Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 15.04.1981, Blaðsíða 11
11 __h&lciFirnn<=rh irínn Miðvikudagur 15. apríl 1981 Charles Laughton og Flora Robson í sýningu Old Vic á Macbeth áriö 1933. an, sem nornirnar fara með, sé raunveruleg og nothæf særinga- þula. Samkvæmt umsögn nornar- innar má imynda sér aö eitthvað óhugnanlegt og óútskýranlegt hafi verið leyst eða leysist úr læð- ingi þegar „nornasenan” er leik- in. Ef eitthvað er til i þvi er nátt- úrlega eina leiðin til að losna við þennan fjanda að sleppa þessari særingaþulu þegar verkið er sett á svið. Enn sem komið er hefur enginn leikstjóri, svo vitað sé, lagt i slikt. Old Vic leikhúsiö hefur ekki farið varhluta af þessum ósköpum og margsinnis verið beinn þátttakandi i harmleiknum jafntinnan leikhússins, sem utan. Arið 1934 var „Benjamin” settur á sviö i Old Vic með Malcholm Keen i aðalhlutverki, en hann var frilega laus við alla hjátrú varð- andi leikritið. Þaö bar helst til tið- inda við þá uppfærslu, að afi hans og uppáhalds frænka létust á æf- ingatimabilinu og á frumsýningu missti hann röddina. Þá var kvaddur til með hraöi, leikarinn Alistair Sim, sem náði að leika eina einustu sýningu og var þá umsvifalaust lagður inn á sjúkra- hús með heiftarlega flensu. Marius Goring, sem fór með aukahlutverk i sýningunni, bauð sig fram og lærði hlutverkið á einni nóttu og lék örfáar sýningar þar til stórleikarinn John Laurie mætti til leiks og tók við hlutverkinu. Fjór- ir „Benjaminar” á einni viku er trúlega heimsmet. Strax og æfingar hófust á „Benjamin” á Old Vic árið 1937, með Laurence Olivier i aðalhlutverki dó hundur- inn hans i bilslysi, frumsýningu var frestað i þrjá daga vegna þess að skipt var um leikstjóra af ókunnum ástæðum, i siöustu æf- ingavikunni og leikmyndin, ein- hverra hluta vegna, passaði ekki á leiksviðið þegar til átti að taka. Og svona rétt ofan á allt annað lést Lillian Baylis, leikhússtjóri Old Vic daginn fyrir frumsýn- ingu. Siðan liðu sextán ár þar til nokkur vogaði sér aö sviðsetja „Benjamin” en það var áriö 1954 með Paul Rogers, og Ann Todd i titilhlutverkunum. A frumsýn- ingu gerðist sá atburður inni á vinstúku leikhússins, að risastórt málverk af Lillian Baylis sem áð- ur er nefnd, féll niður af veggnum með braki og brestum og þeytti vinglösum og áfengi i allar áttir. Var'haft á oröi að frúin hafi með þessu viljað itreka andúð sina á leikritinu, sem henni hafði aldrei fallið i geð. Afdrifarikt leikferðalag Þegar Old Vic fór i leikferða- lag, með þessa sömu sýningu til Dublin létu nornirnar heldur bet- ur til sin taka. Tvær leikkonur misstu fóstur og einn leikarinn reyndi að fremja sjálfsmorð, framkvæmdastjórinn fótbrotnaði á báðum i bilslysi og ljósabúnað- urinn leiddi út á frumsýningu og hlaut ljósameistarinn alvarleg brunasár. Þegar leikfélagið hélt með sýninguna til Suður Afriku, slasaðist Paul Rogers á fæti og þrátt fyrir alla hugsanlega læknisaðstoð, sem honum var lát- in i té, var hann viðþolslaus af kvölum allan timann meðan á sýningum stóð þar syöra, en batnaði snögglega aö lokinni siö- ustu sýningunni. Ja, hérna! Þeg- Fyrri grein ar leikhópurinn kom til Cape Town með sýninguna og verið var að afferma flutningavagninn, sem geymdi leikmyndina, átti ó- kunnugur maður leið hjá og spurði starfsfólkið hvaða leikrit þeir ætluðu að sýna um kvöldiö. Þeldökkur sviðsmaður, sem varð fyrirsvörum sagði: ;,Benjamin”. Hann hafði vart sleppt orðinu þegar spjót sem lá upp á þaki flutningavagnsins, féll ofan á höf- uð þess ókunnuga, sem lést sam- stundis. Að nefna eða vitna i leik- ritið innan leikhússins eða i ná- grenni þess hefur nefnilega eins og áður segir sjaldan haft neitt gæfulegt i för með sér. Ung stúlka er starfaði sem sætavisa við New York leikhúsið, þegar Olivier var á leikferðalagi þar með „Benja- min”, vitnaði i leikritið við vinnu sina og var ráðlagt að gera slikt aldrei aftur. Hún lét sér ekki segj- ast og vitnaði enn i verkið. Svo að segja á sama augnabliki féll leik- arinn Claude Jones niður á leik- sviðið, þaðan sem hann var staddur á göngubrú, i tuttugu metra hæö upp i leikhústurninum og lést. Þegar Bankside leikhúsið var á leikferð með Anthony og Cleopatra eftir Shakespeare og sýndi i stóru samkomutjaldi, komu nokkrir leikaranna sér saman um að láta reyna á þessa svo kölluðu „Benjamins-hjátrú”, með þvi að fara með særingaþulu nornanna þriggja, fyrir sýningu. Forvitni þeirra var nokkuð fljót- lega svalað, þvi skyndilega skall á mannskaðaveður með þrumum og eldingum, samkomutjaldið féll niður og varð að aflýsa sýning- unni. Leikari nokkur, Harold Norman, er nefndur til sögunnar. Hann fór eitt sinn meö hlutverk „Benjamins” og hafði enga trú á þessum „þvættingi”, sem hann kallaði svo og vitnaði sifellt i leik- ritiö, hjátrúarfullum samleikur- um sinum til angurs. I lokaatrið- inu, á einni sýningunni, þar sem Macduff og „Benjamin” takast á, stakkst hans eigið sverð á kaf i magann á honum og lést hann á sjúkrahúsi skömmu siðar. „Benjamin” i þágu réttvisinnar 1 seinni heimsstyrjöldinni var „Benjamin” skeifir allra glæpa- manna i Japan, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir morð, njósnir eða landráð. Sá sakfelldi var látinn læra og æfa hlutverk „Benjamins” með þekktu at- vinnuleikhúsiog þegar verkið var tilbúið til flutnings, var það sýnt á fjölförnu almenningstorgi til þess að sem flestir gætu séö leikritið. Það þarf ekki að orðlengja það frekar. Aö þegar kom að dauöa „Benjamins” i lokaatriði leikrits- ins, var hann drepinn i þeirri orðsins fyllstu merkingu. Það að sameina vinsæla skemmtun af- tiScu glæpamanna, virðist hafa höfðað sérstaklega vel til aust- rænna hugmynda um fullnægingu réttlætis. Listræn áföll Oft á tiðum fólust hörmungarn- ar, tengdar „Benjamin” ekki sið- ur i listrænum áföllum. Allir voru t.a.m. sannfærðir um að Charles Laughton yrði frábær, sem „Benjamin” á móti Floru Robson á Old Vic 1933. Það virtist ætla að rætast eftir frábæra frammistöðu Laughton á æfingatimabilinu og aldeilis stórgóöa lokaæfingu. En á frumsýningu var skyndilega eins og honum hyrfi allur kraftur, hann virtist af einhverjum dular- fullum ástæðum hafa misst gjör- samlega öll tök á hlutverkinu og olli áhorfendum miklum von- brigðum. Eftir frumsýninguna, kom Lillian Baylis inn á búnings- herbergi Laughton og sagði: „Taktu þetta ekki nærri þér elsk- an, þú átt áreiöanlega einhvern tima eftir að verða góöur „Benja- min”. Laughton sem reiddist heiftarlega, hét að tala aldrei við frúBaylis aftur og taldi þetta mis- heppnaða frumsýningarkvöld • •Stærsti litli veitingastaöurinn y y á Reykjavíkursvæöinu^ ^ Gunnar, Björgvin og Tómas leika nýstár- lega dinnertónlist á sunnudagskvöld. Matseðill kvöldsins Kjötseyði Colbert Rækjukokkteill með ristuðu brauði • Roast beef Bernaise Hamborgarakóteletta Hawai Perur Bella Helín ■ \ Verið velkomin í Vesturslóð Hagamel 67. Sími 20745. VERSLUNIN DALVER Alhliða matvörur Kreditkortaþjónusta VERSLUNIN DALVER Dalbraut 3 ■ Sími 33722 hafa stórskaöað leikferil sinn. Hvað svo sem hæft var i þvi var skyndilega hætt við fyrirhugaöa gerð kvikmyndar um „Benja- min” með Laughton i aöalhlut- verki og margt fleira fylgdi i kjöl- fariö. Annað listrænt áfall, af sama ættmeiði, átti sér stað á Royal Court leikhúsinu áriö 1928 þegar leikstjórinn Barry Jackson ákvað að setja leikritið á svið i framúrstefnustil, ef svo má að oröi komast. Ein af þessum bráð- snjöllu hugmyndum, sem hljóma svo skemmtilega á fyrsta sam- lestrileikaranna, en reynast siðan ekki eins frábærar i framkvæmd. Lady „Benjamin” var látin birt- ast á sviöinu með glæfralegan tiskuhatt á höfði og skelplötugler- augu i nefi, þar sem hún bregöur „Carmen” á upptrektan grammófón og dansar tangó við „Benjamin”, sem var klæddur rósflúruðum silkibaðslopp. Mac- duff var hinsvegar i hámóðins, köflóttum pokabuxum og sport- sokkum, en hermennirnir, sem klæddust skrautfatnaði að hætti dansmeyja fóru allra sinna feröa um leiksviðið á hjólaskautum. Þetta glórulausa fyrirtæki þótti allt saman skoplegt i meira lagi og var fyrsta leiksýningin i Lond- on, þar sem búningarnir fengu víðfeömari umfjöllun i blöðunum en leikritið sjálft. En til allrar hamingju eru til „jákvæöari” hliðar á þessu umfjöllunarefni. Sir Laurence Olivier hefur skemmtilega sögu að segja frá þeirri sýningu á „Benjamin”, sem áöur er getið. Eftir að leikið hafði veriö fyrir fullu húsi um skeið á Old Vic var sýningin flutt aö The New Theatre skömmu fyr- ir jól og leikið þar að jafnaði fyrir vita galtómu húsi. A einni sýning- unni, þegar einu áhorfendurnir voru fjórir ellilifeyrisþegar, sem fengið höfðu fritt inn, kom Olivier skyndilega auga á litinn strák, sem sat i einni hliðarstúkunni og virtist fylgjast meö sýningunni af ótviræöum og einlægum áhuga. Þetta þótti Olivier mikil hvatning og beindi leik sinum eftir það sér- staklega til stráksins og allir hinir leikararnir gerðu ósjálfrátt hið sama. Sýningin öðlaðist mikið lif við uppörvun þessa einlæga áhorfanda og lék leikhúsiö á reiðiskjálfi af krafti og leikgleði. I leikhléi sagði Olivier uppveörað- ur við John Merivale, sem lék Banquo: „Ég þori að veðja aö þessi strákur hefur aldrei áður séð neitt eins magnaö og hann á Peter O’Toole mætir glaðbeitt- ur til leiks daginn cftir frumsýn- ingu. Kodak Ektralite400 myndavél sem vekurathygli Falleg og stílhrein myndavél með linsu f/6.8 — Ijósopi 24 mm. — Innbyggðu flassi — Föstum fókus frá 1,2m til óendanlegt. í fallegri gjafaöskju. BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆR S: 82590 AUSTURVER S: 36161 Umboðsmenn um allt land Verö kr. 478.- [^HANSPETERSENHF

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.