Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 11
39 Jielgarpásfurinn Föstudagur 4. desember 1981 myndir: Jim Smart óskaplega erfitt lif og furöulegt aö maöur standi i þessu. Maöur er sennilega alltaf sami artistinn sem tekur alla áhættu, segir Björgvin og hlær. Oft kemur maður blankari úr þessum tónleikaferðum en maður var áöur en feröin hófst. Satt að segja er það svolitið niðurdrepandi til lengd- ar. Maöur heldur alltaf að maður sé að gera það gott en þaö vill oft hrynja eftir þessa túra.” — Hefur þú ekki hugsað um að hætta? „Ég hef oft hugsaö um það en ekki getað sætt mig viö það. Þetta er svo mikið hugsjónastarf.” — Finnst þér músikin góður miðill? „Já, tvimælalaust.” Ef ég væri textahöfundur mundi ég kritisera þjóðfélagið — Hvað ertu að túlka? „Það er kannski erfitt að segja til um þaö en stundum hef ég greint barnæsku mina i tónlistinni — sé stundum fyrir mér heilu atvikin eins og þau geröust. En maður reynir fyrst og fremst að flytja tónlistina eins vel og auöið er. A plötunni Glettur er viss áróður. Ég baö Kristján Hreinsmögur sem sá um textana að semja i kringum ákveönar hugdettur sem ég hafði i huga. „Það vantar fólk sem rifur kjaft” segir hanneinhvers staöar. Það er margt i þessu þjóðfélagi sem er leiðinlegt og það vantar fólk sem gargar á þá sem stjórna. Fólk lætursig hafa svo margt. — Ef ég væri textahöfúndur mundi ég kritesera þjóðfélagið. Þótt til séu þeir sem fila ekki texta Kristjáns, þá finnst mér margt gott sem kemur þar fram. Hann er kritiserað- ur fyrir að boða ást og frið. En mér finnst ekki veita af aö boða frið. — Ég er hvergi i flokkapólitikinni og þoli hana ekki. Ég held að ég vildi helst fá japanskan forstjóra til að stjórna landinu.” Popp yrði aðalútflutningsgrein — Getum við ekki stjórnað okkur sjálf? „Það er greinilegt að við getum ekki stjórnað. Ef maður fer t.d. á opinberar stofnanir, mætir maður alls staðar leiðinda dónaskap. Það á að reka þessa dóna. Þaö er óhemju mikill dónaskapur á þessu skrifstofubákni. Sjáðu hvað Reagan gerir. Hann setur stopp á að ráða opinbera starfsmenn. Það er rétt að láta opinbera starfsmenn vinna. Það er alveg sama við hvern maður talar það hafa allir frá þvi sama að segja. Og min skoðun á ofveiðum er sú að það ætti frekar að leggja peningana i popphljóm- sveitir og flytja þær út og leggja skuttogurunum i fimm ár. Þeir sem vinna við sjávarútveginn geta fengið vinnu við að leggja almennilega vegi um landið. Það er góð sparnaðarfjárfesting hjá þjóðfélaginu. Hugsaðu þér ef að- alútflutningsgreinin væri popp! Björgvin hlær og við skul- um hér slá botninn i viðtalið. ------------------------------------^ INNHVERF ÍHUGUN TÆKNISEM TRYGGIR ÁRANGUR Almennur kynningarfyrirlestur miðvikudaginn 9. desember ki. 20.30 aö Hverfisgötu 18, (gegnt Þjóðleikhúsinu). Allir velkomnir. ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ Datsun »3* UMBOÐIÐ Vonarldndi viö Sogaveg Simi 33560 Ræktaðu líkama þinn Líkamsræktin hf., Laugavegi 59, kjallara Kjörgarðs, sími 16400. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ — BYRJUM NÝTT LÍF ÖLL TÆKI 0G AÐSTAÐA ER Á B0RÐ VIÐ MÐ BESTA í HEIMINUM Opnunartímar í desember fyrir bæði kynin: Mán.—föstud. 7.00—22.00 Laugard. 10.00—17.00 Yfir hátíðirnar Þorláksmessu 7.00- -18.00 Aðfangadag 8.00- -12.00 Annan dag jóla 11.00- -15.00 Gamlársdag 8.00- -14.00 Mánaðargjald kr. 380. Innifalið: Vatnsnudd, sólarbekkir, gufu- böð, matseðlar og að sjálfsögöu æf- ingar undir tryggri leiðsögn. I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.