Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 3
31 Guðni Guðmundsson af- greiðslumaður: Mér fellur ekki þessi Breiðhoitsþróun — þeir eru farnir að byggja úti i sveit. Það væri nær að byggja með ströndunum. Og þeir mega ekki eyðiieggja grænu svæðin. Aðalheiður Arnljótsdóttir strætóbiistjóri i Kópavogi: Mér finnst að eigi ekki að þjappa saman byggðinni, eins og talað er um. Mér finnst þetta i lagi eins og er — og þeir eiga ekki að byggj3 > Laugardalnum. Pétur Kristjánsson versi- unarmaður: Mér finnst að ætti frekar að byggja með ströndum, ekki teygja úr byggðinni upp i landið eins og gert er. Gufunesið vænlegri bygg- ingastaður en Rauðavatns- svæðið. Elias tvarsson mötuneytis- stjóri, Búrfeiii. Ég hugleiði þessi mál varla — er þetta ekki eins og það á að vera? Hrefna Guðmundsdóttir nemi: Ég hugsa aldrei um þetta — en það verða að vera græn svæði inn á milli hverfanna, leikveliir og þ.h. Sóley Jónsdóttir nemi: Mér finnst þetta ágætt eins og þetta er. Við eigum ekki að taka okkur erlend- ar stórborgir til fyrirmynd- ar. óskapnaður, sem við höfum ekki efni á að búa i? GH :Við verðum aðlita á skipu- lag sem áætlun um framvindu byggðaþróunar næstu fimmtán futtugu árin. Kynslóðir koma og fara. Við sjáum t.d. Þórð Ben. með sin geometrisku viðhorf. Hann afneitar funktionalisman- um í öðru orðinu, og bendir á að hann hafi stagnerast i formal- isma, sem kann að vera nokkuð til i, en sjálfur er hann kominn i skringileg geomfitrisk form sem eru ekki siður formalismi. Ef við litum á skipulag sem áætlun fram i timann — og lögum samkvæmt erum við skyldug að áætla amk. tuttugu árf ram i timann — þá fer ekkihjáþviaðupp komimismun- andi sjónarmið. Hver kynslóð á sina eigin fagurfræði, sem ekkier hægt að apa eftir.Hver kynslóð er liður i ákveðinni þróun, og ef ein- hver vill hverfa frá þeirri þróun og snúa henni við, þá er það i flestum tilfellum eftiröpun og hvarf frá því góða, sem þö er i allri þróun. HS: Avissu timabili, h'kast til á milli sextiu og sjötiu, var rikjandi ákveðið skipulag, sem ég vil kalla ágiskunarskipulag, en ekki áætl- unarskipulag. Samkvæmt þvi at- hugar maður t.d. hvernig fjöldi bila hefur breyst s.l. ár og giskar svo á samkvæmt þvi, hvernig bilafjöldi muni breytast næstu ár- in.Ogsvoerskipulaginu beintinn á það, sem talið er hæfa eða henta þessum breytingum. Um leið er skipulaginu breytt til þess að þessar ágiskunarbreytingar verði. A vissu timabili var nefni- lega mjög litið rætt um stefnu- markandi ákvarðanir — þ.e.: hvað viljum við i þessum efnum? Hvað ætlum við okkur að gera? Það var fyrst og fremst hugsað um að taka á mótieinhverri óum- flýjanlegri framtið, sem maður sá fyrir meö þvi’ að horfa til for- tiðarinnar. I skipulagi Þórðar er þetta þveröfugt. GÞ: Hann fer fram á að þjóðin verði svo rausnarleg að halda úti stofnun,sem hefur það aðmegin- verkefni að móta andlega hlutann i byggingaþróun. Ekki aðeins þann verklega, þótt hann sé lika mikilvægur. Þegar slik stofnun kemst á lærdómsstig, kemst á akademiskt stig, þá getum við farið að búast við þvi að bygg- ingalistin fari að standa jafnfætis öðrum greinum lista og menning- ar i landinu. Það er bara draum- sýnin.Hann lokar alveg augunum fyrirþvisem búast má viðmiðað við það sem á undan hefur gengið. GH:Það er náttúrlega til dæmi um borgir sem byggðar hafa ver- ið i einum rykk og af einum manni. Það má nefna Niemayer og hans Brasil-borg. En maður verður að sætta sig við, að það koma nýjar kynslóðir með nýjar grundvallarreglur. Þessar nýju kynslóðir verða t.d. með allt aðr- ar skoðanir og reglur en Þórður Ben. Vegna þessa, þarf skipu- lagsáætlun að vera rúm og opna hverri kynslóð möguleika. GÞ: Það er eitt að taka á móti þróun og gera henni kleift að halda áfram og annað að taka þróunina að einhverju leyti isinar hendur og reyna að móta hana. GH: Hvort tveggja er þróun- GÞ: Það er rétt, en þetta eru mismunandi viðhorf, sem þurfa að fylgjast að, vegna þess að það koma ævinlega til atriði, sem erfitt er að ráða við gegnum skipulagningu. Ef skipulagið fer að berjast gegn þróun, sem það getur ekki mótað, þá verður skipulagið ónothæftog upp kemur einhvers konar villuskipulag, — oftast nær mótað að gerræðisleg- um dagskipunum stjórnmála- manna. HP: Við höfum mörg dæmi um þetta i Reykjavik. GÞ: Við höfum mörg dæmi um þetta. Og að þvi leyti er Reykja- vik afskaplega lifandi og eðlileg borg, því að hún leiðréttir sig oft og tiðum sjálfrþósumtsé illa gert og gerræðislega, og hafi spillt stórkostlega fyrir þróun borgar- innar, þá sjáum við lika dæmi um eins konar „leiðréttingu götunn- ar” — hliðstætt „dómstóli göt- unnar”. Ef menn hirtu um að rannsaka þessa hluti, þá býst ég við að i ljós kæmi að við búum i þónokkuð merkilegri borg. GH: Við skulum muna eftir þvi, að mótun borga og bæja er ekki aðeins i höndum svokallaðra fag- manna. Hún er mikið i höndum þeirra sem eru kosnir i bæjar- og sveitarstjórnir. Og þo þetta sé ágætt og fallegt fólk, þá er sá galli á gjöf Njarðar, að fagurfræði- þekking þessa fólks er sjaldan upp á marga fiska. En við eigum alltokkar undir estetískum skiln- ingi þessa fólks, sem oft hefur lit- ið gert til að auka þekkingu sina og tilfinningu fyrir fagurfræði og 'jmhverfi. Mérdetturihug maður sem ég nefndi áðan, hann Alfred Raaved, bróðir hans Thor Jen- sen.Hannskrifaði bók.sem ég las á minum námsárum.Sú bók heit- ir „Borgmeisterbogen”. Þetta er eins konar handbók handa sveit- arst jórnarmönnum, þar sem skýrt er fyrir þeim, hvernig þeir eigi að hegða sér. Það væri gott að hafa slika bók, eöa reglur sem gerðu kröfur til sveitarstjórnar- manna. 44 Hamraborg 3, Kóp. Sími 42011 LIITIItt ITIKIIHIISIpOIpK Í IÍRVAIJ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.