Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 10
10 Tvöföld spennitreyja á West End Fjárhagskreppa Forráðamenn leikhúsanna i London hrópa nú á hjálp! Fjár- hagslegt ástand leikhúsanna I West End og raunar flestra ann- arra leikhúsa iborginni, er nú svo bág að slikt hefur aö sögn ekki þekkst siðan i síðari heimsstyrj- öld. Leikhúsin ramba flest á barmi gjaldþrots vegna óstjórn- legrar verðbólgu og gifurlega aukins kostnaðar við leikhús- Lundúnapóstur hygliá þvi að hið opinbera fær að jafnaði til baka frá leikhúsunum fimmfalda þá upphæð, sem það árlega veitir til leiklistarstarf- semi. Ennfremur benda þeir á það skilningsvana viðhorf og fá- gæta smekkleysi yfirvalda að ætla sér að skattleggja listræna starfsemi yfirleitt. Hingað til hafa leikhúsin aö hluta tU fjár- magnað rcksturinn með fé frá svokölluöum „sponsors” þ.e. reksturinn. Opinber fjárveiting til leiklistarstarfsemi hefur verið skorin stórlega niður og sum- staðar hreinlega verið lokað fyrir alla fjárveitingu. Glæpsamleg skattálagning hins opinbera á alla innkomu leikhúsanna, þ.e. 15% af öllu miðaverði, kostar nú smlði gálgans þvf yfirvöld hafa boðaötil opinberrar aftöku. Nú er svo komið að um þriöjungi þeirra leikhúsa i London, sem kallast West End leikhús, hefur verið lokað og hjá þeim, sem enn eru starfrækt er taliö að aöeins fjórða hver uppfærsla skili einhverjum hagnaði. Leikhúsin berjast þvi fyrir lifi sinu og kref jast náöunar I formi þess að fá niðurfellda sköttun aðgöngumiða og aukna fjárveitingu til starfseminnar. Talsmenn leikhúsanna, vekja at- ymsum fjársterkum einkaaðilum eða fyrirtækjum, sem sjá sér hag I stuöningi við leikhúsin en vegna striðsyf irlýsinga hins opinbera reynist leikhúsunum nú æ erfiðara að fá slika aðila til liðs við sig. Segja má að aðgerðir yfirvalda séu að sinu leyti ósam- kvæmar sjálfu sér, þar sem stór- vcrsnandi staða leikhúsanna helst í hendur við hrun I öðrum at- vinnugreinum eins og t.d. i ferða- mannabransanum, þar sem það er staðreynd aö stór hluti feröa- manna kemur fyrst og fremst til London til að sækja leikhús. Þaö þarf vart að taka það fram að lok- un leikhúsanna hefur haft i för með sér gifurlegt atvinnuleysi i leikarastéttinni sem var þó um- talsvert fyrir, svo og I öllum þeim fjölda atvinnugreina sem beint eða óbeint tengjast leikhús- rekstri. Leikhúsborgin fræga stendur þvi tæpast lengur undir nafni, eins og rnálum er háttað i dag, en N.B., þar kemur fleira til en fjárhagskreppa! Listræn kreppa Það verður að horfast I augu viö þá staðreynd að leikhúsin i London eru einnig i listrænni kreppu, sem er vissulega að nokkru leyti afleiðing fjárhags- kreppunnar, en getur þó engan veginn talist einhlit skýring og þar með afgreitt máliö. Eftir að hafa séð milli þrjátiu og fjörutiu leiksýningar i London á yfir- standandi leikári vekur það furðu að þrátt fyrir aðsteðjandi fjár- hagsvanda, skulu leikhúsin ekki vera ögn metnaðarfyllri i þvi, sem þau taka sér fyrir hendur. Nú er kannski skiljanlegt (aö visu fjandi pirrandi) að leikhúsin freistist til að sýna svokölluð „garanteruð gangstykki” eins og t.a.m. margþvæld og heila- skemmandi amerisk mjúsiköl, breskar kynlifskódemiur og mis- jafnlega þolanleg stofudrama, sem eru gjarnan viðfangsefni West End leikhúsanna. En svona til aö sýna smá sanngirni, ber þó að taka fram, að þetta á ekki ævinlega við um verkefnaval, þar sem endrum og eins eru tekin til sýninga einkar verðug verkefni en þá vill bara svo oft brenna viö að efnistök og úrvinnsla eru með slikum hætti, að það læðist að manni sá grunur að þarna sé fyrst og fremst rekin sú tegund iðnaðar, sem heitir á ensku: „To run it like a business, as a busi- MACBETH — stórslysasaga í fjórar aldir Leikritið Macbeth hefur i gegn- um aldirnar verið vinsælt sem vigslusýning þegar nýtt leikhús tekur til starfa eða opnunar verk- efni i upphafi leikárs. Þegar sá frægi leikhúsfrömuöur Mr. Kemble opnaði Drury-Lane leik- húsið að nýju, var miöaverð hækkað nokkuð riflega til að standa straum af kostnaði við cndurbygginguna. Vigslusýning- in var „Macbeth” — og á frum- sýningu gerðu áhorfcndur, ösku- reiðir yfir hækkun miðavcrðs, hróp að leikurunum og kom til mciri háttar átaka I áhorfcnda- salnum, varð aö kalla land- varnarliöið til að skakka leikinn og lcikhúsið varð fyrir umtals- verðum skcmmdum. A næstu sýningu cndurtók sagan sig, áhorfendur yfirgnæföu leikarana og æptu: „Við viljum gamla verðiö — við viljcm gamla verðiö” og varð enn aö stöðva sýningu. Þessu hélt áfram I góðan mánuð uns Kemble og félagar gáfust upp og miða- verð var lækkaö. Afkastamikill leikstjóri i bresku leikhúsi á árum áður var Michael nokkur Benthal, en þegar honum var boðið að setja „Macbeth” á sviö i Lisbon i nýbyggöu og glæsilegu leikhúsi, fékk sýning hans mjög lofsam- lega dóma og var séð fram á mikla aösókn. Tveim dögum seinna brann leikhúsið til kaldra kola og liöu sex ár þangað til það var endurbyggt. Ennþá hefur enginn vogað sér að koma með þá uppástungu að sviðsetja „Mac- beth” aftur i þvi leikhúsi. „Nornimar” eftir Goya. Hjátrúin Með skýrskotun til óhappa og slysa, sem tengst hafa uppfærsl- um á „Macbeth” i gegnum tiöina, eru margir, sem trúa þvi að eitt- hvað „óhreint” fylgi leikritinu. Flestir leikarar hafa illan bifur á þvi, þeir vitna aldrei i þaö innan veggja leikhússins né nálægt þvi, þeir vilja fyrir alla muni ekki leika titilhlutverkið og helst ekki sjá sýningar á verkimt. Sumir eru jafnvel svo öfgafullir að nefna „Macbeth” aldreinokkurn tima á nafn. Þess vegna sKulum við hér eftir kalla leikritið „Benjamin”. Einn frægur breskur skapgerðar- leikari hefur fariö með öll helstu hlutverkin i leikritinu nema „Benjamin” sjálfan. Hann hefur leikið Banquo, Duncan, Macduff og segist þá ævinlega vera að leika I „skoska leikritinu”, sem er i bresku leikhúsi hefðbundið dulnefni yfir „Benjamin”. Það hefur ósjaldan hent ýmist takt- lausa og ólánsama leikara eða hreinar og klárar skepnur að koma meðleikurum sinum úr jafnvægi meö þvi aö nefna leikrit- iö á nafn eöa vitna i það inn á bún- ingsherbergjum sem er aö sjálf- sögöu forboðið og er þá til viöur- kennd aðferð, til þess að ætluð aö koma i veg fyrir hugsanlegar af- leiðingar. Aöferöin er sú að sökudólgnum er gert aö yfirgefa herbergið, loka á eftir sér, snúa sér i þrjá snotra hringi, prumpa eöa ropa, berja siöan að dyrum og biöjast kurteislega inngöngu. Svo er sagt aö sumir leikarar gangi svo langt aö nota aldrei búninga, leikmuni eöa aldlitsgervi, sem áður hafa verið notaöir i upp- færslu á „Benjamin”. Mörg ferðaleikhús taka aldrei á leigu flutningavagna eöa bifreiðar, sem vitað er til að hafi áður flutt leiktjöld tilheyrandi „Benjamin”. Þeir leikhúsmenn, sem ekki telja sig hjátrúarfulla, benda gjarnan á aö þrátt fyrir fjögurra alda stórslysasögu „Benj.amins” sé ekki þar með sagt aö það eigi sér ekki ofureðlilegar skýringar.Sem dæmi er, að leikritiö er samansett af tuttugu og tveim fremur stutt- um atriðum, sem hefur i för meö sér tiðar sviösskiptingar og ljósa- breytingar. Jafnframt eru I verk- inu meiri átök, einvigi, orrustur og morð en i nokkrum öðrum miðalda harmleik. Þeir benda ennfremur á, aö við uppfærslu á verkinu, eru venjulega saman- komnir á leiksviðinu, eða utan þess, u.þ.b. þrjátiu leikarar i full- um herklæðum með niðþung vopn á fleygiferö upp og niður stíga og göngubrýr, yfir stokka og steina og þá oftast nær meira eða minna i myrkri, þar sem meginhluti verksins gerist aö nóttu til. Þar af leiðandi telja þessir efasemdar- menn þaö eölilegt, miðað við að- stæður, þyngd og fólksfjölda, að einhver meiri eða minniháttar óhöpp eigi sér stað og má það vissulega til sannsvegar færa. Þrátt fyrir þaö sitjum viö uppi með ógnvekjandi mörg dæmi um óhöpp og slys, leikritinu fylgjandi sem ekki er auðvelt að skýra á einfaldan hátt. Frumuppfærslan William Shakespeare skrifaði „Benjamin” samkv. tilmælum frá konunginum, James fyrsta, sem óskaði eftir nýju leikriti til aö skemmta hinum danska mági sinum, sem var um þær mundir i opinberri heimsókn i Englandi. Það er haft fyrir satt að Shake- speare hafi skrifaö leikritið á mettima, þ.e. rétt rúmum þrem vikumog mái þvi sambandigeta þess, hvort sem þaö er tilviljun eða ekki, að „Benjamin” þykir, þrátt fyrir allt sitt ágæti, hvaö lakast leikrita höfundar að formi til, en hann var jafnan mjög nákvæmur i ijóörænni form- byggingu verka sinna. James fyrsti var eindreginn áhugamaö- ur um leikhús og hafði séð öll leik- rit Shakespeare fram að þessu og flest oftar en einu sinni. Hann hafði gert Globe leikhúsið aö sér- stöku konunglegu leikhúsi, greiddi leikurunum föst laun og haföi þar meö veitt þeim nokkuð, sem alla leikara dreymir um I laumi, nefnilega atvinnuöryggi (man nokkur eftir B-samnings- málinu?). Shakespeare gerði sér ljósa nauðsyn þessaðgera krfng- inum til hæfis og lét þvi leikritiö gerast á Skotlandi og byggði söguþráöinn á litt þekktum at- buröum úr dansk-skoskri sögu. Það var alkunna aö konungurinn hafði á furöulegan hátt mikið dálæti og I senn viðbjóð á öllu, sem laut aðgöldrum og vitandi þaö notaöi Shakespeare galdur og galdranornir sem áhrifa- og örlagavald i leiknum. Leikritið Mlðvlkudagur 15. aprll 1981 holjnrpnsfl lljnn Leikarahjónin Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson eru íslendingum að góðu kunn, ekki síst fyrir leik með Alþýðuleikhúsinu og útvarpsþættina vinsælu úllendúllendoff. Þau dvelja um þessar mundir í London, þar sem Gísli Rúnar stundar framhaldsnám í leiklistarskólanum Drama Studio. Þess má geta að Gísli hlaut nýlega styrk úr leiklistarsjóði Brynjólfs Jóhannessonar sem veittur er ungum leikurum til framhaldsnáms í listgrein sinni. London hefur lengi verið ein helsta leikhúsborg heims. Margir íslenskir ferðamenn láta ekki hjá líða að fara í leikhús þegar þeir koma til borgarinnar og sumir fara gagngert til London til að fara í ieikhús. En ýmsar blikur eru á lofti f leikhúsum í London. Helgarpósturinn hefur farið þess á leit við Eddu og Gísla Rúnar að þau segðu lesendum blaðsins f rá leik- húslífinu í London eins og það horfir við frá þeirra sjónarhóli. Fyrri pistill þeirra birtist hér í blaðinu í dag, en sá síðari eftir nokkrar vikur. —AÞ ness, and for a business”. Breskir áhorfendur eru samt býsna um- burðarlyndir en stundum geta málin þó þróast á þann veg að þeim þyki smekk sinum misboðið og þá er hreint ekkert verið að skafa utan af hlutunum eins og t.d. þegar Old Vic leikhúsið (áður Þjóðleikhús Breta) lét færa Mac- beth á sviö sem fyrsta verkefni I upphafi þessa leikárs. Nær sam- dóma álit áhorfenda og gagnrýn- enda, sem ekki skarta silki- hönskum hér fremur en annars- staðar, var á þá leiö aö þarna væri á feröinni eitthvert mesta „leikhúshneyksli” siðustu ára og var þó af ýmsu aö taka. Kom þar ýmislegt tn sem greint verður frá siöar en margir voru til aö halda þvi fram aö „álög” þau sem talin eru hviia á leikritinu, hafi haft þar mikiö aö segja og skal nú vik- iö nánar aö þvi. var frumsýnt að Hampton Court’s Great Hall þann 7. ágúst árið 1606 og þar með var hafinn hinn mikli stórslysaferill „Benjamins’ Frumsýningarkvöldið var skeifilegt i alla staði. I fyrsta lagi varð hinn ungi leikari, Hal Berridge, sem átti að fara með hlutverk Lady Benjamin, heltekinn ein- hverjum dularfullum sjúk- dómi u.þ.b. klukkustund áöur en sýning skyldi hefjast og dó Drottni sinum baksviös þegar sýningin var hér um bil hálfnuö. Málið krafðist skjótrar úrlausn- ar, þar sem ekki var mikill timi til stefnu aö endurhæfa i hlut- verkið og tók höfundurinn sjálfur að sér að leika hlutverkið, (væntanlega skegglaus). Heim- ildir herma að James fyrsta hafi vægast sagt hryllt við leikritinu. Shakespeare haföi nefnilega gerst sekur um þá ónærfærni og smekkleysi að bjóða háttvirtum konungi sinum upp á leik, þar sem tveir skoskir konungar voru drepnir á hroðalegan hátt (jafn- vel þó báöir atburðir eigi sér stað utan leiksviðs) og fjallað er um galdur, sem vel hugsanlegan og raunverulegan örlagavald. Hið yfirdrifna ofbeldi i leikritinu fór ennfremur verulega fyrir brjóstiö á konunginum. Þó er hæpið að álasa höfundinum fyrir það, þar sem hann hafði einungis hitt kon- unginn nokkrum sinnum við hátiðleg tækifæri og var ekkert inni kjaftasögum, sem gengu við hirðina og haföi þvi ekki minnstu hugmynd um aö James fyrsti þoldi ekki að sjá blóð i neinni mynd og var aö auki logandi hræddur við hverskonar eggvopn. Konungurinn var nánar tiltekið svo viðkvæmur aö hann fékk jafn- an heiftarlegt skjálftakast ef hann leit augum sverð, rýting eða bara venjulegan brauðhnif. Það er þvi varla hægt annað en hafa örlitla samúð með vesalings konungin- um, sem sat þétt upp viö leiksvið- ið og neyddist til aö horfa i návigi á menn, rekna á hol, aflimaöa og brytjaöa i spaö meö þeim afleiö- ingum að innyfli, heilaslettur og raunverulegt blóð, sem allt hafði veriö fengið aö láni hjá slátr- um, skapaði talsverða flugum- ferð um sviðið þvert og endilangt i heldur stærri skömmtum en fólk átti aö venjast á Elisabetar-tima- bilinu. Shakespeare mátti þvi hrósa happi yfir að vera ekki tek- inn höndum og varpað i dýfliss- una, að minnsta kosti handhöggv- inn, sem var viðtekin léttvæg hegning fyrir skrif af þvi tagi er gátu talist landráð eöa á einhvern hátt móðgað konunginn. Shakespeare og Broad- way En leikhús Shakepspeare átti eitt sameiginlegt meö Broad- way. Það var hin gullnabissniss- regla: „Ef leikritið fellur á frum- sýningu, taktu það samdægurs út af dagskrá og siðan ekki söguna meir.” Það liðu heil fimm ár þangað til Shakespeare dirfðist að hreyfa við verkinu og taka það til sýninga og þá i nýrri og endur- bættri útgáfu meö glaðlegum dönsum, léttum söngvum og meinleysislegum átakasenum. Þessi endurbætta leikgerð virðist ekki hafa vakið mikla ánægju þvi „Benjamin” sást ekki á fjölunum næstu fimmtiu árin eða svo. Raunveruleg særinga- þula Sú kenning er til aö hið „illa” i leikritinu sé fyrst og fremst bund- ið viö „nornasenuna” i fjórða þætti. Núlifandi bresk galdranorn lætur hafa eftir sér að galdraþul- Edda Björgvinsdóttir og Gísli Rúnar Jónsson skrifa um LEIKHÚS í LONDON i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.