Helgarpósturinn - 27.08.1982, Síða 14

Helgarpósturinn - 27.08.1982, Síða 14
14 Föstudagur 27. ágúst 1982 sturinn. Elur videó á fasisma í börnum? Ofbeldisatriði f kvikmyndum videókerfanna geta alið á fasfskri hugmyndafræði hjá börnum, og gróf og ógnvekjandi atriði geta leitt til erfiðleika i kynlifi þeirra, þegar þau verða orðin fullvaxta. Þetta kemur fram i sænskri skýrslu, sem lögð var fyrir skóla- sálfræðingaþing, sem haldið var i Stokkhólmi fyrir skömmu. Skýrsla þessi er gerð af þeim Jonas Wall Marie-Louise Ceder- blad við uppeldisfræðistofnun Stokkhólmsháskóla. Videókerfin hafa mesta aödráttarafl á börnin á þvi þroskaskeiði þeirra, er þau vilja fá að vera f friði fyrir afskipta- semi fullorðna fóksins, er haldið fram i skýrslunni. Jonasi Wall finnst það uggvæn- leg staðreynd, að minna en helm- ingur barnanna ræðir efni myndanna, sem þau sjá, i skólanum eða við fullorðna. í skýrslunni kemur fram, að eldri börnin horfa á videómyndir með jafnöldrum sinum, en yngri börnin horfa aftur á móti á þær með foreldrunum. Visinda- mennirnir halda þvi fram, að myndirnar fullnægi þörf barn- anna fyrir hræðslu og spennu, sem draugasögur og aðrir myrkaleikir uppfylltu áður fyrr. Nærri helmingur barnanna, sem rannsóknin náði til, hafði séð ofbeldis- og klámmyndir ivideó- inu, og það er álit Walls, að sam- hengi sé milli þess og hins, að slikar myndir eru bannaðar börn- um i kvikmyndahúsum. „Mér líst ekkert á sjúkrahús’ ’ segir ofurhuginn Roy Frandsen, sem hefur líklega slasast manna oftast á liðnum árum ,,Ég cr með 18 metra hátt mastur og fyrir neöan það er mjög litil sundlaug, 2,5 metra breiðog 1,7 metra djúp, og sjálf- ur er ég 1,70 metrar á hæð. Ég hoppa alelda niður úr mastrinu og ofan i sundlaugina, sem einn- ig er alelda. Ég kem niður i laugina á meira en <10 kilómetra hraða á klukkustund, og stund- um kein ég svo harkalega á hotninn, að ég hcf verið um 25 sinnum á sjúkrahúsi á siðustu 20 árum, stundum mjög alvarlega slasaður og stundum ekki”, sagði breski ofurhuginn Roy Frandsen i samtali við Helgar- póstinn, en Frandsen er hér staddur á vegum kaupstefn- unnar lleimilið og fjölskyldan og sýnir tslendingum listir sinar. Roy Frandsen sagðist hafa stundað þessi glæfralegu stökk i 25—28 ár, nema þegar hann væri á sjúkrahúsi, og þyrfti kannski að hvila sig i sex mánuði. ,,En siðan held ég bara áfram, þvi vegna starfans fæ ég tækifæri til að ferðast um heim- inn, og ég hef gaman af ferða- lögum. Eg hef komið til Ind- landshafs, Japan, Ameriku og allra Norðurlandanna, en þetta er i fyrsta skipti, sem ég kem til tslands.” — Brennirðu aldrei af? „Nei, þvi að ef ég brenni af, er ég búinn að vera — dauður — en ég hef oft verið mjög nærri þvi að brenna af.” — Ertu aldrei hræddur um að brenna af, þegar þú stekkur? „Jú, ég er mjög taugaóstyrk- ur i hvert skipti. Ég hef háls- brotið mig, ég hef hryggbrotið mig og ég hef verið i lifshættu vegna brunasára, svo auðvitað er ég taugaóstyrkur, þegar ég stend i þessu.” — En hvers vegna ertu þá að þessu? ,,t fyrsta lagi vinn ég mér inn mikla peninga þannig, og i öðru lagi fæ ég tækifæri til að sjá mig um i heiminum. Þegar ég var ungur, langaði mig til að gera þetta, og núna fer það orð af mér, að ég geti gert þetta, og þess vegna held ég áfram. Þetta er ósköp svipað og með kappakstursmenn. Þeir gera ekki ráð fyrir þvi að láta lifið, og þeir láta ekki allir lifið, en þeir lenda i slysum. Það er ekki hægt að vera kappakstursmaður i 4—5 ár, án þess að lenda i slysi og leggjast inn á sjúkrahús, en það er ekki sjálfgefið, að þú látir lifið. Aðeins einn af hverjum tiu láta lifið, og þannig lit ég á málin. Ég hef ekki i hyggju að láta lifið, en ég hef alltaf verið meðvitaður um þá áhættu, sem ég tek. Ég mun stökkva um 30 sinnum hér á landi og ég vona, aö ég þurfi ekki að fara á islenskt sjúkrahús. Mér list vel á tsland, en mér list ekkert á sjúkrahús, hvar sem þau eru”, sagði ofurhuginn Roy Frandsen, og við skulum bara vona, að allt gangi honum i haginn hér. GUJGGAPÓSTURINN FJOLSKYLDUMYNDIN OG VERÐLAUNIN Preben Birkholt Christenscn, danskur Ijósmyndancmi, tók myndina hér að ofan á siðasta ári, og sýnir luin vanfæra konu hans. Það er i sjálfu sér ekki i frásögur færandi, nema vegna þess, að um þessar mundir er myndin á flakki um heiminn, eftir að iiafa hlotið 2. verðlaun i alþjóðlegri Ijósmynda- samkcppni japanská ljósmynda- vörufyrirtækisins Nikon. Agætis frammistaða hjá Preben, þegar þess er gætt, að dómnefndin þurfti að velja úr 60 þúsund myndum, sem 13 þúsund þátttakendur frá 50 löndum sendu inn til keppninnar. Heiður þessi getur haft mikla þýðingu fyrir Preben og hans frama sem ljósmyndari, og i hansPreb"ns!° unanj 'yndin framhaldi af þessum verðlaunum hjá Nikon hefur hann fengið fjölda annarra verðlauna. Nýr mannkyns- lausnari? Jesús Kristur lét á sinum tima skíra sig i ánni Jórdan og allir vita hver varð eftirleikurinn. Hann varð einhver mesti lausnari mannkynsins. Breska konungsf jölskyldan ætlar kannski nýjasta prinsinum sambærilegt hlutverk, þvi þegar Vilhjálmur litli Karlsson var skirður á dögunum, var hann aus- inn vatni úr þessari sömu á. Að visu var ekki farið með harfh alla leið til Jordaniu— til þess er ástand i þeim heimshluta of ótryggt — heldur var send flug- vél austur þangað og kom hún með vatnið til baka i þar til gerðu iláti. Ekki höfum við hér spurnir af þvihvernig skirnarathöfnin gekk, en eitt er vist, að litli prinsinn á Diana og Vilhjálmur: Prinsinn var ausinn vatni úr ánni Jórdan, eins og Kristur forðum. væntanlega eftir að verða hinn mesti gæfumaður, eins og hann á kyn til. Kappinn ætlar að halda ótrauður áfram og nú segist hann vera sannfærður um að sigra i Nikon-- keppninni á næsta ári. BANKINN DREIFIR FÖLSUÐUM SEÐLUM Bankastarfsmaður nokkur frá Árósum iDanmörku lenti i heldur óskem mtilegri aðstöðu, þegar hann var i sumarfrii i Tælandi á dögunum. Hann var nefnilega handtekinn fyrir að vera með falsaða dollaraseðla i fórum sinum. Tælenska lögreglan lét manninn ckki lausan fyrr en hún hafði fengið staðfestingu á þvi, að bankastarfsinaðurinn hafði fengið seðlana — tvo eitt hundrað dollara seðla — á fullkomlega löglegan hátt, nefnilega i sinum eigin banka. Rannsóknarlögreglan i Árósum neitar að gefa upp nafnið á bank- anum, en segir, að banki þessi hafi fengið fimm slika seðla og að veslings bankastarfsmaðurinn hafi siðan fengið tvo þeirra. Og enginn vissi að þeir voru falsaðir, svo vel voru þeir gerðir. Lögreglan reynir að sjálfsögðu sitt til að hafa upp á manni þeim er skipti seðlunum, og hún er jafnframt nokkuð viss um, að þetta sé aðeins einstakt tilfelli. Ekki sé vitað um fleiri slika fals- aða seðla i héraðinu. En þess má geta, að dollarinn er sá gjaldmið- ill, sem oftast er falsaður. Við skulum bara vona, að þeir hafi heppnina með sér, frændur okkar og vinir i borginni fögru. „Ormar eru ákaflega viðkvæmar skepnur’ ’ segir Páll Finnbogason maðkaræktandi „Maðkabú cr eins og kúabú og önnur bú. Maðkurinn er látinn verpa eins og kýrnar eru látnar bera. Svona maðkabú eru úti um allan heim, og m.a. er Carter fyrr- verandi Bandaríkjaforseti með stærsta maðkabú í Bandaríkjun- um“, sagði Páll Finnbogason maðkaræktunarmaður, þegar Helgarpósturinn spurði hvað maðkabú væri, en Páll auglýsti maðkabú sitt í DV í síðustu viku. Ekki sagðist Páll vita hversu marga maðka hann væri með í búi sínu. Maðkurinn væri þeirrar nátt- úru, að bæði kynin verptu eggjum, og ef skilyrðin væru góð, verptu þeireinu eggi á viku. Úr þessu eina eggi kæmu síðan á milli 8 og 20 ungar. Maðkar þessir eru skoskir að ætt og uppruna og eru afkom- endur maðka, sem enskir veiði- menn skildu eftir víðs vegar um landið á síðustu öld. Þetta eru gríðarstórir hnullungar, allt að 30 cm langir, og þrífast þeir ágætlega í íslenskri mold. Þegar maður á yngri árum tíndi maðka fyrir veiðiskapinn, setti maður þá gjarna ofan í box með mosa og hellti mjólk yfir allt. Páll sagði hins vegar við okkur, að alls ekki mætti gefa þeim mjólk, og heldur ekki sykur, því að þá yrði húð þeirra meyr og þeir dyttu af önglinum. Hann sagðist gefa þeim g'róðurmold, mosa, kjúklingafóð- ur, alls konar lauf og aðrar afurðjr úr náttúrunni. „Ormar eru ákaflega viðkvæmar skepnur. Þeir eru viðkvæmir fyrir hnjaski, og það skiptir miklu máli fyrir veiðimenn, að þeir séu í góðu standi“, sagði Páll. Maðkarnir kosta frá 2 krónum til 3.50, en þótt hann hefði stundað þessa maðkarækt í 15 ár, sagðist Páll ekki mæla með notkun maðka við veiðiskap, hann ráðlegði mönnum frekar að nota flugur. En þeir, sem endilega vilja nota maðk, geta haft samband við Pál í síma 14660. Góða veiði. 4

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.