Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 21.05.1982, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 21.05.1982, Qupperneq 14
Föstudagur 21. maí 198lr;nn Úr afkima Vorvertið Sinfóniusveitarinn- ar lauk 13. mai með tveim verk- um eftir Beethoven frá 1807, sem nokkuðhafa staðið i skugga annarra umkringis. 4. sinfónian lendir i einskonar öldudal milli fyssandi toppa Hetjusinfóniunnar og örlaga- sinfóniunnar. En tónsjór meistarans er þó einn og hinn sami. Það er likt og hann dragi djúpt andann og fylli lungun af lifslofti áður en hann blæs næst frá sér. Ef menn vilja hlusta á „léttan og skemmtilegan” Beethoven og ekki eiga á hættu að stirðna upp eða hrökkva i kút, þá er þessi sinfónia vel til þess fallin. Það er geislandi gleðitónn undir öllu og vanda- málafræðin i lágmarki. Jean-Pierre Jacquillat og hljómsveitin gerðu þessu góð skil og er sérstök ástæða til að nefna annan þátt þegar draum- ljúft aukastef klarinettunnar mætir aðalstefinu. C-dúr messan hálfgleymdist hinsvegar smámsaman i heila öld, eftir að hin risavaxna Missa solemnis kom fram 15 árum siðar. Það er varla fyrr en á siðustu 3-4 áratugum, sem aftur er farið að syngja hana að ráði. Það er nú einu sinni háttur ■ heimsins að hampa jafnvel til óbóta þvi, sem einhverntimann hefur gerst stórfrægt, en þegja annað næstum i hel. Þeim sem mikið hafa, mun gefið verða o.s.frv. En það er ein hlið á vax- andi jafnrétti i heiminum, hvað sem hver segir, að vanrækt verk, tónskáld og tónlistarskeið eru aftur tekin að njóta viður- kenningar. Enda eykst stöðugt fjöldi þeirra, sem njóta góðrar tónlistar, og þar með markaðurinn fyrir hana, þrátt fyrir hatrammar atlögur skammsýnna aðila. Og þá kom m.a. auðvitað i ljós, að C-dúr messan var verðug miklu tiðari flutnings. Enda er hún ekki nema um 45 minútur að lengd og rúmast þvi vel innan miðlungs guðsþjónustu. Söngsveitin Filharmónia stóð sig með prýði einsog fyrri dag- inn og var ágætlega samstillt, þótt karlaraddir mættu vera fleiri einsog löngum áður. Það veitsá sem reynthefur, að þar á kórstjórinn oftast meiri hlut en aðalstjórnandinn sem sjaldnast kemur til leiks fyrr en á siðustu æfingum, þegar mesta, erfiðasta (og leiðinlegasta) puðið er búið. Það varð ekki annað heyrt en Krystyna Cortes hefði náö öllum endum saman. Af einsöngvurum er það að segja, að ekki mátti á milli sjá,' hvor betur hefði ólöf Kolbrún eða Sigriður Ella. Báðar höföu það nefnilega gott. Halldór ViÞ helmsson var sömuleiðis traust- ur og tryggur að vanda og fer þó sifellt fram. Mest forvitni var auðvitað að heyra i Reyni Guð- mundssyni, sem maður vissi satt að segja varla að væri til, enda hefur hann verið við nám og störf erlendis undanfarin ár og fer sjálfságt aftur um sinn. Það er sannarlega gott til þess að vita að eiga hauk i horni úti á Púertórikó. Ténórrödd hans virtist að visu svolitið þvinguð en ber þó með sér ótviræða kosti. Messutextinn var vitaskuld sunginn á latinu og prentaður i tónleikaskrá ásamt islenskri þýðingu. Þetta er auðvitað gert handa þeim, sem fylgjast vilja með honum. Ég þreytist ekki á að skammast yfir óvönduðum vinnubrögðum á þessu sviði þótt ilitlusé: llatneska texta trúar- játningarinnar vantaði það sem samsvarar „Hann var og vor vegna krossfestur undir Pontiusi Pilatusi, pindur og grafinn.” Svona hirðuleysi er i rauninni móðgun við vandvirk- an mann einsog Beethoven. KI.nNV IX)W SHORT VV«Þ'»^ K/assík á Steep/e-Chase Árið 1970 hóf Nils Winther að gefa út hljómplöturöðina SteepleChase Classics. Þetta eru að mestu upptökur frá gull- aldarárum Montmartre, þótt nokkrar skifur séu teknar ann- arsstaðar upp s.s. albúmin Á þessum árum var hvergi i Evrópu geggjaðri rýþmasveit en i Montmartre. Þar var kata- lóniumaðurinn Tete Montoliu á pianóið og dönsku tviburarnir á bassa og trommur: Niels-Henn- ing og Aleks Riel. A þremur 'gy'X/Xs eftir Vernharð Linnet fimm með Bud Powell frá Gyll- lene Cirkeln i Stokkhólmi. A þeim skifum leika bassaleikar- inn Thorbjörn Hultcrantz og trommarinn Sune Spangberg með meistaranum. Upptakan er gerð árið 1962 en um það leyti var Powell allveill á geði, en spilaði engu aö siður stórkost- lega einsog allir vita sem heyrt hafa Storyvilleskffuna. Bounc- ing With Bud sem tekin var sama ár i Kaupmannahöfn með Niels-Henning á bassa og Willi- aro Schiöpffe á trommur. Númerin á þessum klassisku Powell albúmumeru: SCC-6001, 16002,6009 6014 og 6017. albúmum frá 1964 leikur þetta trió með Dexter Gordon: Chees Chake (SCC-6008), I Want More (SCC-6015) og Love For Sale (SCC-6018). A fjórðu skifunni frá 64 er Niels-Henning ekki, hefurtrúlega verið i prófum, og leysir Benny Nielsen hann þar af hólmi. Sú nefnist King Nep- tune (SCC-6012). Fimmta klassiska Gordonalbiimið er frá 1962, er hann kom fyrst til Kaupmannahafnar. Bassaleik- arinn er belgiskur einsog Philip: Marcel Rigot,en aðrir danskir,pianistinn Atli Björn og trommarinn Schiópffe. Það nefnist Cry Me A River (SCC- 6003) 64 Gordon skifurnar eru i hópi þeirra bestu sem hann hefur hljóðritað, enda var krafturinn mikill og rýþmasveitin efldi hann til dáða. Eitt albúmanna er aldanskt: Axem (SCC-6004) þarsem planistinn Bent Axen leikur með kvintett sinum og triói. Axen var húspianisti á Montmartre á undan Montoliu og á trlósiðun- um heyr ist i fyrsta skipti i Niels- Henning á plötu fyrir utan nokkrar dixilandnúmer er hann hljóöritaði 1960. Aðeins tvö albúm eru með ameriskum hljómsveitum. Kvartettplata Jackie McLean: Dr. Jackie (SCC-6005) en þar leika Lamont Johnson, Scotty Holt og Billy Higgins með altd- meistaranum, svo og tvöfalt albúm Buck Clayton stjörnu- hljórrisveitarinnar: Copenhagen Consert frá 1959 (SCC-6006/7) þar sem Basieliö er með trompetleikaranum gamla: Emette Berry, Earl Warren, Buddy Tate sem hér lék með Goodman, Dicky Wells, blús- hfóparinn Jimmy Rushing svo og rýþmasveit: A1 Williams, Gene Ramsey og Herbie Lowell. Þetta er sveifla af bestu tegund með skjaldarmerki gamla greifans. Af Lester Young ætt- inni er svo tenórblástur Brew Moore á I Had You (SCC-6015) þar sem hann er i félagsskap Alta Björns, Benny Nilsens og Schiöfrffes. Þá eru þrjár skífur ónefndar í þessum flokki. Þær eiga það sameiginlegt að þar blása ame- riskur og skandinaviskur djass- leikari i félagi við trióið magn- þrungna, Tete, Ndels og Aleks. A tveimur blæs sá stórbrotni bopptrompetleikari Kenny Dor- ham, sem þvi miður hlaut litla viðurkenningu um sina daga. A þeirri fyrri: Short Story (SCC- 6010) er hann i félagsskap Allan Botschinskys, sem er einhver snjallasti trompetleikari evrópskur.Botschinsky lékhér i Reykjavik með dönsku bræð- ingshljómsveitinni Mirror árið 1980 og er væntanlegur með eigin hljómsveit i haust, en samt mun hann þvi miður þekkt astur hér fyrir að st jóraa jafnan dönsku hljómsveitunum i Grand Prix keppninni. 1963 var ekkert rafmagni flýgilhorninu hans og tónninn silkimjiikur. Seinni Dorhamskifan geymir dúetta Dorhams og sænska trompet- leikarans Rolf Eriksons, sem þekktastur er fyrir blástur sinn i Ellingtonbandinu. Þar er allt á suðupunkti og nefnist skifan: Scandia Skies .(SCC-1611). Ekki er krafturinn minni á skifu Archie Shepp: The House I Live In (SCC-6013) þar sem landi Rolfs, barrytonleikarinn Lars Gullin blæs á móti Shepp. Gullin var fyrstur evrópskra að vinna kosningar down beat og hefur löngum verið talinn einhver fremsti barrýtonsaxafónleikari djassins. Það er gaman að þvi þegar þessi svali jötunn ýlfrar frammúrstefnulega til að skemmta Shepp og Shepp svar- ar i sömu mynt meðan rýþminn kýlir hljómaganginn i trylltri sveiflu. Þaö má nú fá SteepleChase skifur I öllum skárri hljóm- plötuverslunum landsins eða panta þær þar. Sli"kt erdjassvin- um gleðiefni og vonum við að fleiri merki fylgi á eftir.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.