Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 9
9
hnlrjarpnczfi irinn^iðvikudagur 15. apríl 1981
Créme de
(Réttur dagsinsj
Það finasta af öllu finu i nú-
timanum er sennilega að vera
sælkeri og vinþekkjari (sem
undirritaður getur þvi miður
ekki gert tilkall til að vera, át-
vagl og vinsvelgur væri senni-
lega nær lagi), og nú er svo
sannarlega runnin upp gullöld
sælkerans i Reykjavik. Hver
matsölustaðurinn á fætur
öðrum opnar dyr sinar og sumir
breiða jafnvel dýrindis teppi
yfir krapið á gangstéttunum,
svo að sælkerarnir geti gengið
þurrum fótum að árgangsvin-
um, sniglum og skötusel.
bað er mikil guðsblessun að
geta annað slagið gefið soðning-
unni heima hjá sér langt nef og
fengið sér italska pizzu eða sæt-
súrt svin frá Kina eða franska
snigla eða vestfirskan hörpu-
disk án þess að þurfa að setja
sig i hátiðlegar stellingar, panta
borð, rifja upp bindishnút og
hugsa með skelfingu til
/a créme
reikningsins, sem var algeng-
asta umræðuefnið undir borðum
á eldri veitingahúsum borgar-
innar: Við hjónin fórum út að
borða fyrir sex mánuðum og
fengum okkur rauðvin með
matnum — hvað heldurðu að
það hafi kostað???? Svo giskaði
maður og það var alltaf
helmingi of lágt og þá sagði
maður: „Sussususs, hvar ætli
þetta endi,” og fékk sér konjakk
með kaffinu.
betta endaði náttúrlega á þvi
að íslendingar fóru að leggja
sér til munns ýmiss konar ómeti
sem áður hafði verið fleygt eða
notað i refafóður eða beitu eða
selt útlendingum.
Nú borðar fólk karfa, skötu-
sel, smokkfisk og ræðir af áhuga
lærðar greinar um sósur, vin og
franska matseld eftir þá Sig-
mar B. og Jónas Kristjánsson,
og ungir kokkar á litlum
veitingastöðum um allan bæinn
brytja hvitlaukinn i grið og ergi
rjóðir i kinnum og með hug-
sjónaglóð i augum ljómandi af
nýfengnu tjáningarfrelsi.
Þessi nýja matargleði sýnir
sig á fleiri sviðum, jafnvel
islenskir bakarar sem um ára-
tugaskeið gerðu það að trúarat-
riði hjá sér að þröngva upp á
þjóðina einvörðungu fransk-,
rúg- og normalbrauði, baka nú
gómsæt þriggja korna brauð og
bóndabrauð og allskonar góm-
sætt bakkelsi, sem áður fyrr
sást ekki hér nema litprentað i
dönsku blöðunum.
Þetta er til fyrirmyndar. Nú
er meira að segja oröið hægt aö
fá æta hamborgara i Reykjavik.
Ég vona að ég móðgi hvorki Sig-
mar B. né Jónas Kristjánsson,
þótt ég segist hafa vit á ham-
borgurunum. Og kóki. Ég viður-
kenni fúslega yfirburðarþekk-
ingu þeirra á sviði vins og sósu,
en vil þó meina að ég sé mark-
tækur hamborgarakritiker og
bendi á Tommaborgara máli
'minu til stuðnings sem fagra
þróun frá þeim brenndu skósól-
um með bleikri sósu i uppþorn-
uðu brauði sem um langan aldur
hefur kastað rýrð á þennan
bandariska þjóðarrétt hérlend-
is. Og sumstaðar fær maður
meira að segja ismola út i kókið
og ókeypis tómatsósu!
Þessi framsókn islenskrar
eldamennsku er nú kannski ekki
það sem mestu máli skiptir i
þjóðlifinu, þegar menn eru að
sligast undan vaxtaaukalánum
og visitölu. En það koma þó þau
augnablik mitt i dagsins önn,
þegar maður tyllir sér niður
með hamborgara og iskalt kók
og reynir að sjá eitthvað já-
kvætt eftir langan og strangan
vetur.
Annars þykir Islendingum
það yfirleitt bera vott um
barnaskap, heimsku eða jafnvel
geðbilun að vera jákvæður. En
það verður þá að hafa það.
I þetta sinn.
Heimir Pálsson— Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthías-
dóttir — Páll Heiðar Jónsson — Sigurður A. Magnússon — Þráinn Ðertelsson
Hringborðið
I dag skrifar Þráinn Bertelsson
[j> Einvígi
siðustu heimstyrjaldarinnar hafi
verið i fyrsta og siðasta skipti
sem þau verði nokkurn tim ann not
uð i ófriði. Og það er eiiimitt
vegna eðlis kjarnorkuvopnanna,
eyðileggingarmátfarþeirra og
hættunnar samfaia notkun
þeirra, sem verður til þess að
mjög ósennilegt er að þau verði
notuð i stórum stil i hernaði. Það
er einnig athyglisvert i þessu
sambandi, að svo blint treystu
Bandarikjamenn á fráfælni
kjarnorkusprengjunnar, á ógnar-
jafnvægið, að nánast ekki neitt
var gert i almannavörnum i
Bandarikjunum. Það er þess
vegna mjög mikilvægt að vinna
að þvi, að kjarnorkuvopnum
verði ekki beitt og jafnhliða að
fækka þeim, draga úr framleiðslu
þeirra, koma i veg fyrir að fleiri
þjóðir fái þau og svo framvegis.
En i' sambandi við það, að
styrjöld geti brotist út fyrir mis-
tök eða tilviljun, þá undirstrikar
það nauðsyn öf lugra eftirlitskerfa
og þ.á.m. eftirlitshlutverk
stöðvarinnar hér i Keflavik.
Ég held nú að Guðmundur hljóti
að tala þvert um hug sér ef hann
vill ekki viðurkenna útþenslu-
stefnu Ráðstjórnarrikjanna. Hún
er öllum augljós. Hann ætti t.d. að
ræða það mál örlitið við Afgani og
fá þeirra svör.”
Guðmimdur: ,,Já, i sambandi
við útþenslu Sovétrikjanna. Ég
dró það ekkert i efa, að þeir eins
og önnur stórveldi væru heims-
valdasinnuð. Ég benti hins vegar
á að Sovétrikin virtust halda sig
innan þess áhrifasvæðis sem
þeim var úthlutað á sinum tima,
þegar stórþjóðirnar skiptu
heiminum upp i áhrifasvæði i lok
siðarheimsstvrjaldarinnar. Það
má kannski minna á það, að
Afganir höfðu varnarsamning við
Sovétmenn. Ég geri engan stóran
mun a útþenslustefnu
Sovétmanna og Bandarikja-
manna. Við vitum öll um
framferði Bandarikjamanna i
allri rómönsku Ameriku. Kjartan
getur þar á meðal litið tii E1
Salvador, ef hann vill fara út i
einhvern samanburð. Það er þvi
misskilningur að ég hafi verið að
geramun á stórveldunum i þessu
sambandi og i öðru lagi, treysti ég
ekki stórveldunum. Ég hef ekki
þetta traust og trú á stórveldun-
um, eins og Kjartan virðist hafa á
Bandarikjunum. Hins vegar held
ég að þetta mynstur — þessi
skipting heimsins i áhrifasvæði
stórveldanna — sé að breytast. 1
þvi liggur að minu mati von
mannkynsins.”
Nú ætla ég að biðja ykkur um
að revna að skilgreina og lýsa
þeim hvötum sem liggja að baki
málflulningi andstæðinga vkkar.
Berast á banaspjótum, Rússaþý
og kanadindlar i þessu máli?
Guðmundur: ,,Ég vel nú
ógjarnan gera mönnum upp
einhverjar hvatir og ég verð að
játa bað, að ég skil ekki ætið hvað
hersiöðvasinnar hugsa. Það er
alveg ljóst að þeir blekktu með
Rússagrýlunni eins og enn er
gert. Herstöðvasinnar tala
sifelit um hernaðarlega yfirburði
Sovétrikjanna, þótt fráleitt sé að
bera saman hernaðarmátt
þessara stórvelda, þegar
eyðingarmáttur er slikur að hægt
erað margeyða öllu lifi á jörðunni
með þeim vopnum sem þessi riki
hafa yfir að ráða. Það skiptir
engu máli hvort andstæðingurinn
er drepinn tvivegis eða fjórum
sinnum. En blekkingunni um
yfirburði Sovétrikjanna halda
hei svöðvasinnar að þjóðinni
sýknt og heilagt til þess að fá
menn til að viðurkenna nauðsyn
þess að auka enn á þessa vitfirr-
ingu, — vigbúnaðarkapphlaupið.
Ef litið er til baka, þegar tsland
gekk inn i NATO-samstarfið, þá
er ljóst að fisksölu- og efnahags-
mál voru rædd þegar gengið var
frá NATO- og varnarsamningn-
um. Eftir að herinn kom, blasir
við að ýmis stórfyrirtæki hafa
efnahagslegan ávinning af veru
hans hér. Meðal herstöðvasinna
risa upp menn sem kenna sig við
stefnu Arons og vilja aukið fé frá
hernum. Efnahagslegir hags-
munir eru greinilega inni i þessu
dæmi herstöðvasinna.”
Kjartan: ,,Ég vii nú eindregið
mótmæla þessari skilgreiningu
Guðmundar og fullyröi að 'nvalir
þeirra sem vilja að varnir Islands
séu tryggðar, voru og eru þjóð-
legar og heiðarlegar. Það er erfitt
verkefni að skilgreina hvatir eða
ástæður þeirra, sem berjast gegn
veru tslands i Atlantshafsbanda-
laginu og þá aðstöðu sem banda-
menn okkar hafa hér til varnar
tslandi og til verndunar heims-
friði. Það eru margar tegundir
sjónarmiða sem liggja að baki
þessarar andstöðu. Þaðer náttúr-
lega rétt að geta þess fyrst að
máiflutningur þessara manna fer
algjörlega saman við málflutning
Kremlverja i þessum málum.
Rök þeirra eru aðmörgu leyti hin
sömu. Með þessu er ég þó ekki að
segja það, að allir þeir sem eru á
móti varnarliðinu séu Rússa-
dindlar. Ég álit að i hópi varnar-
andstæðinga séu margir gegnir
menn, sem eru þar i hópi, annað-
hvort vegna skorts á þekkingu og
upplýsingum eða vegna þess að
þeir skilja ekki þær upplýsingar
sem þeir hafa. Við þessu er
auðvitað ekkert að segja. Það
hlýtur að vera okkar verkefni —
þeirra sem styðja varnirnar — að
upplýsa þessa menn og beina
sjónum þeirra i réttar áttir.
Ég er einnig þeirrar skoðunar
að i hópi varnarnandstæðinga séu
menn, sem hafa þá hugmynda-
fræðiafstöðu til alþjóða-
stjórnmáia, að þeir hefðu ekkert
á mót þvi þótt að áhrif þeirra
þjóða, sem eru helstir and-
stæðingar Vesturvaldanna ykust
á Islandi. f þessu sambandi vii ég
benda á að nú er svo komið að
Sovétmenn fullyrða að hérá landi
séu kjarnorkuvopn og bera i þvi
efni fyrir sig innlendar heimiidir.
Varnarandstæðingarnir hafa
þannig með röngum fullyrðingum
sinum um að hér séu kjarnorku-
vopn, fært Kremlverjum i hendur
vopn i áróðursstriði þeirra gegn
vörnum landsins og e.t.v. vopn i
enn alvarlegri styrjöld. Þessi
starfsemi varnarandstæðinganna
er þjóhættuleg og til þess fallin að
grafa alvarlega undan öryggi
islensku þjóðarinnar.
Nú virðist umræðan um her-
stöðina og NATO litt hafa breyst i
gegnum árin, nánast staðið i stað.
Teljið þið að til greina komi að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um þetta mál og i framhaldi hver
myndi verða niðurstaða slikrar
atkvæðagreiðslu?
Kjartan: ,,Það er að sumu ieyti
rétt, að þessar umræður hafa
spólað mikið i sama hjólfarinu.
Hins vegar virðist mér eins og
umræðan hafi tekið nýja og
jákvæða stefnu á siðustu miss-
erum og aðilar ræði nú þessi mál
á raunsæjari hátt en áður gerðist
og ekki aðeins út frá tilfinninga-
legum sjónarmiðum eins og
stundum hefur alltof mikið borið
á. 1 sambandi við þjóðarat-
kvæðagreiðslu, þá myndi ég i
sjálfu sér ekki óttast niðurstöðu
slikrar atkvæðagreiðslu. Undir-
skriftasöfnun Varins lands sýndi
það greinilega hver hugur Islend-
inga er i þessu máli, auk þess sem
styrkur lýðræðisflokkanna
þriggja, sem allir vilja tryggja
varnir íslands, er slikur að ljóst
er að yfirgnæfandi meirihluti
landsmanna vill haga vörnunum
á þann hátt sem nú er. Kjörfylgi
þessara flokka er yfir 80% og
þessirflokkar styðja aðild tslands
að NATO og varnir fslands i
núverandi formi og ég ætti von á
þvi að niðurstaða þjöðaratkvæða-
greiðslu yrði mjög á svipaðan
veg. Hinsvegar er ég nú ekki
þeirrar skoðunar að þjóðarat-
kvæðagreiðslur séu endilega
heppileg leið til að skera úr mál-
um. Ég held að úrskurður i
málum eigi að koma i almennum
kosningum og siðan eigi þeir, sem
fólkið hefur falið valdið i
þjóðfélaginu — alþingismenn —
að hafa fulla burði til að taka þær
ákvarðanir sem taka þarf.”
Guðinundur: ,,Má ég skilja
þetta þannig, að þú sért á móti
þjóðaratkvæðagreiðslu i þessu
máli?”
Kjartan: ,,Nei, það má ekki
skilja mig þannig, að ég sé alfarið
á móti þjóðaratkvæðagreiðslu i
þessu máli, en enn sem komið er
hafa stjórnmálaflokkarnir ekki
beinlinis þurft að taka afstöðu til
slikrar spurningar.”
Guðmundur: ,,En þú hefur ekki
tekið slika afstöðu sjálfur?”
Kjartan: ,,Nei, það hef ég ekki
gert. Ég held að slik þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari fram i
hverjum einustu kosningum.”
Guðmundur: ,,Þar er ég enn á
ný ekki sammála Kjartani. Ég
held að þingmeirihlutinn i þessu
máli, endurspegli alls ekki vilja
almennings i þessu máli. Það er
alveg ljós af þeim skoðanakönn-
unum sem fram hafa farið
varandi þetta mál, að herstöðva-
andstæðinga er að finna i iSlum
flokkum. Menn kjósa á þing eftir
mjög mörgum málum, þannig að
þingstyrkur gefur hér ranga
mynd. Vilji þjóðarinnar hefur þar
af leiðandi aldrei komið greini-
lega fram i þessu máli og
skoðanakönnun Varins lands er
hreint enginn mælikvarði á af-
stöðu fslendinga. Allir þeir sem
fylgdust með þeirri undirskriftar-
söfnun átta sig vel á að hún er
ekki marktæk.
Herstöðvaandstæðingar eru
stuðningsmenn þess, að efnt verði
til þjóðaratkvæðagreiðslu um
þessi mál og úrslit hennar
óttumst við ekki. Við teljum að öll
sú umræða sem þá fari fram
myndi verða til þess að stórauka
fjölda herstöðvaandstæðinga og
leiða til jákvæðrar niðurstöðu
fyrir okkar stefnumið.”
Kjartan.: ,,Það eru ekki tæk
rök að ekki sé kosið um varnar-
mál i almennum kosningum.
Þetta eru geysimikilvæg mál i
augum tslendinga og allir
flokkarnir hafa mjög markvissa
stefnu i öryggismálum og um þau
er jafnan mikið deilt fyrir kosn-
ingar. Ég er þess lika fullviss, að
herstöðvaandstæðingar munu
aldrei þora að fara út i þjóðarat-
kvæði um þessi mál. Þeir hafa
ailtaf reynt að humma slika at-
kvæðagreiðslu fram af sér,
a.m.k. sá hlutiþeirra sem er i Al-
þýðubandalaginu. Ég veit lika til
þess að krafan um þjóðaratkvæði
var mjög umdeild á ráðstefnu
herstöðvaandstæðinga sem fram
fór siðasta haust.”
Guðmundur.: Þetta er auðvitað
algjör rangfærsla varðandi st ei'nu
Samtaka herstöðvaandstæðinga
um þjóðaratkvæði. Það hefur
verið samþykkt með yfir-
gnæfandi meirihluta á landsráðs-
stefnum Samtaka herstöðvaand-
stæðinga siðustu tvö árin, að
berjast fyrir þvi að komið verði á
þjóðaratkvæðagreiðslu urn her-
málið. Það myndi vekja upp
auknar umræður um máliðog það
er trú okkar að aukin fræðsia um
þessi mál og aukin umræða yrði
•okkar málstað til framdráttar
Það er þvi okkar einarða skoðun
að efna skuli til þjóðaratkvæðis
um þessi mál.
Kjartan.: Ég er hlynntur þvi að
varnarmálin séu rædd og endur-
metin á hverjum tima. Ég tel ein-
mitt að rétt sé að við íslendingar
verðum virkari innan Atlants-
hafsbandalagsins, bæði heríræði-
lega og stjórnmálalega Ég ber
það af mér, að ég sé kyrrstöðu-
maður i málinu ”
Hvernig verður umhorfs á
Miðnesheiðinni árið 2000 og hver
verður staðan i þessum málum
iillum um næstu aldamót?
Kjartan.: „Það er alltaf erfitt
að spá og sérstaklega þá um
l'ramtiðina. Ég vona þó að
kringumstæður verði þannig i
framtiðinni að hægt verði að
leggja niður varnarsamstörf.
varnarviðbúnað og hernaðar
bandalög. Það er auðvitað
lokamarkm ið mitt og þeirra sem
vilja byggja heiminn frjálsum
þjóðum Við sjáum þvi miður ekki
fram á það i bili. að þetta mark-
mið okkar muni nást. Það virðist
ennþá langt i land i þessum
efnum.
Annars vona ég að Miðnes-
heiðin verði orðin grónari um
næstu aldamót en hún er i dag.
Meiri grasrækt þar og gott og
fagurt mannlif þar eins og annars
staðar á fslandi.”
Guíimundur.:Þarna get ég loks
tekið undir orð Kjartans. Ég vona
að það verði allt gróið á Miðnes-
heiðinni árið 2000. þótt ég telji
nauðsynlegt að eitthvað verði
þarna malbikað, svo hægt sé að
halda áfram farþegafiugi og. það
eru auðvitað til svartsýnismenn
sem eru bölsýnir á framtiðmann-
kynsins og telja að það öryggi^
sem heimurinn byggir á i skjóli
tortimingarhættu, sé það valt, að
það geti jafnvel orðið á næstu
árum, sem allt fari þar i bál og
brand. Ég er þó ekki sá svart-
sýnismaður. Ég held að lslend-
ingar guti komið i veg fyrir það
með sj .lfstæði sinu og friðarsókn
að á Mi„nesheiðinni verði ekki
auðn, heldur gróðursæld og gott
islenskt mannlif um næstu alda-
mót.”
(Einvigi þeirra Guðmundar og
Kjartans var mun lengra en hér
birtist og þvi langt þvi frá að öll
sjónarmið þeirra i málinu sjái hér
ljós.)