Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 04.12.1981, Blaðsíða 1
 % Bla timwm mm I^Föstudagur 4. desember 1981 Þóröur Ben. viö Reykjavlkuruppdrátt sinn: — Fólk hefur lengi skynjaö þessa galla á umhverfinu... Er Reykjavík dýr og Ijót? — Rætt við Þórð Ben. Sveinsson listamann, sem hefur lagt fram tillögu um nýja stefnu i Steinsteypufrumskógur i Breiöholtinu — sem slöar á eftir aö breiöast austur um til Rauöavatns. Allir skipulagssérfræöingar, sem kallaöir voru til, kusu þróun meö ströndum; Alftanes og Garöabæ — en borgarstjórn Reykjavlkur hafnaði þeim tillögum. skipulags- málum Hringborðsumræða um sýningu Þórðar Ben. og skipulagsmál i Reykjavík: Hreppapólitík en ekki skynsemi? Akvarðanir sveitar- eða bæjarstjórna ganga oft þvert gegn ráðifftf fagmanna Umræöa um byggingalist og skipulagsmál Reykjavikur, sem og annarra byggöa á islandi, hefur veriö furöulega Iltil, ef miöaö er viö þá staöreynd, aö einmitt þessi árin, erum viö is- lendingar aö byggja upp borgir okkar og bæi. Þóröur Ben. Sveinsson listmálari vakti þvi óneitanlega athygli á skipulagsmálunum á skemmtilegan hátt, en sýning hans aö Kjarvals- stööum var fjölsótt af áhugamönnum um bygg- ingalist og skipulagsmál. Þórður lagði þar fram tillögu um þróun byggðar til suöurs, aö næstu byggingasvæöi I og viö Reykjavlk, yröu Vatns- mýrin og flugvallarsvæðið sem tengdist svo Hafnarfiröi og Suöurnesjum meö brú yfir Skerjafjörö. Þessi tillaga er reyndar ekki meö öllu ný — eins og Gunnlaugur Halldórsson arkitekt bendir á I umfjöllun hér á eftir — reynd- ar stóö þaö alla tiö til aö þróa Stórreykjavikur- byggöina til suöurs, fremur en teygja borgina I austurátt. Helgarpósturinn fékk þrjá arkitekta til aö ræða skipulagsmál Reykjavflsur út frá sýningu Þóröar Ben. Viö völdum arkitektana vls- indalega: Hjörleifur Stefánsson er þeirra yngst- ur.eða rúmlega þrltugur. Geirharður Þorsteins- son tilheyrir næstu kynslóð á undan Hjörleifi, er formaöur Arkitektafélagsins og hefur unniö mikið viö skipulag I Reykjavik. Elstur I hópnum er svo Gunnlaugur Halldórsson arkitekt, sem kominn er af léttasta skeiöi, en þekkir öðrum betur þróun byggöar I og umhverfis Reykjavlk. Gunnlaugur hefur og löngum átt setu I sveitar- stjórn og þekkir vel, hvernig pólitlkusar taka á byggingamálum byggðanna. Arkitektarnir þrlr voru sammála um, að til- laga Þórðar Ben.væri merk hugvekja og þarft innlegg I vaknandi umræöu um skipulagsmál. Gunnlaugur minnti I byrjun á, aö Þórður Ben. væri ekki fyrstur listmálara til aö segja álit sitt á skipulagsmálum, enda væri eölilegt aö listmál- arar gæfu þeim málefnum gaum — þeir væru skildir arkitektum I listinni. En nú gefum viö arkitektunum orðið: HS: Skipulagning bæja er tiltölulega nýtt við- fangsefni hér hjá okkur. Og i þeirri mynd sem skipulagning er unnin núna, má segja að hún eigi rætur að rekja til ársins 1921, þegar fyrstu skipulagslögin voru sett. Upphafsmaður þeirrar lagasetningar var prófessor Guðmundur Hannesson, sem hafði kynnt sér skipulagsmál mikið og reyndar skrifað kennslubók i skipu- lagsfræðum. Nú, Reykjavik fékk sitt fyrsta skipulag 1927. GuðjónSamúelssonvannþað. Það var skipulag fyrir alla borgina og þar kenndi einhverra framtiðarhugsjóna og draumsýna um það, hvernig borgin skyldi vaxa. Þá átti öll borg- in að rúmast innan Hringbrautar og Snorra- brautar. Eftir þetta var ekki gert heildarskipu- lag fyrr en 1963, þegar aðalskipulag Bredsdorfs var gert. Allan þennan tima þarna á milli var aðeins prjónað við. Þetta skipulag frá ’63 átti að gilda til ’83. Ein af meginforsendum þessa skipulags var, að borgin skyldi byggjast með til- liti til einkabilisma, og að samgöngukerfið skyldi fyrst og fremst vera fyrir einkabilinn. Það var I engu hróflað við sveitarfélagsmörkum og menn gáfu sér ýmsar forsendur, sem uröu mjög mótandi fyrir skipulagið. Eftir að þetta skipulag kom fram, held ég að ekki hafi verið gerð tilraun til að lita borgar- myndina sem heilsteypt fyrirbæri fyrr en núna, að Þórður Ben.gerir það með sinni sýningu. GÞ: Það má segja, að þetta skipulag, sem unnið var 1963 til’64, hafi að þvi leyti verið barn sins tima, að þar var fyrirvaralaust látið undan þeirri almennu reglu erlendis, að lita á umferð- armálin sem grundvallarvandamál borganna. Það er ekki fyrr en fimm til tiu árum seinna, sem skipulag almennt i heiminum byrjar aö læknast af þessu. Það er nokkrum árum seinna, að mennhætta sums staðar að byggja eftir fyrir- liggjandi skipulagi, hætta t.d. við að byggja göt- ur sem byrjað hafði verið á. Það eru nokkur slik dæmi frá Bandarikjunum, þar sem götur og brýr standa ónotaðar — þetta eru eiginlega fyrstu varnarsigrar þeirra sem voru andvigir þannig bíldýrkunarskipulagi. Það eru þarna brýr, sem standa ónotaðar eins og minnisvarði um það, aö lengra hafi menn ekki treyst sér meö bilismann. En við erum hérna með dæmigert bilaskipulag, gert undir yfirumsjón Peders Bredsdorf, sem gerði ráð fyrir þvi að það yrðu tveggja hæða gatnamót næstum þvi á öllum gatnamótum Miklubrautar alveg neðan úr bæ og innfyrir Elliðaár. Það var að visu aldrei leyst í teikningu, en það var reiknað með þvi i fullri alvöru á með- an verið var að skila þessu af sér. Þessu var tek- ið með litlum mótbárum — og frekar máttlaus- um — af þeim sem ekki trúðu á þetta. Þaö var svo ekki fyrr en tiu árum seinna, að dæmið sner- ist við. Nú er ýmislegt óhugsandi, sem þá þótti sjálfsagt. Þegar þetta skipulag var gert, heyrö- ust ekki andmæli nema frá einum eða tveimur varðandi fyrirætlanir um að rifa Berhöftstorf- una, eða að fara með Suðurgötuna i gegnum Grjótaþorpið. Og það þótti sjálfsagður hlutur að gera Grettisgötuna að tengibraut með mjög mikilli bilaumferð, likt og á Hverfisgötu. Ým- islegt þessu likt má tina til. Menn eru kannski búnir að gleyma þessu núna, en svona voru hug- myndir okkar þá. GH: Mér finnst þið fara nokkuð fljótt yfir sögu. Ég bendi á, að það hefur ekki alla tið verið reiknað meö þvi, að borgin þróaðist svona til austurs, eins og hún hefur gert, aö viö byggöum svona austur eftir nesinu. eftir: Gunnar Gunnarsson Þórður Ben. Sveinsson listmálari hélt nýstárlega sýningu að Kjarvalsstööum i nóvember s.l. þar sem hann fjallaöi um skipulag Rey kjavlkursvæöisins I máli og myndum. Þóröur gagnrýndi með sýningu sinni harðlega nú- verandi heildarskipulag Reykjavikur og fyrirsjáan- lega þróun þess, jafnframt þvl að hann benti á nýja leið I þróun byggöar á höf- uðborgarsvæðinu. Þórður Ben.er ekki fyrst- ur úr hópi málara, til að gera skipulagsmálin að umræöuefni. Fyrstur lista- manna til að fjalla um þau, varSiguröur Guömundsson málari fyrir um hundraö árum. Hann lagöi á sinum tima til aö borgin yröi látin þróast i suðurátt, eins og Þóröur gerir núna. Og Jó- hannes Kjarval fjallaöi og um skipulagsmál og bygg- ingarlist i eina tölublaöi blaðs sem hann gaf út og hét „Árdegisblaö lista- manna”, en þaö blaö kom út kringum 1930. A sýningunni aö Kjar- valsstöðum núna, lýsti Þóröur Ben. hugmyndum sinum ýtarlega og lagði ákveöið til, aö Reykjavík færöi sér i nyt sinn siöasta möguieika, þ.e. aö vaxa til suðurs út i Vatnsmýrina og yfir flugvallarsvæöiö og siöan yfir á Alftanes meö byggingu brúar. Hann lýsti hvernig unnt væri aö byggja nýja borgarmiöju i Vatnsmýrinni og geröi ráö fyrir upphituðum tengi- brautum innan þeirrar miðju. Er Reykjavik dýr og Ijót? Skipulag Reykjavikur seinni tima, sem og marg- ar af nýjustu byggingum borgarinnar, hafa sætt myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.