Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 4
i h *:; í = í n <• # ♦ f *.*«* ui ■ -rr^ í # ' p > fyjfí: - r/1 «.#V * *■■■* < EINVIGI Miðvikudagur 15. apríl 1981 Hvers vegna er þörf — eöa þörf ekki — á bandarisku varnarliði hér á landi? Kjartan: Aðalástæðan fyrir þvi, að það er þörf á varnarliði frá samstarfsþjóðum okkar i At- lantshafsbandalaginu er tviþætt, t fyrsta lagi er þaö nauðsynlegt til að tryggja öryggi tslands, tryggja það aö tsland verði ekki fyrir hernaðarásókn af hálfu rikja, sem við teljum hugsanlega að séu okkur óvinveitt. Þar á ég við riki sem hafa annars konar stjórnmálafyrirkomulag og ann- ars konar þjóöfélagsgerð, en við kjósum að hafahér. t öðru lagi er varnarstöðin á Islandi ákaflega mikilvægur hlekkur i sameigin- legu varnarkerfi Atlantshafs- bandalagsins, sem Islendingar hafa tekið ákvöröun um að vera þátttakendur i. Og um þá þátt- töku hefur verið mikil eining á milli a.m.k. þriggja stjórnmála- flcácka. Þessar tværhöfuðástæður tel ég vera fyrir dvöl varnarliðsins, þ.e. beina öryggishagsmuni Islands og hins vegar sameiginlega öryggishagsmuni Atlantshafs- þjóðanna, þótt raunar séu þessir tveir höfuðþættir litt aðskiljan- legir.” , Guömundur: ,,Ég er þarna á öndverðum meiði. Ég vil ekki aðeins segja að ekki sé þörf á varnarliðinu heldur beinlinis að það sé hætta fyrir okkur íslend- inga að hafa það hér á landi. Og þessi hætta hefur fariö vaxandi með gjörbreytingu i vigbúnaði og hefur eiginlega dregiö okkur inn i þá stöðu, að við myndum dragast inn i átök, sem Bandarikin ættu i, án þess að Atlantshafsbandalagið ætti þar þátt i heild sinni.” Kjartan: ,,Ég er nú langt frá þvi að vera sammála þessu. Það þarf ekki annað en að lita á landa- kort og þann herfræðilega veru- leika, sem tsland er hluti af, til að sannfærast um það, að lega landsins ein út af fyrir sig, er þess valdandi að Islendingar geta ekki komist hjá þvi að taka af- stöðu i þeim ágreiningi sem er á milli alræöisþjóðanna og lýð- ræðisþjóöanna. Við höfum kosið að skipa okkur i sveit með lýð- ræðisþjóðunum og við verðum að standa við þá ákvörðun okkar. Ég held einnig, að það sé hættuleg rangfærsla og rangtúlkun á öllum kringumstæðum, að halda þvi fram aö tsland sé fyrst og fremst c o </> </i CD C c o o c íO o O c o 3 c 3 Q_ C O íl> O to </> U) o 3 HERINN OG NATO Oeilan um bandariska varnarliöið hér á landi og tiivist tsiands i Atiantshafsbandalaginu er langt frá þvi að vera ný af nálinni. Umræður og oft heiftúðugar deilur herstöðva-og NATO andstæðinga og aftur þeirra scm viija tryggja varnir og öryggi tsiands meö þvf að taka þátt I samstarfi NATO og hafa hér bandariskt varnarlið, hafa ekki farið framhjá nokkrum manni siðustu áratugi. Guömundur Georgsson læknir fyrrum forniaöur miðnefndar herstöðvaandstæðinga og Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjáifstæðisfiokksins og ákafur taismaður þeirra sem vilja herliðið hér við núverandi aðstæöur rökræða þessi mál f Helgarpóstinum i dag. Þeir heyja einvigið aö þessu sinni. fram i öllum heimildum þám hin um svokölluðu leyniskýrslum, (skjSum bandariska utanrikis- ráðuneytisins), að Bandarikja- menn voru að sækjast eftir útvirki fyrir varnir sinar. Og þar kom aldrei fram neinn áhugi á vörnum tslands. t sambandi við legu lándsins, þá er þaö ljóst að það sem Bandarikin skiptir máli hérna eru hinar margvislegu stjórnstöðvar og hlerunarstöðvar og þessi tækni hefur fengið aukið gildi með árunum, þvi úrvinnsla alls kyns upplýsinga gegnir nú stóru hlut- verki i' nútima striðsrekstri. Þeir nota einnig Island sem miðunar- stöð fyrir flugvélar sinar og kaf- báta. Það má vera að þessi atriði séu gild fyrir varnir Bandarikj- anna, en fyrir okkar varnir hefur ljóst, að Ráðstjórnarrikin myndu ekki láta staðar numið i útþenslu- og landvinningastefnu sinni. Þeg- ar þau höföu eftir seinni heim- styrjöldina lagt undir sig með blóðugu ofbeldi hvert rikið i Austur-E vrópu, sem nú er, af fætur ööru. Þá risu þessar þjóðir upp til varnar og stofnuðu varnarbandalag — Atlantshafs- bandalagið. Ef það væri eitthvert sannleikskorn i þvi sem umboðs- menn Ráðstjórnarrikjanna á íslandi halda fram, um aö banda- lagið sé árásarbandalag, þá hefði að sjálfsögðu höggið á Ráð- stjórnarrikin verið látið riða, þegar Atlantshafsbandalagið haföi algjöra yfirburði yfir Ráð- stjórnarrikin hernaðarlega. A meðan að Bandarikin ein réðu hefir kjarnorkuvopnum, en Ráð- „Herstöðin býður heim hættu á gjöreyðingu” mikilvægt i dag, vegna aukins I vigbúnaðar og nýrrar þróunar i vopnatækni. Landið er vegna legu sinnar — mjög mikilvægthernaðar lega i öllum átökum, þar sem að annars vegar stæðu Atlantshafs- bandalagslöndin, eitt eða öll, og hins vegar Ráðstjórnarrikin og fylgiriki þeirra. Þetta er vegna þess að tsland liggur miðja vegu i Atlantshafinu, milli Bandarikjanna og Evrópu og stendur þar með vörð um h'f- linu Atlantshafsbandalagsins, samgönguleiðina yfir hafið.” Guðmundur: „Þessi rök Kjartans heyrast gjarnan frá herstöðvasinnum að varnarliðið þurfi að vera hér til aö stemma stigu við ásókn Sovétrikjanna, og Rússar myndu hremma okkur ef hér væri ekkert varnarlið. Ég held að það sé ljóst að sú ger- breyting hefur oröið á öllum vig- búnaði f rá þvi aö varnarliðið kom hingaö, að allt tal um að tsland verði variö i átökum er gjörsam- lega fráleitt. t nútima striði býður vera varnarliðsins einfaldlega hættunniheim fyrir okkur tslend- inga. Það má vera að þær aðstæður sem voru — ég treysti mér ekki til að fullyrða það — þegar varnar- liðið kom hingað að unnt hefði verið að verja landiö gegn hugsanlegri árás. Ég dreg það þó mjög i efa. Það er hins vegar aug- ljóst, að það voru ekki varnir Islands, sem vöktu fyrir Banda- rikjunum þegar þeir komu hingað með her sinn. Það er skýrt dregið þetta enga þýðingu, heldur býður hættu á gjöreyðingu heim. Það hefur einnig komiö fram varðandi herstöðina hérna, að Bandarikin gætu leyst þetta mál öðruvisi, en að hafa herstöö hér. Lausnin yrði hins vegar mun dýr- ari fyrir þá og myndi ef til vill kosta þd tvö flugvélamóðurskip. Þetta kom fram t.d. i grein i Morgunblaðinu eftir Friðrik Sóphusson, er hann var nýkominn af NATO-fundi. Þetta er þvi fyrst og fremst fjárhagslegt spursmál, fyrir Bandarikjamenn að hafa eftirlitsstöö og stjórnstöð i árásarstriði hérlendis. Þetta er nú það rétta varðandi varnargildi herstöðvarinnar fyrir Islensku þjóðina.” Kjartan: ,,Ég álit að Guðmundur snúi hverri einustu staðreynd i þessu máli við. Hann les þetta mál, eins og skrattinn les bibliuna. t fyrsta lagi er það algjörlega rangt að tala eingöngu um tsland og Bandarikin i þessu samhenglBandarikin eru ekki ein i Atlantshafsbandalaginu. Það eru i bandalaginu fjölmörg riki, sem eiga mikilla hernaöarlegra og stjórnamálalegra hagsmuna að gæta af þvi að bandalagið sé styrktog stöðugt.l hópi þessara þjóða, eru margar helstu vina- nágranna- og viðskiptaþjóðir okkar tslendinga. Bandalagið er ekki árásar- bandalag. Það var stofnað til að tryggja friö og til að tryggja öryggi aðildarrikjanna. Og það var stofnað, þegar það var orðið stjórnarrikin ekki. Ef þetta væri árásarbandalag, þá hefði árásin náttúrlega verið gerö þá. Það er þvi engum blöðum um það að fletta, að Atlantshafsbandalagið er varnarbandalag. Ég álit að tslendingar, eins og allar aðrar þjóðir i veröldinni, hafi ekki aðeins skyldu við sjálfa sig. Við höfum skyldur viö Evrópu nú, að Ráðstjórnarríkin hafa þrefalt eða fjórfalt magn hermanna og vopnabúnaðar á móti þvi sem Atlantshafsbanda- lagið hefur yfir að ráða á sömu slóðum. Yfirburðir Ráðstjórnar- rikjanna á sviði hefðbundinna vopna ffu óumdeilanlegir. Og það er lika óumdeilanlegt að þessi vopn eru fyrst og fremst árásar- vopn. Nú telja margir, að hvorki Bandarikin né Ráðstjórnarrikin myndu fara út i kjarnorku- styrjöld með þeim afleiðingum sem slikt hefði. Hins vegar er það stefna Sovétrikjanna að kúga Vestur Evrópurikin tilhlýðni og leysa upp Atlantshafsbandalagið m.a. á grundvelli yfirburða sinna á sviði hefðbundinna vopna. Mikilvægt atriði i þessum mála- tilbúnaði Ráðstjórnarrikjanna er að sannfæra Evrópurikin um að möguieikar á liðsflutningum til Evrópu frá Bandarikjunum séu glataðir. Slikir liðsflutningar yrðu að fara stystu leiðina yfir Atlantshafið, og þess vegna yrðu Atlantshafsbandalagsþjóðimar að rdða yfir Norður-Atlantshaf- inu. Það verður best gert með þvi að halda uppi eftirliti og vörnum, m.a. frá Islandi, NoregvBretlandi og Bandarikjunum. Þá vil ég eindregið undirstrika að eftirlitshlutverk herstöðvar- innar er mikilvægur þáttur i tryggingu friðar vegna þess að réttar upplýsingar koma I veg fyrir rangar ákvaröanir. Guðmundur segir, að ekki sé fræðihugtök, sem byggjast á venjubundnum vopnum, þar með fallin úr gildi. Það gildir ekki lengur að aukinn vopnabúnaður þýði aukin styrkleika. Ég geri nú ekki mikinn mun á þessum stórveldum — Bandarikj- unum og Sovétrikjunum — hvað varðar heimsvaldasinnaða stefnu þeirra, en túlkun Kjartans hvað varðar sérstaka útþenslustefnu Sovétrikjanna umfram önnur stórveldi, dreg ég stórlega i efa. Bandarikin og Sovétrikin hafa skipt heiminum upp i áhrifa- svæði. Það er margt sem stað- festirþaö. Það er t.d. hald manna að Sovétmenn hafi beinlinis til- kynnt Bandaríkjamönnum áöur en þau réðust inn I Tékkóslóva- kiu, sem var á áhrifasvæði Sovét- manna. Ég er sammála Kjartanii þvi að við tslendingar berum skyldur gagnvart umheiminum og mannkyninu öllu. Og við höfum skyldur til að bægja frá þeirri hættu sem er tortimingarhættan, sem vofir yfir öllu mannkyninu. Magn kjarnorkuvopna er komið á það stig, að það er vandséð að þaö fengi þrifist lif á þessum hnetti ef til kjarnorkustriðs kæmi. Að mati sumra mætti útrýma öllu mannkyninu tólf sinnum með þeim vopnum, sem þegar eru til — og enn er haldið áfram að framleiða. Ég lit þvi á baráttu herstöð vaandstæðinga sem friðarviðleitni og þá einu friðar- viðleitni sem nokkurt gagn er i . Þú tryggir ekki friðinn með auk- inni spennu og þeir sem ætla að treysta á forsjá stórveldanna i baráttu gegn vigbúnaðarkapp- hlaupinu hafa orðið fyrir vonbrigðum. Það er ljóst mál að bæði Salt I og Salt II samningarn- ir hafa ekki dregið úr vigbúnaðin- um, heldur fremur aukið hann. Þessir samningar hafa verið not- aðir sem átylla til að þróa ný vopn. Þær raddir verða æ háværari, m.a. innan Natólanda, að það verði einhliða að brjóta á bak aftur þetta vígbúnaðar- kapphlaup, sem ógnar öllu mannkyninu, öryggi og friði i heiminum. Það er mjög hættulegt að treysta á jafnvægi ógnunar i það óendanlega. Það eru menn sem taka ákvarðanir um það hvenær þessum vopnum verði beitt og það væri algjör nýlunda i sögu mannkynsins, ef vopn sem hafa verið smiðuð yrði ekki beitt i ófriði. Við vitum það, að kjarn- orkuvopn hafa verið notuð, að visu aðeins af Bandarikjamönn- um I Hirósima og Nagasaki á sin- um tima, og það er farið að tala um þessi vopn eins og venjuleg vopn. Það eru ekki aðeins mannleg viðbrögð, sem gætu stefnt öllu lifi i hættu, heldur einnig sá sjálfvirki tölvuútbúnað- ur, sem upp hefur verið komið. Þessi útbúnaður bilaði tvisvar ef ekki þrisvar á siðasta ári, að það munaði ekki nema fáeinum minútum, að Bandarikin gripu til vopna til að verjast imyndaðri 'árás Sovétrikjanna, vegna faiskra boða frá tölvuútbúnaðin- um. Það eru þvi bæði mannleg og „Varnirnar fæla Ráðstjórnarríkin frá því að reyna árás á ísland” mannkynið allt og sérstaklega við nágrannaþjóðir okkar, þær þjóðir sem eru skyldastar okkur að uppruna, menningu og tungu. Ég tel að stöðin hérna i Keflavik og aðild okkar aö Atlantshafsbanda- laginu sé i þessu sambandi mikil- væg m.a. vegna eftirfarandi þátta. Ef litið er á vopnabúnað i heiminum i dag, þá er það ljóst að með Bandarikjunum og Ráð- stjórnarrikjunum er nokkurn veginn jafnræði á sviði lang- drægra kjarnorkuvopna. Bæði löndin hafa stefnt að þvi, að hvorugt landið geti slegið hitt út I fyrstu árás, ef svo má segja. Og þau telja sig bæöi hafa nokkra vissu fyrir þvi að það sé ekki unnt. En á hitt verður aö lita að Sovétmenn hafa byggt hefðbund- inn herbúnað sinn upp enn hrað- ar. Þannig er t.d. staðan i Mið- hægt að verja tsland. Ég held að þetta sé algjörlega rangt. Ég held aö varnir okkar og trygging okk- ar fyrir þvi að ekki verði ráðist á okkur byggist einmitt á þvi að varnir okkar og þar með Atlants- hafsbandalagsins séu ævinlega það sterkar, að það fæli Ráð- stjórnarrikin frá þvi að reyna að gera árás á Island, eöa annað riki A tlantshafsbandalagsins.” Guðmundur; ,,Þetta er geysi- mikil herfræði sem Kjartan hefur þarna komið fram með. Hann datt auðvitaö þarna i þá gryfju, sem er algeng meðal raanna, sem fást við svokallaða herfræði. Þessi herfræði sem hann hefur rakið hérna er nefnilega algjör- lega úrelt fyrirbæri. Það hefur orðið gjörbylting i vopna- og vig- búnaöi og þvi eru öll eldri her- tæknileg mistök sem geta hleypt öllu af stað. Það er lika mjög óliklegt, enda þótt byrjað væri að berjast með hefðbundnum vopnum að kjarn orkuvopnum yrði ekki beitt. Þvi sá sem stendur frammi fyrir ósigri, hann hikar ekki við að gripa til þeirra vopna sem hann hefuryfirað ráða. Þess höfum við mörg dæmi.” Kjartan: ,,Ég ætla nú aðeins að svara fáu þvi sem Guðmundur hefur hér fullyrt ranglega. Það er að visu alveg rétt hjá Guðmundi, að öll herfræði hefur breyst með tilkomu kjarnorkuvopnanna.Hins vegar hafa herfræöingar ýmissa Vestur-Evrópurikja, haldið þvi fram fullum fetum, að kjarnorku- vopn verði ekki notuð aftur i hernaði, og notkun þeirra i lok Ui" eftir:: Guðmund Árna Stefánsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.