Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 13.11.1981, Blaðsíða 2
30 Föstudagur 13. nóvember 1981 -Jie/garpásturinn_ Þegar tæpt ár var liftið frá sprengingunni var þannig umhorfs I Tunguska: Brunnar leifar skógarins urðu að vikja fyrir nýgræðingnum. Tunguska í Síberíu 1908: Var það loftsteinn eða kjarnorkusprenging? Hinn 30. júni 1908 þaut glóandi viga- hnöttur inn i gufuhvolf jarðar og sprakk meðgifuriegum hvelli og Ijósagangi i 8 km hæð yfir Tunguska-dal i Siberiu. Sprengi- krafturinn sainsvaraði 12 1/2 megatonna kjarnorkuspreng ja. Sumir telja að kjarnorkuknúið geimfar frá öðrum hnetti hafi hætt sér of nærri jörðinni mcð fyrrgreindum afleiðingum en aðrir fullyröa aö hcr hafi veriö um aö ræöa litla haiastjörnu. Skyldi nokkru sinni verða upplýst hvað geröist i Tunguska? Sovéski jarðefnafræðingurinn Kirill Florensky safnaöi mikilverðum upplýs- ingum um þennan furöuatburð í þremur leiðöngrum sem hann stjórnaði árin 1958, 1961 og 1962. i siöasta leiöangrinum flaug hann yfir svæöið i þyrlu og kortiagöi það. Þeir, sem áður höfðu rannsakaö sprenginguna, höfðu einkum leitaö að brotum úr loftsteinum en Florensky og menn hans sigtuöu jarðveginn í leit að smágeröari leifum úr fuöruhlutnum fljúgandi. Leitin bar árangur. Það kom i ljós að 250 km löng en mjó spilda sem lá I norð- -vestur frá sprengistaðnum, var þakin geimryki, segulmögnuðu járnildi, fin- geröu grjótbráði og eðlisléttum stein- tegundum, likum þeim sem álitnar eru vera i hölum halastjarna. Þar með héldu flestir að málið væri upplýst. Geislamælingar Florensky og menn hans gerðu nákvæmar geilsavirknimælingar i Tunguska. Þeir komust aö þeirri niður- stöðu að sú geislavirkni, sem vart varð, stafaði af kjarnorkutilraunum Sovét- manna i Siberiu. Þá var athugaöur vaxtarhraði trjánna. Það er alkunna að skógar taka mjög fljótt við sér eftir bruna og sú varð einnig raunin i Tunguska. En hvað um útbrotin sem hreindýr áttu að hafa fengiö eftir sprenginguna? Hrein- dýrin voru ekki skoðuð visindalega árið 1908 en liklegast þykir að bruni hafi orsakað þessa bletti þvi að gifurlegur hiti myndaðist á jörðu niðri þannig að skógar- eldur kviknaði. Fólki, sem lifði svo nærri sprengistaönum að það varð vart hitans, varð ekki meint af sprengingunni og lifði enn við bestu heilsu þegar visindamaður- inn Leonid Kulik kom á staöinn eftir 1920. Sú kenning að þarna hefði oröiö kjar- orkusprenging hlaut byr undir báöa vængi árið 1965 en þá skýrðu þrir bandariskir eðlisfræðingar frá þvi aö eftir hvellinn hefði greinilega aukist geilsavirkt kolefni i árhringjum trjáa. Til aö sanna kenningu sina „krufðu” Bandarikjamennirnir 300 ára gamla furu frá Arizona og gamla eik sem óx i grennd við Los Angeles. I ljós kom að geilsavirkt kolefni mældist 1% hærra i árhringnum frá 1909 en 1908. Iöulega skeikar allt að Punktalinan sýnir hvar flisaðist úr halastjörnunni Encke og brotið siðan stefnt til jarðar. tveimur 2% milli ára án þess aö það þyki óeðlilegt svo að kenning Kananna þótti enn ófullsönnuð. Þrir Hollendingar gerðu svipaðar mæl- ingar á tré sem óx rétt hjá Þrándheimi, miklu nær sprengistaðnum en trén i Ameriku. Þeir komust að þvi aö geilsa- virkt kolefni minnkaði jafnt og þétt á þessum árum. Vefur eyöingarinnar Fylgismenn kenningarinnar um kjarn- orkusprengingu benda á aö tré hafi staðið uppi i miðjum sprengistaðnum likt og tré i miöjum sprengigig Hiroshima og einnig hafi stigið til lofts eldsúla likt og fylgár venjulegum kjarnorkusprengingum. En slik fyrirbæri fylgja ekki kjarnorku- sprengingum einum saman. Alltaf þegar sprenging verður stigur heitt loft upp ásamt reykjarmekki. Tveir sovéskir visindamenn, Igor Zotkin og Mikail Tsikulin, geröu tilraunir með smásprengingar yfir likönum af skógum. Trén i miöjunni stóöu alltaf en trén um- hverfis féllu., Það sem geröist i Tunguska endurtók sig yfir Bandarikjunum og Kanada aðfararnótt 31. mars 1965, i heldur smækkaöri mynd þó. Þá sprakk einhver hlutur yfir bæjunum Revelstoke og Golden, sem eru i um 400 k,fjarlægð i suð- -vestur frá Edminton i Alberta, svo að milljón ferkilometra svæöi lýstist upp. I bæjunum heyrðust gifurlegar drunur og viða brotnuðu rúður. Orkan sem þarna losnaöi úr læöingi, samsvaraöi mörgum kílótonnum af TNT. Fyrst var reynt að áætla hvar loftsteinn hefði komið til jarðar en hann fannst hvergi. Úr lofti sáust engin ummerki á snævi þakinni jörðinni. En þegar menn tóku aö leita á jörðu niöri sást að snjórinn var þakinn einkennilegu, svörtu ryki. Það var efnagreint og reynist vera úr loft- steini. Steinninn, sem þarna sprakk, var mörg þúsund tonn aö þyngd. Sovéskir visindamenn eru almennt þeirrar skoöunar að litil halastjarna hafi sprungið yfir Tunguska áriö 1908. En hvers vegna sást hún þá ekki? Astæðurnar eru tvær. I fyrsta lagi hélt hún sig of nærri sólu og i öðru lagi var hún of litil til að sjást, jafnvel aö næturlagi. Stjörnufræöingar telja að þessi hala- stjarna hafi losnað frá halastjörnunni Encke fyrir þúsundum ára. Encke er gömul og dauf og hefur stystan hringferil þeirra halastjarna sem þvælast um sól- kerfi okkar. Tékkneskur stjörnufræðingur, Lubor Gresak, hefur reiknað út aö loftsteinninn sem sprakk yfir Tunguska hafi verið um 100 m i þvermál og vegið upp undir milljón tonn. Mikið ryk var i andrúmsloft- inu á norðurhveli jarðar næstu sólar- hringa á eftir og þaö olli þvi að nætur voru bjartar. Búast má við fleiri sprengingum á borð viö þá sem varö yfir Tunguska. Arið 1976 munaði aöeins fáeinum klukkustundum að hnöttur, sem er mörg hundruð metrar i þvermál, rækist á jörðina. En sem betur fer fór hann framhjá i u.þ.b. 1.2 milljón km fjarlægö en það telst hársbreidd á máli stjörnufræðinga. Fróðir menn segja aö sprenging á borð við þá sem varð 1908 eigi sér stað á um 2000 ára fresti að meðaltali. Það er kannski eins gott að vera dauður þegar næsti hvellur verður þvi að jarðarbúar sluppu býsna vel fyrir 73 árum. Rykkorn, stækkað 10.000 sinnum, talið úr halastjörnu. Arhringir i nýlegum trjám I Tunguska eru breiðari en i trjánum sem drápust I sprengingunni. Ýmsir visindamenn stað- hæfa að geislavirkni hafi örvaö trjávöxt- inn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.