Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 06.02.1981, Blaðsíða 1
HVAR ERU ÞINGMENNIRNIR? Að vasast i flestir hverjir „Þvi verður ekki neitað að þingmenn hafa það mjög misgott fjárhagslega. Það eru annars vegar þeir, sem -engar tekjur þiggja utan þingfararkaupsins og svo aftur hinir sem ýmis aukastörf hafa eða reka eigin fyrirtæki. Þarna get- ur verulegur launamunur legið á milli manna." Þetta sagöi einn hinna sextiu þingmanna okkar Islendinga um lifskjör sextiumenninganna. Mikið hefur verið rætt og ritað um nýorðna launahækkun til handa þingmönnum og menn ekki verið sammála. I dag kannar Helgarpóst- urinn hins vegar lauslega almenn lifskjör þing- manna, hve stór hluti þeirra lifir einungis á þing- launum sinum og svo aftur fjölda þeirra sem stússa i ýmsum störfum öðrum sem drjígja tekjurnar — oft til mikilla muna. Það kemur i ljós að veru- legur hluti þingmanna hef- ur sitthvað annað á hendi en þingstörfin ein og þyngir það pyngjur hinna sömu. En skyldu þessi aukastörf þingmanna koma niður & þingstörfunum? Ýmsir lita svo á. Arni Gunnarsson þingmaður var spurður um það atriöi og hann svaraði: „Ég get nefnt, að alloft vantar 1/3 hluta þingliðsins er þingfundir standa yfir, hver svo sem ástæða þeirr- ar fjarveru er. En það skyldi þó ekki vera að sum- ir þingmenn heföu of mikið á sinni könnu utah beinna þingstarfa?" © Fréttamanna- f jaðrir og mannlegar tilfinningar —Hringborð hans Daviðs Oddssonar, borgarráðsmanns, sem hann hélt fyrir blaðið i siðustu viku. Davið er ungur að árum kominn til mikilla áhrifa i Sjálf - steðisflokknum, er oddviti sjálfstæðisminnihlutans i borgarstjórn, og það fer ekkert milli mála i dagbók hans að pólitíkin á hug hans allan um þessar mundir, þótt hann eigi þaö alltaf til öðru hverju að taka ofur- litið hliöarspor og skrifa þá gamanþætti og sjónvarps- leikrit i léttum dúr. Daviö segir i dagbók sinni m.a. frá 3487. fundi Dagbók Daviðs Oddssonar: 4 OG 1/2 MÍNÚTA Á MÁL „Ekki þarf Helgarpóst- urinn að buast við þvi, að þessi vikudagbók min verði nákvæmlega sii sama og færð er að kvöldi og læst i skiiffu til þess að vera þar hundrað ár eftir að maður er allur. Slfkum dagbókum. sem ætla að vera þag- mælskar i heila öld eða lengur, og kannski vera týndar þá og tröllum gefnar, getur maður sagt leyndarmál, með þokka- legri samvisku". Þannig hefst dagbókin borgarráðs, þar sem fjörtiu og eitt mál var tekið fyrir. „Að þessu sinni eyddum viö 4 og 1/2 minútu að meðaltali á hvert mál." segir hann. 0 Með landsliðinu i leik: TOBBI TITRINGUR GEKK UPP - OG SIGUR VANNST Laridslið okkar i hand- Og svo er það auðvitað bolta stendur i ströngu Tobbi tremble, þrir i sama þessa dagana. Framundan horni, og hin er stórmót i Frakklandi og kerfin öll. áður en það hefst verða leiknir landsleikir við Aust- ur-Þjtíðverja hér i Laugar- dalshöllinni. Liður i undirbúningnum voru einnig leikir við Frakka um siðustu helgi. A sunnudaginn var fylgdist Helgarpósturinn með liðinu i gegnum einn landsleikj- anna. í ljds kom að ekki er allt sem sýnist, þegar horft er á landsleik. í æfinga- leikjum er oftast lögð áhersla á að laga einhver ákveðin atriði, og leikur liðsins getur gengið Utá það i meginatriðum. En áhorfendur hafa að sjálfsögðu ekki hugmynd um það. # Kvikmynda hátíð —Listapóstur m Á humar- veiðum á Costa Rica — Ferðapóstur # Gunnars- dýrkunin — Hákarl .......JlQlgnrpósturinn Víðlesnasta vikublaðið

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.