu áratugsins sem var að líða. dóttir, Vignir Sveinsson, Jóhannes Björgvinsson, Björg- vin Guðmundsson, Birgir Sævar Jóhannsson. Leikfélagið Grímnir er ekki ýkja gamalt, stofnað árið 1967. En þaö er greinilega leiklistar- áhugi 1 Hólminum þvi að félagið hefur sett upp 1—2 sýningar á ári frá stofnun þess. A afreka- skránni er að finna mörg merk verk, s.s. Lokaðar dyr eftir Sartre, Fando og Lis eftir Arra- bal, Hart i bak, Þið munið hann Jörund og Pilt og stúlku. Að þessu sinni fæst félagið við gamanleik eftir hinn ágæta Dario Fo, og það er for- maðurinn Signý Pálsdóttir sem hefur þýtt leikinn. Markólfa er eitt af elstu verkum höfundar, saklaus ærslaleikur I anda Commedia dell ’arte, laus viö siðferðislegan og pólitiskan anda nýrri verkanna. lifna öll hennar karlamál. Riki nirfillinn Jósep og blankur markgreifinn biðla báðir til hennar og gleyma jafnframt unnustum sinum Teresu og furstynjunni. Eftir mikið japl og.jaml og fuður leysist flækjan og pörín ganga saman eins og upphaflega stóð til. En þá kemur i ljós að Markólfa hefur i raun og veru hlotið vinning og væntanlega biða betri dagar þeirra Frans. Af þessari samantekt efnisins sést að hér er fyrst og fremst á ferðinni græskulaust gaman, verkinu er ætlað það hlutverk að hýrga geð manna og það tekst. Oft á tiðum var engu likara en horft væri á þögla gamanmynd, þangað voru ýms brögðin sótt. Persónurnar eru sifellt að fela sig, þjóta inn og út úr skápum, brenna sig, detta og hjá þeim er bilið stutt milli hláturs og gráts. Þótt ég hafi talað um mein- eftir Slgurð Svavarsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.