Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 4
1___________________________________F°s?“.da.9..‘Lr-4-:..desember 1,81 helgarpósturinn STIKLAÐ í JÓLABÓKAFLÓÐINU Lárus í Grímstungu — Helgarpósturinn birtir brot úr nýrri bók sem Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út fyrir jólin Ég setti vægan reyk í grenið Mér er minnisstæö ein ferö meö Skúla i Þórormstungu einu sinni sem oftar hér fram á heiöi, og þá kom þaö fyrir, sem sjaldan henti mig, aö viö sátum hér um bil sólarhring á greni, sem ekkert var i. Ég byrjaöi vanalega, þegar ég kom á grenin, aö grennslast vandlega eftir þvl, hvort tófan væri farin úr greninu eöa ekki. En þaö tókst nú svona I þetta skipti. Viö lág- um á Oldumóöuhöföagreninu, en ekkert var i þvi. Ég vissi af greni I svokallaöri Gedduklöpp, og þar lögöumst viö næsta dag. Ég haföi komiö þar skömmu áöur og heyrt I yrölingum, ungum yrölingum aö ég áleit. Svo gerir snjó á okkur um nótt- ina, og viö færöum okkur I var upp i klöppina og lágum þar. Greniö var i skorningi gegnum ás og viö höföum skjól á stalli upp I klöppinni. Refurinn kom meö rjúpu I kjaftinum eftir dalverpinu fyrir sunnan okkur. Þaö var besta færi á honum og ég skaut hann áöur en ég sá fyrir vist, hvort hann ætlaöi beint á greniö. Eftir þaö þýfga ég greniö eins og ég haföi best vit á og komst aö þeirri niöurstööu, aö þaö væri engin grenlægja þarna inni meö hvolpum, og þetta muni hafa veriö hlaupadýr. Þá segi ég viö Skúla: „Liklega er hún farin meö yrölingana héöan, og þaö er hastarlegt, ef viö lendum hér á ööru greni, sem ekkert er i og liggj- um þar. Ég ætla aö ganga fram og vestur á Beltagren. Þangaö hefur hún frekast fariö”. Þá var sporrækt af snjó, og ég sá slóö eftir fulloröiö dýr þar inn. Þá þóttist ég hárviss um aö hún væri þarna. Ég sneri til baka til Skúla og sagöi honum hvers vis- ari ég haföi oröiö. Viö vorum búnir aö vaka lengi, og þaö var andstyggilega kalt. Viö fórum fram I Sandfellsfláarskála, — hann var uppi- standandi þá, — og sváfum þar og höfö- um hestana á ágætum haga I flánni. Þaö var oröiö grænt og áliöiö vors. Seinnipart dagsins fórum viö upp á greni og tókum meö okkur nauösynlegar verjur á okkur. Ég byrjaöi á þvi aö fara heim á munna og gagga, og þá heyröi ég hljóö I dýri inni. Þaö var sami bölvaöur kuldinn, og ég sagöi viö Skúla: „Þaö veröur notalegt eöa hitt þó heldur aö sitja hér yfir henni I alla nótt, þvi aö þaö er viöbúiö aö hún komi ekki fyrr en einhvern tima út”. Svo sitjum viö þarna góöa stund. Þá segi ég viö Skúla: „Ég ætla aö setja vægan reyk I greniö, og svo ætla ég aö opna munnana og vita hvort henni þykir ekki óþefur inni af reyknum og hvort hún kemur ekki út”. Svo er þetta gert og viö erum ekki búnir að sitja nema um hálftima, þegar hún kemur út. Þetta hef ég aldrei reynt viö fulloröiö dýr I annaö skipti I minum grenjaferöum öllum. Skúli skaut hana, hann varö fyrri til, og hún steinlá þarna. Ég sagöi viö Skúla, aö viö skyldum ekk- ert eiga viö yrölingana strax, þvi aö greniö er djúpt og erfitt aö ná yrölingum þar. Ég vissi alveg fyrir vist, aö þeir voru ungir, ekki farnir aö skriöa út nokkurn hlut. Viö bjuggum um okkur þarna. Skúli haföi ullarballa stóran. Viö höföum smá skans i klettinn fyrir sunnan og ofan greniö, og skriöum þar inn og tjölduöum yfir, reftum meö byssum okkar yfir skansinn og klæddum yfir meö ullarball- anum og sváfum þarna fram á nóttina. Svo fórum viö aö reyna viö yrölingana, en þaö gekk andskoti seint og var komið fram á dag þó nokkuö, þegar viö vorum búnir aöná þeim öllum, en þaö heppnaöist samt. Viö vorum búnir aö vera nærri þrjá sólarhringa i feröinni, og þegar viö kom- um niöur var fariö aö undirbúa leit aö okkur fyrir hvaö veöriö var slæmt. Það þarf ref til Ég hef alla tiö haft skemmtun af veiði- skap og sérstaklega viö þessi dýr. Þau eru greind ogþaö þarf ref til þess aö leika á þau og reikna þau út. Einu sinni er ég meö Þorbirni Sigur- geirssyni frænda minum á grenjum. Hann skrifar mér og biður mig aö geyma sér gren til þess aö hann geti veriö meö mér á einu greni. Ég skrifaöi honum aftur .og segi: „Þú kemur bara, ég fer einhvern and- skotann meö þig”. Þaö er nú yfirleitt ekki vel séö af grenjaskyttunni, aö hann geymi tófuna, og þegar Þorbjörn kemur um voriö, þá fer ég fram I Kvfslar. Ég var nú ekkert sér- staklega ráöinn I Kvislar, en vissi aö ég mundi veröa vel séöur, þó aö ég dræpi tófur þar eins og annars staöar. Þaö er slæmt gren þarna vestan i Hest- lækjarbungunum, dálitiö erfitt aö ná yrö- lingum þar, yrölingarnir voru orönir gamlir og dýrin gengu ekki aö. Viö sjáum dýr um nóttina, en þaö kemur ekkert nærri. Yrölingarnir voru ekki nema tveir og ég náöi þeim fljótlega um morguninn. Þeir gegndu ekki gaggi, en ég náöi þeim meö brælu. Fyrst striddum viö yrölingi heima, en þaö haföi ekkert aö segja. Svo förum viö þarna I burtu suöur aö læknum og striddum honum þar, og þá kom læöan, og hún var nú skotin. Svo liggjum viö þarna og veröum ekkert varir. En hann er á norö-vestan og mig grunaöi aö dýrin lægju i vindstööu af okkur sunnan viö hæö i suö-austur frá okkur, og viö sæjum ekki til þeirra. Þá eru hestarnir aö fara frá okkur, og ég segi viö Þorbjörn: „Jæja, nú skiptum viö meö okkur verk- um. Þú ferö og sækir hestana, en ég sæki refinn”. Náttúrlega sagöi ég þetta bara i glensi, og var nú mikiö meira viss um aö þaö heppnaöist ekki aö sækja refinn, þó aö ég vissi aö Þorbjörn gæti náö i hestana. Ég var búinn aö leggja dæmiö, hvar læöan mundi hafa legiö og eftir þvi, hvar refur- inn lægi. Svo fer ég meö yröling þarna suöur eftir. Þaö er venjan, þegar maöur fer svona frá greni, aö laumast eftir slökkum sem allra mest, svo aö sjáist ekki til manns. En þegar kemur þarna suöur eftir ogég ætla aö fara aö striöa yrö- lingnum, þá sprettur rebbi upp. Ég var nú fljótur aö kasta mér niöur og striöa yrö- lingnum. Þaö heppnast, hann kemur, og ég skaut hann. Og ég er á undan Þorbirni. Þegar ég er kominn þarna heim á greni, þá biö ég eftir honum, og svo geng ég á móti honum, þegar hann kemur meö hestana og segi: „Jæja, frændi, ég var fljótari en þú”. „Nú lýguröu”. Ég sagöi honum, aö ég skyldi sýna honum verksummerkin og leiddi hann aö refnum. Þaö var ósköp eölilegt, aö Þor- björn imyndaði sér þaö eftir aö vera búinn aö liggja þarna tæpan sólarhring, aö þetta heföi ekki heppnast, en þetta féll nú svona. Svona eru ýmsar veiöibrellur mis- munandi eftir hverju dýri. Þá hló skálkurinn í mér Ég hef lent I glettum viö mörg dýr, og þaö má segja, aö mismunandi brögö henti hverju dýri. Ég er sóttur á Stóruröagren af Eiriki Grimssyni i Ljótshólum. Þaö eru ábyggi- lega nálægt 60 ár siöan. Þaö er bitvargur hjá honum, og þeir liggja þarna Kristinn Arnason og Guðmundur I Koti. Þá er hún niöri I svokölluöum Stórhól og þeir ná engu. Þeir skutu á annað dýriö, en þaö kemst úr þessum hól upp I fjalliö, og þeir eru búnir aö tapa þvi af greninu, sem þeir liggja á, án þess aö vita hvaö af þvi hefur orðiö. Liklega hefur þaö nú drepist af skotinu. Þetta er á þeim tima, sem menn eru aö rýja, og þeir fara til Eiriks, og þaö er leit- aö. Þá finnst hún upp I þessari Stórurö og er meö gamla hvolpa. Þar haföi dýr ekki legiö fyrr. Þegar ég kem þarna, segir Guömundur viö mig, — hann var lasinn, karlanginn, og oröinn þreyttur aö liggja yfir þessu: „Ég vildi helst, Lárus, aö þú tækir viö þessu”. Ég sagöi honum, aö ég skyldi gera þaö. En fyrir óhapp náöi ég ekki læðunni strax og ég kom. Hún haföist viö þarna nærri, en ég sá ekki nógu vel til hennar, þegar hún kom snöggvast i færi viö mig. Svo liggjum viö þarna viö Kristinn fram á nótt, og þá kemur hún og er aö arga þarna fyrir noröan okkur og leggst þar upp á stein, en er ófáanleg til þess aö koma nokkuö nær. Ég segi viö Kristin: „Þú heldur áfram aö striöa hvolpinum, ég ætla aö vita hvort ég get ekki laumast aö henni”. Ég átti ekki ákaflega þægilegt innan um þetta stórgrýti aö laumast I burtu, en kemst út fyrir ofan hana, skriö alveg á maganum og get látiö stein bera á hana. Ofan af steininum sé ég, aö hún er farin aö gefa mér hornauga og þaö þýöir ekk- ert, — þaö er helviti langt færi, — annað en aöláta dynja á hana, og ég geri þaö. En hún stekkur upp af steininum og hverfur mér samstundis. Þaö var ómögulegt aö setja annaö skot á hana, enda lika mjög hæpiö færi þetta langt. Og ég held aö ég hafi nú flýtt mér þá. Ég hleyp þarna ofan skriðurnar. Þeir sögöu aö förin min heföu sést i tvö ár þarna niöur skriöurnar, en þaö hlýtur nú aö vera skáldskapur. Þegar ég kem ofan á brúnina, er hún helsærö aö skreiöast þarna niöur og ég læt dynja á hana skot, og þaö hreif. Kristinn var búinn aö vera oft meö Skarphéöni Einarssyni á grenjum og var hrifinn af Skarphéöni, sem mátti vera, og þegar ég kem til hans segir hann: „Þetta hef ég aldrei séö Skarphéöin gera, aö hlaupa i færi viö dýr”. Þá hló nú skálkurinn i mér. Þá haföi hann nefnilega ekki heyrt fyrra skotiö fyrir yrölingsgarginu og hélt aö ég heföi hlaupiö I færi viö hana þarna niöur. Vetrarveiðar Ég mun hafa byggt fyrsta torfskothús- kofann hér framan viö giröinguna, þar sem hún liggur ofan i Selkvislargilið. Ég held þaö hafi veriö 1926 eöa ’27. Siöan hefur sá kofi stabiö þar, og þaö er búiö að drepa fjarska margt dýriö þar. Einnig var byggt skothús. hér i Dalsbungunni frá Þórormstungu. Skúli drap þar marga tóf- una. Aður voru skothús ekki til og ekki borið út fyrir tófur. Viö hlóöum snjóhús- kofa en ég man ekki eftir, aö, viö næöum neinu dýri viö hann. Ég veit, að ég er ábyggilega búinn að skjóta á þriöja hundraö dýr aö vetri til, þvi aö þaö kom þó nokkuö oft fyrir, aö viö skutum kannske einar 16-18 yfir veturinn. Grimur sonur minn haföi fimm tófur eina nóttina, og ég held Eggert hafi haft fimm eöa sex. En ég hef tvivegis skotið fjórar tófur á nóttu. Eitt sinn uröu tvær tófur fyrir sama skoti hjá mér, önnur drapst en hin komst særð I burtu. Þaö var dimmt og auð jörö, og ég sé hvitan dil á hreyfingu stefna á ætið og vissi að þetta hlaut aö vera hvit tófa. Ég sá aö þetta færðist ná- lægt öörum hvitum depli, sem ég sá enga hreyfingu á. Ég reyndi aö hnitmiða og smellti af. Þá glóröi ég i, aö einhver hvitur depill þaut i burtu, og mér datt ekki annað I hug en dýrið heföi fariö. Ég fór aö aögæta hvort ég sæi nokkuð. Þaö var skafl þarna i gilbarminum fyrir vestan kofann, og ég hélt ég heföi glórt þar i blóö. Þegar ég kom aö ætinu, þá lá þar steindautt hvitt dýr. Ég fór upp eftir daginn eftir og sá þá mikiö traðk hjá ætinu og blóðferil þaöan, en þaö var ómögulegtaö rekja hann nema stutt. Einu sinni kom það fyrir seinni part vetrar, þegar oröið var albjart af degi, aö ég sá hvitt dýr hérna vestan viö Þvergilið, og þá datt mér strax I hug: Ætli ég geti ekki laumast aö þvi. Þaö fór i slakka suður af holti, og ég haföi annab holt fyrir sunnan til aö laumast undir og setti tvö skot I byssuna, var með tvihleypu. Ég skreið holtið fyrir sunnan og sá aö hvita dýriö var svona 15 faöma frá mér og stefndi til min. Ég sá þá annaö mórautt i færi lengra vestar og noröar. Ég hugsa meö mér: Ég skal skella á það mórauða fyrst og svo á hvita dýriö. Og þetta heppn- aöist, þau lágu bæöi. Siðasta grenjaferðin Siðasta grenjaferðin min var sérstök meö það aö fá hálfblindan mann til aö finna yrölinga, sem grenjaskytturnar fundu ekki. Þeir voru búnir aö liggja á greni i Undirfellsfellinu, Guömundur i Saurbæ og Lárus á Brúsastööum, og uröu ekki varir viö neina yrðlinga, en náöu báöum dýrunum. Þá fer Lárus hérna frameftir og spyr mig, hvort ég vilji gagga á segulband fyrir sig. Þeir hafi ekki heyrt neitt i yrölingum, en haldi þó aö þeir séu þarna. Ég sagöi honum: „Ég skal koma meö ykkur á grenið”, en ég vildi ekkert vera aö gagga á segulband. Þaö eru nokkur ár siöan þetta var og ég oröinn meira en hálfblindur, en vel feröa- fær á hesti og taldi mig geta gaggaö ekk- ert siöur en áöur. Sigurjón Stefánsson á Steiná var staddur i Saurbæ og fór meö okkur, svo aö viö vorum fjórir, sem fórum uppeftir aö leita aö yrðlingunum. Þegar þangaö kom, leiddi Lárus mig á greniö austan I Fellinu, r\ og ég fór aö gagga Lárus I Brekkunum ofan viöGrímstungu og litast um yfir Vatnsdal. Rammíslensk þjóðsagnapersóna Um þessar mundir er aö koma út bók um Lárus Björnsson bónda I Grims- tungu í Vatnsdal og heitir hún einfaldlega LARUS t GRÍMSTUNGU. Útgefandi er Bókarforlag Odds Björnssonar á Akureyri. Lárus f Grimstungu er einn þeirra manna sem hefur orðið þjóösagnaper- sóna i lifanda lifi. Hann hefur staöiö fyrir búi i meira en 70 ár, siöustu árin blindur. Hann neitar að beygja sig fyrir Elli kerl- ingu og þráast viö aö setj- ast I helgan stein. Lárus i Grimstungu er löngu þjóðkunnur maöur, ekki fyrir þá veröleika, sem flestir veröa þekktir af, svo sem embættisstörf, skáldskap eða i'þróttir, heldur vegna persónueigin- leika, sem höföa beint til lslendinga og vekja imyndunarafl þeirra og aö- dáun. Sagan segir að hann hafi verið fjárrikasti bóndi á íslandi. Sagan segir lika, aö hann eigi svo mörg hross, að ekki veröi tölu á komið. Sagan segir, aö á heiðinni þekki hann hvern stein og hverja þúfu, aö hann sératvisari en fuglinn og klókari en tófan. Allar hafa sögurnar einkenni þjóösögunnar. Þær eru ólikindasögur, kimnisögur, hreystisögur, og jaðra stundum við að vera úti- legumannasögur. 1 þeim felst Imynd hins islenska manndóms. Gylfi Asmundsson hefur búiö bók þessa undir prent- un og lætur hann frásögn Lárusar halda sér eins og kostur er og gætir þess aö oröfæri hans komi sem best fram. Kaflinn sem Helgarpóst- urinn gripur hér niður i fjallar um grenjavinnslu. I r* i Lárus og kona hans Péturina Björg Jóhannsdóttir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.